Morgunblaðið - 21.10.2010, Blaðsíða 30
30 DAGBÓK
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 2010
Sudoku
Frumstig
3 5 4
6 5
3 2 4 8
8 6 2 5
7 5 3 1
5 2 4 8
7 8 1 5
2 4 1
9 1
4 7 2
2 1 5
2 4 5 1
1 3
7 5 4 3 6
4 6
5 7 9
2
2 4
5
8 4 7 1
8 5
7 6 4 2
3 8 2
5 4 2
9 6 1
1 5
4 8 6 1 9 3 7 5 2
3 2 9 6 5 7 1 4 8
5 7 1 4 8 2 6 9 3
6 9 5 3 1 4 8 2 7
8 3 4 7 2 9 5 6 1
2 1 7 8 6 5 4 3 9
1 4 8 2 3 6 9 7 5
7 5 3 9 4 1 2 8 6
9 6 2 5 7 8 3 1 4
2 1 5 3 4 6 9 7 8
4 9 8 2 1 7 5 6 3
3 7 6 9 8 5 2 1 4
5 6 3 4 7 2 8 9 1
7 2 1 8 5 9 3 4 6
9 8 4 1 6 3 7 5 2
8 3 7 6 9 1 4 2 5
1 4 9 5 2 8 6 3 7
6 5 2 7 3 4 1 8 9
4 9 8 5 6 3 2 7 1
7 6 5 2 1 4 9 3 8
3 2 1 8 9 7 5 6 4
8 5 4 7 2 1 6 9 3
6 3 7 9 5 8 1 4 2
2 1 9 3 4 6 8 5 7
9 4 2 1 3 5 7 8 6
1 8 6 4 7 9 3 2 5
5 7 3 6 8 2 4 1 9
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Í dag er fimmtudagur 21. október,
294. dagur ársins 2010
Orð dagsins: Vaknið því, þér vitið eigi,
hvaða dag Drottinn yðar kemur.
(Matth. 24, 42.)
Alþjóðadagur hagtalna var í gærog Hagstofan vakti athygli á
honum með ýmsum hætti. Á stór-
fróðlegum vef Hagstofunnar var í
gær meðal annars fjallað um al-
gengustu nöfnin á Íslandi um þess-
ar mundir. „Algengasta nafn gefið
drengjum árið 2009 var Alexander
og Anna var algengasta nafn gefið
stúlkum. Seinna nafn drengja var
Þór og stúlkna María,“ segir á vefn-
um. Jón og Gunna eru samt enn í
fullu fjöri. Í það minnsta voru Jón
og Guðrún algengustu nöfnin sam-
kvæmt þjóðskrá 1. janúar 2010.
„Meðalaldur karla árið 2010 var 36
ár og kvenna 37 ár,“ segir einnig og
síðan er bætt við: „Árið 1910 var
meðalaldur karla 27 ár og kvenna
30 ár.“
x x x
Hagstofan birtir einnig tölfræðium barneignir á vef sínum.
„Tíðasti aldur mæðra er 29 ár og
frumbyrja 26 ár. Tíðasti aldur feðra
er 28 ár og flestir feður eiga sitt
fyrsta barn einnig á því aldursári,“
segir á vefnum. Þá kemur fram að í
fyrra tóku karlar að meðaltali 94
daga í fæðingarorlof og konur 177
daga. Og úr fæðingum í lífslíkur:
„Meðalævilengd karla er 79,7 ár og
kvenna 83,3 ár. Dregið hefur saman
með kynjunum undanfarin ár. Til
samanburðar má geta þess að ævi-
líkur Litháa eru 66 ár meðal karla
og 78 meðal kvenna,“ segir á vef
hagstofunnar.
x x x
Til eru þrjár tegundir af lygum,“á Disraeli einhvern tímann að
hafa sagt, „lygar, bölvaðar lygar og
tölfræði.“ Þessi ummæli eru ekki
rifjuð upp til þess að skaprauna
starfsfólki Hagstofunnar, en töl-
fræði er vissulega hægt að nota
með ýmsum hætti, samanber eft-
irfarandi ráðleggingu. Spurt var
hvað sá ætti að grípa til bragðs,
sem þyrði ekki að fljúga af ótta við
sprengjutilræði. Svarið er augljóst:
Hann á sjálfur að taka með sér
sprengju. Það er tölfræðilega úti-
lokað að það séu tvær sprengjur í
sömu vélinni.
víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 hefja, 4 lagvopn, 7
búningur, 8 loðin stór hönd,
9 veiðarfæri, 11 nákomin, 13
grætur hátt, 14 góla, 15 haf,
17 rándýr, 20 samtenging,
22 sellulósi, 23 kjass, 24
seðja, 25 hugur.
Lóðrétt | 1 ósannsögul, 2
birgðir, 3 lengdareining, 4
svalt, 5 vendir, 6 áann, 10
þung, 12 ferskur, 13 mann,
15 heysætum, 16 þunguð, 18
hátíðin, 19 gabba, 20 staka,
21 beitu.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 orðljótur, 8 höfug, 9 ólmum, 10 nem, 11 forna, 13 illur,
15 blaðs, 18 strák, 21 kák, 22 logna, 23 rifur, 24 haftyrðil.
Lóðrétt: 2 rífur, 3 lygna, 4 ósómi, 5 urmul, 6 óhóf, 7 smár, 12
náð, 14 Lot, 15 bull, 16 angra, 17 skatt, 18 skrár, 19 rifti, 20
kort.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. e4 g6 2. d4 Rf6 3. e5 Rh5 4. Be2 d6 5.
Rf3 Rc6 6. exd6 exd6 7. d5 Re7 8. c4
Bg7 9. Rc3 O-O 10. O-O Bg4 11. He1
He8 12. h3 Bxf3 13. Bxf3 Rf6 14. Bf4
Rd7 15. Hc1 Re5 16. b3 a6 17. g3 Rf5
18. Bg2 g5 19. Bxe5 Bxe5 20. Re4 Rg7
21. Dd2 h6 22. f4 gxf4 23. gxf4 Bf6 24.
Kh2 Rh5 25. Hg1 Kh7 26. Hcf1 Hg8 27.
De2 Rg7 28. Dd3 Kh8 29. Bf3 b5 30.
Bd1 bxc4 31. bxc4 Bh4 32. Bc2 f5 33.
Hg6 Kh7 34. Hfg1 De7 35. Rg3 Bxg3+
36. Dxg3 Df7 37. Bd1 Hae8
Staðan kom upp í opna flokki Ól-
ympíuskákmótsins sem lauk fyrir
skömmu í Khanty-Mansiysk í Síberíu í
Rússlandi. Enski stórmeistarinn Mich-
ael Adams (2728) hafði hvítt gegn
stigahæsta skákmanni heims, Magnusi
Carlsen (2826). 38. Hxh6+! og svartur
gafst upp þar sem eftir 38… Kxh6 39.
Dg5+ Kh7 40. Dh4+ Rh5 41. Bxh5 er
liðstap óumflýjanlegt.
Hvítur á leik.
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Á hálum ís.
Norður
♠762
♥KD875
♦Á7
♣Á86
Vestur Austur
♠G83 ♠4
♥10962 ♥Á3
♦D2 ♦109543
♣D1042 ♣KG753
Suður
♠ÁKD1095
♥G4
♦KG86
♣9
Suður spilar 6♠.
Í úrslitaleik Rosenblum spilaði Zia
Mahmood 6♠ og fékk út lauf. Slemman
er góð, en varla „borðleggjandi“, eins og
sagt er í mótsblaðinu. Alla vega var Zia
kominn út á býsna hálan ís.
Ýmislegt kemur til greina, en Zia
valdi að taka strax þrjá efstu í trompi.
Hann spilaði svo ♥G að heiman og
Greco í austur dúkkaði. Góð vörn, sem
sagnhafi verður helst að mæta með því
að spila hjarta í bláinn næst. En það
gerði Zia ekki – hann spilaði hjarta á
kónginn.
Laufkóngur kom til baka, Zia tromp-
aði og kláraði spaðana. Fór svo inn í
borð á ♦Á og tók ♥D, en ekki féll lit-
urinn. Stóra stundin. Slagur verður að
fást á ♦G og einhverra hluta vegna hitti
Zia á að fella drottninguna fyrir aftan
frekar en svína. Má vera að þögn aust-
urs í sögnum hafi komið honum á sporið.
21. október 1933
„Gagn og gaman, nýtt staf-
rófskver fyrir börn,“ kom út.
Höfundar voru Helgi Elíasson
og Ísak Jónsson. Kverið var
kennt í áratugi.
21. október 1933
Þjóðaratkvæðagreiðsla var
um afnám bannlaganna. Alls
greiddu 15.866 atkvæði með
afnámi en 11.625 á móti.
Áfengisbann var síðan afnum-
ið 1. febrúar 1935.
21. október 1944
Ríkisstjórn Ólafs Thors, ný-
sköpunarstjórnin, tók við
völdum. Hún sat fram í febr-
úar 1947. Í stjórninni voru
fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Al-
þýðuflokks og Sósíalista-
flokks. Meginmarkmið hennar
var nýsköpun atvinnulífs og
var notaður til þess hluti
gjaldeyrisforðans sem hafði
safnast í seinni heimsstyrjöld-
inni.
21. október 1961
Bjarni Jónsson vígslubiskup
var kjörinn fyrsti heiðurs-
borgari Reykjavíkur á 80 ára
afmæli sínu. Geir Hall-
grímsson borgarstjóri sagði
við það tækifæri: „Enginn hef-
ur hlustað betur á hjartaslög
bæjarbúa eða hlúð betur að
sálarstyrk þeirra en séra
Bjarni.“
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist…
Kristján Þórður Snæbjarnarson rafeindavirki
er þrítugur í dag. Þrátt fyrir að vera ekki
eldri er Kristján Þórður þriggja barna faðir og
hefur unnið við fag sitt í næstum tíu ár. Hann
sinnir einnig formennsku í Félagi raf-
eindavirkja og ver af þeim sökum stórum hluta
afmælisdagsins á ársfundi Alþýðusambands Ís-
lands, enda félagið hluti af Rafiðnaðarsam-
bandi Íslands.
En þó svo hann sé spenntur fyrir ársfund-
inum mun Kristján Þórður ekki fagna afmæl-
isdeginum fyrr en í faðm fjölskyldunnar er
komið. Hann ætlar að njóta þess að eiga dag-
inn, verja tíma með fjölskyldunni og fara fínt út að borða.
Aðspurður hafði hann þó ekki ákveðið áfangastað í gærkvöldi.
Kristján Þórður er ættaður frá Barðaströnd og ólst þar upp
fyrstu sex ár ævi sinnar. Þangað fór hann jafnframt hvert sumar
fram að sextán ára aldri til sveitarstarfa. Í dag býr hann í Reykja-
vík ásamt eiginkonu sinni, Díönu Lynn Simpson, og þremur börn-
um, níu ára tvíburastúlkum, Ilmi Líf og Ragnhildi Ósk, og Snæbirni,
átta mánaða gömlum syni sínum. andri@mbl.is
Kristján Þórður Snæbjarnarson þrítugur
Nýtur þess að eiga daginn
Árnaðheilla
Þórður Einarsson er áttræður í dag, 21. október.
Þórður í Sindra, eins og hann er oft kallaður, er fædd-
ur og uppalinn í Reykjavík. Hann er sonur hjónanna
Einars Ásmundssonar og Jakobínu H. Þórðardóttur.
Þórður er menntaður rennismiður og starfaði og rak
Sindrasmiðjuna, fyrirtæki sem faðir hans stofnaði, alla
sína starfsævi. Þórður bjó með eiginkonu sinni Dóru
Sigurjónsdóttur og fjórum börnum á Stekkjarflöt í
Garðabæ í nærri fjóra áratugi. Dóra lést árið 1995 og
Þórður býr í Hafnarfirði í dag. Hann er að heiman á
afmælisdaginn.
80 ára
Flóðogfjara
21. október Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur
Reykjavík 5.22 3,7 11.32 0,7 17.36 3,7 23.45 0,6 8.37 17.49
Ísafjörður 1.12 0,4 7.12 2,0 13.28 0,4 19.25 2,0 8.50 17.46
Siglufjörður 3.19 0,3 9.29 1,2 15.38 0,3 21.48 1,2 8.33 17.28
Djúpivogur 2.28 2,1 8.43 0,6 14.45 2,0 20.47 0,6 8.08 17.16
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Vinur kemur þér á óvart í dag. Gættu
þess að halda einkalífinu og vinnunni að-
skildu. Einhver vill launa þér lambið gráa.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Talaðu við skapandi fólk um hugmyndir
þínar – sérstaklega þær sem tengjast sviðum
þar sem þú þekkir lítt til. Leyfðu samböndum
þínum að þróast eðlilega.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Þótt þér sýnist fokið í flest skjól,
skaltu gefa þér tíma til þess að athuga þinn
gang. Samræður sem þú átt við kunningja
skýra málin heilmikið.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Samstarfsmenn þínir hafa sínar
meiningar um það hvernig þú átt að gera
hlutina. Láttu úrtölur annarra engin áhrif
hafa; hver er sinnar gæfu smiður.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Gefðu voninni byr undir báða vængi og
láttu ekkert aftra þér frá því að láta draum
þinn rætast. Spáðu í að flytja, þó ekki væri
nema á annan stað í sama hverfi.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Möguleikar til tekjuöflunar eru góðir í
dag og aðstæður fyrir verslun og viðskipti
hagstæðar. Hikaðu ekki við að deila hug-
myndum með yfirboðurum þínum.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Félagsleg samskipti eru ekki of skemmti-
leg og ræna þig orku. Sjálfstæði þitt gerir það
að verkum að þú lætur engan ráðskast með
þig í fjármálum.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Það er alltaf smáa letrið í samn-
ingunum sem þarf að lesa hvað best. Haltu ró
þinni því þú finnur réttu lausnina.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Þú verður að finna upp á ein-
hverju til að fá útrás fyrir athafnaþörf þína.
Andstæðar skoðanir leiða til hressandi sam-
ræðna og hugsanlega ástar.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Hugur þinn er á reiki. Vertu samt
óhrædd(ur) því þú hefur alla burði til þess að
leysa málin og klára verkið.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Vertu óhræddur við að segja þeim
sem þú hittir daglega að þeir skipti þig máli.
Notaðu frítíma til gönguferða og útivistar.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Gerðu langtímafjárhagsáætlanir fyrir
heimili og fjölskyldu í dag. Gamall vinur birt-
ist aftur þér til mikillar ánægju.
Stjörnuspá