Morgunblaðið - 11.11.2010, Page 10
10 | MORGUNBLAÐIÐ
A
lltaf er skemmtilegra að fá
gjöf sem er fallega inn-
pökkuð. Að sögn Jóhönnu
Hilmarsdóttur hjá Garð-
heimum þarf ekki að kosta
miklu til svo að jólagjöf fyrirtæk-
isins í ár verði sérlega glæsileg. „Við
getum pakkað inn nánast hverju
sem er, og hæg heimatökin að pakka
inn t.d. matarkörfum eða konfekt-
kössum. Svo er líka úrval af
skemmtilegri gjafa- og jólavöru í
versluninni sem hentar vel til jóla-
gjafa,“ segir hún og bætir við að
pottablóm séu t.d. vinsælar gjafir til
starfsmanna og þá jólastjörnur,
hýasintur og amaryllis vinsælustu
tegundirnar.
Eldheitar jólagjafir
Ákveðin tíska er í jólagjafainnpökk-
unum eins og á svo mörgum öðrum
skapandi sviðum og ekki amalegt að
vera með á nótunum. „Við heim-
sækjum strax í byrjun árs jólasýn-
ingar í Þýskalandi þar sem segja má
að búið sé að leggja línurnar í þess-
um málum,“ útskýrir Jóhanna og til-
greinir þrjár útfærslur sem þykja
Karnivallitir undir jólat
Vinsælt er að velja
sterka suðræna liti á
jólapakkana í ár. Fjólu-
blár með silfri og gam-
aldags rauður með nátt-
úrulegum tónum eiga
líka sinn sess en hvítur
og jólarauður vinsælli
þegar nær dregur að-
fangadegi.
Morgunblaðið/Eggert
Jólaland Að sögn Jóhönnu eru pottaplöntur algeng tækifærisgjöf á jólum. Vin-
sælastar eru jólastjörnurnar, hýasintur og amaryllis og prýði á hverju heimili.