Morgunblaðið - 20.11.2010, Blaðsíða 29
29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2010
Á fullri ferð Hundar vita fátt skemmtilegra en að fá að hlaupa frjálsir úti í náttúrunni og getur hraðinn á þeim jafnvel orðið slíkur að erfiðlega gengur að ná þeim í fókus.
Árni Sæberg
Á nýafstöðnum aðal-
fundi Læknafélags Ís-
lands var samþykkt
samhljóða ályktun þar
sem varað er við þeim
mikla niðurskurði í
fjárframlögum til heil-
brigðisþjónustu sem
fyrirhugaður er í fjár-
lögum næsta árs. Al-
þingi og ráðuneyti
voru hvött til að íhuga
vandlega afleiðingar á
vissum landsvæðum
þannig að öryggi þegnanna verði
ekki skert. Bent var á að þörfin fyrir
heilbrigðisþjónustu muni fara vax-
andi og þessari þörf verði að mæta
þrátt fyrir erfiða fjárhagsstöðu.
Læknasamtökin lýstu sig reiðubúin
til samstarfs við stjórnvöld um bestu
leiðir að því marki. Boðaður 4,7
milljarða króna niðurskurður á
framlögum til heil-
brigðisþjónustu á
næsta ári er 17% af
niðurskurði ríkis-
útgjalda.
Alvarlegastar eru
horfurnar á lands-
byggðinni en fullyrt er
að sjúkrahússtarfsemi
víða úti á landi muni
leggjast af í núverandi
mynd ef þessi áform
ganga eftir. Á sjúkra-
húsum landsbyggð-
arinnar er nú sinnt
bráðaþjónustu vegna
algengra vandmála í lyflækningum
og skurðlækningum á göngudeildum
eða með innlögnum og smærri að-
gerðum en erfiðari tilfelli send á
stærri sjúkrahús. Vel menntaðir sér-
fræðilæknar hafa ráðið sig til starfa
á landsbyggðinni og sinna mestum
hluta sérfræðiþjónustu á staðnum.
Þetta er skilvirk og góð þjónusta
sem veitir landsbyggðarfólki nauð-
synlegt öryggi.
Afleiðingar af harkalegum nið-
urskurði eru ófyrirséðar. Hætta er á
því að læknar flytjist af landsbyggð-
inni eða fáist ekki til starfa þar.
Þann skaða yrði erfitt að bæta. Eft-
irspurn og þörf fyrir þjónustu mun
ekki minnka. Flutningur sjúklinga í
stórum stíl til Landspítala og Fjórð-
ungssjúkrahússins á Akureyri vegna
veikinda sem unnt er að sinna vel á
sjúkrahúsum í heimabyggð er
óskynsamlegur af mörgum ástæð-
um. Ekki hefur verið sýnt fram á að
kostnaður við meðferð algengra
vandamála á landsbyggðarsjúkra-
húsum sé meiri en á stóru spítöl-
unum. Víða um landið eru sam-
göngur ótryggar og flutningur
bráðveikra á milli staða mun leiða til
áhættu og aukins kostnað. Ekki má
gleyma því að ferðir vinnandi fólks
um langan veg til sérfræðilækna
kosta tekjutap fyrir einstaklinga og
samfélagið. Sama er að segja um
ættinga sem þurfa að fylgja sínum
nánustu og styðja við innlögn á
sjúkrahús. Skynsamlegt væri að
vinna að hagræðingu í nánu sam-
starfi við fagfólk á hverju lands-
svæði og stjórnendur sjúkrahúsanna
út frá heildarhagsmunum. LSH og
FSA eiga fullt í fangi með þau verk-
efni sem þessi sjúkrahús sinna nú
þegar. Ástandið þar mundi versna til
muna ef mikill fjöldi algengra vanda-
mála af landsbyggðinni bætist við
þeirra verkefni. Því er líklegt að
stóru sjúkrahúsin væru betur sett
með það góða samstarf sem verið
hefur við landsbyggðarsjúkrahúsin.
Læknasamtökin hafa mikla fag-
þekkingu á heilbrigðisþjónustunni í
landinu. Ætla mætti að náin sam-
vinna við lækna um leiðir til að spara
en varðveita jafnframt mikilvægustu
þætti þjónustunnar væri nauðsynleg
á þessum erfiðu tímum. Heilbrigð-
isráðuneytið hefur þó ekki leitað eft-
ir samvinnu við læknafélögin né önn-
ur fagfélög svo vitað sé og ber því
alfarið ábyrgð á þessum tilögum og
afleiðingum þeirra.
Þessar niðurskurðartillögur eru
mistök sem gætu reynst afdrifarík
og nauðsynlegt er að leiðrétta við af-
greiðslu fjárlaga. Ríkisstjórnin ætti
að breyta forgangsröðun sinni og
hlífa heilbrigðisþjónustunni í sam-
ræmi við fyrirheitin um að varðveita
velferðarkerfið.
Eftir Stein Jónsson » Þessar niðurskurð-
artillögur eru mis-
tök sem gætu reynst af-
drifarík og nauðsynlegt
er að leiðrétta við af-
greiðslu fjárlaga.
Steinn
Jónsson
Höfundur er formaður Læknafélags
Reykjavíkur.
Hættulegur niðurskurður
Í 55. gr. Vínarsamningsins
sem ber yfirskriftina virðing
fyrir lögum og reglum við-
tökuríkisins, segir í 1. tll. „Öll-
um þeim sem njóta forréttinda
og friðhelgi ber skylda til að
virða lög og reglur viðtökurík-
isins, en slík skylda skerðir þó
ekki forréttindi þeirra og frið-
helgi. Þeim er einnig skylt að
skipta sér ekki af innanlands-
málum í því ríki.“ Þennan
samning er vert að hafa í huga
þegar sú staðreynd blasir við að um er að
ræða stórfellda fjármagnsflutninga til Ís-
lands frá Evrópusambandinu til kynningar á
sambandinu.
Í umræðum á Alþingi frá árinu 1978 þeg-
ar frumvarp til laga nr. 62/1978, sem banna
fjárhagslegan stuðning erlendra aðila við ís-
lenska stjórnmálaflokka og blaðaútgáfu er-
lendra sendiráða á Íslandi, benti þáverandi
þingmaður Framsóknarflokksins Páll Pét-
ursson á þessa staðreynd í umræðum. Því er
ljóst að fjáraustur sendiráðs ESB til kynn-
ingar á málstað sínum og til-
raunir til keyptra skoð-
anamyndana eru ólöglegar að
íslenskum lögum auk Vín-
arsamningsins. Erlend sendi-
ráð njóta friðhelgi og þeim er
óheimilt að hafa afskipti af inn-
anríkismálum. Íslendingar eru
því tvívarðir við áróðri þessum.
En hvert var upphaf þess að
lög nr. 62/1978 voru sett? Á
þessum tíma hafði Alþýðu-
flokkurinn átt erfitt uppdráttar
og hafði nær þurrkast út. Ef
rýnt er í greinargerð með
frumvarpinu kemur ástæðan fram: „Orsök
þess, að flutningsmenn flytja nú þetta sér-
staka frumvarp sem varðar einn þátt máls-
ins, er hins vegar sú, að upp komst nú í vet-
ur og liggur fyrir játning eins
stjórnmálaflokks, Alþýðuflokksins, að hann
hafi leitað fjárframlaga erlendis frá og fái
nú þaðan peninga til þess að kosta útgáfu
blaðs síns og standa straum af annarri
stjórnmálastarfsemi á landi hér.“ – Gleym-
um ekki að Alþýðuflokkurinn hefur nú geng-
ið í gegnum nafnabreytingu til að skrúbba
af sér fortíðina, þrátt fyrir að gömlu belg-
irnir sitji sem fastast.
Hér er brot úr 30 ára gamalli ræðu, og
gæti eins átt við í dag, sem fyrsti flutnings-
maður frumvarpsins, Stefáns Jónsson, hélt:
„Svo að tekið sé nærtækt dæmi úr sögunni,
þá er það vafalaust að Norðmenn, Danir og
Svíar reyndust okkur minni vinir í baráttu
okkar um landhelgina en ýmsir höfðu vænst
og gengu raunar í yfirlýsingum sínum þvert
gegn okkur á þýðingarmiklum vettvangi
þegar mikið var í húfi. Forustumenn verka-
mannaflokkanna þar voru okkur engu þarf-
ari en annarra flokka forustumenn í því máli
og þó raunar þeim mun verri sem þeir voru
valdameiri í löndum sínum á þeim tíma.“
Áhyggjur þingmanna af fjáraustri syst-
urflokka Alþýðuflokksins inn í flokkstarf sitt
hér á landi fyrir 30 árum eru enn í fullu
gildi. En þessi ummæli segja þó meira en
nokkuð annað um stöðu Samfylkingarinnar í
dag, en þau eru úr ræðu Stefáns Jónssonar
er að ofan er getið: „Ljóst er einnig, að
tengsl þessara flokka við sósíaldemókrata í
Þýskalandi, sem mestir eru nú áhugamenn
um viðgang Efnahagsbandalagsins, eru slík,
að einnig þaðan er okkur hætta búin í gegn-
um fyrrnefnd stjórnmálasamtök á Norð-
urlöndum. Hefur reyndar komið í ljós, að
verkamannaflokkarnir á Norðurlöndum hafa
miðlað fé þaðan beinlínis í því skyni að dylja
uppruna þess.“
Nú hefur peningasamband Alþýðuflokks-
ins sáluga við verkamannaflokka Norður-
landanna endurnýjast í peningasambandi
Samfylkingarinnar og Evrópusambandsins.
Heldur Samfylkingin að fjármagn ESB geti
keypt skynsama og vel upp lýsta þjóð til
fylgis við sig? Hví breytist ekkert hér á
landi?
Eftir Vigdísi Hauksdóttur »Nú hefur peningasamband
Alþýðuflokksins sáluga við
verkamannaflokka Norður-
landanna endurnýjast í pen-
ingasambandi Samfylking-
arinnar og ESB.
Vigdís Hauksdóttir
Höfundur er lögfræðingur og
þingmaður Framsóknarflokksins.
Vínarsamningurinn, Samfylkingin og erlend sendiráð