Framsóknarblaðið - 23.01.2003, Síða 10

Framsóknarblaðið - 23.01.2003, Síða 10
,,l>að fer að styttast í það,.að Jf': ég þurfi að raka skegg mitt”, |i sagöi Eyjamaöur einn, sem hét || þvi fljótt eftir byrjun goss að l|j raka sig ekki.fyrr en helmingur || ibúanna væri kominn heim aftur. Hann átti áreiðanlega ||« ekki von á, að það yröi svona fljótt, frekar en aðrir. N'ú eru íbúar orðnir 2300-2400 Visir. Laugardagur 12. janúar 1974 Félagslífið byrjað að blómstra Það má svo sem eiga von á mörgu úti i Eyjum, en Visis mönnum brá heldur i brún, þegar þeir röltu upp Heiðarveg i fyrrakvöld og heyrðu snögg- lega glymjandi popmúsik. Þaö sýndí sig að músíkin kom frá Félagsheimilinu I Eyjum, en er þá félagslíf fariö að blómgast þar nú þegar? Jú heldur betur. Þaö var diskótek fyrir ungu kynslóðina i Eyjum i húsinu. Og þarna dönsuðu og skoppuðu 13-16 ára krakkar, eins og slikt hefði aldrei verið lagt niður i Eyjum. ,,Við erum með diskótek hérna háifsmánaðarlega eins og er, en stefnum að þvi að koma þvi upp tvisvar sinnum i viku i framtiðinni”, sagði Ragnar Sigurjónsson, sá sem stjórnaði diskótekinu og þvi sem þar fór fram. hjá yngri kynslóðinni! — Ærandi músik helzt tvisvar í viku, opið hús m.m. Krakkarnir í Eyjutn dansa, einsog aldrei hafi verið gert hié á glaum og gieöi þar ...og diskótekarinn Ragnar Sigurjónsson (t.v.) hyggst vera iðinn við að byggja upp blóm- legt félagslíf yngri kyn- slóðarinnar. Með honum er Gunnar Einarsson, sem að- stoöar hann við það. (Ljósm. B.G.) „Ég byrjaði með þetta hérna i byrjun nóvember, og ég hef hug á þvi að koma á liflegu félagslifi með timanum. Við munum ekki eingöngu binda okkur við diskó- tek, heldur viljum við lika koma á plötukynningu og plötu- kvöldum _þar sem fólk gæti komið og beðið um að fá að heyra einhver sérstök lög. Við gætum lika tekið heilt kvöld i það að kynna eina hljómsveit". „Eg hef einnig hug á að koma hér upp opnu húsi, þ.e. með borðtennis og ýmsum öðrum leiktækjum, við höfum reyndar þegar reynt borötennis.” „Við erum. aðallega með 13 ára krakka hér i kvöld, og þá er mesta stuðiði’ Og það sýndi sig, krakkarnir dönsuðu hress og kát, músikin var ærandi eins og þykir vist tilheyra, og með- fram kiefa diskótekarans biikkuðu mislit Ijós, aiveg eins og i alvöru diskóteki. „Stœrsta biðstofa á landinu — frumlegasta rakarastofa í heimi" talsins, en um jólin voru öllu fleiri i Eyjum. Mikiðvirtist vera um gesti, sem komu þangað eingöngu til þess að halda jólin. Fyrir gos voru rúmlega 5300 manns húandi i Eyjum. Múlafoss itom með nokkra gáma til Eyja i fyrradag, þegar Vísismenn voru þar á ferö, og þeim flutningum er áreiðanlcga ekki lokið strax. —EA — Litið inn hjú Ragga rakara í íyjum C'* ' C • t r || t ' j'|1I w v Tekið á móti gámum i Eyjum i fyrradag, — Sifellt fjölgar fjölskyldunum, og helmingur er þegar kominn heim til sln. „Hér sjáið þið stærstu biðstofu á landinu og frum- legustu rakarastofu i lieimi”, sagði Ragnar Guðmundsson, eða Raggi rakari eins og hann er kallaöur, þegar Visismenn litu viö á rakarastofu þeirri sem hann hefur komið upp i Eyjum. Og það eru iiklega orð að sönnu. Biðstofan er fyrrverandi verzlunarhúsnæði, þar sem verzlað var með hreinlætis- vörur,.og verzlunarhúsnæði þetta hefur verið fremur rúm- gott, þannig að menn geta rétt imyndað sér hversu stór slik biðstofa er. Inn af biðstofunni er svo fyrr- verandi skrifstofa, en þar hefur Raggi rakari komið upp rakara- stofu. Þar er aðeins einn stóli, bráðabirgðaborð og spegill, en svo auðvitað hárþurrka og til- heyrandi þarfahlutir. En menn verða að gjöra svo vel að þvo sérum hárið heima hjá sér áður en komið er til rakarans, þvi þvottaaöstaða er engin. „Ég opnaöi hérna i nóvember og hef opið 2 daga i viku og þá allan daginn. En nú geri ég mér „Fyrirmyndarstofa”, sagði kúnninn sem settist I stólinn hjá Ragnari Guðmundssyni, sem starfar nokkuð ólikt stéttarbræðrum sinum, rökurum, annars staðar á landinu (Ljósm. BG.) vonir um að geta flutt bráðlega i húsnæði við Miöstræti, þar sem eðlileg rakarastofa kemur upp”. „1 aprii eða mai verður lik- lega timabært að fara að athuga með rekstur alla vikuna. En enn sem komið er, er þaö mikil hreyfing á mönnum, til og frá Eyjum, aö þess er varla nauðsyn. Þeir iáta þá kannski klippa sig i Reykjavik”. „En hér er nóg aö gera. Ætli það komi ekki um 20-30 karlar á dag hingað, þegar opið er. Það fer þó nokkuð eftir veöri, það koma fleiri þegar vel viðrar. Eins og er er þó nokkuð daufur timi. Það er hálfgerður þrett- ándi i mönnum fram yfir mánaðamót”. — En vilja menn ekki hafa stofuna opna alla vikuna? „Þeir eru aö spjalla um þaö að ég vinni alveg og eingöngu i þessu, það fer liklega að koma að þvi bráðlega.” En karlarnir i Eyjum kunna vel að meta þennan eina rakara i Eyjum og óvenjulega aðstöðu hans, það heyrðist bezt á fyrsta kúnnanum i morgunsárinu i gær. „Fyrirmyndarstofa, ekki vantar það”, sagði hann um leiö og hann kom sér fyrir i stólnum. —EA

x

Framsóknarblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.