Framsóknarblaðið - 23.01.2003, Síða 11
F umlausir
Á hraðri leið út á Heimagötu.
Margar sögur eru til af
einkennilegri hegðun sumra
þessa margfrægu gosnótt. Menn
tóku með sér hina ýmsu skrítnu
hluti eða verkfæri, sem þeir
skildu svo ekkert í, af hverju
þeir hafi einmitt gert það. Flestir
íbúa héldu einfaldlega ró sinni
og gerðu það sem skyldan bauð
þeim. Margir hafa minnst á, að
er Surtseyjagosið var, hafi það
einhvern veginn greipt sig inn í
hug Eyjamanna að gos á eyjunni
eða nálægt henni gæti alltaf
gerst. Einmitt þess vegna hafi
margir haft einhvem vara á sér
og jafnvel skipulagt það með
sjálfum sér, hvað gera skildi ef
gos brytist út, á eða við
Heimaey. Það hafi blundað í
undirmeðvitund margra hvað og
hvemig haga ætti sér við slíkar
aðstæður. Það rennir stoðum
undir þessa skýringu, hversu
ömggir og fumlausir íbúar
bæjarins voru þessa örlagaríku
nótt. Það hafði mikið að segja
um hversu flutningarnir á fólki
gengu vel fyrir sig sem og
annað.
• Móttökurnar er við Vest-
mannaeyingar fengum er við
komum upp á land voru hreint
út sagt frábærar og verður full-
seint þakkað fyrir allt það er gert
var. Gosnóttina er bátarnir komu
til Þorlákshafnar voru hjálp-
arsveitir til staðar. Rútur voru
klárar að flytja alla til
Reykjavíkur. Þar var farið í
skóla og allir skráðir og fengu
hressingu. íslendingar eru ein
þjóð og kom það vel í ljós þessa
örlagaríku daga.
• Hann kom labbandi í
rólegheit-um niður á bryggju
gosnóttina með hjólbörur. I
börurnar hafði hann komið fyrir
því merkasta og því bráð-
nauðsynlegasta er hann taldi að
hann þyrfti að hafa með sér. Já,
okkar maður ætlaði sko ekki að
skilja nýja sjónvarpið eftir.
• Eldri kona kom niður á bryg-
gju. Henni var hjálpað um borð í
einn bátanna. Hún hélt á plast-
poka. Sú gamla var nýbúinn að
fá sér glænýja hárkollu og
ætlaði að sjálfsögðu að hafa
hana með upp á land.
• Svo var það einn stórfrændi
Vestmannaeyinga er bjó í
Reykjavík og var ákaflega
stoltur af uppruna sínum. Konan
vakti hann gosnóttina og sagði
honum frá því að það væri byrj-
að að gjósa í Eyjum. Já, já sagði
hann og sneri sér á hina hliðina.
Um morguninn er hann loksins
vaknaði brá honum heldur betur
í brún og mundi eftir samtalinu
um nóttina. Hann sneri sér að
konunni og sagði „og eru þeir þá
allir kannski dauðir”.
• Sumt má ekki segja eins og
t.d. er við vorum á einum
vörubflnum og unnið var við að
bjarga búslóðum úr mörgum
húsum og flytja niður á bryggju.
Við byrjuðum í einni ónefndri
götu (það var á Hólagötunni)
svo var hafist handa við að bera
út, komu þá ekki 11 kassar af
þessum fína Tuborg bjór upp úr
brunninum og eitthvað af sterku.
Þetta kom sér vel og hressti
björgunarmenn við. Svo komum
við að næsta húsi, þá gerist bara
nákvæmlega það sama.
Björgunarmenn voru í fínu lagi
og það var unnið langt fram
undir morgunn.
• Tveir virðulegir borgarar í
bænum voru að hjálpa vini
sínum að bera búslóðina út á
vörubíl og voru langt komnir
með verkið. Þeir taka á milli sín
dýrindis sófa úr plussi og fíniríi,
leggja af stað með hann út, þá
hefst mikið gjóskufall. Það er
engum blöðum um það að fletta,
sófinn stóð í ljósum logum og
brann glatt og hratt. Það var
aldrei sest í þann fína sófa aftur.
En teppið úr stofunni var notað
til að hlífa því sem komið var
upp á bfl. Það teppi var heldur
aldrei notað aftur.
• Menn kölluðu nú ekki allt
ömmu sína í gosinu eins og
eftirfarandi saga ber með sér:
Rótgróinn Eyjamaður er
búsettur var í austurbænum stóð
og starði á eldgosið og mikilfen-
gleika þess. „Magnað sagði
hann, alveg stórmagnað.
Otrúlegt, alveg ótrúlegt.
Einstaklega er þetta mikilfeng-
legt. Á meðan brann húsið hans
á augabragði.
• Viðlagasjóðshúsin. Fljótlega
var hafist handa við að reisa inn-
flutt hús víðsvegar um landið á
vegum Viðlagasjóðs. Margir
muna eftir gámahverfinu er var í
Hveragerði. Ölfusborgir voru
fullar af Vestmannaeyingum allt
sumarið. Stór hverfi voru reist af
viðlagasjóðshúsum á Selfossi.
Reykjavfk (kardimommubær-
inn). I Keflavík. Þorlákshöfn.
Hafnarfirði. Garðinum. Eyrar-
bakka, Stokkseyri, Hellu,
Akranesi og víðar voru sett
niður hús.
Varnargarðurinn. Lá frá gosstöðvunum og vestur Urðarveg.
Eftirtaldir aðilar styrkja útgáfuna
SKYLIÐ
FRIÐARHÖFN
SKELJUNGUR
Deloitte
3DÍSFÉLAG
VESTMANNAEYJA HE
HÖLLIN
Yeistu-og Ráðstefnuhús
ueioiue /
&Touche Sm,m
VINNSLUSTOÐIN
DRIFANDI HITAVEITA
SUÐURNESJA hf.
'&ctffyútýcluei&Ulácvi
bh
BERGUR-HUGINN
ISLANDSBANKI
GEl:
«
SPARISJOÐUR
VESTMANNAEYJA
1
Land)
KAUPÞiNG
KUTMAGAKOT
SAMSK.lt*
(fsso)
LIFEYRISSJOÐUR
VESTMANNAEYJA
EIMSKIP (cmfifít
01 9 ■ vestmannaeyiar
viking tourr
HÚSASMIÐJAN
KLETTUR
Strandvegi
JR verktakar