Morgunblaðið - 11.11.2010, Side 27

Morgunblaðið - 11.11.2010, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ | 27 Fjölnota verkfæri sem hentar fyrir: Pantið tímanlega! Nú lí ður senn að jólum ! Nýjung í fjáröflun skoðið heimasíðu ullmax.is Öflug lausn fyrir björgunarsveitir, íþróttafélög og fleiri. Bjóðum einstaklinga einnig velkomna í vefverslun okkar á ullmax.is Hlýja r og ó dýrar jólag jafir Ö ll viljum við gefa eitthvað sem þiggjandann langar í og vantar. Eins og núna árar hefur fólk líka lítið að gera við óþarfa og skraut sem jafnvel fer rakleiðis inn í geymslu eða upp á loft með jóla- skrautinu. „Gjafakort í Smáralind eru senni- lega einhver besta gjöf sem hugsast getur. Þau eru gjöf sem allir geta nýtt sér enda í verslunarmiðstöðinni að finna hátt í 90 verslanir fyrir fólk á öllum aldri. Það er einfalt og þægi- legt að nálgast kortin og af- greiðslutími þeirra er skjótur,“ segir Lovísa Anna Pálmadóttir verkefn- isstjóri markaðsdeildar Smáralind- ar. „Þetta eru verslanir af fjöl- breyttum toga, sem selja allt frá fatnaði, skarti og gjafavöru til mat- vöru. Af nógu er að taka og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.“ Má sjá stöðuna á netinu Frá árinu 2002 hafa gjafakort Smáralindar verið rafræn og eru svipuð í útliti og hefðbundin debet- kort. „Gjafakortin eru áfyllanleg og því hægt að nota aftur ef því er að skipta,“ segir Lovísa. „Gildistími kortanna er þrjú ár frá útgáfudegi þeirra og hægt er að skoða stöðu kortanna á heimasíðu Smáralindar eða koma með þau á þjónustuborð Smáralindar og fá upplýsingar um stöðuna.“ Í boði eru tvennskonar umbúðir utanum kortin. „Annars vegar má velja fallegt umslag sem um leið er hægt að nýta sem jólakort og skrifa á kveðju, og hins vegar öskju sem skreytt er með borða sem gerir kort- in hátíðleg og skemmtileg í jóla- pakkann. Innpökkun og afgreiðslu kortanna önnumst við fyrirtækj- unum að kostnaðarlausu,“segir Lovísa. „Við bjóðum fyrirtækjum einnig að sérmerkja sjálf gjafakortin og er þá hægt að prenta t.d. merki fyr- irtækisins á kortið eða hlýlega jóla- kveðju. Þetta hefur verið mjög vin- sæll kostur og að sjálfsögðu þeim að kostnaðarlausu.“ Nánast eins og reiðufé Ekkert hámark eða lágmark er á hverju korti og gefandinn ræður al- farið upphæð gjafarinnar. „Kortið er hægt að nota rétt eins og reiðufé, og gildir í öllum verslunum Smáralind- ar að Vínbúðinni undanskilinni. Ekkert er því til fyrirstöðu að nota innistæðuna á gjafakortinu sem inn- borgun á dýrari hlut og að sjálfsögðu eru kortin í fullu gildi á útsölunum. „Þannig fær þiggjandi kortsins í raun tækifæri til að fá enn meira fyr- ir gjöfina enda hægt að gera mjög góð kaup þegar útsölurnar hefjast eftir áramót.“ Síðast en ekki síst eru gjafakortin kjörin fyrir þá sem hafa dregið jóla- gjafavalið fram á síðustu stundu og tekur ekki nema örskotstund að af- greiða mikinn fjölda korta. „Ef kort eru pöntuð fyrir hádegi þá eru allar líkur á að okkur takist að hafa þau tilbúin til afhendingar fyrir hádegi næsta dag,“ segir Lovísa. ai@mbl.is Morgunblaðið/Ernir Þægindi Lovísa segir gjafakortin áfyllanleg og gilda í þrjú ár. Hvenær sem er má skoða inneignarstöðuna á vefnum. Gjafakort og allir fá ein- mitt það sem þeir vilja Enginn aukakostnaður er við útgáfu gjafakorta í Smáralind og hægt er að bæta við inneignina.Geta verið klár til afhendingar á innan við sólarhring, Morgunblaðið/Jim Smart Úrval Allir geta fundið sér eitthvað fallegt með gjafakort við höndina.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.