Framsóknarblaðið - 23.01.2003, Qupperneq 15
Gönguleiðir á Há, Molda, Klif, um Eggjar
á Blátind og gönguleiðir á Heimaklett.
Við hefjum gönguna, að þessu
sinni undir Skiphellum, hvar er
hin landsfræga Spranga, þar sem
ungt Eyjafólk lærir að klifra í
klettum og sveifla sér í kaðli.
Á tungumáli innfæddra kallast
það „sprang”, þeir sem náð hafa
mestri leikni í þessari
þjóðaríþrótt Vestmannaeyinga
gera ótrúlegar listir í bjarginu,
svo unun er á að horfa. Nokkrar
misháar syllur eru í spröngunni,
allt frá „almenningi” og upp í
„gras”, þaðan sem mestu hetj-
urnar bókstaflega fljúga fram af.
Óvönum er ráðlagt að fara
varlega í spröngunni, þó nokkur
slys hafa orðið þama vegna
óaðgæslu.
Leiðin liggur til vesturs í átt til
Hánnar, létt ganga til að byrja
með. Uppi á Há er eins og allir
ungir Eyjakrakkar vita, heimili
jólasveinanna. Þaðan koma þeir
til byggða á þrettándanum til að
kveðja jólin með öðrum Eyja-
mönnum, og hverfa þangað
aftur fram að næstu jólum.
Upp, upp min sál, nú leggjum
við af stað upp brekkurnar í átt
til Molda, efst uppi við bjarg-
brún er flaggstöng, þar sem flag-
gað er á þjóðhátíð.
Milli Molda og Blátinds var til
skammst tíma strengd lína á
þjóðhátíðum, ýmis konar skraut
var fest í þessa línu s.s. stjarna
ofl.
Leiðin liggur til norðurs eftir
bjargbrúninni, hægt var að fara
niður á Eggjar, en svo nefnist
leiðin vestur eftir Dalfjalli, eftir
tveimur leiðum. Leiðin, sem
liggur nær Molda sneiðir með-
fram blágrýtishamri, þar varð
mikið hrun haustið 2001.
Enginn ætti að stytta sér leið þar
vesturs og upp klettabelti í átt að
Náttmálaskarði. Skarð þetta
liggur milli Litla- og Stóra Klifs.
Svo ótrúlega, sem það hljómar
í dag var talsvert undirlendi
norður og vestur undan Klifinu,
inn með svokölluðum Skönsum.
Þetta undirlendi náði í átt að
dröngunum tveimur Litla- og
Stóra Emi, sem í dag liggja
talsvert frá landi. Kúm var beitt
á þetta svæði til foma, og um
náttmál komu þær gjarnan upp í
Náttmálaskarð á heimleið. I dag
er þarna engum fært nema
fuglinum fljúgandi.
Leiðin upp á Klif liggur í
nokkrum sveigum og á nokkrum
stöðum er góð handfesta með
keðjum.
Mikil fjarskiptamannvirki eru
á toppi Stóra Klifs. Segja má að
mestöll útvarps- sjónvarps- og
fjarskiptaþjónusta suðurlands-
undirlendis sé hér samankomin.
Nokkuð sléttlendi er á Klifinu,
sem gerir þetta svæði svo heppi-
legt undir þessa starfsemi.
Um 1960 keypti Vestmanna-
eyjabær Eyjamar af íslenska rík-
inu, nokkrir skikar em þó enn í
eigu ríkisins þar á meðal þetta
svæði.
Þessi ganga á Klifið var
útúrdúr, þess vegna erum við
stödd aftur upp á Molda og
hyggjumst ganga Eggjar.
Nyrðri leiðin er mjög greið,
þar sem hún liggur niður á
Eggjarnar. Þessi leið er mjög
falleg, þar sem Herjólfsdalur
blasir við til suðurs, mjög bratt
er niður norðan megin, þaðan er
fallegt útsýni inn um Eyjasund
og til lands.
Hér er hægt að fara aftur niður
í átt að Klifi. leiðin liggur þá
niður bratta brekku til norðaust-
urs. Fljótlega komum við að
Litla Klifi, sveigjum til norð-
Þegar komið er vestur um
Eggjar, skiptist leiðin, hægt er
halda niður í Dalinn, eða fara
niður í Stafnes (Stafnsnes), sem
er mjög fallegur staður niður við
sjó í norðvesturátt. Leiðin þang-
að liggur niður grasbrekkur eftir
vel mörkuðum kindagötum.
Ufsaberg er sérkennilegt
klettabelti til norðurs, þverhnipt
niður í sjó, austan við bergið eru
Eysteinsvík og Æðasandur, fall-
eg sandfjara.
Stafnes er tanginn niður við
sjó, sem teygir sig til suðvesturs.
Gönguleiðir á Heimaklett.
Gangan hefst við gamalt skýli,
sem reist var árið 1930. í þessu
skýli var geymdur björgunarbá-
tur, sem ætlaður var til nota
innan við Eiði. Slys, sem varð
nokkru áður er nokkrir menn
fórust á leið út í Gullfoss, sem lá
fyrir Eiðinu, varð til þess að
báturinn var staðsettur þarna.
Björgunarbáturinn af Eiðinu er
nú í vörslu Byggðasafnsins, og
er gjarnan hafður utandyra við
safnið yfir sumartímann.
Gengið er upp klappir, þar
sem komið hefir verið fyrir
tréþrepum og stundum er einnig
band þar fyrir handfestu. Þessar
klappir geta verið nokkur hálar í
bleytu og frosti.
Segja má að þarna sé ef til vill
hættulegasti staðurinn á allri
leiðinni á Klettinn. Leiðin liggur
upp eftir Neðri Kleifum svoköl-
luðum, að stiga sem staðsettur er
inn undir 6-7 metra háum kletti,
þegar komið er ofarlega í sti-
gann sést „papakrossinn”, talið
er að þessi kross sé nokkuð
merkilegur. Jafnvel að hann sé
frá því fyrir landnám, sagan
segir að „papar” hafi dvalið hér í
Eyjum á þeim tíma.
Eftirlíking af þessum krossi
prýðir nú kirkju Hvítasunnu-
manna í miðbænum.
Löngunef heitir raninn, sem
liggur í suður frá Neðri Kleifum.
Frá Botninum svokallaða, sem
var fjaran sunnan Þrælaeiðis,
meðfram Löngunefi og inn í
Löngu, var áður fyrr göngubrú,
sem fest var í bergið. Enn má sjá
leifar af þessari brú.
Leiðavarðan á Urðunum.
Langa er sandfjara milli
Löngunefs og nyrðri hafnar-
garðsins, Hörgeyrargarðs.
Heimildir herma að sendimenn
Noregskonungs, þeir Gissur
hvíti og Hjalti Skeggjason hafi
tekið land á Hörgaeyri kringum
árið 1000 og reist kirkju á þes-
sum stað.
Undir Löngu er gamalt vatns-
ból uppi við klettinn, sem nefnt
er Karató. Þangað sóttu sjómenn
vatn á báta sína á fyrstu
áratugum aldarinnar. Lítil stein-
bryggja, sem enn stendur, var
reist af því tilefni. Að bryggjun-
ni lá vatnsleiðsla.
Rétt ofan við stigann er fjár-
rétt tómstundabænda, sem beita
fé sínu í Heimakletti. Nú erum
við komin á Efri Kleifar , leiðin
liggur í austur framhjá lundav-
eiðistað, sem nefndur er
Kristjánssæti, eftir Kristjáni
Ingimundarsyni frá Klöpp. Hann
veiddi mikið á þessum veiðis-
tað. Fljótlega komum við að
svokallaðri “skriðu”. Þar var
áður nokkuð af lausu grjóti, sem
nú er horfið.
Á þessum stað var keðja til
handfestu, keðjan er horfin en
nokkrir boltar, sem héldu
keðjunni eru enn í slóðinni.
Hamrabeltið , sem rís upp af
þessum stað heitir Hetta.
Þangað var sótt grjót í
Hörgeyrargarð, bygging hans
hófst árið 1915 og lauk ekki fyrr
en 1928. Maður var nefndur
Jón, hann sá um að sprengja
grjótið. Eftir það var hann ávallt
kallaður Hettu-Jón.
Til er önnur leið upp Klettinn
á þessu svæði, leiðin liggur
meðfram Hettu í litlu gili, þessi
leið er styttri og þægilegri á
margan hátt, en einhver hætta er
á grjóthruni á þeirri leið.
Þegar komið er upp á Hettu
er greið leið upp Klettinn eftir
vel markaðri gönguleið, sem
menn og kindur hafa valið í
sameiningu. Talsvert er af
sauðfé í Heimakletti, hluti af því
gengur úti allt árið.
Norður undan, er Dufþekja,
brattlendi niður undir sjó. Mjög
laus jarðvegur er á þessu svæði
og enginn ætti að hætta sér þan-
gað.
Nafn sitt dregur hún af
Dufþaki, einum af þrælum
Hjörleifs, sem á að hafa varpað
sér þar niður frekar enn að lenda
í höndum Ingólfs Arnarsonar og
manna hans. Fjölmargir hafa
farist í Dufþekju, trúlega við
eggjatöku.
Friðbjörn Ó Valtýsson
Krukkspá
I kringum gosið var mikið
rætt um allskonar spádóma,
drauma og dularfulla atburði er
ýmsir tengdu eða töldu fyrir-
boða atburðana. Ekker komst þó
í hálfkvist á við spall og tilvit-
nanir í krukkspá var þá ýmist
vitnað í tyrkjaránið og fl.
Krukkspá er kennd við Jón
krukk, og þar segir m. a. „Þá
verður danskur biskup þrettán á
í Skálholti. Vestmannaeyjar
verða rændar þrem sinnum, þris-
var hertekið fólk og brenndir
bæir. Eftir það eru sendir ræn-
ingjar frá páfanum. Brennast
þær þá og eyðast, svo þær bygg-
jast ekki þaðan í frá, utan þar
verða verskálar af landi. í þann
tíma brennur Hekla sem kola-
gröf í hálft þriðja ár, svo að á
Landinu verða flúðir bæir all-
margir”. Einnig segir í
Krukkspá á einum stað. „Eina
miðsvetramótt lá Jón úti. En að
rnorgni segir hann: Þrír prestar
verða í einu í Vestmannaeyjum,
og verða tveir teknir, en einn
kemst á land. Þá verða hörm-
ungar þar, því aumur verður
endir í heimi þessum. Betra er
þá að vera mold orðinn í jörðu í
nafni Krists og Maríu. Víða í
Krukkspá koma Vestmannaeyjar
við sögu og við höldum áfram
að vitna í spánna.” Anno 1514
spáir Jón krukkur eina jólanótt,
að eftir biskupinn herra Gísla
kemur Oddur hinn hái úr
Austfjörðum. Hann verður
friðsamur höfðingi. En að er
nokkuð, þó vel fari, því hann
(aftekur) siðugan lifnað, en fylg-
ir fast Christ krossi. Um þann
tíma (ríkir) Goðbrandur hinn
mikli á Hólum. Báðir þeir bisku-
par verða ellimóðir. En á móti
þeirra burtferð verða þau undur,
að ræningjar koma á Austfjörðu
og Vestmannaeyjar, hverjar þá
verða rændar og fólk hertekið.
Þá verður prestlaust í Vest-
mannaeyjum. í þeirra biskupatíð
eyðist Síða fyrir sandi og
hörðum vetri, svo næsta ekki
byggð (verður). Kötlugjá og
Sandfellsjökull veldur því. I
þeirra biskupatíð verður stríð
milli Svenskra og Danskra. í
annan tíma, móti burtför
Goðbrands, kemur svo mikill
stormur af ofveðri, að musterið
skerðir að jörðu. En um burtför
Odds hinns háa brennur eldur í
Skálholti. Báðir þeir biskupar
hafa því fyrir komið, að
öldungis afleggst það siðugt
líferni, sárir grátar, sætar föstur
og heilagir krossar. Verra er þá
en áður, því enginn má minnast
Maríu minnar elskulegrar”. í
lokin skal vitnað í lokaþátt
Krukkspá. „Sæll er þá Jón í sælu
guðs og Maríu guðsmóður.
Anno 1523, á því ári, sem Jón
hvíldist á hans kerlingardag, þá
hafði hjá honum verið maður sá,
sem kallaður var Oddur Kokk.
Þá hafði hann sagt, að
Vestmannaeyjar mundi óbyg-
gðar sakir ræningja og hafna-
leysis, enda er þá mál að hætta,
því þá verður síðasta Hvols-
brenna í allra manna minni, sem
þá eru, og mun sýna þá mörgum
hræðileg eftirdæmi. Sæll er Jón
þá í þann tíma”.