Morgunblaðið - 21.10.2010, Page 37

Morgunblaðið - 21.10.2010, Page 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 2010 SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA „GEÐVEIKISLEGA FYNDIN“ - SHAWN EDWARDS, FOX-TV Frábær gamanmynd frá þeim sömu og færðu okkur “40 Year old Virgin” og “Anchorman” FRÁ LEIKSTJÓRA MEET THE PARENTS 7 Steve Carrell og Paul Rudd fara á kostum ásamt Zach Galifianakis sem sló eftirminnilega í gegn í “The Hangover” SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI Dýrin eru mætt....og þau eru ekki ánægð! Bráð- skemmtileg grínmynd fyrir alla fjölskylduna HHH - D.H. EMPIRE 7 SÝND Í KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA DAGSKRÁ Modest Mussorgsky BORIS GODUNOV nánari upplýsingar ásamt sýnishornum úr stykkjunum má finna á www.operubio.is og á www.metoperafamily.org René Pape tekur að sér eitt merkasta bassahlutverk óperusögunnar í uppfærslu hins virta leikhúss- og óperuleikstjóra Peters Stein. Valery Gergiev stjórnar hljómsveitinni í epísku sjónarspili Mussorgskys sem fangar þjáningu og metnað heillar þjóðar. ,,Boris Godunov er meistaraverk,“ segir Stein. ,,Helsta áskorunin er að koma til skila gríðarlegri tilfinningadýpt verksins. Boris er keisarinn en hann tjáir vandamál sem við könnumst öll við, afleiðingar mannlegra gjörða.“ Aleksandrs Antonenko, Vladimir Ognovenko og Ekaterina Semenchuk fara fyrir gríðarstórum hópi leikara. SÝNT Í BEINNI ÚTSENDINGU í Sambíóunum Kringlunni laugard. 23. okt. kl. 16 Endurflutt miðvikud. 27. okt. kl. 18 Miðasala í Sambíóunum Kringlunni BESTA SKEMMTUNIN ÓRÓI kl. 8 -10:20 10 EAT PRAY LOVE kl. 8 L WALL STREET kl. 10:30 L / KEFLAVÍK ÓRÓI kl. 8 - 10:20 10 DINNER FOR SCHMUCKS kl. 8 - 10:20 7 / SELFOSSI ÓRÓI kl. 8 -10 10 FURRY VENGEANCE kl. 6 L ALGJÖR SVEPPI OG... kl. 6 L THE TOWN kl. 8 -10:30 16 / AKUREYRI Ekki verður annað sagt en að Antony Hegarthy hafi ver- ið vel iðinn síðasta árið. Hann hefur komið fram á plöt- um fjölmargra listamanna, tekið þátt í grúa list- viðburða, sett saman bók með ljós- myndum, málverkum, teikningum og texta og lagt drög að þeirri breið- skífu sem hér er tekin til kosta. Síðasta breiðskífa Antonys, The Crying Light, kom út fyrir hálfu öðru ári og var ólík fyrri verkum, lágstemmdari og hljóðfæraleikur naumhyggjulegri, færri blásarar og fleiri strengjaleikarar. Á Swanlights heldur Antony áfram á þeirri braut, röddin er í forgrunni sem aldrei fyrr, yrkisefnin depurð og tregi og ást. Samsöngur þeirra Antonys og Bjarkar í Fléttu, þar sem hún stelur senunni, er meðal hápunkta plöt- unnar, en lokalagið, Christina’s Farm, slær þó allt út, hálf áttunda mínúta af Antony, píanói og strengj- um; hvernig getur það orðið annað en snilld? Antony and the Johnsons – Swanlights bbbbm Allt fyrir ástina Árni Matthíasson Fimmta plata Kings of Leon er sú rokkplata sem mest hefur verið beðið eftir í ár, bæði af al- mennum rokkáhugamönnum og svo hökustrjúkandi skríbentum eins og mér. Kings of Leon hafa jafnt og þétt verið að nálgast yfirráðasvæði Coldplay/U2 með leikvangavænu og ástríðufullu rokki sínu og þessi plata felur í sér ákveðinn snúningspunkt. Vonbrigðin yfir innihaldinu eru því að sama skapi mikil. Hér er ekki að finna reisn eða öryggi þess sem hand- leikur heiminn, líkt og var að finna á Joshua Tree U2 t.d., heldur öllu held- ur útvötnun og málamiðlanir. Platan er einfaldlega allt of flöt og fyrir- sjáanleg, flest lögin eru Kings of Leon í sjálfvirkum gír og stílleg upp- brot („Mary“ og „Back down South“) eru tilgerðarleg. Meðlimir eru enn ungir og efnilegir, þrátt fyrir fimm plötur, og kannski átta þeir sig. Slak- ið á freyðivíninu og fylgið hjartanu, strákar. Þannig sigrið þið heiminn, ekki öðruvísi. Hvað kom fyrir? Kings of Leon - Come around Sundown bbnnn Arnar Eggert Thoroddsen Hvað get ég sagt? Ég er nánast orð- laus yfir þeirri hamingju sem ein hljómsveit getur veitt mér. Íslandsvinirnir í Belle & Sebast- ian sendu nýverið frá sér sína átt- undu plötu sem ber heitið Write abo- ut Love. Í fjögur ár hef ég beðið þessarar plötu, hún er yndisleg en ekki fullkomin, vantar hálfa stjörnu upp á það. Ég hef lengi verið aðdáandi þess- arar skosku sveitar og eins og með allt sem gott er hef ég haft áhyggjur af því að þeirra blómaskeiði færi nú að ljúka eftir fjórtán ára farsælt starf en svo er nú aldeilis ekki. Nýja afurðin er snilldarsmíði, batnar við hverja hlustun, eins og góðar plötur gera, og á einn risastóran slagara sem á eftir að lifa lengi með jarðar- búum. „I didn’t see it coming“ er fyrsta lag plötunnar og setur hamingjutón- inn. Hápunkturinn er „I want the world to stop“, mjög grípandi og dansvænt, „Ím not living in the real world“ verður líka að teljast mjög gott með frábærum kórsöng og „úúú-i“. Belle & Sebastian fá gesti til sín á þessari plötu, Norah Jones syngur í laginu „Little Lou, Ugly Jack, Prophet John“. Afskaplega fallegt og rómantískt lag og vel sungið en mér fannst það of væmið og venjulegt fyrir þessa plötu, á samt eflaust eftir að heyrast oft í Rólegt og rómantískt. Leikkonan Carrey Mulligan syngur í „Write about love“ sem er mjög B&S-legt sólskinspopp sem fínt hefði verið að dansa við úti í móa í sumar. Mulligan er fín söngkona og á betur við Belle & Sebastian en Norah Jones. Write about Love er líklega að- gengilegasta plata Belle & Sebast- ian hingað til. Þeir sem hafa verið að vonast eftir einhverju nýju og til- raunakenndu fá ekki sitt, þetta er öruggt hjá þeim, auðvelt og afslapp- að. Það er eins og sveitin þurfi ekki að hafa fyrir neinu, tónlistin rennur frá þeim inn í eyru hlustenda og mal- lar þar fyrirhafnarlaust og vekur allskonar hughrif. Það er enginn eins og Belle & Sebastian. Hamingjan í hljómplötulíki Belle & Sebastian - Write about Love bbbbm Ingveldur Geirsdóttir Belle & Sebastian Áttunda plata sveitarinnar er líklega sú aðgengilegasta. Erlendar plötur Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Í dag hefst hátíðin Kvikar myndir í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, en hátíðin er á vegum Kinoklúbbsins og stendur til 24. október. Á hátíð þessari verður farið yfir sögu fram- úrstefnunnar í kvikmyndagerð frá því um 1960 til dagsins í dag og segir um höfunda þeirra kvikmynda sem sýndar verða að þeir hafi vakið var- anlegan áhuga á vinnu með 16 mm filmu, mótað hefðir og skapað vett- vang til að endurmeta möguleika kvikmyndaformsins. Þeir séu hand- hafar virtra verðlauna og myndir þeirra hafi verið sýndar á kvik- myndahátíðum og listasöfnum um allan heim. Í Kinoklúbbnum eru al- mennt sýndar kvikmyndir sem ná yfir vítt svið listgreinarinnar, stutt- myndir og myndir í fullri lengd, heimildarmyndir, hreyfimyndir, kvikmyndadagbækur, framúr- stefnumyndir og listrænar. Oftar en ekki er ákveðið þema tekið fyrir á kvöldum Kinoklúbbsins eða ákveð- inn listamaður. Ekki hefðbundin frásögn Kvikmyndagerðarkonurnar Þór- anna Dögg Björnsdóttir og Rebecca Erin Moran standa að klúbbnum og hefur hann verið starfræktur í rúmt ár í Reykjavík. „Þetta eru svona framúrstefnukvikmyndir og listræn- ar kvikmyndir,“ segir Þóranna um klúbbstarfið. Hér séu ekki hefð- bundnar kvikmyndafrásagnir á ferð. „Svo eru þetta yfirleitt kvikmynda- gerðarmenn sem hafa notað ýmsa tækni við gerð myndanna, oft fundið efni og myndbrot sett saman,“ út- skýrir Þóranna. Margir þeirra hafi unnið beint með filmuna, gert til- raunir í framköllun t.d. þannig að filman verði hálfgert myndverk, á mörkum myndlistar og kvikmynda. Kinoklúbburinn stendur einnig fyrir sk. Kinosmiðju en markmiðið með henni er að auka fjölbreytni í listsköpun á Íslandi og innleiða nýj- ar aðferðir við myndsköpun. Lista- menn hvers konar fá í smiðjunni að- stöðu og búnað til að fullgera súper8 og 16 mm kvikmyndir og vinna kvik- myndir með blandaðri tækni. „Laug- ardaginn sl. vorum við með nám- skeið fyrir 8-15 ára börn í Hafnarhúsinu, þar voru þau að prófa sig áfram með svona aðferðir. Það er engin kvikmyndatökuvél heldur vinna þau beint á filmuna. Afrakstur þess námskeiðs verður sýndur núna á sunnudaginn og einnig verður haldið námskeið fyrir fullorðna á laugardaginn og afrakstur þess sýndur einnig,“ segir Þóranna. „Þetta er okkur metnaðarmál, að það verði svona aðstaða til á Ís- landi.“ Framúrstefna og tilraunamennska  Kvikar myndir í Hafnarhúsi Bílablæti Kvikmynd Kenneth Anger frá árinu 1965, Kustom Kar Komm- andos. Ungir menn láta vel að forláta bifreið við lagið „Dream Lover“. Kinoklúbbinn má finna á fésbók og þar má einnig finna dagskrá Kvikra mynda. Kinosmiðjan er með vefsíðu, www.kinosmidja.com.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.