Morgunblaðið - 21.10.2010, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.10.2010, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 2010 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Ég eldaði um 200 lítra afsúpu í fyrra, þannig aðþetta verður um eitt tonnaf kjötsúpu samtals frá okkur öllum,“ segir Úlfar Eysteins- son, vert á Þremur Frökkum, en hann er einn þeirra sex matreiðslu- manna sem hafa tekið að sér að mat- reiða íslenska kjötsúpu ofan í þá sem eiga leið um Skólavörðustíginn á laugardaginn, en sauðfjárbændur og garðyrkjubændur ætla að skaffa hrá- efnið í súpuna. Það er því ærið verkefni fram- undan hjá þeim Úlfari á Þremur Frökkum, Eiríki Inga Friðgeirssyni og Friðgeiri Eiríkssyni á Holtinu, Hrafnkeli Sigríðarsyni og Theódóri Breka Árnasyni frá Óðinsvéum og Dóru Svavarsdóttur frá Á næstu grösum. Þau segja þetta viðamikla verkefni vissulega krefjast góðrar skipulagningar. Og þau ætla að byrja að elda súpuna strax á morgun, föstudag. Þau segja enga eina upp- skrift til að íslenskri kjötsúpu, þær séu allskonar. Vissulega sé lamba- kjöt í þeim öllum en fólk noti svo alls- konar grænmeti, sumir grjón, aðrir haframjöl og enn aðrir sleppi því. Dóra, sem kemur frá grænmet- isstaðnum Á næstu grösum, ætlar að vera bæði með grænmetissúpu og kjötsúpu, en hún segir að vissulega megi búast við að í kjötsúpunni henn- ar verði óvenjumikið grænmeti. Kjötsúpa með miklu græn- meti frá Á næstu grösum 600 g lambakjöt af framparti 1 laukur 3 íslenskar kartöflur 3½ l vatn 3 gulrætur 1 seljurót ½ rófa 3 tómatar ½ dl bankabygg salt og pipar 2 msk súpujurtir 2-3 tsk ferskar kryddjurtir (steinselja, graslaukur) Skerið kjötið í bita og bakið í ofni við 200°c í u.þ.b. 10 mín. Skerið laukinn í þunnar sneiðar og svitið í potti með smáolíu, bætið vatninu út í og skornu grænmetinu. Bætið kjötinu út í ásamt þeim safa sem kom af því í bakstrinum. Skolið byggið og bætið því út í ásamt súpujurtunum, látið sjóða við vægan hita í a.m.k. 40 mín., saltið og piprið eftir smekk. Fínt saxaðar kryddjurtirnar koma út í í lokin. Þessari súpu má auðveldlega breyta í grænmetissúpu, sleppið bara kjötinu og minnkið vatnið í upp- skriftinni. Verði ykkur að góðu. Kjötsúpa fyrir u.þ.b. 12 frá Hótel Holti. 3,5 kg lambaframpartar eða ann- að lambakjöt, ekki mjög feitt 4 laukar Íslensk kjötsúpa, besta sem ég fæ Þannig er sungið í gömlu dægurlagi og ekki ólíklegt að svipaður söngur muni hljóma í höfði þeirra sem leið eiga um Skólavörðustíginn næsta laugardag. Þá verður mikil götuhátíð þegar hinn árlegi kjötsúpudagur verður þar haldinn í tilefni af fyrsta vetrardegi. Nokkrir eðalkokkar munu standa úti við sína potta og ausa heitri og ljúffengri súpu í skál fyrir gesti og gangandi. Hressandi Þessir vösku víkingar gæddu sér á kjötsúpu á Skólavörðu- stígnum fyrir tveimur árum og voru harla ánægðir. Morgunblaðið/Frikki Í framhaldi af því að fimm hundruð manns hafa boðið sig fram til stjórn- lagaþings hefur vefsíðan www.gotu- domstollinn.wordpress.com verið sett á laggirnar. Götudómstóllinn er óháð upplýs- ingaveita um frambjóðendurna til stjórnlagaþings enda er fyrir- sjáanlegt að fjölmiðlar muni ekki geta fjallað ítarlega um þá rúmlega 500 frambjóðendur sem skiluðu inn framboði sínu til kjörstjórnar. Á síðunni verður að finna ýmsar upplýsingar um frambjóðendur, hagsmuni þeirra og hagsmunatengsl, skoðanir þeirra á mikilvægum mál- um, svo sem inngöngu í Evrópusam- bandið og hvort þeir tilheyri eða hafi tilheyrt stjórnmálaflokkum. Síða eins og Götudómstóllinn mun ekki virka sem skyldi án þátttöku les- enda, fólksins í landinu en eins og segir á vefsíðu dómstólsins: „Götu- dómstóllinn er dómstóll fólksins og eru lesendur síðunnar beðnir um að taka þátt í efnisöflun enda er ansi mikið verk að fjalla um ríflega 500 frambjóðendur. Ef þið hafið ein- hverjar upplýsingar um frambjóð- endur þá er ykkur skylt sem þegnum þessa lands að senda Götudóm- stólnum þessar upplýsingar.“ Vefsíðan www.gotudomstollinn.wordpress.com Morgunblaðið/Júlíus Fólkið Það þarf að kynna sér frambjóðendur til Stjórnlagaþings. Kynning á frambjóðendunum Næstkomandi laugardag, 23. október, mun hópur listamanna undir forystu Kristjáns Jóhannssonar óperu- söngvara efna til tónleika í Víðistaða- kirkju í Hafnarfirði til styrktar MND fé- laginu á Íslandi. Með Kristjáni verða nokkrar skærustu söngstjörnur lands- ins og munu þau flytja létt-klassísk verk, einsöngslög og dúetta. Listafólk- ið gefur vinnu sína og rennur allur ágóði til íbúðasjóðs MND félagsins en það vinnur nú að því að koma upp íbúð sem mikið hreyfihamlað fólk af lands- byggðinni á að geta fengið afnot af þegar það kemur til læknismeðferðar í höfuðborginni. Tónleikarnir hefjast kl. 17 og forsala aðgöngumiða er hafin á www.miði.is. Endilega … … styrkið MND félagið Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Stjarna Kristján Jóhannsson kemur fram á styrktartónleikunum. Bónus Gildir 21. - 24. október verð nú áður mælie. verð Nv. ferskt nautahakk ................ 898 998 898 kr. kg Nv. ferskt nautagúllas ..............1.398 1.798 1.398 kr. kg Nv. ferskt nautasnitsel .............1.398 1.798 1.398 kr. kg Nv. ferskt nautapiparsteik......... 1.798 1.998 1.798 kr. kg Ali ferskar grísakótelettur ......... 898 998 898 kr. kg Gk. suðusúkkulaði, 300 g ........ 259 279 863 kr. kg Nicky wc pappír, 12 rúllur ........ 698 931 58 kr. stk. My smalokubrauð, 770 g ......... 198 259 257 kr. kg OS samlokuostur í sneiðum ......1.157 1.465 1.157 kr. kg Lífrænar ísl. gulrætur, 500 g .... 298 345 596 kr. kg Fjarðarkaup Gildir 21. - 23. október verð nú áður mælie. verð Svínakótelettur úr kjötborði ...... 998 1.398 998 kr. kg Lambaprime úr kjötborði .......... 2.198 2.698 2.198 kr. kg Lambahjörtu úr kjötborði.......... 255 325 255 kr. kg Ali Lasagne, frosið, 900 g ........ 998 1.221 998 kr. pk. Grillaður kjúklingur .................. 880 1.090 880 kr. stk. Hamborgarar m/brauði, 4x80 g 496 596 496 kr. pk. Hagkaup Gildir 21. - 24. október verð nú áður mælie. verð Íslandsnaut ungnauta ribeye .... 2.587 3.695 2.587 kr. kg Íslandsnaut nautafile ............... 2.587 3.695 2.587 kr. kg Ísl. Hamb. m/brauði, 2x120 g.. 599 776 599 kr. pk. Goodfellas pitsur, 3 teg. .......... 384 549 384 kr. stk. Holta ferskir kjúklingaleggir ...... 599 798 599 kr. kg Holta ferskir kjúklingavængir .... 299 398 299 kr. kg Ítalía grænt pestó .................... 439 559 439 kr. stk. Myllu hvítlauksosta baguette .... 269 462 269 kr. stk. Myllu Veronabrauð................... 199 561 199 kr. stk. Kostur Gildir 21. - 24. október verð nú áður mælie. verð Goði lambafille m/fitu krydd. ... 2.799 3.998 2.799 kr. kg Goði grísabógur....................... 483 879 483 kr. kg Goði grísakótelettur ................. 974 1298 974 kr. kg Goði grísasnitsel ..................... 974 1298 974 kr. kg Perur ...................................... 139 239 139 kr. kg OS kryddostar, 150 g, ............. 199 228 199 kr. stk. Kea skyr bragðbætt, 500 g ...... 239 266 239 kr. stk. Kea skyr bragðbætt, 200 g ...... 109 129 109 kr. stk. Krónan Gildir 21. - 24. október verð nú áður mælie. verð Ungnauta Roast Beef............... 1.998 3.498 1.998 kr. kg Kindalundir ............................. 2.398 2.998 2.398 kr. kg Kindainnanlærisvöðvi ............... 1.568 2.251 1.568 kr. kg Lamba prime .......................... 1.998 2.998 1.998 kr. kg Ísl.m. kjúklingur ferskur............ 698 798 698 kr. kg Lambahjörtu ........................... 198 298 198 kr. kg Lambalifur .............................. 198 298 198 kr. kg Lambanýru.............................. 139 198 139 kr. kg Goða kjötbúðingur ................... 499 779 499 kr. kg Goða beikonbúðingur............... 499 779 499 kr. kg Nóatún Gildir 21. - 24. október verð nú áður mælie. verð Grísalundir með sælkerafyllingu 2.398 2.998 2.398 kr. kg Lambalærissneiðar .................. 1.499 1.998 1.499 kr. kg Lambalæri útb., m/ villisv. ....... 1.679 2.398 1.679 kr. kg Lambalæri heiðmerkurkryddað.. 1.398 1.498 1.398 kr. kg Kálfasnitsel............................. 1.499 2.498 1.499 kr. kg Ungnauta T-beinsteik ............... 3.395 4.398 3.395 kr. kg Ungnautaborgari, 90 g............. 149 185 149 kr. stk. Myllu djöflaterta, 1/2 .............. 399 639 399 kr. stk. Toscana brauð ........................ 249 429 249 kr. stk. Þín Verslun Gildir 21. - 24. október verð nú áður mælie. verð Ísfugls kjúklingur heill .............. 749 1072 749 kr. kg Ísfugls kjúklingalæri og leggir ... 698 998 698 kr. kg Egils kristall Lime, 0,5 ltr ......... 110 149 220 kr. ltr Svali appelsínu, 3 x 250 ml ..... 145 189 49 kr. kg Myllu brún rúlluterta ................ 849 1.139 849 kr. pk. Blue Dragon kókosmj., 400 ml . 212 265 530 kr. ltr Blue Drag. rautt karrím., 200 g 499 625 2.495 kr. kg La Baguette snittubrauð, 4 stk. 398 559 100 kr. stk. Daloon vorrúllur, 720 g............ 779 998 1.092 kr. kg Helgartilboðin Andarbringur eru frábær matur og hægt að elda þær á margvíslega vegu. Það er hægt að hafa sósurnar sýrumiklar, sætar eða þykkar og mjúkar. Hér leikum við okkur með rifsberin sem nú eru orðin full- þroska og því tilvalið að nota ein- hver þeirra í sósur áður en við sult- um þau. Bringurnar, hvort sem þær eru franskar eða íslenskar að uppruna, eru alla jafna frosnar þegar maður kaupir þær og ráðlegt er að gera ráð fyrir einni bringu fyrir tvo, eða tveimur bringum fyrir þrjá ef menn eru svangir og með góða matarlyst. Þíðið bringurnar í ísskáp yfir nótt. Takið þær úr ísskápnum 2-3 klukkstundum áður en þið eldið þær. Það tekur ekki langan tíma að elda bringurnar en við byrjum á því að hita ofninn í 200 gráður. Skerið síðan í bringurnar skinnmegin bæði langsum og þversum í gegnum húð- ina og fitulagið alveg niður að vöðvanum. Saltið vel með Maldon- salti og nuddið því ofan í rásirnar sem þið eruð búin að skera. Hitið pönnu án olíu eða smjörs. Leggið bringurnar á pönnuna með skinnhliðina niður og steikið þar til puran er orðin stökk og fín. Snúið þá bringunum við og steikið í 2-3 mínútur á hinni hliðinni. Takið bringurnar af pönnunni, setjið í ofnfast form og setjið inn í ofninn í 8-10 mínútur. Takið þær þá út og leyfið þeim að jafna sig. Á meðan bringurnar eru í ofninum gerum við sósuna en í hana þurfum við þetta: 1 dl De Kuyper Triple Sec eða Grand Marnier 2 dl rauðvín 1 appelsína, börkurinn rifinn og safinn pressaður 1 skalottlaukur, fínt saxaður 3 dl rifsber 1 msk. smjör (rifsberjahlaup) Við gerum sósuna á sömu pönnu og við steiktum bringurnar. Það rennur mikil fita úr þeim við steik- ingu og við hellum henni allri frá að um það bil tveimur matskeiðum undanskildum. Fyrst setjum við saxaða skalottlaukinn á pönnuna og brúnum hann í 2-3 mínútur. Þá hellum við Triple Sec á pönnuna og sjóðum alveg niður en það tekur ekki margar sekúndur. Þá bætum við út á rauðvíninu og safanum úr Uppskriftin Andarbringur með rifsberjasósu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.