Morgunblaðið - 11.11.2010, Page 20

Morgunblaðið - 11.11.2010, Page 20
20 | MORGUNBLAÐIÐ frumkvöðlafyrirtæki ársins  - fiskvinnsla frá árinu  Ekta saltfiskur tilbúinn til útvötnunar. Þjóðleg gjöf til vina og velunnara innanlands sem utan. Pantaðu á www.ektafiskur.is/gullkistan Sendum um allt land... og allan heim! Saltfiskur í gjafaumbúðum: 466 1016 www.ektafiskur.is –fegurðin býr í bókum Barónsstíg 27 | 511 0910 | crymogea@crymogea.is | www.crymogea.is Nú fer fáanlegum eintökum fækkandi af þessum glæsilega grip. Tryggðu þér eintak í tíma. Þ að ríkir mikil jólastemning hjá Eirnýju Sigurðar- dóttur í Búrinu síðustu vikur ársins. Góður mat- ur er jú ómissandi þegar halda á hátíð og röðin oft langt út úr dyrum þegar mesta jólaösin dynur á. „En þó það sé nóg að gera er enginn asi og stress, að því er virðist, og sumir viðskiptavinirnir leggja jafnnvel leið sína sér- staklega til okkar með heimabak- aðar kökur og konfekt til að smakka og hreint dásamlegt að selja osta og annað hnossgæti í andrúmsloftinu sem skapast,“ segir Eirný. Gjafakortin gleðja Búrið býður upp á skemmtilega gjafavalkosti fyrir fyrirtæki. Eirný segir hægt, ef pantað er tímanlega, að búa til osta- og sælkerakörfur við allra hæfi og vel mögulegt að mæta hvers kyns sérþörfum. „En gjafakortin okkar eru líka mjög sniðug, og ég sé að mörgum þykir gaman að líta til okkar eftir jól eða áramót með eitt slíkt og velja sér nokkra uppáhaldsosta í ró og næði, fá að smakka og uppgötva kannski eitthvað nýtt,“ segir hún. „Svo er líka hægt að nota gjafakortin sem greiðslu fyrir vinsælu námskeiðin okkar, s.s. undirstöðunámskeið um helstu ostaafbrigði, og svo hið róm- aða osta- og bjórpörunarnámskeið sem við höldum í samstarfi við Ölv- isholt.“ Í Búrinu er að finna eitt besta úrval landsins af gæðaostum frá öllum heimshornum sem og frá inn- lendum framleiðendum, en Eirný segir fólk kunna vel að meta slíka gjöf. „Þetta eru fríðindi sem fólk kannski lætur ekki nógu oft eftir sér dagsdaglega og alltaf gaman að fá að gjöf.“ Ekki er bara ostur í Búrinu held- ur er þar líka komið saman ákaf- lega skemmtilegt safn af íslenskri framleiðslu, s.s. jurtate frá Alkem- istanum, birkisíróp og þurrkaðir lerkisveppir. „Það er um að gera að láta t.d. með gjafabréfi fylgja ís- lenskar úrvalssultur eða hunang í gjafaumbúðum. Þegar kalt er úti eins og nú er engu líkt að geta bætt smá hunangi út í heitan drykk og algjör heilsubomba í skammdeginu. Að fá sér kakóbolla með hlynsírópi er líka óviðjafnanlegt í jólafríinu,“ segir Eirný. „En t.d. hrútaberja- sultan, sem oft rýkur úr hillum um þetta leyti árs, eða rauðrófuchut- neyið með engifer og chili smell- passar við hangikjötið og uppstúf- inn eða villibráðina.“ Réttu áhöldin Það er næsta víst að gotteríið úr borðinu er fljótt að hverfa upp í munn og ofan í maga, svo ef gef- andinn vill að jólagjöfin lifi lengi má t.d. lauma með í pakkann góð- um aukahlut. „Hjá okkur má finna sætar gjafir eins og hunangs- skeiðar og keramík-hunangs- krukkur sem allir kunna vel að meta, og svo auðvitað ýmis ómiss- andi áhöld fyrir ostaunnandann.“ ai@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Hið ljúfa líf „Þetta eru fríðindi sem fólk kannski lætur ekki nógu oft eftir sér dagsdaglega og alltaf gaman að fá að gjöf,“ segir Eirný Sigurðardóttir góðgætissérfræðingur. Sælkeravörurnar koma fólki í jólaskapið Með gjafakorti getur þiggjandinn valið sér osta og annað hnossgæti eða farið á námskeið. Gott er að blanda saman auðveldum og voldugri ostum í gjafakörfu. Íslenskt hlynsíróp eða hrútaberjasulta eru að margra mati ómissandi í eldhúsinu yfir jólin. Morgunblaðið/Árni SæbergMorgunblaðið/Árni Sæberg Allir fá eitthvað gott Auðveldasta leiðin til að mæta ólíkum smekk allra er að gefa gjafabréf, en ef valið er að setja ost í jólakörfuna bendir Eirný á að hafa þurfi nokkur atriði í huga til að gleðja örugglega bragðlauka sem flestra. Þannig megi t.d. velja tvo eða þrjá vinsæla og „auðvelda“ osta sem öllum þykja góðir, en bæta við tveimur með sterkari persónuleika til að krydda pakkann. „Eins er gott ef taka má t.d. tillit til aldurs þiggjandans því með aldrinum kann fólk oft betur að meta bragðsterku ostana,“ segir hún. Best er að láta síðan alveg vera að fara út í miklar öfgar. „Ákveðnir kraftmiklir ostar, eins og Munster, ættu ekki að fara í gjafaöskjuna því þá er hætt við að hreinlega líði yfir suma þegar þeir gægjast í pakkann sinn.“ Gæta þarf að geymslunni Ostur er kælivara og kallar á vissa var- kárni í flutningum og geymslu. Ef fyrir- tæki velja t.d. að gefa gjafakörfu með kælivöru segir Eirný að huga verði vel að undirbúningi og tímasetja vandlega samsetningu og afhendingu til starfs- manna eða viðskiptavina. „Hættan er þó ekki bara sú að varan sé ekki kæld nóg, heldur verður líka að passa að geyma ekki ostana t.d. úti í bíl í kuld- anum ef þeir skyldu verða of kaldir og byrja að frjósa.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.