Morgunblaðið - 20.11.2010, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.11.2010, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2010 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is Ekki hefur verið gengið frá leigu Landhelgisgæslunnar á þyrlu, til viðbótar við þyrlurnar tvær sem Gæslan hefur nú á að skipa. Auglýst var eftir þyrlu í ágúst, og tilboð opnuð 13. október síðastliðinn. Í millitíðinni varð það ljóst að framlög til Gæslunnar, samkvæmt fjárlögum næsta árs, yrðu skert um 8%. Forsendur gjörbreyttar Gert hafði verið ráð fyrir 5% niðurskurði, að sögn Georgs Lár- ussonar, forstjóra Landhelgisgæsl- unnar, þannig að fjárhagslegar for- sendur voru gjörbreyttar þegar tilboð voru opnuð. Endanleg fjárlög næsta árs liggja sem kunnugt er ekki enn fyrir, og því óljóst hvort af leigunni getur orðið. Ríkiskaup önn- uðust útboðið fyrir hönd Landhelg- isgæslunnar, en samkvæmt fundar- gerð opnunarfundar bárust þrjú tilboð. Lægsta tilboðið hljóðaði upp á 85 þúsund dala mánaðarleigu. Sú þyrla var hins vegar ekki í samræmi við útboðslýsingu, var annarrar teg- undar en auglýst var eftir, og taldist tilboðið því ógilt. Hin tilboðin hljóð- uðu upp á rúmlega 130 þúsund dala mánaðarleigu, um 14 milljónir króna. Þyrlur Landhelgisgæslunnar eru af gerðinni Super Puma, og auglýst var eftir annarri slíkri. Frestur til að ganga að tilboði gilti í mánuð frá opnunarfundi, og rann því út um miðjan nóvember. Hann hefur fengist framlengdur þar til í fyrri hluta desembermán- aðar. Enn óvíst um þyrluleigu Landhelgisgæslunnar  Tvö gild tilboð bárust sem óvíst er hvort hægt er að taka TF-LÍF Gæslan vill leigja aðra þyrlu. LÆKNIR Í BLÍÐU OG STRÍÐU holar@simnet.is Hér segir Páll Gíslason frá ýmsum uppákomum á löngum læknisferli sínum, störfum innan skátahreyf- ingarinnar og átökum innan stjórnmálanna, jafnt á meðal andstæðinga og samherja BAKSVIÐ Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Eins og við var að búast hafa Evr- ópumál verið fyrirferðarmikil á flokksráðsþingi Vinstri grænna, sem hófst í gær. Stuttu fyrir upphaf þingsins sagðist Steingrímur J. Sig- fússon, formaður Vinstri grænna, vera bjartsýnn á að sátt næðist um Evrópusambandsaðild. Hann sagð- ist eiga von á að þingið myndi senda frá sér ályktun um stöðu og framhald Evrópumála í þinglok. „Annars verð- ur margt annað en Evrópumálin rætt á þinginu og margt af því er ekki síður mikilvægt, þó að ég sé ekki að gera lítið úr Evrópumálun- um.“ Steingrímur sagði flokksmenn VG vera sammála um Evrópumál í grunnatriðum, ágreiningurinn sner- ist einna helst um aðferðir. Í upphafi ávarps síns sagði Stein- grímur að landsmönnum væri hollt að hafa í huga að fleiri þjóðir en Ís- lendingar hefðu átt í erfiðleikum, sumstaðar væru erfiðleikarnir að dynja yfir fyrst núna. Í því sambandi nefndi hann Írland, en búist er við að fjárlagahalli þar verði um 30% í ár. Minnkandi fjárlagahalli Hann sagði fjárlagahalla stefna niður fyrir 5% í ár og stefnt væri að því að koma honum í um 3,5% á næsta ári. „Það er langt síðan við hurfum af listanum yfir þau tíu lönd sem voru líklegust til að fara á haus- inn. En það er ekki sjálfgefið að Ís- land sé á þeim stað sem það er núna.“ Hann sagði enga launung á því að um afar erfitt verkefni væri að ræða. „Líklega er erfiðasta lotan einmitt núna. Fjárlögin fyrir næsta ár eru sársaukafull birtingarmynd hruns- ins, sem nú fellur af fullum þunga á landinu,“ sagði Steingrímur. „Sumir kalla þetta hrunfjárlög og það er rétt. En þetta eru á sama tíma end- urreisnarfjárlög.“ Steingrímur sagði að verr hefði gengið að draga úr atvinnuleysi en vonir hefðu staðið til. „Fáir veittu því athygli hvernig er- lendar skuldir hlóðust upp hjá sveit- arfélögunum á góðæristímum,“ sagði Steingrímur og sagði það mik- ilvægt að ríki og sveitarfélög stæðu saman að opinberum verkefnum. Sveitarfélögin þyrftu á aðstoð ríkis- ins að halda við að ná utan um er- lendar skuldir sínar. Hann sagði úr- vinnslu skulda heimilanna og atvinnulífsins „auðvitað hafa gengið allt of hægt“ og að mögulegt væri að leysa þann vanda á næstu 5-6 mán- uðum. Hann sagði allar hagspár gera ráð fyrir hagvexti á komandi ári. Skortur á útskýringum Steingrímur sagði ríkið greiða um 200 milljónir á dag í vexti. Hann sagði ríkisstjórnina hafa gert mistök að einu leyti hvað varðaði ríkisfjár- málin. „Við þurfum að standa okkur miklu betur í því að útskýra hvers vegna við gerum það sem við erum að gera.“ Hann sagði margar af þeim ákvörðunum, sem teknar hefðu verið varðandi niðurskurð, hafa verið mjög erfiðar. „Við erum ekki að gera þetta að gamni okkar og sumar þessarar ákvarðana hafa verið gríðarlega erf- iðar að taka. En ef við gerum þetta ekki sköpum við langtímavandamál,“ sagði hann. Undir lok ræðunnar spurði Stein- grímur fundarmenn hvort hann hefði stuðning og umboð frá flokknum til að halda þessari baráttu áfram. Því var svarað með dynjandi lófaklappi. Er VG sammála eða ekki sammála um Evrópumál? Morgunblaðið/Eggert Flokksráðsþing Fundarmenn voru íbyggnir á svip í upphafi þings, enda mörg mál sem brenna á Vinstri grænum.  Steingrímur J. segir Evrópuágreining í VG snúast fyrst og fremst um aðferðir Ný skýrsla Capacent um raunveru- legan sparnað af áætluðum nið- urskurði á starfsemi Heilbrigð- isstofnunar Austurlands (HSA) var kynnt íbúum í Fjarðabyggð á íbúa- fundi í Egilsbúð í Neskaupstað síð- degis í gær. Í skýrslunni kemur m.a. fram að sparnaður ríkisins af 466 milljóna niðurskurði verði í reynd einungis um 68 milljónir króna. Var það samdóma álit að í skýrslunni væri nokkuð varlega farið. Þar er ekki tekið tillit til þeirra þjóðhagslegu áhrifa og kostnaðar sem af hinum ætlaða sparnaði hlýst. Ekki heldur þeirra tekna sem t.d. sveitarfélögin á Austurlandi verða af komi til þeirra uppsagna sem við blasa. Eftir því var tekið að engir þing- menn kjördæmisins létu sjá sig í Egilsbúð, né heldur ráðherrar eða fulltrúar úr heilbrigðisráðuneytinu. Það olli sumum fundargestum von- brigðum, en þannig þóttust menn geta lesið úr því að ekki væru kosn- ingar á næsta leiti. „Við vinnum alveg fyrir því að hér sé rekin sómasamleg heilbrigð- isþjónusta,“ sagði Gunnþór Ingva- son, framkvæmdastjóri Síldar- vinnslunnar, á fundinum og vísaði þar í það háa hlutfall útflutnings- tekna sem til verður í Fjarðabyggð. 200 Austfirðingar á íbúafundi um mál- efni sjúkrahússins Íbúafundur Fundurinn í Egilsbúð í Neskaupstað var fjölsóttur í gær. Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Lögreglunni á Húsavík hafa borist tilkynningar um sex innbrot, að- allega í Reykjadal, á undanförnum tveimur vikum. Brotist var inn í eina verslun og fimm hús sem flest eru notuð sem sumarhús. Eigendur húsanna sakna aðallega áfengis eft- ir innbrotin. Innbrotsþjófarnir hafa unnið nokkrar skemmdir á húsunum til að komast inn í þau. Að öðru leyti hafa þeir gengið vel um, að sögn lögreglunnar, og ekki allt lagt í rúst eins og stundum gerist. Málin eru nú í rannsókn, samkvæmt upp- lýsingum lögreglunnar á Húsavík. Vínþyrstir þjófar á ferð í Reykjadal Ekki taka flokksmenn Vinstri grænna undir þá skoðun að sátt ríki um Evrópumál. Rúmlega sjö- tíu manns stóðu að ályktun í gærkvöldi um að flokksráðið krefðist þess skilyrðislaust að aðlögunarferlið yrði stöðvað og að hafnar yrðu eiginlegar samn- ingaviðræður. „Aðlögunarferlið er mjög kostnaðarsamt og við sjáum engan tilgang í því að leggjast í rýnivinnu og setja upp stofnanir með tilheyrandi kostn- aði og ferðum til Brussel,“ segir Ásmundur Einar Daðason, þing- maður og einn flutningsmanna tillögunnar. „Við lögðum þetta til sem sáttatillögu í Evrópu- málum, en það hefur verið mikill urgur í flokksmönnum vegna þeirra.“Ásmundur bendir á að nú þegar hafi ESB samþykkt að leggja fjóra milljarða í aðlög- unarferlið. Á móti því komi háir fjármunir frá íslenska ríkinu. „Þetta eru miklir peningar, sér í lagi í ljósi þess niðurskurðar sem blasir við okkur, “ segir Ás- mundur. Hann segir að tillagan sé ekki einungis lögð fram í þeim tilgangi að sætta ólík sjón- armið innan VG, hún eigi erindi við þjóðina alla. Aðlögunarferlið peningasóun VILJA HEFJA AÐILDARVIÐRÆÐUR STRAX Ásmundur Einar Daðason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.