Morgunblaðið - 15.11.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.11.2010, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. NÓVEMBER 2010 Nú bjóðum við allra síðustu sætin í sólina á Kanaríeyjum 27. nóvember á frábæru tilboði. Í boði er m.a. frábært sértilboð með "öllu inniföldu" á Dunas Mirador. Þetta er gott hótel í Dunas hótelkeðjunni, sem er staðsett í Sonnenland í norðurhluta Maspalomas. Stór og fallegur hótelgarður með tveimur sundlaugarsvæðum og góðri sólbaðsaðstöðu. Aðeins örfá sæti í boði. Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að verð getur breyst án fyrirvara. Kanarí frá kr. 139.800 með „öllu inniföldu“ Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Frá kr. 139.800 - með "öllu inniföldu" Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og eitt barn 2 -11 ára í herbergi í 14 nætur með "öllu inniföldu". Netverð á mann í tvíbýli 149.900 með allt innifalið í 14 nætur. Dunas Mirador - Ótrúlegt sértilboð! FRÉTTASKÝRING Jónas Margeir Ingólfsson jonasmargeir@mbl.is Umræður og tillögur um hagræð- ingu bíða kirkjuþings sem sett var í fertugasta og fjórða sinn á laugar- dag. M.a. verður farið fram á að þingið heimili kirkjunni að óska eftir tilboðum í 26 eignir og verði jafn- framt heimilt að selja þær ef viðun- andi verð fæst fyrir. Hlutfallsleg skerðing á tekjum kirkjunnar miðað við árið 2010 nem- ur 8,6% eða u.þ.b. 329 milljónum. Þar af nemur skerðing á sóknar- gjöldum 168 milljónum. Þá verður kirkjan af þónokkrum tekjum vegna samnings síns við ríkið um kirkju- jarðasamkomulagið en tekjur vegna þess skerðast um 7,5%. Hagrætt á ýmsum sviðum Sigríður Dögg Geirsdóttir, fjár- málastjóri Biskupsstofu, segir kirkj- una grípa til margvíslegra aðgerða til að mæta þessari tekjuskerðingu. Tveir prestar ljúka störfum á næsta ári vegna aldurs. Þeir starfa að Holti undir Eyjafjöllum og á Kálfafellsstöðum. Kirkjan mun þá leggja niður þau embætti. „Síðan verður sagt upp sem samsvarar þremur embættum. Það er búið að ákveða hvar það verður. Það er bisk- up Íslands sem ákveður það. Það er ekki borið undir kirkjuþingið,“ segir Sigríður Dögg en samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins verður emb- ætti prests á sviði áfengis- og fíkni- efnamála lagt niður. „Þá verður lækkaður launakostn- aður starfsmanna hjá biskupi Ís- lands og Kirkjumálasjóði sem sam- svarar um fimm stöðugildum. Í dag starfa þar 30 en á næsta ári verða þau 25,“ segir Sigríður. Einnig verður námsleyfi presta skert en núgildandi heimild gerir ráð fyrir þrjátíu og sex mánuðum en árið 2010 voru sextán mánuðir nýttir. „Það verða bara þrír mánuðir á næsta ári. U.þ.b. 22 milljónir sparast við það. Þetta er leið sem þótti ekki vera eins sársaukafull og niðurlagn- ing starfa.“ Þá er lagt til að sameina prófasts- dæmi til að hagræða í rekstri. Sam- einuð verða Eyjafjarðar- og Þingeyj- arprófastsdæmi, Austfjarða- og Múlaprófastsdæmi en Borgarfjarð- arprófastsdæmi verður sameinað Snæfellsnes- og Dalaprófastsdæmi. Þá mun kirkjan spara í rekstri og reyna að selja eignir. „Þá skerum við niður í almennum rekstri um 10% með því að hagræða, spara og endur- skoða eins og hægt er. Til að brúa bilið, þar sem þessar uppsagnir koma ekki að fullu til sparnaðar fyrr en 2012, gerum við ráð fyrir að selja eignir fyrir 120 milljónir,“ segir Sig- ríður en listi með 26 eignum sem kirkjan hyggst leita eftir tilboðum í hefur verið lagður fyrir þingið. Sig- ríður væntir þess að kirkjan selji þó ekki fleiri eignir en sem nemur 120 milljónum. „Það er spurning hvort því yrði svo ekki hætt þegar 120 milljónir hafa fengist.“ Kynferðisbrot rannsökuð Í gær samþykkti kirkjuþing til- lögu forsætisnefndar þingsins um að stofna rannsóknarnefnd um við- brögð og starfshætti þjóðkirkjunnar vegna ásakana á hendur Ólafi Skúla- syni vegna kynferðisbrota. Tillagan var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Pétur Kr. Hafstein, forseti Kirkju- þings, segir þessa leið valda til að undirstrika það að nefndin verði al- gerlega sjálfstæð og óháð í störfum sínum. „Hún mun með engum hætti tengjast biskupsembættinu eða kirkjuráði sem fer með fram- kvæmdavald innan kirkjunnar.“ Pétur segir nefndina hafa alger- lega óbundnar hendur um rannsókn málsins. „Hún tekur ekki við neinum fyrirmælum en starfar samkvæmt þeim starfsreglum sem kirkjuþing samþykkti,“ segir Pétur sem kveður nefndina afmarka rannsóknarefnið nánar. „Hún á jafnframt að kynna niðurstöður sínar opinberlega. Það er ekki kirkjunnar sjálfrar að kynna það eða fjalla um það innan sinna vé- banda án þess að það sé gert opin- bert,“ segir Pétur en nefndinni ber að skila niðurstöðum ekki seinna en fyrsta júní. Morgunblaðið/Kristinn Kirkjuþing Ögmundur Jónasson mannréttinda- og dómsmálaráðherra og Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands við setningu kirkjuþings á laugardag. Þingað um hagræðingu  Farið fram á heimild kirkjuþings til að óska eftir tilboðum í tuttugu og sex eignir kirkjunnar  Óháð og sjálfstæð nefnd stofnuð til að rannsaka meint kynferðisbrot 48,5% Íslendinga bera mikið traust til prests- ins eða prest- anna í sinni sókn en 18,3% bera lítið traust til þeirra. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem Capacent vann fyrir Biskupsstofu. Biskup skýrði frá niðurstöðunum í ræðu sinni við setning kirkjuþings á laugardag. Í niðurstöðum könnunarinnar kemur fram að 43,7% þjóðarinnar beri mikið traust til sóknarkirkju sinnar en 21,3% beri lítið traust til hennar. Um fjórðungur aðspurðra sagð- ist þrisvar til fimm sinnum hafa sótt einhvern viðburð í kirkju á síðasta ári. 21,9% sögðust aldrei hafa sótt viðburð á síðasta ári, 11,4% sex til tíu sinnum en 5,7% oftar en tíu sinnum. Samkvæmt könnuninni fara Íslendingar að meðaltali 4,3 sinnum í kirkju á ári. Traust landsmanna til kirkju og presta er meira á landsbyggðinni en í Reykjavík og þar er kirkju- sókn einnig meiri. Biskup sagði í ræðu sinni könn- unina vera til marks um að Ís- lendingar beri mikið traust til sinnar sóknarkirkju og að þeir treysti prestunum í sinni sókn. Í fréttatilkynningu frá Bisk- upsstofu segir að niðurstöður könnunarinnar endurspegli já- kvætt viðhorf almennings til kirkjunnar og presta landsins. Fjórar kirkjuferðir á ári að meðaltali  Könnun gerð fyrir Biskupsstofu Karl Sigurbjörnsson Kirkjuþing sam- þykkti í gær til- lögu forsætis- nefndar um að skipa rannsókn- arnefnd um við- brögð og starfs- hætti þjóð- kirkjunnar vegna ásakana á hendur Ólafi Skúlasyni vegna kynferðis- brota. Tillagan var samþykkt einróma en jafnframt var sú tillaga samþykkt með öllum greiddum atkvæðum að í nefndina yrðu skipuð þau Róbert Ragnar Spanó, prófessor og forseti lagadeildar Háskóla Íslands, Berg- lind Guðmundsdóttir sálfræðingur og Þorgeir Ingi Njálsson, dómstjóri Héraðsdóms Reykjaness. Róbert verður formaður nefndar- innar. Nefndin samþykkt einróma Róbert Ragnar Spanó formaður. Mikil endurnýjun á sér nú stað á kirkjuþingi, en af tuttugu og níu fulltrúum hafa átján aldrei setið slíkt þing áður. Þrjátíu og sjö mál eru á dagskrá þingsins, en það er meiri málafjöldi en nokkru sinni áður. „Það eru til dæmis mál um hvernig kirkjan á að bregðast við breyttum hjú- skaparlögum. Það þarf að gera breytingar á innri samþykktum kirkjunnar og laga þær að þess- ari breyttu löggjöf. Það mun kirkjuþingið vafalaust gera með reisn og sóma,“ segir Pétur Kr. Hafstein sem kveðst þó ekki vita hvort þær tillögur fari hnökra- laust í gegnum þingið. „Um leið og þetta er gert þá verður að ganga út frá því að samvisku- frelsi einstakra vígðra þjóna verði virt. Það getur þjóðkirkjan alveg séð um innan sinna vé- banda.“ Þrjátíu og sjö mál á dagskrá ENDURNÝJUN Á KIRKJUÞINGI Suðurprófastsdæmi 1. Jörðin Kálfafellsstaður, sveitarfé- laginu Hornafirði 2. Jörðin Ásar (Eystri-Ásar), Skaftár- hreppi 3. Jörðin Holt undir Eyjafjöllum, Rang- árþingi eystra 4. Bergþórshvoll – hluti jarðar, (sand- ar) Rangárþingi eystra 5. Tröð, Skeiða- og Gnúpverjahreppi 6. Jörðin Mosfell í Grímsnesi, Gríms- nes- og Grafningshreppi 7. Brattahlíð 5, Hveragerði, Hvera- gerðisbæ 8. Túngata 20, Eyrarbakka, Árborg 9. Háaleiti, Þorlákshöfn, Ölfus 10. Jörðin Hraungerði, Flóahreppi Kjalarnessprófastsdæmi 11. Ránargata 1, Grindavík 12. Keilisbraut 775 (Kapella ljóssins), Reykjanesbæ 13. Breiðbraut 672 (raðhús b og c), Reykjanesbæ 14. Skagabraut 30, sveitarfélaginu Garði 15. Tvær lóðir úr Mosfelli (Dalsgarður og Víðigerði) Mosfellsbæ Borgarfjarðarprófastsdæmi 16. Laugarbraut 3, Akraneskaupstað Snæfellsness- og Dalaprófastsdæmi 17. Laufás 2, Hellissandi, Snæfellsbæ Vestfjarðaprófastsdæmi 18. Bakkatún, Bíldudal, Vesturbyggð og kaupa hentugt húsnæði þess í stað í prestakallinu 19. Túngata 6, Suðureyri, Ísafjarðarbæ 20. Jörðin Árnes I, Árneshreppi Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi 21. Jörðin Prestbakki, Bæjarhreppi 22. Jörðin Borgarhóll, Akrahreppi Eyjafjarðarprófastsdæmi 23. Austurvegur 9, Hrísey, Akureyri 24. Lóð úr landi Syðra-Laugalands 1,43 ha. Austfjarðaprófastsdæmi 25. Kolfreyjustaður Reykjavík 26. Hjarðarhagi 30, 1.h.t.h. Reykjavík Eignir sem boðn- ar verða til sölu Kapella ljóssins Keilisbraut Reykjanesbæ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.