Framsóknarblaðið - 23.01.2003, Side 14

Framsóknarblaðið - 23.01.2003, Side 14
vísir Sunnudagur 11. desembcr 1977 9 t fyrstii tilraun reyndist hann vera erlendis, en væntanlegur fljótlega til landsins. í annarri tilraun var hann kominn til landsins, en i há- loftunum á leiðinni til Eyja. í þriðju tilraun náði undirrituð i hann I gegnum símann á skrif- stofunni i Ráðhúsi þeirra Eyjamanna. Páll Zóphoníasson bæjarstjóri, reyndist boð- inn og búinn til þess að spjalla við okkur. Það var bara verst með timann. En einhvern veg- inn hlyti að vera hægt að komá þvi öllu heim og saman. Við skyldum bara koma. Og strax eftir lendingu á flugvellinum i Eyj- um brunuðum við niður i bæ og inn i Ráðhús. Við hittum Pál og urðum þess valdandi að hann fékk ekki hádegismat þann daginn. Hann bandaöí frá sér hendinni, þegar við afsökuð- um timastuldinn og kvaðst hafa nægan tima. Klukkan fjögur átti samt að vera bæjarráðs- fundur og morguninn eftir fór hann iljúgandi til Reykjavíkur i embættiserindum. „ég cr AÐ VCKÐA HÁLFGCRÐUR FAGIDJÓT" - SPJALLÁÐ VIÐ PÁL ZÓPHONÍASSON, BÆJARSTJÓRA í VESTMANNAEYJUM „Sparar heilmikið ben- sín....” Það sem nú heitir Ráðhús i Eyj- um, var áður spitalinn þeirra. „Þetta var kallað salurinn”, segirPáll um herbergiö sem hann býöur okkur inn i. NU er þar- bæjarráðsherbergi, meö löngu borði og mörgum stólum. Innaf er svo skrifstofa hans. ,,Hér lágu karlmenn” heldur hann áfram. „Þeir hafa lika margir komiö hingað inn siðan, byrjað á þvi að lita upp i loftið og sagt: Hér lá ég einu sinni.” Af þvi að við erurn nýkomin berst taliö að fluginu og flug- stöðvarmálum. Páll er hinn hressasti. „Þaö rætist Ur þessu fljótlega. A næsta ári fáum viö nýjan flugturn og flugstöðvar- byggingu. Hingað til hafa menn hafst við hver i sinni flugstöð á flugvellinum. Ný bygging sparar þvi heilmikið bensin. Þiö sjáiö þaö að 90-95% af bilum eru haföir I gangi á meðan beöið er á flug- vellinum, bara'til aö hita bilinn, eöa halda Utvarpinu i gangi. Þetta er eini staðurinn i heimin- um þar sem menn sitja og bíða i eigin flugstöðvum!" „Missti bestu bókina rnina” En ætlunin er að kynna þennan 35 ára gamla bæjarstjóra Vest- mannaeyinga svolitið. Hann er fæddur i Kaupmannahöfn 12. jUli 1942. „Faðirminn er islenskuren móðir min dönsk”, segir Páll. „Viö vorum ö!l striösárin i Dan- mörku en komum heim eftir striöið með Esjunni. Nei, ég man litiö sem ekkertfrá þeim árum.” „Ég man eftir þvi þegar Englendingar keyröu inn i ööins- vé, og ég man aö ég missti bestu bókina mina aftan Ur skutnum á „Við löbbuðum með hjálma i gegnum gufu og öskufall og ég fann að hann vildi virkilega setja sig inn í það sem hér var aö gerast". Páll með Palme og Sigurði Þórarinssyni, en aö öllum öðrum heimsóknum ólöstuðum man Páll heimsókn Ljósm. BG Palme best. Esjunni, þegar við vorum að fara heim til lslands. Ég átti forláta bók, sem ég man ekki lengur hvaö hét, en mér þótli mjög vænt um 1 þessa bók. Svo hef ég sjálfsagt veriö aö prila eins og titt er um krakka, og missti þá bókina”. ,,Ég man svo eftir þvi þegár heim til tslands kom, aö ég var lagður i rúmið hennar ömmu minnar. Ég var þá veikur, — hafði fengiö einhverja pest, og ég minnist þess aö ég iá þarna og skildi ekkert hvaö fram fór i kringum mig. Þá skildi ég ekkert nema dönsku.” Ekki komið til Eyja einu sinni „Viö bjuggum á Sóleyjargöt- unni fyrst eftir aö heim var kom- iö. En fljótlega fluttum viö i Eski- hlföina þar sem ég átti heima fram til ársins ’62. Þá fór ég til - Danmerkur.” „En áöur en ég fór lauk ég tré- smiöanámi. I Danmörku læröi ég svo tæknifræði, fór Ut til þess, en var ekki alveg viss um áfram- hald. 1967kláraöiég tæknifræðina og fór siöan aö vinna i Alaborg hjá ráögjafa verkfræðistofu. Ég var ráðinn til þriggja mánaöa en það fór svo aö ég var þar i fimm ár.” — Hvernig atvikaöist, aö þú fórst til Eyja? „Það vantaöi bæjartæknifræö- ing i Eyjum. Magnús, sem þá var bæjarstjóri, fékk upplýsingar um þaö hjá VerkfraAingafélaginu og Tæknif ræöingafélaginu, hver jir væru erlendis. Hann hafði sam- band við mig á miðvikudegi og ég ákvaö þaö endanlega aö fara til Eyja á laugardegi.” ..Þetta var 72. Þá haföi ég ekki einusinni komiðtil Evja. En þur kom aö eg skrapp'út meö flugi rétttilað kanna aöstæöur. Eg var hálf áttaviltur fyrst og þaö tók mig smá tima aö gera mér grein fyrir áttunum. Hér er nefnilega miklu meira talaö um aö fara austur, vestur og noröur, heidur en viöa annars staöar. Þess vegna ereitt af þvi fyrsta sem ég segi fólki sent hingaö kemur og ég tek á móti, hvar norður er!” Ekki mikill viögerðar- maður „Þetta lagöist annars mjög vel i mig frá byrjun. Eg haföi fljótlega mikið aö gera, en eitt af þvipósi- tiva sem ég haföi séö viö það aö vera i Eyjum, var aö ég þóttist öruggur um aö þurfa ekki aö fá mér bil. Ég haföi fengið nóg af bilum og viðgeröum i Danmörku, þvi ég er hreint ekki mikill viö- geröarmaöur. En eftir háift ár hér var ég kominn á bil eins og aörir.” „Annars notar maöur bilinn sem regnhlif hér í Eyjum. Ef veöurfaríð væri betra, væri geng- iö miklu meira. En rigningin fellur lárétt hér en ekki lóörétt eins og annars staðar! Mér þykir gott aö ganga og ef ég«r staddur i Reykjavik og þarf ekki aö flýta uðmundur Siqfússon

x

Framsóknarblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Framsóknarblaðið
https://timarit.is/publication/795

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.