Morgunblaðið - 15.11.2010, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.11.2010, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. NÓVEMBER 2010 • Skráðu þig á forgangslista og við sendum þér reglulega upplýsingar í tölvupósti um tækifæri sem við getum ekki sett í auglýsingar. Upplýsingar og skráning á www.kontakt.is. • Vel þekkt innflutnings- og framleiðslufyrirtæki í byggingariðnaði. Velta á uppleið og góð verkefnastaða. EBITDA 35 mkr. Kaupverð felst að stórum hluta í yfirteknum langtímaskuldum en kaupandi þarf að leggja fram góðar tryggingar fyrir rúmlega 100 mkr. • Rótgróið þjónustufyrirtæki sem selur stofnunum og fyrirtækjum sérhæfðar rekstrarvörur. Að stærstum hluta fastar áskriftartekjur. Ársvelta 150 mkr. Góður hagnaður og litlar skuldir. • Fasteignafélag með 9000 fm í öruggri útleigu. 25 ára leigusamningur. Áhvílandi hagstæðar langtímaskuldir um 840 mkr. 100% hlutur á 600 mkr. • Vel rekið þjónustu- og viðgerðafyrirtæki á sérhæfðu sviði. Ársvelta 80 mkr. Góður hagnaður. • Lítið bakarí í góðu hverfi. Ársvelta 40 mkr. • Innflutnings- og framleiðslufyrirtæki sem þjónar mest matvælaiðnaðinum. Ársvelta 60 mkr. • Heildverslun með neytendavörur (ekki matvæli). EBITDA 80 mkr. Engar skuldir. • Þjónustufyrirtæki með yfir 500 fyrirtæki og stofnanir í föstum viðskiptum. Ársvelta 150 mkr. FRÉTTASKÝRING Örn Arnarson ornarnar@mbl.is Hægt er að draga tvær ályktanir af því að stærsta fréttin af leiðtoga- fundi tuttugu helstu iðnríkja heims í Suður-Kóreu í síðustu viku skuli vera um að fulltrúar evruríkjanna hafi sent frá sér sérstaka yfirlýs- ingu sem var ætlað að draga úr spennu á skuldabréfamörkuðum. Í fyrsta lagi að valdahlutföllin í al- þjóðahagkerfinu hafa breyst svo mikið frá lokum kalda stríðsins að litlar líkur eru á því að helstu iðnríki komi sér saman um víðtækar að- gerðir og inngrip á gjaldeyrismörk- uðum, líkt og gerðist með Plaza- samkomulaginu og Louvre-sam- komulaginu á níunda áratugnum, til að leiðrétta viðvarandi ójafnvægi í alþjóðviðskiptum. Í öðru lagi er óhætt að draga þá ályktun að skuldakreppan í Evrópu sé í raun að hefjast fremur en renna sitt skeið á enda og að hún eigi eftir að verða afdrifarík fyrir alþjóðahag- kerfið. Á föstudag lýstu leiðtogar fimm stærstu hagkerfa Evrópusam- bandsins því yfir á leiðtogafundi tuttugu helstu iðnríkja heims að ekki stæði til að fjárfestar þyrftu að þola skell vegna útistandandi rík- isskuldabréfa evruríkja. Ástæða yf- irlýsingarinnar var að áhættuálag á ríkisskuldabréf Írlands hefur hækk- að verulega ásamt álaginu á ríki á borð við Portúgal. Hækkunarhrinan hófst í kjölfar þess að leiðtogar ESB komu sér saman um að móta reglur í tengslum við mögulegt greiðslufall eins evruríkis. Reglurnar munu miðast við að skaðinn haldist innan landamæranna, ef svo má að orði komast, og að kröfu þýskra stjórn- valda munu þær kveða á um að fjár- festar muni frekar en skattgreið- endur bera kostnaðinn. Nýju fyrirkomulagi er ætlað að koma í stað fyrir 750 milljarða evra björgunarsjóðinn sem settur var á laggirnar í vor í kjölfar þess að gríska ríkið stóð frammi fyrir greiðslufalli. Sjóðurinn verður lagð- ur niður árið 2013 en þá rennur neyðaraðstoðin til gríska ríkisins sitt skeið á enda. Þar sem nýju regl- unum er ætlað að fela í sér aukna ábyrgð fjárfesta á ríkisskuldabréfa- markaði hefur ávöxtunarkrafan á skuldabréf verst stöddu evruríkj- anna farið hækkandi að undan- förnu. Þetta er gerólík þróun og átti sér stað eftir að tilkynnt var stofnun neyðarsjóðsins í vor enda felur hann efnislega í sér að öll evruríkin tryggi skuldir hvors annars. Skammgóður vermir Yfirlýsing leiðtoga Bretlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu og Spánar á leiðtogafundinum í Suður- Kóreu leiddi til þess að ávöxtunar- krafan á írsk ríkisskuldabréf snar- lækkaði á mörkuðum á föstudag. Hinsvegar hafði hún farið í hæstu hæðir dagana á undan og við lokun markaða endurspeglaði hún enn miklar væntingar um að írska ríkið kæmist ekki hjá því að feta í sömu fótspor og grísk stjórnvöld og sækja um fé úr neyðarsjóði ESB vegna skuldavandans. Þó svo að írska ríkið þurfi ekki að endurfjármagna neinar skuldir fyrr en um mitt næsta ár telja fjárfestar í vaxandi mæli einsýnt að kostnaður ríkisins við að tryggja bankakerfið í heild sinni verði á endanum óviðráð- anlegur og aðhald og niðurskurður í ríkisrekstrinum muni ekki duga til þess að koma skútunni á réttan kjöl. Fregnir af því að endurfjármögnun þeirra skuldbindinga sem ríkið hef- ur þurft að inna af hendi vegna bankanna hafi fyrst og fremst verið fengin frá Evrópska seðlabankan- um hafa styrkt menn í þeirri trú að stjórnvöld muni ekki komast hjá því að leita á náðir ESB eftir neyðar- fjármögnun á næstunni. Óumflýjanlegum vanda slegið á frest En áðurnefnd yfirlýsing vekur áleitnar spurningar um hvað myndi vinnast með slíku. Þó svo að hún hafi leitt til þess að áhættuálagið á írsk ríkisskuldabréf hafi lækkað lít- illega úr hæstu hæðum um stund þá dregur hún ekki úr þeirri óvissu sem ríkir um framtíðarfjármögnun verst stöddu evuríkjanna. Ljóst er að yfirlýst áform um að fjárfestar muni með formlegum hætti bera meiri áhættu af fjárfesting- um í ríkisskuldabréfum evruríkj- anna mun leiða til þess að fjármögn- unarkjör verst stöddu evruríkjanna munu versna. Í þessu samhengi má nefna að hlutfall skulda gríska rík- isins af landsframleiðslu mun fara úr 120% í tæp 150% á næstu þrem árum vegna neyðarlánsins frá ESB. Gríska ríkið þurfti að leita á náðir sambandsins vegna þess að það gat ekki lengur fjármagnað sig með hefðbundnum hætti þó svo að fjár- festar gerðu ráð fyrir að önnur evruríki myndu koma því gríska til aðstoðar. Fjármögnun þess mun því verða enn erfiðari þegar það þarf að fara út á markaðinn á nýjan leik eft- ir að hinar nýju reglur ESB taka gildi. Það sama mun eiga við Írland. Írafárið fer vaxandi á fjármálamörkuðum  Leiðtogar Evrópusambandsins reyna að róa markaði Reuters Írski vandinn minnti á sig á leiðtogafundi tuttugu helstu iðnríkja heims. Reuters Botnlaus hít Fjárfestar gera ráð fyrir að björgun írska ríkisins á bankakerfinu verði því ofviða. Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Þjóðarleiðtogar 21 Asíu- og Kyrrahafsríkis hafa ákveðið að auka viðskiptafrelsi á svæðinu og ætla að halda áfram undirbúningi að stofnun fríverslunarsvæðis. Verði af stofnun slíks svæðis myndi það tengja saman þrjú stærstu hagkerfi heims, Banda- ríkjanna, Japans og Kína. Alvarleg ágreiningsmál standa hins vegar óleyst, einkum deilur Bandaríkjamanna og Kínverja um gjaldeyrismál og viðskiptahalla. Bandaríkin vilja auka útflutning sinn til annarra ríkja á svæðinu og telur að lágt gengi kínverska gjaldmiðilsins standi í veginum. Forseti Kína, Hu Jintao, segir hins vegar að verði af breytingum muni Kína ráða því hverjar þær verði og hve hratt verið farið í þær. Í lokayfirlýsingu ráðstefnu Sam- vinnuráðs Asíu- og Kyrrahafsríkja (APEC) lýstu þjóðarleiðtogarnir hins vegar yfir staðfastri skuld- bindingu sinni til að koma á frjáls- um og opnum viðskiptum og fjár- magnsflutningum á svæðinu. Þá er öllum nýjum viðskipta- og fjárfestingarhömlum hafnað. Fríverslunarsvæði Asíu og Kyrrahafs  Gengisdeilur setja strik í reikninginn Reuters APEC Forsætisráðherra Japans, Naoto Kan, gengur framhjá for- seta Kína, Hu Jintao.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.