Morgunblaðið - 20.11.2010, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2010
✝ Olgeir Gott-liebsson fæddist í
Burstarbrekku í
Ólafsfirði 24. ágúst
1921. Hann lést á
Hornbrekku í Ólafs-
firði 9. nóvember
2010.
Foreldrar hans
voru hjónin Gottlieb
Halldórsson bóndi í
Burstarbrekku, f. 4.
ágúst 1890 á Kvía-
bekk, d. 21. maí 1980
og Guðrún Frímanns-
dóttir, f. 6. maí 1894
að Deplum í Fljótum, d. 15. ágúst
1981. Systkini Olgeirs voru Guðrún
Sigurbjörg, f. 18.8. 1915, d. 25.9.
1915, Halldóra Ingibjörg, f. 30.8.
1916, d. 4.3. 2000, Sigurjóna Svein-
fríður, f. 1.5. 1918, d. 1.12. 2002,
Mundína Kristrún, f. 22.11. 1919, d.
8.5. 2007, Laufey, f. 11.10. 1922, d.
7.6. 2004, Anna Baldvina, f. 12.5.
1924, d. 31. 7. 2000, Dómildur, f.
17.4. 1927, Þórunn, f. 3.1. 1929 og
Konráð, f. 30.4. 1930.
Hinn 1. janúar 1951 kvæntist Ol-
geir Unni Lovísu Friðriksdóttur, f.
30.11. 1932. Foreldrar hennar voru
Friðrik Gunnar Magnússon sjó-
maður, f. 16.1. 1908 í Ólafsfirði, d.
10.7. 1941, og Sigríður Þorsteins-
dóttir húsmóðir, f. 9.9. 1909 í Ós-
Steinþórs Andra er Emma Havin.
Seinni maður Sigríðar er Björn
Gunnarsson nuddfræðingur, f. 6.7.
1942. 3) Snorri Þorsteinn tækni-
fræðingur, hönnuður hjá Mílu í
Reykjavík, f. 16.10. 1963. Kona
hans er Rósa Einarsdóttir sjúkra-
liði og hjúkrunarnemi, f. 21.6. 1967
á Akureyri. Börn þeirra eru Lovísa
f. 1996 og Laufey f. 2000.
Eftir grunnnám heima í Ólafs-
firði stundaði Olgeir nám við Hér-
aðsskólann í Reykholti 1939-1941.
Árið 1942 hóf hann störf hjá Ofna-
smiðjunni í Reykjavík þar sem
hann vann í nokkur ár og á þeim
tíma fór hann til Svíþjóðar til að
nema nýjungar í logsuðu. Árið
1943 lauk hann íþróttakenn-
araprófi á Laugarvatni og í kjöl-
farið sýndi hann fimleika með fim-
leikadeild Ármanns. Olgeir
stundaði síðan nám við Iðnskólann
í Ólafsfirði og lauk prófi sem vél-
smiður árið 1949. Eftir það vann
hann við iðn sína í allmörg ár í Vél-
smiðjunni Nonna í Ólafsfirði en síð-
an sjálfstætt við járnsmíðar og
pípulagnir. Árið 1965 var Olgeir
ráðinn vatns- og hitaveitustjóri
Hitaveitu Ólafsfjarðar og þeirri
stöðu gegndi hann til ársins 1991.
Jafnframt var hann slökkviliðs-
stjóri í nokkur ár og prófdómari í
leikfimi og sundi við skólana í
Ólafsfirði.
Útför Olgeirs fer fram frá Ólafs-
fjarðarkirkju í dag, 20. nóvember
2010, og hefst athöfnin kl. 14.
brekku, d. 7.4. 1987.
Börn Olgeirs og
Lovísu: 1) Friðrik
Gunnar sagnfræð-
ingur og rithöfundur
í Mosfellsbæ, f. 30.11.
1950. Kona hans er
Guðrún Þorsteins-
dóttir deildarstjóri
launadeildar Mos-
fellsbæjar, f. 8.10.
1948 í Reykjavík,
börn þeirra eru
Sturla Geir tölv-
unarfræðingur, f.
1975, Helga stjórn-
málafræðingur, f. 1980 og Þor-
steinn Gunnar nemi, f. 1990. Sam-
býliskona Sturlu Geirs er Auður
Þórðardóttir grunnskólakennari,
börn þeirra eru Viktor Elí og Guð-
rún Jóna. Sambýlismaður Helgu er
Benjamin Lloyd Roseman verk-
fræðingur og þeirra sonur er Orri
Victor. 2) Sigríður sjúkraliði á Ak-
ureyri, f. 14.1. 1954. Maður hennar
var Steinþór Ósland Sigurjónsson
stálsmiður, f. 21.8. 1952, d. 8.12.
1989. Þeirra börn eru Unnur
Lovísa sjúkraliði, f. 1974, Olgeir
iðnverkamaður, f. 1977 og Steinþór
Andri kennaranemi, f. 1988. Sam-
býlismaður Unnar Lovísu er Gissur
Árdal Hauksson bílstjóri, barn
þeirra Valdís Sigríður. Unnusta
Allt frá því að ég man eftir mér
höfum við pabbi verið mjög sam-
rýmdir. Ófáar voru stundirnar þar
sem litli pollinn var með honum í
vinnunni hjá hitaveitunni heilu og
hálfu dagana. Verkefnin voru það
fjölbreytileg að það gat verið gaman
að fá að aðstoða og taka þátt. Þó
nokkur tími gat þó farið í að bíða út
í gamla Willys ‘46 og varð þá bara
að nota ímyndunaraflið í leik með
„fittings“ og ýmislegt spennandi
hitaveitudót sem í bílnum var.
Á unglingsárunum vann ég oft á
sumrin hjá pabba og Kidda Gísla
við hin ýmsu störf hjá vatns- og
hitaveitunni. Þetta voru skemmtileg
og lærdómsrík sumur þar sem mik-
ið var um endurnýjun á veitukerf-
unum. Snemma fékk strákurinn að
spreyta sig í logsuðu á minni heim-
taugum, en gamli suðumeistarinn
yfirfór þó oft á tíðum og þurfti
stundum að brenna dótið aðeins til.
Oftar en ekki urðu kröftugu Burst-
abrekku-hrammarnir að bjarga syn-
inum úr ísköldu kaldavatnsbrasi eða
sjóðheitu heitavatninu. Ófáar voru
einnig eftirlitsferðirnar upp á Brim-
nes- og Burstabrekkudal þar sem
huga þurfti að vatnsbúskapnum,
hreinsa síur og fleira. Unglingurinn
þurfti þá oft á tíðum að herða vel á
sér til að dragast ekki aftur úr þeim
gamla þegar arkað var upp á dal.
Eftir að ég fluttist frá Ólafsfirði,
voru pabbi og mamma ætíð dugleg
að koma í heimsókn hvort sem það
var til Danmerkur eða til Reykja-
víkur. Pabbi hafði mikinn áhuga á
að fylgjast með og fá fréttir af fjöl-
skyldunni og þá sérstaklega af öllu
sem viðkom dætrum mínum.
Íþróttaiðkun var stór hluti af
pabba en íþróttaandinn var það sem
hann lagði mikla áherslu á, allt í lagi
að keppa en það væri samt ekki að-
almálið. Oft hafði hann dregið upp
kassa af myndum frá ferð fimleika-
deildar Ármanns um Vestfirði sum-
arið 1944. Hógværð einkenndi ávallt
frásögnina en myndirnar töluðu
sínu máli, þarna hafði verið á ferð
frækinn hópur sem vakti góðar
minningar hjá honum. Allt fram á
þetta ár, datt varla úr dagur að
hann skellti sér ekki í sund eða færi
í göngutúr og átti það vafalaust
stóran þátt í góðri heilsu hans þrátt
fyrir ýmis áföll.
Pabbi hafði of lýst fyrir mér þeg-
ar hann byggði Túngötu 1. Þar var
ekki um mikla tækni að ræða, allt
hrært á staðnum og rúllað í hjólbör-
um. Hann dáðist því mikið að tækni-
framförum þegar hann aðstoðaði
mig fjörutíu árum síðar við hús-
byggingu í Grafarholtinu, þá kom-
inn á níræðisaldur sló hann ekkert
af, hvort sem það var á hjólbör-
unum, keyrandi sand eða rafsjóð-
andi festingar fyrir þaksperrur.
Hann stríddi mér aðeins á því síðar
þegar hann sýndi mér hálfkreppta
lúkuna, að þetta væri hjólböruhönd-
in frá Grafarholtsátökunum. Og að-
eins þurfti ég að sannfæra gamla
píparann, þegar ég sagði honum að
ég ætlaði að setja allan hita í gólfið.
Sagði hann að ég yrði bara að passa
mig á öllu fiffi, einfaldleikinn væri
oft langbestur.
Elsku pabbi minn, í dag kveð ég
þig með söknuði og þakka þér fyrir
alla þína ástúð og umhyggju. Minn-
ing þín mun lifa í hjörtum okkar
allra.
Þinn ástkæri sonur,
Snorri Olgeirsson.
Það var á páskum 1974 að ég fór í
fyrsta skipti til Ólafsfjarðar með
Friðriki tilvonandi eiginmanni mín-
um. Á Akureyrarflugvelli beið faðir
hans, Olgeir Gottliebsson, sem kom-
inn var að sækja okkur. Sjálfsagt
hefur hann verið forvitinn að sjá
dömuna sem sonurinn var að koma
með og ekki vitað á hverju hann átti
von. Ekki vissi ég heldur hvaða fólk
ég var að fara að hitta eða hvernig
það myndi taka á móti mér. Ég varð
ekki fyrir vonbrigðum þegar ég hitti
Olgeir. Hann var vingjarnlegur og
mér fannst þeir feðgar ótrúlega lík-
ir.
Olgeir var bóndasonur og ólst
upp í stórum systkinahópi í Burst-
arbrekku. Þar lærði hann að vinna
og var í nánum tengslum við náttúr-
una. Í Ólafsfirði er allra veðra von.
Á veturna getur blásið köldum vindi
en þar er einnig sumarfagurt. Ol-
geir stundaði ungur nám í Reyk-
holti og á Laugarvatni. Hann var
lærður íþróttakennari og hélt sér í
góðu formi. Á árum áður stundaði
hann fimleika og sýndi listir sínar
víða um landið. Hann lærði svo vél-
smíði og þegar ég kynntist honum
fyrst var hann hitaveitustjóri en
hann var líka vatnsveitu- og slökkvi-
liðsstjóri. Það fannst mér lýsandi
fyrir þennan atorkusama mann. Það
var ekki laust við að hann væri
þriggja manna maki, sívinnandi og
léttur á fæti.
Við höfum farið margar ferðir að
sunnan norður til Ólafsfjarðar á
liðnum árum. Þegar fjölskyldan
stækkaði tilheyrði það sumrinu að
heimsækja afa og ömmu. Það var
skemmtilegt að kynnast bæjar-
bragnum í þessum fallega bæ. Þá
var líf og fjör við höfnina og bátar
að koma með afla á land. Amma að
vinna í frystihúsinu og afi á hita-
veitubílnum út um allan bæ, upp að
borholunum í Ósbrekkudal og að
kaldavatnslögnunum í Burstar-
brekkudal.
Þá drógu krakkarnir fisk úr höfn-
inni og sundtökin voru tekin í sund-
lauginni beint fyrir neðan Túngötu
1 þaðan sem afi og amma gátu vink-
að litlu fjölskyldunni að sunnan. Í
sunnudagshádeginu var ævinlega
veislumatur, ólafsfirskt fjallalamb
og ís í eftirmat. Ólafsfjörður var líka
heimsóttur að vetri til. Skíðabrekk-
urnar voru beint fyrir ofan byggð-
ina og þar voru engar biðraðir.
Hægt var að renna sér margar ferð-
ir og síðan beint niður í garðinn hjá
afa og ömmu.
Olgeir tengdafaðir minn var alltaf
tilbúinn til að leggja börnum sínum
lið. Þegar hann kom suður var bíll-
inn hans ævinlega fullur af hlutum
sem gátu komið að notum við ýmsar
viðgerðir. „Hvað er bilað hjá þér
Guðrún mín,“ spurði hann og var
fljótur að laga það sem þurfti að
gera við. Þegar við byggðum hús
okkar í Mosfellsbæ lagði Olgeir
pípulagnir í húsið og þar var fag-
maður að verki.
Rannsóknir hafa sýnt að náttúru-
afurðir eins og ber og fjallagrös
hafa lækningamátt og það hefur
sannast á tengdaföður mínum sem
tókst lengi að halda alvarlegum
veikindum í skefjum. Á sumrin tíndi
hann fjallagrös og ber og átti æv-
inlega góðan vetrarforða.
Þau Olgeir og Lovísa áttu 60 ára
hjónaband að baki. Það er stór hluti
af ævi manns. Þau voru samrýnd
hjón og heimakær. Með söknuði og
þakklæti í huga kveð ég Olgeir
Gottliebsson tengdaföður minn.
Guðrún Þorsteinsdóttir.
Mig langar með nokkrum orðum
að minnast afa míns. Ég á fullt af
góðum minningum, bæði frá því að
ég var lítil og einnig frá því að ég
var orðin fullorðin. Ég var nefnilega
svo heppin að fá að þekkja afa minn
í rúm þrjátíu ár. Að þessu sinni
langar mig að minnast afa eins og
ég þekkti hann þegar ég var barn.
Það var alltaf svo gaman að koma
norður þegar ég var lítil. Þá fékk ég
lánaðan kíkinn hans afa og gat
horft yfir allan bæinn, enda stendur
húsið í brekkunni. Stundum fylgdist
ég með afa þar sem hann brunaði
um á vélsleðanum sínum, oftast til
þess að huga að hitaveitunni. Það
fyllti mig ávallt stolti því mér
fannst óendanlega flott að eiga afa
sem var hitaveitustjóri bæjarins.
Svo horfðum við oft saman á grín-
þáttinn 89 á stöðinni (og fleiri ár-
gerðir). Þá lá afi makindalega í
brúna leðurstólnum sínum með
lappirnar á fótaskemlinum. Á milli
atriða greip hann stundum í kíkinn
og athugaði hvað væri í gangi í
bænum. Þegar afi og amma komu
suður til okkar var ég manna
spenntust að hlaupa út og taka á
móti þeim. Ekki skemmdi fyrir að
afi var alltaf tilbúinn með súkkulaði
til að gefa okkur krökkunum. Ég
var líka svolítið montin að hafa fína
bílinn hans afa fyrir utan húsið okk-
ar á meðan þau gistu hjá okkur. Að
lokum verð ég að minnast á þann
stuðning sem ég fékk frá afa mín-
um þegar ég æfði fimleika þegar ég
var lítil. Hann hafði sjálfur verið í
fimleikum á sínum yngri árum og
hafði mikinn áhuga á íþróttinni.
Hann sýndi fimleikaiðkun minni
ótrúlegan áhuga og var án efa einn
af mínum helstu stuðningsmönnum.
Ég man hvað mér þótti vænt um
þennan áhuga afa og mér fannst
gaman að eiga fimleikana sameig-
inlega með honum. Hvar sem afi
minn er staddur núna, vona ég að
honum líði vel. Ég vona líka að
hann viti að ég sakna hans. Það
kæmi mér reyndar ekki á óvart að
hann væri með kíki með sér og
fylgdist með fjölskyldunni sinni úr
fjarska. Frá heimili mínu í Ástralíu
er hugur minn í dag hjá fjölskyld-
unni, sérstaklega Lovísu ömmu
minni.
Helga Friðriksdóttir.
Afi okkar var einstakur og okkur
þótti mjög vænt um hann. Hann
notaði hvert tækifæri til að kenna
okkur. Þegar þau amma voru í
heimsókn hjá okkur fórum við oft í
göngutúr og þá hlýddi hann okkur
yfir margföldunnartöfluna eða
kenndi okkur rununa sem hann
kunni utanbókar um árnar í Rúss-
landi, Kína o.fl. Afi fór oft með okk-
ur í sund og áður en við byrjuðum í
skóla kenndi hann okkur sundtökin.
Þegar við vorum í heimsókn í Tún-
götunni þá stóð hann við stofu-
gluggann með kíkinn sinn og fylgd-
ist með okkur synda í lauginni.
Ýmist voru amma og afi hjá okk-
ur á sumrin eða við í heimsókn hjá
þeim. Í sumar vorum við systurnar
einar hjá þeim í tíu daga. Við mun-
um alltaf geyma þá minningu því
þetta var svo frábært sumar þar
sem afi og amma vildu allt fyrir
okkur gera. Þetta var líka síðasta
sumarið sem afi var hress en eftir
það fór honum að hraka þó hann
hafi aldrei viljað kvarta.
Við þökkum fyrir allar góðu
stundirnar sem við höfum átt með
afa og við munum alltaf geyma þær
í hjarta okkar.
Lovísa og Laufey.
Okkur þótti sárt að heyra að Olli
afi væri farinn frá okkur. Afi sem
var alltaf svo hress og kátur og tók
á móti okkur í Túngötunni með op-
inn faðminn. Afi og langafi sem
nennti að elta barnabörnin út um
öll tún, til í að sjá og hrósa fyrir
góða íþróttatilburði og sagði okkur
svo skemmtilegar sögur úr fimleik-
unum í gamla daga. Elsku Olli afi,
megir þú hvíla í friði og við hugsum
til þín. Já, minning þín mun vera
ljós í lífi okkar allra.
Í bljúgri bæn og þökk til þín,
sem þekkir mig og verkin mín.
Ég leita þín, Guð, leiddu mig,
og lýstu mér um ævistig.
(Pétur Þórarinsson.)
Sturla, Auður, Viktor
Elí og Guðrún Jóna.
Olgeir Gottliebsson
✝
Elskulegur eiginmaður minn,
SIGURÐUR VIÐAR ÓSKARSSON,
Aðalstræti 8,
Akureyri,
lést á heimili sínu þriðjudaginn 16. nóvember.
Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 25. nóvember
kl. 13.30.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Heimahlynningu á Akureyri.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Ulrike Sillus.
✝
Elsku faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
EMIL SIGURÐSSON
vélstjóri,
frá Hafnarnesi við Fáskrúðsfjörð,
síðast til heimilis að,
Vesturgötu 7,
Reykjavík,
lést fimmtudaginn 18. nóvember á dvalarheimilinu
Grund við Hringbraut.
Útför hans fer fram fimmtudaginn 25. nóvember
kl. 11.00 frá Neskirkju, Reykjavík.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Félag
aðstandenda Alzheimersjúklinga, sími 867 1684,
www.alsheimer.is.
Gunnhildur Emilsdóttir,
Olga Hörn Fenger,
Emil Fenger, Ásgerður Egilsdóttir,
Ásdís Lilja Emilsdóttir, Kristján Ingi Einarsson,
Rósa Hrund Kristjánsdóttir, Haraldur Bergmann Yngvarsson,
Hildur Helga Kristjánsdóttir, Egill Sigurjónsson,
Lilja Kristjánsdóttir
og barnabarnabörn.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi
og langalangafi,
SIGURJÓN GUÐMUNDSSON,
Droplaugarstöðum,
áður Hólmgarði 24,
er látinn.
Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd aðstandenda,
Rósa Sigurjónsdóttir, Heimir Ingimarsson,
Edda Sigurjónsdóttir, Alexander Þórsson,
Guðmundur Sigurjónsson, Margrét Sverrisdóttir
og afabörnin.