Morgunblaðið - 15.11.2010, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.11.2010, Blaðsíða 25
MENNING 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. NÓVEMBER 2010 Fjölskyldan HHHH GB, Mbl 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Fólkið í kjallaranum (Nýja svið) Þri 16/11 kl. 20:00 Ný auka Fim 25/11 kl. 20:00 21.k Mið 8/12 kl. 20:00 25.k Lau 20/11 kl. 19:00 17.k Lau 27/11 kl. 19:00 22.k Fim 9/12 kl. 20:00 26.k Lau 20/11 kl. 22:00 18.k Lau 27/11 kl. 22:00 Aukas Fös 10/12 kl. 19:00 27.k Sun 21/11 kl. 20:00 19.k Mið 1/12 kl. 20:00 23.k Þri 23/11 kl. 20:00 20.k Sun 5/12 kl. 20:00 24.k Sýningum lýkur í desember Gauragangur (Stóra svið) Mið 17/11 kl. 20:00 aukas Sun 28/11 kl. 15:30 Aukas Fim 18/11 kl. 20:00 14.k Sun 28/11 kl. 20:00 15.k Sýningum lýkur í nóvember Fjölskyldan (Stóra svið) Fös 19/11 kl. 19:00 4.k Fös 3/12 kl. 19:00 7.k Fim 30/12 kl. 19:00 Mið 24/11 kl. 19:00 5.k Lau 4/12 kl. 19:00 8.k Fös 26/11 kl. 19:00 6.k Lau 18/12 kl. 19:00 9.k "Stjörnuleikur sem endar með flugeldasýningu", BS, pressan.is Enron (Stóra svið) Lau 20/11 kl. 20:00 15.k Fim 25/11 kl. 20:00 16.k Lau 27/11 kl. 20:00 17.k Sýningum lýkur í nóvember Jesús litli (Litla svið) Fös 19/11 kl. 20:00 5.k Fim 2/12 kl. 20:00 11.k Mið 8/12 kl. 20:00 14.k Sun 21/11 kl. 19:00 6.k Fös 3/12 kl. 19:00 8.k Fim 9/12 kl. 20:00 15.k Mið 24/11 kl. 20:00 7.k Fös 3/12 kl. 21:00 9.k Sun 12/12 kl. 20:00 16.k Fös 26/11 kl. 19:00 aukas Lau 4/12 kl. 19:00 12.k Fim 16/12 kl. 20:00 Mið 1/12 kl. 20:00 10.k Lau 4/12 kl. 21:00 13.k Lau 18/12 kl. 19:00 Fim 2/12 kl. 18:00 aukas Þri 7/12 kl. 20:00 aukas Lau 18/12 kl. 21:00 Sýningar 2/12 kl 18 og 7/12 kl 20 verða túlkaðar á táknmáli Faust (Stóra svið) Fim 6/1 kl. 20:00 Sun 16/1 kl. 20:00 Fös 14/1 kl. 22:00 Fim 20/1 kl. 20:00 Aukasýningar á Íslandi vegna fjölda áskorana Harry og Heimir - leikferð (Samkomuhúsið Akureyri) Fös 19/11 kl. 19:00 Lau 20/11 kl. 22:00 Fös 26/11 kl. 19:00 aukas Fös 19/11 kl. 22:00 Sun 21/11 kl. 17:00 aukas Lau 27/11 kl. 19:00 aukas Lau 20/11 kl. 19:00 Sun 21/11 kl. 20:00 Sýnt í Samkomuhúsinu hjá LA á Akureyri Horn á höfði (Litla svið) Lau 20/11 kl. 14:00 16.k Lau 27/11 kl. 14:00 18.k Sun 21/11 kl. 14:00 17.k Sun 28/11 kl. 14:00 19.k Gríman 2010: Barnasýning ársins ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ HÆNU UNGARNIR Mbl., GB Fbl., EB ÞÚ MÁTT EKKI MISSA AF ÞESSARI! leikhusid.is / 551 1200 ASA-tríóið fór um víðan völlá Múla-tónleikunum ámiðvikudagskvöld og léksýnishorn af þeirri tónlist sem verið hefur á efnisskrá þeirra þau fimm ár sem tríóið hefur starf- að. Það sem mér hefur þótt mest til koma á ferli ASA-tríósins eru Monk- útsetningar þeirra og þeir hófu þessa tónleika á „Bemsa swing“ þar sem hápunkturinn var dansandi fínt samspil Agnars Más og Scott McLe- more þar sem bakkaslögin réðu í trommuleiknum. Annar Monk ópus var á efnisskránni; útsetning Scotts á „Straight no chaser“. „Er þetta ekki í 7/4?“ spurði Andrés og trommarinn kinkaði kolli. Það var ekki algengt fyrir dag „Time Out“ Dave Brubecks að djassleikarar léku í annarri taktegund en 4/4, en nú má þakka fyrir hvert lag í þeim takti þar sem klassísk sveifla ríkir. ASA-tríóið er ekki mikið að flagga klassískum djassi, en í gamla slag- aranum „Bye, bye blackbird“ var sú sveifla ríkjandi og aðaleinleikari Scott, sem burstaði í upphafi í stað þess að laglínan væri leikin og Andr- és spann svo að hætti Armstrongs, þannig að laglínan skein alltaf í gegn og Agnar Már með sterka sveiflu í vinstri hendinni. Það var fleira á hefðbundnari djassnótum, svo sem tíðindalaus útgáfa af „Giant steps“ eftir John Coltrane og feikifalleg túlkun á „Time remembered“ eftir Bill Evans, með snjöllum inngangi Andrésar og tilfinningaríkum org- elsólóum Agnars. Svo var mikið stuð í „Manic de- pression“ Jimi Hendricks og „I got a woman“ Ray Charles ekki síður en gömlum ópusi eftir Andrés Þór: „Torka“. Það er flott að heyra tríó einsog ASA-tríóið þenja sig rokk- skotið en hafa alltaf á hreinu að þarna höndla djassleikarar hljóð- færin. Flott stöff; aftur á móti náði flutningur þeirra á „Beautiful boy“ eftir John Lennon ekki eyrum mín- um. Þessir tónleikar voru skemmtileg upprifjun á ýmsu því sem þeir ASA- menn hafa tekið sér fyrir hendur síð- ustu fimm árin, en heildarsvipinn skorti og tónleikarnir urðu aldrei sú upplifun sem vænta mátti þótt mörg perlan hafi verið leikin. Þeir félagar eru að vinna að Monk-skífu, sem að líkum lætur verður góður fengur. Múlinn verður í Risinu hvert miðvikudagskvöld fram í miðjan desember og á mánu- dagskvöldið verður stórveisla í Ris- inu. Ein af ferskustu hljómsveitum New York hefur þar Evrópuför sína: Endangered Blood, þar sem Chris Speed og Oscar Noriega þenja saxó- fónana, Trevor Dunn slær bassa og sjálfur Jim Black trommur. Happa- fengur fyrir alla unnendur framsæk- innar tónlistar. Múlinn í Risinu ASA tríóbbbmn Andrés Þór Gunnlaugsson gítar, Agnar Már Magnússon orgel og Scott McLe- more trommur. Miðvikudagskvöldið 10.11.2010. VERNHARÐUR LINNET TÓNLIST Djass Andrés Þór leikur á gítar í ASA-tríóinu, með honum eru Agnar Már á orgel og Scott McLemore á trommur. Þverskurður fimm Asa-ára Frá árinu 1989 hefur Erró færtListasafni Reykjavíkur á fimmtahundrað klippimyndir að gjöf. Ásýningunni „Erró – klippimyndir“ má nú skoða um 130 verk úr safninu og um leið öðlast mikilvæga innsýn í þróun grund- vallarþátta í myndsköpun listamannsins. Elstu verkin eru frá öndverðum sjötta áratug síðustu aldar, þegar Erró, eða Guð- mundur Guðmundsson, er við nám í Mynd- lista- og handíðaskóla Íslands. Skólaverkin eru í sýningarborði, þau einkennast af lita- og formtilraunum en þarna má strax sjá áhuga Errós á hreyfingu og margbrotinni frásögn í myndum sem fjalla um vélmenn- ingu og stríð. Á vegg þar hjá sjást blek- teikningar í bland við útklipptan texta og ljósmyndir úr dagblöðum frá því í lok ára- tugarins. Þessi verk lýsa tilvistarangist og skírskota til súrrealisma. Úrklippur sáust einmitt gjarnan í verkum eftir listamenn sem unnu undir formerkjum súrrealisma, dadaisma eða kúbisma á fyrri hluta 20. ald- ar. Við upphaf 7. áratugarins er Erró farinn að móta myndstíl sinn í klippiverkum þar sem hann blandar saman myndum af andlit- um fyrirsætna og af vélum af ýmsu tagi sem hann hefur klippt út úr tímaritum og blöð- um. Verkið Alsæla frá 1959 er gott dæmi um það hvernig fígúran umbreytist í eins konar vélrænt skrímsli; þarna birtast hugmyndir um hvernig manneskjan glatar mennsku sinni á tímum hraðrar vél- og tæknivæð- ingar. Erró fyllir ekki út í myndflötinn í þessum verkum, þarna mótar hann sterk form á einlitum bakgrunni. Svo virðist sem ofgnóttin hafi leyst mik- inn sköpunarkraft úr læðingi við komu Errós til Bandaríkjanna: neyslumenningin, flæði ímynda, mannhafið og kraumandi listalíf stórborgarinnar New York. Þarna stendur honum skyndilega til boða mikið magn af alls kyns myndefni úr öllum kimum menningarinnar, þ. á m. eftirprentanir af listaverkum eftir þekkta nútímalistamenn á borð við Picasso, Léger og Matisse, van Gogh og Gauguin, en einnig fréttamyndir, auglýsingar, og myndasögur. Tjáningarþörf Errós tengist að miklu leyti straumum og málefnum líðandi stundar. Um leið er hann myndlistarmaður í samræðu við listasöguna – rannsakandi í merkingarheimi málverks- ins jafnt sem margs konar sjónrænna ímynda. Klippiverkin frá þessum árum ein- kennast af slíkri samræðu og viðleitni til að ná utan um tíðarandann og þar með leggur hann grunninn að samsettum myndheimi sínum þar sem (afleiddar) ímyndir flæða um myndflötinn. Á vegg fyrir miðjum sal má bera saman klippimyndir og svo málverk sem unnin hafa verið út frá þeim; í Brúðu Medúsu- flekans (1989) og Oswald (1978) má glöggva sig á því hvernig Erró leggur til eigin túlk- un í málaðri eftirmynd af ljósmyndum í klippiverkunum, og hvernig hann þreifar sig áfram með mismunandi málunar- aðferðir. Og innar í salnum sést hvernig hann mótar stóru veggmyndirnar Vís- indamennirnir og Verkfræðingarnir miklu (unnar 1986-89) með aðstoð klippi- tækninnar. Sýningin varpar ljósi á ýmis tímabil á ferli hans, þar kemur klippitæknin alls staðar við sögu, og í völdum myndum frá 1984 til 2010 má sjá að hún er honum óþrjótandi uppspretta og sterkt mótunarafl í myndsköpun. Klippt og málað Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús Erró – klippimyndir bbbbn Til 28. ágúst 2011. Opið alla daga kl. 10-17. Að- gangur ókeypis. Sýningarstjóri: Danielle Kvaran. ANNA JÓA MYNDLIST Klippt Á sýningunni „Erró – klippimyndir“ má nú skoða um 130 verk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.