Morgunblaðið - 21.10.2010, Page 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. OKTÓBER 2010
Hamid Karzai, forseti Afganistans, sagði í gær
að hann vonaðist til þess að geta aukið öryggi
verulega í landinu á næstu tveimur árum. Karzai
setti fyrr í þessum mánuði á laggirnar friðarráð
til að greiða fyrir áætlunum sínum um viðræður
við talibana og aðra uppreisnarhópa.
Félagar í ráðinu hafa sagt að talibanar hafi
gefið til kynna „vilja“ til að finna pólitíska lausn.
Talibönum var steypt af valdastóli fyrir tæpum
tíu árum, en þeim tókst að ná vopnum sínum og
hafa geisað við þá blóðug átök.
Embættismenn í Kabúl, höfuðborg Afganist-
ans, segja að foringjar úr innsta valdahring tal-
ibana hafi tekið þátt í viðræðunum. Í The New
York Times segir að þeir hafi yfirgefið griðastaði
sína í Pakistan með leynd til að eiga viðræður við
nánustu samstarfsmenn Karzais og hafi notið til
þess aðstoðar herja Atlantshafsbandalagsins.
Þeim hafi verið heitið að sveitir NATO myndu
hvorki handtaka þá, né ráðast á þá.
Í einu tilviki munu leiðtogar talibana hafa far-
ið yfir landamæri Pakistans og Afganistans, far-
ið um borð í flugvél á vegum NATO og flogið til
Kabúl. Þá munu hermenn NATO hafa tryggt ör-
yggi á vegum svo að foringjar talibana kæmust
leiðar sinnar. Bandarískir embættismenn höfðu
áður sagt að viðræður ættu sér stað milli talib-
ana og stjórnarliða, en hvorki hafði komið fram
hversu háttsettir talibanar ættu í hlut, né um-
fang aðstoðar NATO. kbl@mbl.is
Hamid Karzai viðrar vonir um frið
Herir Atlantshafsbandalagsins greiða götu talibanaforingja og heita að skerða ekki hár á höfði
þeirra Haldið fram að talibanar vilji binda enda á átökin í Afganistan með „pólitískri lausn“
Reuters
Spjall Hamid Karzai (t.h.) ræðir við ættbálkahöfðingja eftir fund í Kabúl um þróunarmál.
20% atkvæða ógild
» Landskjörstjórn í Afganistan
hefur ógilt 1,3 milljónir at-
kvæða í þingkosningum sem
fram fóru í september.
» Heildarfjöldi greiddra at-
kvæða var 5,6 milljónir. Þar af
voru gild atkvæði rösklega 4,2
milljónir en ógild 1,3 milljónir
að sögn forseta kjörstjórnar.
» Ógild atkvæði voru því yfir
20% af heildarfjölda atkvæða.
» Talsmenn SÞ töldu í fyrstu
að kosningarnar hefðu farið vel
fram og ekkert benti til um-
fangsmikils kosningasvindls.
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Breska stjórnin kynnti í gær fjár-
lögin og er um að ræða harkaleg-
asta niðurskurð á útgjöldum í
manna minnum. Opinberum starfs-
mönnum fækkar um nærri hálfa
milljón á næstu árum, framlög til
velferðarkerfisins minnka um sjö
milljarða punda, kerfið verður ein-
faldað og reynt að draga úr svindli.
Eftirlaunaaldur hækkar í 66 ár fyrir
árið 2020. Þetta kom fram í máli
George Osborne fjármálaráðherra í
þinginu í gær.
„Þetta er dagurinn þegar Bretar
sneru við á bjargbrúninni,“ sagði
Osborne. „Þetta er erfið leið en hún
liggur í áttina að betri framtíð.“
Skuldir ríkisins eru ógnvekjandi,
bagginn hlutfalls-
lega stærri en í
langflestum þróuð-
um ríkjum og hall-
inn á fjárlögum
þessa árs er 154,7
milljarðar punda
eða liðlega 2650
milljarðar ísl. kr.
Ráðuneyti þurfa
að jafnaði að skera
niður um 25% og alls á að spara 83
milljarða punda með þessum að-
gerðum fyrir árið 2015. Segir
breska ríkisútvarpið, BBC, að um sé
að ræða mesta niðurskurð á opin-
berum útgjöldum frá síðari heims-
styrjöld.
Gert er ráð fyrir að 2,5 milljarðar
punda sparist með því að hætta að
greiða foreldrum með háar tekjur
barnabætur. Í fyrradag var boðað
að fjárframlög til varnarmála yrðu
skorin niður um 8% á næstu fjórum
árum. Fækkað verður um alls 42
þúsund störf í heraflanum og ráðu-
neyti varnarmála.
Fjárframlög til menningarmála,
fjölmiðla og íþrótta munu lækka um
helming fram til ársins 2015 og
framlög til lögreglunnar lækka um
4% á ári fram til 2013. Konungs-
fjölskyldan verður að skera niður
útgjöld sín um 14% fyrir árið 2013.
Ráðherrann boðaði einnig nýjan
bankaskatt en útfærsla hans verður
kynnt nánar síðar.
Talsmenn Verkamannaflokksins
segja að svo snöggur og harkalegur
niðurskurður ríkisútgjalda muni
koma í veg fyrir að efnahagurinn
nái sér aftur fljótt á strik.
Harkalegur niðurskurður
Ráðuneyti í Bretlandi verða að jafnaði að minnka útgjöld sín um 25%
Afnám barnabóta til hátekjuforeldra sparar ríkinu 2,5 milljarða punda
George Osborne
Þingmenn Evr-
ópusambandsins
veifuðu bláum og
bleikum blöðrum
í þingsalnum í
gær þegar þeir
samþykktu til-
lögu um að
mæðraorlof yrði
lengt upp í 20
vikur á fullum
launum og lög-
bundið í öllum sambandslöndum.
Tillagan hefur verið gagnrýnd
og m.a. sagt að hún gæti kostað
breskt viðskiptalífið 2,5 milljarða
punda árlega.
„Mæðraorlof verður að vera
staðlað, þetta er félagsleg þjónusta
en reglurnar eru mismunandi milli
ríkjanna,“ sagði portúgalski sósíal-
istinn Edite Estrela. Lágmarks-
mæðraorlof í ESB er nú 14 vikur.
Nýja samþykktin verður ekki að
lögum nema þing landanna sam-
þykki hana líka og núverandi sam-
steypustjórn í Bretlandi er meðal
þeirra sem barist hafa gegn henni.
Danski Evrópuþingmaðurinn
Britta Thomsen segir hins vegar að
breytingin muni hvetja konur til að
eignast fleiri börn en vaxandi
áhyggjur eru nú af lágri fæðing-
artíðni í Evrópu.
Vilja samræmt
mæðraorlof í ESB-
ríkjunum
Já! Atkvæði greidd
í Strassborg.
Vísindamenn við
háskólann í
Norður-Karólínu
hafa uppgötvað
genið sem veldur
því að sumir
finna fljótar á sér
en aðrir, að sögn
BBC. Þeir segj-
ast halda að 10-
20% manna hafi
þetta gen, CYP2E1, í genamengi
sínu.
Vísindamennirnir segja að ef til
vill verði hægt að nota þessa upp-
götvun í baráttunni gegn ofdrykkju
vegna þess að þeir sem bregðist
mjög hratt við áfengi verði síður
alkóhólistar en annað fólk. Gefa
megi fólki lyf er líkist umræddu
geni, ekki til að það verði fullt fyrr
en ella heldur til að fá það til að
drekka ekki allt of mikið.
Megnið af áfengi sem innbyrt er
brotnar niður í lifrinni. En hluti
þess tekur efnabreytingum í heil-
anum af völdum ensíms sem
CYP2E1 getur framleitt, genið
kann formúluna. Þeir sem eru með
genið, sem er á litningi númer 10,
finna því fljótar á sér en aðrir.
kjon@mbl.is
Uppgötvuðu gen
sem flýtir fyrir vímu
Með réttu genin?
Hvað vill Verkamanna-
flokkurinn gera?
Talsmenn hans vildu fyrir kosn-
ingar einnig skera hratt niður en
ekki var eining um leiðir. Nýr
leiðtogi, Ed Miliband, segir að
ekki megi fara of hratt í að lækka
fjárlagahallann, það muni draga
allan þrótt úr efnahagnum.
Er fólk sátt við niðurskurðar-
tillögur Osborne?
Í könnunum hefur komið fram að
meirihluti kjósenda virðist sam-
mála því að harkalegar aðgerðir
séu óhjákvæmilegar.
Spurt&svarað
Verkamaður í námu í Nancheng-sýslu í Jiangxi-
héraði með afrakstur dagsins á bakinu í gær. Í
námunni eru unnin sjaldgæf frumefni. Efnin eru
einkum notuð í hátækniiðnaði, venjulega í mjög
litlu magni, t.d. í farsímum. Kínverjar eru nær
einráðir á heimsmarkaði fyrir umrædd efni sem
fá ríki treysta sér til að vinna þannig að það
borgi sig. En Kínverjar vísa á bug fréttum um að
ætlunin sé nú að banna útflutning á efnunum.
Kínverjar nær einráðir í framleiðslu margra sjaldgæfra frumefna
Reuters
Magnið er lítið en það er verðmætt