Morgunblaðið - 11.11.2010, Síða 22
O
stahúsið hefur um árabil
boðið upp á vinsælar
matarkörfur fyrir jólin.
Körfurnar eru fáan-
legar í betri mat-
vöruverslunum auk þess að boðið
er upp á sérframleiðslu fyrir fyr-
irtæki og stofnanir. „Þeir sem
vilja sérþjónustu og sérsamsetn-
ingu geta því haft samband beint
við okkur og við leggjum okkur
fram við að mæta öllum óskum,“
segir María R. Ólafsdóttir sölu-
stjóri.
Litlir og stórir pakkar
Engum þykir leiðinlegt að fá góða
osta í jólaglaðning og María bend-
ir á að ostarnir frá Ostahúsinu séu
löngu búnir að vinna munn og
maga landsmanna. „Eftir því hvað
karfan er stór og vegleg er al-
gengt að sjá þar frá fjórum og
upp í sex-sjö ostategundir. Ost-
arnir geta verið einir og sér en
það fer líka vel á að bæta við sa-
lami, reyktum eða gröfnum lax,
kexi og sultum. Allra veglegustu
körfurnar geta jafnvel innihaldið
góðan hamborgarhrygg, par-
ísarkartöflur, og konfekttómata.
Möguleikarnir og útfærslurnar
eru bókstaflega óendanlegar.“
Fylltir og freistandi
Í ostaúrvalinu má finna sannkall-
aða dýrindisosta sem mörgum
þykir orðið ómissandi að hafa á
veisluborðinu yfir hátíðirnar.
„Brie með hvítlauksrönd er t.d.
mjög vinsæll um þetta leyti, og
fyrir jólin bjóðum við líka upp á
fleiri tegundir,“ segir María. „Auk
þess seljum við vinsælu rjómaost-
ana í dósum og sex mismunandi
tegundir af ostarúllum, t.d. beik-
on- og paprikurúllu sem á sér
marga aðdáendur, og sömuleiðis
ostarúllu með villijurtum og port-
víni. Ekki má heldur gleyma að
minnast á fylltu ostarúlluna með
rommrúsínum og ristuðum möndl-
um – hún er rosalega góð.“
Engin jól án osta
Ostaúrvalið hefur blómstrað hér á
landi síðustu ár og bendir María á
hvernig ostarnir eru orðnir fastur
liður í borðhaldi um jól og áramót.
„Ég veit að margir reikna með að
fá ostakörfu frá Ostahúsinu í gjöf í
desember. Þetta eru mjög vinsæl-
ar jólagjafir sem ég held að öllum
þyki gaman að þiggja. Svo getur
gefandinn líka verið viss um að
hann er að gefa eitthvað sem nýt-
ist vel enda finna allir eitthvað við
sitt hæfi í körfunni,“ segir hún en
ostakörfurnar má skoða á Osta-
husid.is.
ai@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Nammigott María segir gefandann geta verið vissan um að allir finni eitthvað við sitt hæfi í góðri ostakörfu.
Osturinn ómissandi á jólaborðinu
Gott er að brjóta upp
þungan jólamatseðilinn
með léttum ostum. Svo
getur góður rjómaost-
ur gert ótrúlega hluti
fyrir rjúpusósuna.
Nokkrar útfærslur eru í boði
þegar kemur að umbúðunum. Sí-
gilt er að raða ostum og mat í
fallega körfu, binda inn í sellófan
og festa á jólaborða. Ostahúsið
býður einnig upp á kassa sem
hægt er að loka með fallegu loki
með glugga. „Kassarnir eru
besta lausnin fyrir stærstu fyr-
irtækin því auðvelt er að stafla
þeim án þess að hætta sé á að
innihaldið verið fyrir hnjaski. Þá
mætti jafnvel stafla gjöfunum á
bretti og fara um vinnustaðinn í
hlutverki jólasveinsins.“
Hægt að
pakka á
ýmsa vegu
Góðir ostar eru að verða æ al-
gengari á jólaborðum lands-
manna. María segir marga hafa
komið auga á hvernig osturinn
getur verið skemmtileg viðbót
við hátíðarréttina eða verið val-
kostur í staðinn fyrir margt af
þeim þunga og saltaða mat sem
fylgir árstímanum. „Ostarnir
geta t.d. verið tilvaldir á fljótlegt
og einfalt kalt smáréttaborð
þegar tekið er á móti gestum,“
segir hún. „Ljúffengir ostar og
kex geta verið fyirrtaks eftir-
réttur og svo má ekki heldur
gleyma hvað rjómaostarnir eru
góðir til matargerðar. Sem
dæmi þykir mörgum að sósan
með rjúpunum eða hreindýrinu
verði allt önnur ef ostarúllu með
villijurtum og portvíni er skellt
út í sósupottinn.“
Fljótlegt
og gott
22 | MORGUNBLAÐIÐ
með þekktum lögum úr kvikmyndum og söngleikjum
í flutningi frábærra tónlistarmanna.
Upplýsingar: ada.gunnars@internet.is
Nýr geisladiskur
Vantar þig jólagjöf
handa starfsfólkinu?
Til að auðvelda þér valið langar okkur að benda
þér á Gjafakort Arion banka, gjafakort sem
hægt er að nota við kaup á vöru og þjónustu
hvar sem er. Þú velur upphæðina en starfs-
maðurinn velur hvað hann kaupir.
Þú færð gjafakortið í fallegum umbúðum
í næsta útibúi Arion banka.
Gjafakortið er án
endurgjalds ef keypt
eru fimm eða fleiri kort.
arionbanki.is/gjafakort