Morgunblaðið - 15.11.2010, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.11.2010, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. NÓVEMBER 2010 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Óraunhæfar hugmyndir  Forysta utanríkismálanefndar ósammála Ögmundi Jónassyni um ESB-viðræður  Árni Þór Sigurðsson segir ólýðræðislegt ef stjórnmálamenn taki ákveðin mál út úr Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þessar hugmyndir hafa heyrst áð- ur. Þær eru algerlega óraunhæfar og Ögmundur veit það,“ segir Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG og formaður utanríkismálanefndar Al- þingis, um hugmyndir samflokks- manns síns, Ögmundar Jónassonar ráðherra, um að fá skjóta niður- stöðu um tiltekin ágreiningsmál í aðildarviðræðum við Evrópusam- bandið og kjósa um málið. Hugmyndirnar sem Ögmundur kynnti í grein í Morgunblaðinu sl. laugardag vekja heldur ekki hrifn- ingu innan Samfylkingarinnar. „Samningaviðræður ganga ekki þannig fyrir sig að þú stillir fólki upp við vegg og segir: Þetta vil ég fá. Annaðhvort segið þið nei eða já,“ segir Valgerður Bjarnadóttir, þing- maður Samfylkingarinnar og vara- formaður utanrík- ismálanefndar. Ögmundur nefnir að aðlögun- arferli og viðræð- ur verði kostnað- arsamar og langvinnar. Val- gerður hefur ekki áhyggjur af því. „Allir vita að það tekur tíma að semja um aðild að Evrópusamband- inu. Enginn hefur sagt að það yrði auðvelt og einfalt. Það þarf að fara í hvern krók og kima. Ég veit vel að það kostar en tel að í það sé pening- unum vel varið,“ segir hún. Árni Þór rifjar upp að margir hafi lagt áherslu á að málið yrði í lýð- ræðislegu ferli og þjóðin fengi að ráða því til lykta. „Það kemur á óvart ef hinir sömu vilja núna grípa inn í þetta lýðræðislega ferli og vilja útkljá ferlið á grunni samninga um ákveðna kafla,“ segir Árni Þór. Hann nefnir að misjafnt sé hvaða mál fólk beri mest fyrir brjósti. „Sumir láta afstöðu sína til sjávarút- vegsmála ráða mestu, eða til land- búnaðar og enn aðrir horfa á málið út frá allt öðru sjónarhorni. Það væri ólýðræðislegt ef stjórnmála- menn tækju sér fyrir hendur að ákveða hvaða kaflar ættu að ráða úrslitum.“ Árni Þór Sigurðsson Valgerður Bjarnadóttir Ögmundur Jónasson Sendinefnd Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins (AGS), sem verið hefur hér á landi síðustu vikur og rætt við íslensk stjórnvöld í tengslum við fjórðu endurskoðun á efnahags- áætlun Íslands, hefur lokið störfum sínum. Í tilkynningu frá AGS segir að auk stjórnvalda hafi sendinefnd- in meðal annars rætt við háttsetta embættismenn, þingmenn, fræði- menn og fulltrúa einkafyrirtækja og verkalýðsfélaga. Fram kemur í yfirlýsingu frá Ju- lie Kozack, formanni sendinefndar AGS, að sjóðurinn þurfi lengri tíma til þess að leggja mat á áhrif þeirra tillagna sem komið hafi fram vegna skuldavanda fyrirtækja og heimila hér á landi. Hægari hagvöxtur Segir Kozack, að íslenska hag- kerfið þróist áfram í rétta átt eftir hrunið og sú þróun sé studd af efnahagsáætluninni. Áfram dragi úr verðbólgu og afgangur sé af vöruskiptum. Hagvöxtur aukist hægum skrefum og búist sé við að hann taki betur við sér á næsta ári þótt vöxturinn sé heldur hægari en áður var áætlað vegna tafa í fjár- festingarverkefnum. Niðurstaða fáist um skuldir Þá kemur fram að miklu skipti fyrir efnahagsbatann að niðurstaða fáist í endurskipulagningu skulda heimila og fyrirtækja innan þeirra marka sem fjárhagur ríkissjóðs leyfi. Áfram sé unnið að endur- skipulagningu fjármálakerfisins en svo virðist sem áhrif dóma Hæsta- réttar um gengisbundin lán í júní og september muni verða óveru- leg. Tafir í fjárfestingum  Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hefur lokið störfum sínum hér á landi  Segir hagkerfið að þróast í réttar áttir Hvalaskoðun Reykjavíkur býður hvalaskoðun yf- ir veturinn, þegar veður leyfir. Þegar kalt er í veðri fá gestirnir lánaða kuldagalla og geta svo keypt sér kaffi eða aðra heita drykki um borð. Hvalaskoðun Reykjavíkur gerir út bátana Hafsúluna og Eldingu frá Ægisgarði. Fyrir tveimur árum var byrjað að bjóða þjónustuna yf- ir vetrartímann. Yfir háveturinn eru ferðir um helgar, þegar veður leyfir. „Það er mikil eftirspurn eftir þessari þjónustu hjá þeim ferðamönnum sem koma til landsins. Þótt færri séu yfir kaldasta tímann hefur þeim verið að fjölga. Við höfum séð sóknarfæri í því og viljað nýta okkur þau,“ segir Eva María Þór- arinsdóttir, markaðsstjóri fyrirtækisins. Eva María segir að hvalir séu hér allan vet- urinn. Alltaf sé hægt að skoða höfrunga, þegar skyggni er gott, en stundum háhyrninga og jafn- vel hnúfubaka sem gestirnir hafi mestan áhuga á. Hrefnur eru enn á svæðinu en færa sig yfir- leitt suður á bóginn á þessum árstíma. Hún segir að ekki sé farið nema veður sé gott og fólkið geti notið ferðarinnar. Mörgum ferðum er því aflýst í svartasta skammdeginu. Í gær fóru yfir fimmtíu manns með Hafsúl- unni. Það var eina ferðin um helgina en um síð- ustu helgi voru farnar þrjár ferðir. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Boðið upp á ferðir í hvalaskoðun allt árið Tilkynnt var um neyðarblys í ná-grenni Húsavíkur um sexleytið í gærkvöldi. Björgunarsveitum á svæðinu var gert viðvart og hófu þær strax leit og var þyrla Land- helgisgæslunnar einnig send norð- ur. Gott skyggni var til leitar en hún bar engu að síður ekki árang- ur. Haft var samband við þau skip sem vitað var um á svæðinu en ekk- ert amaði að hjá þeim. hjorturjg@mbl.is Morgunblaðið/Kristján Flug Þyrla Landhelgisgæslunnar. Neyðarblys í ná- grenni Húsavíkur Eins og sést á þessari gervitunglamynd var Ísland snævi þakið að nær öllu leyti um miðjan dag í gær. Gert er ráð fyrir hægri suðlægri átt í dag á land- inu og stöku éljum vestast og við suðurströndina og talsverðu frosti. Gervihnattamynd Ísland í vetrarbúningi Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur samþykkt að breyta tillögu að um- deildu aðalskipulagi, í samræmi við úrskurð umhverfisráðherra sem hafnaði færslu hringvegarins. Fyrir liggur að sveitarstjórn vill eigi að síður flytja veginn. Lengi hefur verið unnið að gerð nýs aðalskipulags fyrir Mýrdals- hrepp. Umhverfisráðuneytið synjaði staðfestingu þess í síðasta mánuði vegna formgalla við ákvörðun um færslu hringvegarins frá núverandi stað niður að sjó. Boðið var upp á staðfestingu skipulagsins að öðru leyti og því boði er sveitarstjórn að taka. Jafnframt er ljóst að núver- andi sveitarstjórn vill eigi að síður færa veginn og hefur hún samþykkt að hefja undirbúning að endur- skoðun skipulagsins. helgi@mbl.is Gefa eftir veginn um sinn Skipulagi breytt Lögreglunni var tilkynnt um tvö innbrot aðfaranótt sunnudags. Brotist var inn í íbúðarhúsnæði í miðborg Reykjavíkur og þaðan stálu þjófarnir skjá, reiðhjóli, áfengi, tóbaki og nokkrum raf- magnstækjum. Innbrotsþjófarnir brutu rúðu til að komast inn. Þá var brotist inn í bifreið í Garðabæ. Farangursgeymsla bif- reiðarinnar var spennt upp og aukahlutum fyrir mótorhjól stolið þaðan. Bæði málin eru í rannsókn að sögn lögreglu. Tvö innbrot í Reykja- vík tilkynnt lögreglu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.