Morgunblaðið - 21.10.2010, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 2010
– meira fyrir áskrifendur
Fáðu þér áskrift á
mbl.is/askrift
JÓLAGJAFAHANDBÓK
ATVINNULÍFSINS
Þann 11. nóvember kemur
Jólagjafahandbók
Viðskiptablaðs
Morgunblaðsins út
í sjötta sinn.
Þessi veglegi blaðauki hefur skipað sér sess
sem ómissandi hjálpartæki fyrir stjórnendur
jafnt stórra og smárra fyrirtækja sem standa
frammi fyrir vandasömu verkefni á þessum
tíma árs.
Jólagjafahandbókin fjallar um allt sem snertir
jólagjafir til starfsfólks, samstarfsaðila og
viðskiptavina. Skoðaðir verða fjölbreyttir
gjafamöguleikar sem henta öllum þörfum.
Hér er á ferð samantekt sem auðveldar valið
á réttu gjöfinni sem kemur til skila þakklæti,
vinsemd og hátíðarstemningu jólanna.
Vertu með í glæsilegri sérútgáfu sem nær beint
til markhópsins
Pöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan
16.00 mánudaginn 8. nóvember.
Nánari upplýsingar veitir Sigríður Hvönn
í síma 569 1134 / 692 1010,
sigridurh@mbl.is
Þjóðtrú Íslendinga,
kristin trú, virðist hafa
einhverja þýðingu fyr-
ir þjóðina þrátt fyrir
að hér ríki trúfrelsi,
þar sem um 90% þjóð-
arinnar eru skráð
kristin. Það gefur til
kynna að um 90% Ís-
lendinga kjósi frekar
kristna þjóðtrú en
aðra. Hvaða þýðingu
hefur kristin trú sem þjóðtrú fyrir
Íslendinga ef hugmyndir eru á lofti
um það að takmarka aðgengi henn-
ar innan jafn mikilvægra menning-
arstofnana og leik- og grunnskóla?
Þessi tillaga finnst mér svo grát-
brosleg að hún minnti mig helst á
ákveðinn þátt í bandarísku teikni-
myndaseríunni Southpark.
Höfundum þáttanna, Trey Par-
ker og Matt Stone, er fátt heilagt
og eiga þeir það til að pota heldur
fast í viðkvæma bletti samfélagsins.
Þættirnir hafa sært blygð-
unarkennd og storkað mörgum, en
ef horft er á þá með ímynduðum
móðgunarvarnargleraugum má
koma auga á ýmsar kveikjur að
málefnalegum umræðum um sam-
félagsmál. Þessi ákveðni þáttur sem
mér datt í hug fjallar einmitt um
trúboðsbann í grunnskólanum í
bænum Southpark og hvet ég alla
til að kíkja á þennan þátt, þar sem
hann getur kennt okkur ýmislegt
um þau áhrif sem bann við meintu
trúboði í grunnskólum getur haft í
för með sér. Þátturinn er aðgengi-
legur á vefnum á síðunni south-
parkstudios.com og heitir þátturinn
„Mr. Hankey the christmas poo“.
En úr öllu gamni í alvöru. Kenn-
arar hafa gjarnan orðið hálfgerðir
blórabögglar eða milli steins og
sleggju í þessari umræðu. Kenn-
arar eru eins ólíkir og
þeir eru margir, hafa
hver sína kennsluað-
ferð og stíl. Þessi stíll
er afar persónulegur
og endurspeglar m.a.
persónuleg viðmið og
gildi viðkomandi, þar á
meðal trúar- og lífs-
skoðana að einhverju
leyti. Ég á erfitt með
að sjá fyrir mér hlut-
lausa kennslu og
hvernig hún ætti að
vera. Að mínu mati
þyrfti kennarinn að vera tilfinn-
ingalaust vélmenni til þess að geta
kennt algerlega hlutlaust. Vissulega
eru kennarar sterk fyrirmynd fyrir
börn og unglinga og því mikilvægt
að sú fyrirmynd sé jákvæð og upp-
byggjandi fyrir hvern og einn nem-
anda.
Ég sem kennari hef staðið
frammi fyrir erfiðri spurningu frá
ungum nemanda mínum um það
hvort ég trúi á Guð og satt best að
segja vildi ég helst ekki þurfa að
svara þeirri spurningu, því ég vissi
ekki hvort ég hreinlega mætti svara
henni yfir bekkinn. Slíkar aðstæður
eru að mínu mati óviðunandi og
ómannúðlegar fyrir kennara og
aðra sem starfa sem umsjónarmenn
barna og unglinga. Vissulega þarf
skýrari línur um hvað megi og hvað
ekki í þessum efnum. Hugmyndir
um að geta gert öllum til hæfis eru
þó útópískar, einkum og sér í lagi
þegar um ræðir heilt samfélag. Ís-
lendingar gefa sig út fyrir að vera
lýðræðisleg þjóð og því má ætla að
meirihlutinn eigi að ráða.
Ég veit ekki til þess að jákvæð
umfjöllun um gildi kristinnar trúar
og sáluhjálp, byggð á slíkum gild-
um, hafi skaðað nokkurn mann
hingað til, svo það ætti ekki að telj-
ast mannréttindabrot. Ég tel það
harla ólíklegt að hægt sé að „spilla“
ungum sálum með kristinni trú.
Mín sannfæring er sú að þegar fólk
kemst til vits og ára, taki menn
sjálfstæða ákvörðun um trúar- og
lífsskoðanir sínar óháð uppeldi.
Þangað til getur þó verið gott að
hafa ákveðna festu. Börn og
óhörðnuð ungmenni eiga mörg hver
erfitt með að takast á við hvers
kyns óvissu og eru oft engan veginn
í stakk búin til þess að taka stórar
ákvarðanir eins og að mynda sér
ákveðnar trúar- eða lífsskoðanir.
Börn og unglingar leggja í flestum
tilfellum allt sitt traust á for-
ráðamenn sína hvað þetta varðar og
því hlýtur það að vera mikilvægt að
forráðamenn standi undir þeirri
ábyrgð sem fylgir þessu sviði sem
og öðrum sviðum og sem fylgir því
að vera foreldri/forráðamaður.
Það verður forvitnilegt að sjá
hvort þessi 90% kristinna Íslend-
inga ætli að taka höndum saman og
standa vörð um börnin sín og sína
kristnu trú eða hvort þeir ætli að
tapa henni, ef til vill hreinlega
vegna þess að þeir skammist sín
fyrir hana. Ég hvet kristna Íslend-
inga til þess að velta því fyrir sér
hversu mikla þýðingu trúin hefur í
þeirra lífi. Að lokum vil ég fagna
þessari umræðu, ég vona bara að
niðurstaðan verði öllum til bless-
unar og góðs.
Hvaða þýðingu hefur
kristin trú fyrir Íslendinga?
Eftir Sesselju
Konráðsdóttur » Greinin fjallar um
tillögu mannrétt-
indaráðs um aðgrein-
ingu milli skóla og
kirkjustarfs. Hér er
m.a. sýn kennara á
þessa deilu.
Sesselja Konráðsdóttir
Höfundur er kennari með MA-gráðu í
menningarstjórnun.
Mér þótti miður að
sjá ályktun læknaráðs
Landspítalans þar
sem stutt var við
ógeðfellda aðför Guð-
bjarts Hannessonar að
heilbrigðisþjónustu á
landsbyggðinni.
Breytingarnar fela
m.a. í sér stóraukinn
kostnað vegna sjúkra-
flutninga og vistun
fólks í dýrari rýmum á sérhæfðari
sjúkrahúsum. Um er að ræða gríð-
arlegar breytingar og röskun á
samfélögum víða um land sem ekki
hefur fengið eðlilega umræðu. Út-
reikningar hafa heldur ekki verið
lagðir fram til að sýna fram á að
niðurskurður Guðbjarts Hann-
essonar heilbrigðisráðherra feli í
sér raunverulegan sparnað þegar
tillit hefur verið tekið til allra þátta.
Á hinn bóginn liggur fyrir vönduð
skýrsla Guðrúnar Bryndísar Karls-
dóttur verkfræðings sem sýnir ber-
lega fram á skilvirkni og hag-
kvæmni þess að veita einfaldari
þjónustu á minni stofnunum þar
sem
yfirbygging er minni.
Í yfirlýsingu læknaráðs Land-
spítalans sem lesin var gagnrýn-
islaust upp í RÚV þann 16. október
eins og um heilagan sannleika væri
að ræða kom fram að á und-
anförnum þremur árum hefðu fjár-
veitingar til Landspítalans dregist
saman um 6,5 milljarða króna og að
600 starfsmenn
sjúkrahússins hefðu
hætt störfum. Þetta
eru sláandi upplýs-
ingar og reyndar svo
sláandi að ég ákvað að
kanna hvað væri hæft
í fullyrðingum lækna-
ráðsins.
Ágæt leið til þess er
að fletta upp í töl-
fræðilegu yfirliti sem
er að finna á heima-
síðu Landspítalans.
Þar kemur fram að
rekstrarkostnaður sjúkrahússins
árið 2009 hafi verið 37,7 milljarðar
króna en á árinu 2006 nam rekstr-
arkostnaðurinn 40,6 milljörðum
króna. Ekki greinir læknaráðið frá
því að lækkað fjárframlag til Land-
spítalans er að mestu leyti komið til
af því að Sjúkratryggingar Íslands
greiða frá árinu 2009 S-merkt lyf
sem notuð eru á Landspítalanum, á
árinu 2009 nam kostnaðurinn vegna
S-merktu lyfjanna 3,7 milljörðum
króna en fyrir þann tíma taldist
kostnaðurinn til rekstrargjalda
sjúkrahússins. Það er því ljóst að
kostnaðurinn við rekstur sjúkra-
hússins hefur vaxið en ekki dregist
saman eins og læknaráðið gaf í
skyn. Í yfirlýsingunni segir að 600
manns hafi hætt störfum á Land-
spítalanum á síðustu árum og gefið
var í skyn að stórfelld fækkun hefði
orðið í starfsliði sjúkrahússins en
áðurgreindar heimildir segja þó að
ársverkum hafi fjölgað á stofn-
uninni um á sjötta tug frá árinu
2006 til ársins 2009. Ljóst er að
framsetningu gagna í yfirlýsingu
læknaráðs Landspítalans er ætlað
að plata almenning, og þau gefa alls
ekki rétta mynd af stöðu mála. Ég
stóð áður í þeirri trú að forsvars-
menn sjúkrahússins þyrftu ekki að
grípa til þessa að ýkja og gefa
skakka mynd til þess að réttlæta
fjárframlög til mikilvægrar starf-
semi sjúkrahússins.
Alþingis bíður erfitt verkefni í að
láta enda ná saman í rekstri rík-
isins og það er því ábyrgðarhluti ef
stjórnendur stofnana gefa villandi
upplýsingar um stöðu mála og ýta
jafnvel undir illa ígrundaðar skipu-
lagsbreytingar sem kollvarpa heil-
brigðisþjónustunni í landinu. Nær
væri að málflutningur stjórnenda
væri sanngjarn og yfirvegaður og
gætt væri þess að forgangsraða
verkefnum og nota takmarkað fjár-
magn þar sem það nýtist best. Ef
farið verður lengra á þeirri braut
að umræðan stjórnist af ósanngirni
og villandi málflutningi er hætt við
að niðurskurðinum fylgi stórslys.
Læknaráð Land-
spítalans platar
Eftir Sigurjón
Þórðarson »Ég stóð áður í þeirri
trú að forsvarsmenn
sjúkrahússins þyrftu
ekki að grípa til þess að
ýkja og gefa skakka
mynd til þess að rétt-
læta fjárframlög
Sigurjón Þórðarson
Höfundur er formaður
Frjálslynda flokksins.