Morgunblaðið - 11.11.2010, Blaðsíða 25
Jólalegt Alls kyns góður jólabakstur er á boðstólum að vanda.
V
iðtalið hér að neðan ætti
helst ekki að lesa á fast-
andi maga. Lýsingar Ótt-
ars Sveinssonar, fram-
leiðslustjóra, á
jólakökunum hjá Bakarameist-
aranum eru ekki heldur fyrir þá
sem eru að reyna að létta sig fyrir
jólin.
„Aðalstjarnan er konfekt-tertan
sem við bökum bara í kringum jólin.
Hún er algjör lúxus og saman-
stendur af sjö lögum af trufflubotn-
um, ristuðum marensbotnum, hnet-
umarens og grand-marnier kremi.
Utan um þetta er lagt glært gel, og
ofan á snjóhvítur hjúpmassi, skraut
úr rauðu og grænu marsípani löguð
eins og laufblöð og hrútaber,“ segir
bakarinn.
Ferð í Bakarameistarann segir
Óttar að sé orðinn fastur liður í jóla-
haldi margra íbúa höfuðborg-
arsvæðisins, og sumir komi langt að
til að fá sitt uppáhalds jólabakkelsi.
„Þýska stollen-brauðið er t.d. mjög
vinsælt. Tæpri viku áður en kemur
að sjálfum bakstrinum set ég rús-
ínur og ávexti í bleyti í rommi svo
þeir drekki vel í sig. Þegar kemur
að sjálfri blönduninni er fyrst gert
fordeig, romm- og ávaxtaleginum
bætt úti og svo unnið eins og hefð-
bundið brauð. Áður en kemur að
bakstrinum bæti ég svo við kransa-
kökumassa og sprauta inn í miðjan
hleifinn til að brauðið haldist rakt.
Eftir baksturinn er síðan brauðinu
dýft tvisvar eða þrisvar sinnum í
smjör og látið storkna á milli, til að
brauðið lokist alveg. Eftir síðustu
umferðina hjúpa ég loks með sér-
stökum stollen-sykri.“
Þegar hér er komið í greininni
eru lesendur líklega aðframkomnir
af kökulöngun, en Óttar er ekki bú-
inn. „Enska jólakakan er líka á sín-
um stað. Þá eru ávextirnir bleyttir í
koníaki og tekur tæpa viku að gera
deigblönduna klára eftir kúnst-
arinnar reglum. Stollen-brauðið
minnir á brauð í áferð en enska kak-
an er ekta kaka, en kökudeigið er
kannski umfram allt í því hlutverki
að halda saman öllum ávaxtabit-
unum,“ segir hann. „Þetta er svo
bakað í ramma í hálfan fjórða tíma,
og loks penslað með koníaki fyrir
innpökkun.“
Jólagóðgætið segir Óttar vinsæla
gjöf, bæði hjá fyrirtækjum og ein-
staklingum. „Við erum með þrjár
stærðir af körfum við höndina og
getum raðað saman innihaldinu eft-
ir óskum hvers og eins. Margir velja
líka að bjóða í desember upp á t.d.
enska jólaköku eða stollen-brauð á
vinnustaðnum, í kaffistofunni eða
mötuneytinu.“
ai@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Föndur Óttar nostrar við baksturinn. Tekið getur upp undir viku að útbúa og baka sumar vinsælustu jólakökurnar.
Ekki má vanta jóla-
kökurnar og konfektið
Evrópskur jólabakstur eins og ensk jólakaka og stollen-brauð orðinn
fastur liður í jólahaldi landsmanna. Handgert konfekt er líka algjört yndi
að narta í með jólabókunum og góðum kaffi- eða kakóbolla.
MORGUNBLAÐIÐ | 25
Að sjálfsögðu er Bakarameistarinn
með gott úrval af jólasmákökum.
Piparkökurnar vantar ekki og margir
eiga erfitt með að láta kókostoppana
sitja í friði á eldhúsborðinu. Bakaríið
selur einnig klárt piparkökudeig fyrir
þá sem vilja skera út form, baka og
skreyta heima. „Við erum líka með
konfekt á boðstólum, t.d. Grand-
Marnier og Söru Bernhard-mola, og
þrjár tegundir af marsipanbrauðum
sem eru á stærð við góða vindla.“
Hægt að kaupa pipar-
kökudeigið klárt
góða heilsu
í jólagjöf
www.laugarspa.is sími: 553 0000
Laugar - Spöngin - Hafnarfjörður - Turninn - Ögurhvarf - Mosfellsbær - Seltjarnarnes - Kringlan - Í húsi Orkuveitunnar
www.worldclass.is
Gefðu þeim sem þér þykir
vænt um
Mikið úrval gjafakorta
í heilsurækt, snyrti- og nuddmeðferðir.