Morgunblaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ | 11 vellíðan slökun streitulosun dekur hvíld afslöp Hilton Reykjavik Nordica Suðurlandsbraut 2 Sími 444 5090 nordicaspa@nordicaspa.is www.nordicaspa.is Gjafakort í heilsulind NordicaSpa er tilvalin gjöf handa þeim sem þú vilt gleðja. Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval af nudd- og snyrtimeðferðum fyrir bæði konur og karla. Í heilsulindinni eru tvær ilmgufur, tveir heitir pottar þar sem boðið er upp á herðanudd, slökunarlaug og úti á veröndinni er heitur pottur og sauna. Hægt er að kaup gjafakort fyrir ákveðna upphæð í tiltekna nudd- eða snyrtimeðferð og ýmsa spa pakka. Einnig er hægt að kaupa gjafakort í heilsuræktina – meðlimakort eða á hin ýmsu námskeið. Við leggjum áherslu á andlega og líkamlega vellíðan og er NordicaSpa heimur út af fyrir sig. gjafakort Gefðu Gjöf fyrir þá sem eiga allt – gefðu vellíðan og betri heilsu Upplýsingar í síma 444 5090 Alltaf er gaman að gæða vinnurýmið jólastemningu, og með lítilli fyr- irhöfn má skapa göldrótt og notalegt hátíðarandrúmsloft. Fyrirtækjaþjónustu Garðheima segir Jóhanna marga nýta sér til að hirða og annast plöntur í og við vinnustaðinn, en einnig er í boði að sjá um jólaskreytingarnar frá A til Ö. Seríur í vasa „Oft er hægt að gera mikið með einföldum lausnum sem krefjast hvorki tímafrekrar uppsetningar né mikillar fyrirhafnar við að taka skraut- ið niður á nýju ári. Ein vinsæl leið er að koma einfaldlega fyrir nokkrum fallega skreyttum jólatrjám í rýminu og skapar það strax rétta blæinn. Til að fullkomna útlitið er svo hægt að láta litina á ljósaseríunni passa við litavalið innanhúss,“ segir hún. „Mikið úrval er til af skrauti til að hengja upp í básum eða skreyta af- greiðsluborð með. Hvað sniðugast þykir mér að nota einfald- lega fallega ljósaseríu en við seljum yfir 750 tegunir af þeim. Seríuna má t.d. setja ofan í glervasa svo útkoman er fljótleg, snyrtileg og stílhrein en um leið kemur mikið af jólastemningu.“ Jólalegt á vinnustaðnum með lítilli fyrirhöfn Morgunblaðið/Þorkell „heitastar“ þessi jól. „Fjólublátt og silfur er mjög vinsæl samsetning og einnig gamaldags rauðar pakkn- ingar með náttúrulegum tónum. Þriðji kosturinn er svo með skemmtilegum karnival-blæ þar sem litadýrðin ríkir og allt í gangi: sterkir bláir, rauðir, gulir, bleikir og fjólubláir litir. Útkoman er glaðleg og hátíðleg.“ Íhaldssamari á lokametrunum Að sjálfsögðu er samt enginn bund- inn af tískunni og hægt að pakka gjöfum inn nákvæmlega eftir óskum hvers og eins. „Þegar líður að jólum færist áherslan oftar en ekki yfir í þessa sígildu vinsælu jólagjafaliti: gull, silfur, rautt og hvítt,“ segir Jó- hanna. „Svo má alltaf dúlla við pakk- ann með greinum, jólakúlum og könglum.“ ai@mbl.is trénu Reglulega bætast skemmtilegar nýjungar við úrvalið af þeim val- kostum sem hægt er að nota við innpökkun á gjöfinni. Nýjasta við- bótin segir Jóhanna vera nýja gerð af borða. „Þetta er nokkurs konar þæfður borði og minnir áferðin á þæfða ull. Þessi borði gefur náttúrulegt yfirbragð og hann kemur vel út t.d. vafinn utan um blómapott, utan um afskorin blóm eða einfaldlega sem hluti af skreytingu.“ Þæfður borði vinsæll - nýr auglýsingamiðill 569-1100 finnur@mbl.is - nýr auglýsingamiðill –– Meira fyrir lesendur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.