Morgunblaðið - 11.11.2010, Page 6
S
íðustu tvö ár eða svo hafa
reynt mikið á þjóðina og
landsmenn eflaust löngu
búnir að slá heimsmet í
vöðvabólgu og stressi.
Hvað er þá betri gjöf en rækilegt
dekur þar sem tekið er frí frá dagsins
amstri, nostrað við kroppinn og
hresst upp á útlitið?
Rósa Björk Hauksdóttir hjá Nögl-
um og list segir gjafakort í dekur-
meðferð verða æ vinsælli jólagjöf
með hverju árinu. „Þetta er líka eitt-
hvað sem allir kunna að meta en tíma
kannski ekki alltaf að láta eftir sér.
Ég held það sé nokkuð víst að fólk
gleðjist meira yfir að fá gefins spa- og
snyrtimeðferð en t.d. krukku eða
kertastjaka til að hafa uppi á hillu,“
segir hún.
Nuddað og snyrt
Meðal þeirra meðferða sem Neglur
og list bjóða upp á er nudd af öllum
mögulegum tegundum, skrúbbmeð-
ferðir og maski, vöxun í bak og fyrir,
fótsnyrtingar, andlitsmeðferðir og al-
mennt dekur og notalegheit. „Fyr-
irtæki geta valið að láta gjafabréfið
duga t.d. fyrir ákveðinni meðferð eða
þá ákveðinni upphæð. Síðan er
minnsta mál að leyfa handhafa bréfs-
ins að breyta og skipta ef hann vill t.d.
frekar góða hand- og fótsnyrtingu en
slakandi nuddtíma.“
Rósa segir það líka mikinn mis-
skilning að karlar kunni ekki eins vel
að meta svona gjöf og konur. „Við er-
um að sjá ört vaxandi hóp karla koma
til okkar, og þegar þeir á annað borð
komast á bragðið eru karlarnir, ef
eitthvað er, duglegri en konurnar að
koma reglulega og fá sína meðferð.“
Andleg og líkamleg áhrif
Áhrifin eru síðan ótvíræð. „Ég held
það sé engin spurning að ef fyrirtæki
gefur t.d. starfsmönnum dekurmeð-
ferð líður þeim mun betur í vinnunni
eftir, og finna líka rækilega hvað yf-
irmönnunum er annt um velferð
þeirra og líðan. Þá er ótalið hvað góð
slökun og vandað nudd frá fagmanni
getur gert fyrir heilsuna, og örugg-
lega átt þátt í að hressa líkamann svo
afköstin batna og fjarvistir minnka.“
Um margskonar verðflokka er að
ræða og hægt að púsla saman á ýmsa
vegu. Í stað þess að fá sér langt heil-
nudd má kannski frekar velja stutt
slökunarnudd í stól og yngjandi and-
litsmeðferð, allt eftir smekk og
áherslum. „Síðan felst ákveðin slökun
og dekur í mörgum fegrunarmeðferð-
unum okkar og kannski að axlirnar fái
t.d. létt nudd á meðan andlitsmaskinn
gerir sína galdra.“
Best að gefa í leyni?
Rósa segir tilvalið að lauma gjafabréfi
fyrir snyrtistofudekur ofan í gjafa-
körfur til starfsfólksins. Ekki þarf að
vera um dýra viðbót að ræða því ódýr-
ustu meðferðirnar kosta undir 2.000
kr og vel útilátið dekur þarf ekki að
kosta yfir 10.000 kr. „Eftir á að hyggja
er kannski best að setja samt gjafa-
kortið ekki með í jólapakkann heldur
afhenda það starfsmanninum svo lítið
beri á. Annars er hætt við að makinn á
heimilinu vilji taka kortið traustataki,“
bætir Rósa við glettin. ai@mbl.is
Umhyggja gefandans fer ekki milli mála
Morgunblaðið/Kristinn
Á óskalistanum „Þetta er eitthvað sem allir kunna að meta en tíma kannski ekki alltaf að láta eftir sér,“ segir Rósa Björk. Hún segir karlana líka kunna jafnvel að meta dekrið og konurnar.
Gefa má alls kyns dekur- og fegrunarpakkaí jólagjöf. Bæði karlar og konur hafa gaman af og karlmenn
margir fastagestir. Gott að nudda burtu kreppu-vöðvahnúta og mýkja fjármálaáhyggju-hrukkur
6 | MORGUNBLAÐIÐ
Hægt er að
fá nuddara í
heimsókn í
fyrirtækið,
og alls ekki
óþekkt hér á
landi að
nuddari
gangi hrein-
lega á milli
starfsmanna
og lífgi upp
á vinnudaginn með notalegri með-
ferð. „Einnig hefur verið vinsælt að
fá flinkan snyrtifræðing til að halda
námskeið fyrir konurnar í starfsliðinu
þar sem farið er yfir aðferðir og
áherslur. Undantekningalaust fellur
slík kennsla í góðan jarðveg og mín
reynsla er sú að ekki minna en helm-
ingur kvennanna uppgötvar eitthvað
alveg splunkunýtt sem þær hafa
kannski vanið sig á að gera kol-
rangt.“
Snyrtifræðingur
fyrir fram-
varðarsveitina?
Margir hafa vanist því að heim-
sækja sína snyrtistofu reglu-
lega. Rósa segir að þótt einhver
dýfa hafi komið með kreppunni
sé enn nóg að gera og kúnn-
arnir geti ómögulega hugsað
sér að sleppa þessum fasta lið í
tilverunni. „Oft panta viðskipta-
vinirnir strax næsta tíma þegar
þeir eru á leiðinni út um dyrn-
ar,“ segir hún og bætir við að
ferð á snyrtistofu þurfi ekki að
vera dýr munaður. „Ég held t.d.
að margar konur hafi áttað sig
á að það er alls ekki svo dýrt
að láta sérfræðing sjá um að
fjarlægja líkamshár með vaxi.
Rakvélarblöð kosta nefnilega
sitt og árangurinn er allt ann-
ar.“
Ekki dýr
munaður
Sprellikarlinn Gnarr
Hönnun: Margrét Guðnadóttir
Sími: 869 1299
netfang: margretgu@internet.is
Sölustaður: Kirsuberjatréð,
Vesturgötu 4, Reykavík.
• Jóla Gnarr
• Sprelli Gnarr
• Bleiki Gnarr
• Spari Gnarr
Íslensk hönnun og
framleiðsla