Morgunblaðið - 15.11.2010, Blaðsíða 11
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. NÓVEMBER 2010
Við máttum ekki sofa heima útaf
reyknum – svo við fórum á ódýr-
asta gistiheimilið í bænum: Hjálp-
ræðisherinn. Það er rosalega flott
hús. Risastórt og gult. Eins og eng-
ill. Fólkið sem vinnur á gistiheim-
ilinu er norskt og talar með öðru-
vísi hreim en pabbi og amma. Ég
spurði konuna sem tók á móti okk-
ur hvort að það hefði allt verið að
fara til andskotans heima hjá
henni líka. Mamma hnippti í mig
og konan horfði alvarleg á mig.
Hún sagði: Djevelenn er alle steder
og sess vena skal man liva i Jesu.
Ég sagði bara: Einmitt það. Ég skil
ekki hvernig er hægt að lifa í ein-
hverjum sem er líka löngu dáinn.
Hún vildi ekki leyfa okkur að fara
með Óðin og sílin inn, því gæludýr
eru bönnuð hjá þeim. Þetta er víst
mjög trúað gistiheimili og þar eru
Jesúmyndir út um allt. Við pabbi
skildum ekki af hverju gæludýr eru
bönnuð, en mamma var bara í rusli
svo hún sagði ekki neitt. Ég sagði
konunni að Óðinn hefði verið slas-
aður og heimilislaus. Við ættum
hann ekki. Ég sagði líka að sílin
væru villt dýr og við værum ekkert
að gæla við þau. Við hefðum bara
bjargað þeim og ætlum að sleppa
þeim aftur við fyrsta tækifæri.
Okkur var loksins hleypt inn.
Brot úr
15. kafla
ÞANKAGANGA
mundar Óskars í tónlistinni fóru að
snúast þegar hann hélt til náms í
Menntaskólann í Hamrahlíð og
komst í „grasserandi umhverfi fyrir
tónlistariðkun“ eins og hann orðaði
það.
Sigurður spilaði á rafmagns-
gítar fyrstu tónlistarárin, m.a. í
Fálkum en eftir námsárin á Ítalíu
fór orgelið að heilla. „Það var þá sem
ég dembdi mér út í tónlistina á fullu.
Ég fór að vera með annan fótinn í
Geimsteini hjá Rúnari heitnum Júl
og þar urðu Hjálmar til árið 2003.“
Saman í söngnám
Hreinn Gunnar á góðar minn-
ingar frá æfingaárum Sigurðar í bíl-
skúrnum heima og sagði við blaða-
mann að æskuár á tónlistarheimili
væri með því besta sem hægt væri
að hugsa sér.
„Það er mikil og góð gjöf og ef
ég hefði áttað mig á því fyrr hefði ég
sennilega nýtt það betur,“ sagði
Hreinn sem lærði á ýmis hljóðfæri
en sagðist hafa verið latur að æfa
sig. Hann sagðist þó grípa í gítar í
góðum félagsskap en hann söng með
pabba sínum á tónleikunum líkt og
yngri systkini hans, Gylfi Björgvin
og Harpa Sól.
Gylfi sagðist eiga stutt gítar-
nám að baki, en stefndi að frekar
námi þegar hann væri búinn að
munstra það við námið í Fjölbrauta-
skóla Suðurlands. Tónlistaruppeldið
hafi gert það að verkum að hann
gæti spilað á ýmis hljóðfæri. Þann
hæfileika hefur táningurinn Harpa
Sól einnig, sem stefnir að frekari pí-
anónámi hjá móður sinni en hug-
urinn stefnir ekki síður að leik og
söng.
„Ég er ákaflega stoltur af börn-
unum mínum,“ sagði Guðmundur
þegar blaðamaður leit inn á æfingu
hjá fjölskyldunni. Þetta voru fyrstu
einsöngstónleikar Guðmundar sem
hefur þó sungið einsöng við ýmis
tækifæri, ásamt því að syngja í ald-
arfjórðung með Skagfirsku söng-
sveitinni og 21 ár með kórum Njarð-
víkurkirkna. Nú syngur Guðmundur
með Kór Keflavíkurkirkju og söng-
hópnum Orfeus.
„Við fórum saman að læra að
syngja,“ sagði Gróa því Guðmundur
hafi þurft að yfirstíga þröskuldinn í
Tónlistarskólanum í Njarðvík en
Gróa var einn þriggja kennara við
skólann þegar hann var stofnaður
árið 1975. „Píanóið hefur þó alltaf
verið mitt hljóðfæri, en ég lærði um
tíma á selló af því að mig langaði til
að vera í hljómsveit. Ég fékk þó oft
að spila undir á píanóið með hljóm-
sveitum skólans og þar kynntist ég
því að spila í hóp,“ sagði Gróa sem
hefur á undanförnum árum verið
virk í tónlistarstarfi um allt land,
bæði sem undirleikari, kennari og
kórstjórnandi. Hún er nú organisti í
Hveragerðiskirkju.
Morgunblaðið/Ómar
Þekktir synir Sigurður úr Hjálmum og Guðmundur úr Hjaltalín eru synir
Guðmundar og þekktir tónlistarmenn hér á landi.
Danska matvælastofnuninbirti nýverið nið-urstöður rannsóknarsem sýndi að stór hluti
matvælafyrirtækja þar í landi
uppfyllir ekki reglur um merking-
ar og notkun aukefna í matvælum.
Á vegum Matvælastofnunar
(MAST) er undirbúningur hafinn
að eftirlitsverkefni sem mun m.a.
leiða í ljós hvort og hversu vel ís-
lensk fyrirtæki standast kröfur
um merkingar matvæla.
Eftirlitsverkefni dönsku mat-
vælastofnunarinnar leiddi í ljós að
hjá tæplega þriðjungi þeirra mat-
vælafyrirtækja sem tekin voru til
skoðunar voru aukefni ekki merkt,
eða merkingin var gölluð, notað
var meira magn aukefna en leyfi-
legt er eða notuð voru aukefni
sem ekki mátti nota í viðkomandi
matvæli. Algengast var að fyr-
irtækjum láðist að merkja lit-
arefni, rotvarnarefni og sætuefni á
vörur sínar. Ástandið var verst
meðal innflutningsfyrirtækja en
rúmlega helmingur þeirra stóðst
ekki kröfur um merkingar. Gerð
var krafa um úrbætur og for-
ráðamönnum matvælafyrirtækja
gert að greiða fyrir eftirfylgn-
isheimsóknir. Fyrir grófari brot
var áminning veitt eða dreifing
vöru stöðvuð. Eitt mál var kært til
lögreglu.
Grænmetisgrillbuff innkölluð
Niðurstöður dönsku rannsókn-
arinnar vekja spurningar um
hvort ástandið sé svipað hér á
landi. Ranglega merktar matvörur
uppgötvast reglulega hérlendis.
Sem dæmi áttu þrjár innkallanir
sér stað í vikunni sem leið vegna
merkinga: Grænmetisgrillbuff og
kindakæfa voru innkölluð vegna
skorts á merkingu þekktra of-
næmisvalda í innihaldslýsingu og
engiferdrykkur var innkallaður
vegna ólöglegrar notkunar heilsu-
fullyrðinga. Allar vörurnar voru
framleiddar og merktar af íslensk-
um matvælafyrirtækjum.
Skýrar og réttar merkingar eru
mikilvægar til að neytendur geti
valið milli matvæla eftir sínum
þörfum og þannig stuðla þær að
bættri heilsu þjóðarinnar. Rang-
lega merktar matvörur geta hins
vegar skapað lífshættulegt ástand
hjá fólki með fæðuofnæmi.
Misjafnt er hversu vel neyt-
endum gengur að skilja upplýs-
ingar í merkingum og hversu dug-
legir þeir eru að nýta sér þær.
Þar liggja ýmsar ástæður að baki.
Meðal þeirra er óskýrt eða smátt
letur, illa framsettar upplýsingar
eða að fjöldi tungumála eða ann-
arra merkinga gerir það erfitt að
finna nauðsynlegar upplýsingar á
umbúðum. Þetta eru atriði sem
matvælafyrirtæki þurfa að hafa í
huga.
Umfangsmiklar reglur
Líta má á reglur um merkingar
sem ákveðnar leikreglur sem mat-
vælafyrirtæki verða að fara eftir.
Reglurnar eru vissulega umfangs-
miklar og stundum flóknar, en um
leið er mjög brýnt að matvælafyr-
irtæki kynni sér þær vel og fari
eftir þeim. Neytendur eiga að fá
réttar og skýrar upplýsingar í
merkingum og auglýsingum til að
geta tekið upplýsta ákvörðun þeg-
ar þeir velja í matinn. Þeir eru
ekki lengur að vinna matinn frá
grunni heima eins og gert var áð-
ur fyrr, heldur treysta matvæla-
fyrirtækjum til að framleiða fyrir
sig tilbúnar máltíðir, samlokur,
álegg og fleira. Þess vegna verða
upplýsingar um innihald að vera
skýrar.
Matvælastofnun og heilbrigð-
iseftirlit sveitarfélaga munu í jan-
úar hefja eftirlitsverkefni til að
kanna innihaldslýsingar matvæla
og meta ástand merkinga hér á
landi. Einnig verður farið í eft-
irlitsverkefni þar sem skoðaðar
verða næringarfullyrðingar og
heilsufullyrðingar í merkingum,
kynningum og auglýsingum. Nán-
ari upplýsingar um merkingar
matvæla má finna á vef Mat-
vælastofnunar: www.mast.is.
Jónína Þ. Stefánsdóttir, matvæla-
fræðingur hjá Matvælastofnun.
Örugg matvæli – allra hagur!
Eru matvæli rétt merkt?
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Matvörur „Ranglega merktar matvörur geta hins vegar skapað lífs-
hættulegt ástand hjá fólki með fæðuofnæmi,“ segir í greininni.
©
20
10
Ot
ic
on
In
c.
Al
lR
ig
ht
sR
es
er
ve
d.
Pantaðu tíma í
heyrnarmælingu í síma
568 6880
og prófaðu Agil
G l æ s i b æ | Á l f h e i m u m 7 4 | 1 0 4 R e y k j a v í k | Þ j ó n u s t a á l a n d s b y g g ð i n n i | S í m i 5 6 8 6 8 8 0 | w w w . h e y r n a r t æ k n i . i s
Áttu í erfiðleikum með að heyra í fjölmenni eða klið? Finnst þér aðrir tala lágt eða óskýrt?
Tekur þú sjaldnar þátt í hópumræðum en áður? Allt þetta getur verið merki þess að heyrn
þín sé farin að versna.
Agil eru byltingarkennd ný heyrnartæki sem hjálpa þér að heyra betur með minni áreynslu.
Tölvuörflagan í Agil er helmingi öflugri en áður hefur þekkst en tækin eru samt um helmingi
minni en hefðbundin heyrnartæki og búa þar að auki yfir þráðlausri tækni.
Ekki láta heyrnarskerðingu halda aftur af þér og verða til þess að þú missir úr í samskiptum
við aðra. Upplifðu nýja og betri hljóðveröld með Agil heyrnartækjum.
Upplifðu nýja hljóðveröld...
...og njóttu þess besta með Agil heyrnartækjum
„Að geta heyrt tónlistina sína aftur eins
og hún á að hljóma er lítið kraftaverk
- ég heyri aftur söng fuglanna“
Bubbi Morthens