Morgunblaðið - 21.10.2010, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 2010
Rauði kross Íslands, Mennta-
skólinn í Kópavogi og Klúbbur
matreiðslumeistara hafa gert með
sér samstarfssamning um starf-
semi neyðarmötuneyta Rauða
krossins.
Samningurinn kveður á um
samstarf faghóps sem getur verið
Rauða krossinum til ráðgjafar um
opnun og rekstur neyðarmötu-
neyta. Í faghópnum verður fulltrúi
frá hótel- og matvælasviði Mennta-
skólans í Kópavogi sem veitir ráð-
gjöf og hefur eftirlit með öruggri
meðferð matvæla. Þá verður
fulltrúi frá Klúbbi matreiðslu-
meistara í faghópnum sem mun
annast þróun uppskrifta og annast
eftirlit með eldhúsum, birgjum og
flutningsleiðum. Á myndinni eru
Wilhelm Wessman, Ingvar Sig-
urðsson, Kristján Sturluson og
Helgi Kristjánsson.
Neyðarmötuneyti
Stjórnlaganefnd og Samtök sveit-
arfélaga á höfuðborgarsvæðinu
standa fyrir borgarafundi í dag,
fimmtudag kl. 17:30-19:30, í Saln-
um í Kópavogi. Fundurinn er
kynningarfundur um stjórnlaga-
þing og þjóðfund 2010 auk þess
sem kallað verður eftir sjón-
armiðum fundarmanna.
Stjórnlaganefnd var kosin af
Alþingi í sumar til þess að und-
irbúa endurskoðun stjórnarskrár-
innar. Nefndinni er ætlað að
finna og leggja fram gögn fyrir
stjórnlagaþing, standa fyrir þjóð-
fundi um endurskoðun stjórn-
arskrár, vinna úr upplýsingum
frá fundinum og afhenda stjórn-
lagaþingi og loks að leggja fram
hugmyndir að breytingu á stjórn-
arskránni.
Borgarafundur
um stjórnarskrána
Á morgun, föstudag, stendur Al-
þjóðamálastofnun Háskóla Íslands
fyrir fundi um Evrópusambandið.
Fundurinn fer fram á Há-
skólatorgi 103 og stendur frá kl.
12-13.
Á fundinum mun Þórólfur Matt-
híasson, prófessor í hagfræði,
halda erindi um rannsókn á
sameiginlegum fiskveiðihags-
munum Íslands og Noregs gagn-
vart Evrópusambandinu og fjalla
um sjávarútvegsþætti í hugs-
anlegum aðildarviðræðum við
sambandið. Allir eru velkomnir.
Fiskveiðar og ESB
Árleg ráðstefna
menntavísinda-
sviðs Háskóla
Íslands um
nýjustu rann-
sóknir, ný-
breytni og þró-
un í menntavís-
indum fer fram
í dag, föstudag-
inn 22. október.
Ráðstefnunni
er ætlað að
kynna og miðla því sem efst er á
baugi í rannsóknum í mennta-
vísindum á Íslandi ár hvert. Rúm-
lega 170 fræðimenn og sérfræð-
ingar á sviði menntavísinda og
tengdra fræða munu flytja erindi
um fjölbreytt málefni sem tengjast
uppeldi, menntun og þjálfun. Ráð-
stefnan er opin öllum áhugamönn-
um.
Menntavísindi
rædd á ráðstefnu
STUTT
ÚR BÆJARLÍFINU
Skapti Hallgrímsson
Akureyri
Vél Flugfélags Íslands sem kemur
frá Reykjavík lendir venjulega á Ak-
ureyri kl. 10.15 að morgni en á
sunnudegi fyrir tæpum tveimur vik-
um, 10. október, gætti flugstjórinn
þess vandlega að lenda klukkan ná-
kvæmlega tíu mínútur yfir. Þetta er
glæsileg runa: 10.10. 10.10.10.
Sagan er þó ekki öll. Þegar flug-
stjórinn, Jónas Jónasson, gekk inn í
flugstöðina benti hann starfs-
mönnum á skemmtilega staðreynd;
mælar sýndu að nákvæmlega 1.010
kíló bensíns voru á vélinni eftir að
hún lenti! Toppið þetta!
Nú má fara að dusta rykið af
skíðunum. Snjóframleiðsla hófst í
Hlíðarfjalli í gær og mjöllin átti að
spýtast úr byssunum í alla nótt.
Lágt rakastig er á skíðasvæðinu og
aðstæður til snjóframleiðslu því hin-
ar ákjósanlegustu, skv. upplýsingum
akureyrskra sérfræðinga.
Stefnt er að því að opna skíða-
svæðið í síðasta lagi í lok nóvember.
Hitastig ræður mestu um hvort sá
draumur rætist. Frost þarf að vera
að lágmarki fjórar gráður til að
hægt sé að framleiða snjó.
Miklar breytingar hafa staðið yf-
ir við Þingvallastræti neðanvert
undanfarna mánuði. Skipt hefur ver-
ið um allar lagnir í götunni, gang-
stéttar lagfærðar og girðingin norð-
an við andapollinn. Áætluð verklok
voru um miðjan mánuðinn en nú er
gert ráð fyrir því að gatan verði opn-
uð á ný fyrir umferð í nóvember.
Áhugaverðir tónleikar eru á
dagskrá í Hofi í kvöld; Konur fyrir
konur, þar sem listakonur búsettar í
Eyjafirði flytja verk eftir konur.
Aðrir tónleikar verða í menningar-
húsinu Bergi á Dalvík annað kvöld.
Vert er að geta þess að allur að-
gangseyrir rennur til Bleiku slauf-
unnar, átaks Krabbameinsfélags Ís-
lands. Miðaverð er 2.500 kr.
Hönnuðurinn Joja sýnir og
Arna Valsdóttir málar mynd á með-
an á tónleikum stendur. Það, ásamt
hönnun frá Joja, verður boðið upp og
þeir peningar renna líka í söfnunina.
Heimir Bjarni Ingimarsson fer
fyrir hljómsveitinni HBI sem heldur
tónleika á Græna hattinum í kvöld.
Á morgun verður Rokkabillýband
Reykjavíkur með tónleika á hatt-
inum og á laugardagskvöld hljóm-
sveitirnar Moses Hightower og Jón-
as Sigurðsson og Ritvélar
framtíðarinnar, en báðar sveitir hafa
nýverið sent frá sér plötur og lög
þeirra notið mikilla vinsælda.
Hætt er við því að gaman verði í
Hofi á laugardag. Boðið verður upp
á kórsöng frá kl. 10 fram að kvöld-
mat; á þriðja tug kóra úr Eyjafirði
og Þingeyjarsýslum og hver syngur
í 20 mínútur. Allir flytja svo saman
eitt lag í lokin. Ókeypis er inn og fólk
getur komið og farið að vild.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Hungur? Íbúar við andapollinn hafa mátt þola töluvert rask vegna fram-
kvæmda í sumar. Þessir þustu að blaðamanni í gær og virtust svangir.
10.10.10 kl. 10.10
og 1010 kg bensíns!
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Það var bara ótti og örvænting á
þeirri stundu en ég hugsaði líka um
að gera allt sem kraftar mínir leyfðu
til að breyta þessu,“ segir Kjartan
Reynisson, útgerðarstjóri Loðnu-
vinnslunnar hf. á Fáskrúðsfirði.
Hann tók þátt í björgun tveggja
manna sem misstu meðvitund vegna
súrefnisskorts þegar þeir voru að
landa gulldeplu úr Hoffelli aðfara-
nótt 14. febrúar sl. og lýsir hugs-
unum sínum þegar hann kom á stað-
inn.
Mennirnir tveir, Páll S. Rún-
arsson, stýrimaður á Hoffelli, og
Rimantas Mitkus úr löndunargengi
Loðnuvinnslunnar, voru hætt komn-
ir og var haldið sofandi á spítala
fyrst eftir slysið. Þeir náðu sér þó
fljótt og starfa báðir hjá fyrirtækinu.
Páll er þessa dagana skipstjóri á
Hoffellinu.
Þrjátíu og þrír tóku þátt í
björguninni, menn úr áhöfn Hoffells,
starfsfólk Loðnuvinnslunnar, björg-
unarsveitarmenn, lögreglumenn,
sjúkraflutningamenn og læknar.
Fólkið var heiðrað við messu í Fá-
skrúðsfjarðarkirkju og því þakkað.
Friðrik Guðmundsson stjórnar-
formaður og Gísli Jónatansson,
framkvæmdastjóri Loðnuvinnsl-
unnar, afhentu þeim viðurkenning-
arskjöl og starfsfólk Loðnuvinnsl-
unnar færði Páli og Rimantas
táknræna gjöf við sama tækifæri.
Vonaði að ég þyrfti aldrei
að nýta þekkinguna
„Það var hringt í mig um miðja
nótt og maðurinn öskraði í símann
að það væri stórslys um borð. Ég
rauk af stað,“ segir Kjartan. Þegar
hann kom að skipshlið var hópur
manna að endurlífga stýrimanninn
og aðrir voru að byrja að hífa lönd-
unarmanninn upp. „Ég ákvað að
hlaupa undir bagga með þeim og hóf
lífgunartilraunir um leið og hann
náðist upp,“ segir Kjartan.
Rimantas var búinn að vera
lengi meðvitundarlaus í lestinni, 15
til 20 mínútur, en Kjartani og tveim-
ur félögunum hans tókst, með því að
blása í hann og hnoða, að koma önd-
uninni af stað. „Þegar læknirinn var
búinn að sinna stýrimanninum kom
hann og tók við af okkur ásamt
sjúkraflutningamönnum. Þá vorum
við búnir að ná upp öndun og púlsi,“
segir Kjartan.
Slæmur kokteill
„Þetta leit afar illa út. Í lestinni
var slæmur kokteill, gulldeplan er
skítfiskur og mennirnir voru eins og
dregnir upp úr svaði og erfitt að
hnoða og blása,“ segir Kjartan og
bætir við að björgunin hafi tekist
með ólíkindum vel.
Kjartan var vel undir þessar að-
stæður búinn. Hann hafði verið í
slökkviliðinu á Fáskrúðsfirði í fjór-
tán ár og farið á mörg námskeið í
fyrstu hjálp. „Svo tók ég Slysa-
varnaskóla sjómanna sumarið áður í
þeirri von að ég þyrfti aldrei að nota
þekkinguna en hafði afar gott af
því.“
Það var mikil gleðistund þegar
hópurinn hittist í kaffisamsæti sem
Loðnuvinnslan hf. bauð til í félags-
heimilinu Skrúði eftir messu á
sunnudag. „Það var góð tilfinning að
hitta mennina,“ segir Kjartan Reyn-
isson.
„Þetta leit afar illa út“
Loðnuvinnslan heiðrar 33 menn sem komu að björgun tveggja manna sem
misstu meðvitund í lest Hoffells Gleðidagur þegar hópurinn kom saman
Ljósmynd/Jónína G. Óskarsdóttir
Þakkir Björgunarmenn voru heiðraðir við messu í Fáskrúðsfjarðarkirkju. Þeir stilltu sér upp til myndatöku að at-
höfn lokinni ásamt stjórnendum fyrirtækisins og sóknarpresti. Rimantas Mitkus og Páll Rúnarsson sitja fyrir miðju.
„Við vorum með strangar reglur
um þessa vinnu og höfum styrkt
þær enn frekar,“ segir Gísli Jóna-
tansson, framkvæmdastjóri
Loðnuvinnslunnar. Keypt hafa ver-
ið fleiri björgunartæki og allir
verkferlar yfirfarnir. Nú á að vera
tryggt að enginn fari niður í lest
nema í líflínu og með súrefn-
ismettunarmæli.
Slysið varð þegar vinnu við
löndun gulldeplu úr Hoffelli var að
ljúka. Aðeins voru dreggjar eftir í
einum tanki. Menn voru að flýta
sér að klára því annað skip beið
löndunar. „Það var svo lítið eftir að
menn töldu að engin hætta væri á
ferðum en þetta er lúmskt,“ segir
Kjartan Reynisson útgerðarstjóri.
Löndunarmaðurinn fór ofan í
lestina án þess að hafa súrefn-
ismettunarmæli. Þegar hann fann
fyrir súrefnisskorti reyndi hann að
koma sér upp úr lestinni og var
komin langleiðina þegar hann
hneig niður og féll niður stigann
og á botn tanksins. Stýrimaður
varð þess áskynja að eitthvað
hafði gerst og fór niður í lestina
með súrefnisgrímu. Hann náði að
koma löndunarmanninum upp úr
mestu eðjunni en missti sjálfur
meðvitund.
Hættan getur verið lúmsk
ÖRYGGISREGLUR HERTAR HJÁ LOÐNUVINNSLUNNI
Friðrik Guðmundsson, Páll S. Rúnarsson,
Rimantas Mitkus og Gísli Jónatansson.