Morgunblaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 16
16 | MORGUNBLAÐIÐ
Tilvalin jólagjöf
Fyrir pabba, mömmu, afa, ömmu,
eða aðra sem þér þykir vænt um.
Rauðu jólagjafakortin eru komin í
sölu, með 20-25% afslætti og gilda
í 3 mánuði.
G
óð bók er góð gjöf. Bestu bækurnar
eru ekki aðeins áhugaverð lesning
heldur geta vikkað sjóndeild-
arhringinn og miðlað nýjum fróð-
leik.
Og þegar góðar bækur eru annars vegar er
leitun að betri texta en íslensku fornritunum,
sem Útgáfufélagið Guðrún gefur út: „Við er-
um 17 ára gamalt fyrirtæki og gefum út bæði
Snorra-Eddu, Hávamál og Völuspá á fjölda
tungumála, og seljum vítt og breitt um Norð-
urlönd og á Bretlandseyjum,“ segir Anna
Lísa Björnsdóttir.
Lykilrit á lykiltungum
Hávamálin eru fáanleg á 17 tungumálum, allt
frá íslensku, og ensku til japönsku, arabísku
og kínversku. „Bæði er hægt að fá kilju-
útgáfu og svo eigulega harðspjaldaútgáfu.
Snorra-Eddu gefum við síðan út í veglegu
myndskreyttu bindi sem fer vel í hvað bóka-
hillu sem er.“
Bækurnar frá Útgáfufélaginu Guðrúnu eru
tilvaldar fyrir erlenda viðskiptavini og starfs-
menn og bækurnar eru hentugar til póstsend-
ingar hvert á land sem er. Flest ritin eru um
200 blaðsíður, eiguleg í útliti og áferð, en samt
ekki nema 250 gr að þyngd. Anna segir að
sjálfsögðu hægt að pakka inn og senda gjöfina
eftir óskum viðskiptavinarins. „Einnig getum
við gert gjöfina enn persónulegri með því að
merkja t.d. lógó fyrirtækisins sem gefur á
kápuna innanverða, eða láta upplýsingamiða
eða kveðju fylgja með.“
Arfur sem vekur áhuga
Útlendingar segir Anna að kunni sélega vel
að meta að fá að gjöf rjómann af íslenskum
fornritum. „Ég veit að bæði sendiráðin og ís-
lensk fyrirtæki með starfsemi erlendis hafa
valið að gefa þessar bækur um árabil, sem
segir sína sögu,“ bætir hún við. „Sama hverr-
ar þjóðar þiggjandinn er þá virðist áhuginn
vera mikill á að kynnast þessari einstöku
menningararfleifð okkar. Boðskapurinn í rit-
um eins og Hávamálum er líka þess eðlis að
hann á alltaf við og skilst í öllum menningar-
heimum: að koma vel fram við náungann,
bera virðingu fyrir öðrum og vera vinur vina
sinna.“
Hún bætir við að mörgum komi skemmti-
lega á óvart að læra hvað menningararfleifðin
er fjölbreytt og djúp. „Þeir sem ekki vita bet-
ur hafa oft þá mynd af víkingum að þeir hafi
einkum stundað það að ræna og rupla. Þeim
þykir mjög gaman að uppgötva þessa miklu
menningu og speki sem spratt hér fram fyrr á
öldum.“ ai@mbl.is
Deyr fé, deyja frændur
– en góð jólagjöf
gleymist seint
Morgunblaðið/Ómar
Menning „Þeir sem ekki vita betur hafa oft þá hugmynd af víkingum að þeir hafi einkum stundað
það að ræna og rupla,“ segir Anna Lísa Björnsdóttir og bætir við að erlendum viðskiptavinum komi
oft skemmtilega á óvart að kynnast menningararfinum.
Rjóminn af íslensku fornbókmenntunum er fáanlegur í fallegu
bandi og fjölda tungumála hjá Útgáfufélaginu Guðrúnu. Gjöf sem
bæði útlendingar og innfæddir hafa gaman af.
Vopnum sínum
skal-a maður velli á
feti ganga framar,
því at óvíst er at vita,
nær verður á vegum úti
geirs um þörf guma.
Never walk
away from home
ahead of your axe and sword.
You cańt feel a battle
in your bones
or foresee a fight.
Fjár síns,
er fengit hefir,
skyli-t maður þörf þola;
oft sparir leiðum,
það er hefir ljúfum hugað;
margt gengur verr en varir.
Become not
a beggar
to the money you make.
What́s saved for a friend
a foe may take.
Good plans often go awry.
Meðal vinsælli titla frá Útgáfufélaginu Guðrúnu eru
litlar og skemmtilegar bækur sem á ensku heita
The Viking Guide to Good Business. „Sú bók er
fáanleg á ensku, þýsku, dönsku og norsku. Hún er
innbundin í fallegt spjald og er mjög vönduð og
glæsileg gjöf,“ segir Anna.
Í bókinni er að finna valin heilræði úr íslensku
fornritunum sem gott er að hafa að leiðarljósi í
hörðum heimi viðskiptanna. „Ritið rifjar upp boð-
skap um að vera kurteis, venja sig að siðum í því
landi sem heimsótt er og velja besta fólkið í rekst-
urinn,“ segir Anna. „Þegar að er gáð er ekki svo gal-
ið að rifja þessa speki upp einmitt nú, enda er þar
hægt að læra margt sem getur komið okkur að
gagni við að bygga upp nýja og betri viðskiptahætti
í landinu.“
Reuters
Viðskipti
að hætti
víkinganna