Morgunblaðið - 20.11.2010, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.11.2010, Blaðsíða 16
FRÉTTASKÝRING Egill Ólafsson egol@mbl.is Spá um hagvöxt á næsta ári sem fjárlagafrumvarpið byggist á gerir ráð fyrir mun meiri hagvexti en OECD, ASÍ og Seðlabankinn reikna með. Halldór Árnason, hagfræðing- ur Samtaka atvinnulífsins, segir að rætist spá OECD um 1,5% hagvöxt á næsta ári og spá um samdrátt á þessu ári þá séu tekjur ríkissjóðs of- metnar í fjárlagafrumvarpinu um 15 milljarða króna. Venjan hefur verið sú að þegar fjárlagafrumvarpið er lagt fram í upphafi þings er samhliða lögð fram þjóðhagsáætlun með upplýsingum um hagvöxt, einkaneyslu, verð- bólgu, atvinnuleysi og fleiri hag- stærðir. Upphaflega vann Þjóðhags- stofnun þessa áætlun, en eftir að hún var lögð niður fór þessi vinna til efnahagsskrifstofu fjármálaráðu- neytisins. Í fyrra birti forsætisráðu- neytið þjóðhagsáætlun, en að þessu sinni studdist fjármálaráðuneytið við hagspá sem Hagstofa Íslands vann í júní. Hagvöxtur vegna einkaneyslu en ekki fjárfestingar Samkvæmt þessari áætlun er gert ráð fyrir 3,2% hagvexti á næsta ári. Í fyrradag birti OECD spá um 1,5% hagvöxt og ekki er langt síðan Seðlabankinn endurskoðaði sína spá og gerir nú ráð fyrir minni hagvexti en áður. ASÍ birti hagspá í síðasta mánuði sem er á svipuðu róli og OECD. Ástæðan fyrir því að nú er spáð minni hagvexti en áður er m.a. sú að ekki er reiknað með að framkvæmd- ir við álver í Helguvík fari af stað á næsta ári að neinum krafti. ASÍ reiknar hins vegar með fram- kvæmdum við Búðarhálsvirkjun og við álverið í Straumsvík. Í spá Seðla- bankans er tekið fram að sá hag- vöxtur sem verði á næsta ári sé fyrst og fremst knúinn áfram af einka- neyslu en ekki fjárfestingum. „Ef spá OECD um hagvöxt á næsta ári og horfur um áætlaðan hagvöxt í ár eru bornar saman við forsendur fjárlagafrumvarpsins þá sýnist mér að tekjur ríkissjóðs séu ofmetnar í fjárlagafrumvarpi um allt að 15 milljörðum króna,“ segir Hall- dór Árnason, hagfræðingur Sam- taka atvinnulífsins. „Þetta sýnir að það er mjög lítil fjárfesting í gangi og það er að leiða til samdráttar í efnahagslífinu. SA hafa margsinnis bent á að ef það ætti að vera eitthvert áherslumál sem taka á fram yfir önnur þá er það að skapa skilyrði fyrir atvinnulífið svo það geti farið að fjárfesta,“ segir Halldór og bendir á að atvinnuleysi aukist takist ekki að skapa ný störf með aukinni fjárfestingu. Ný hagspá verður lögð fram við aðra umræðum um fjárlög og flest bendir til að sú spá færi þeim sem eru að reyna að koma saman fjár- lögum nein gleðitíðindi. Minni hag- vöxtur þýðir að minni tekjur skila sér í ríkiskassann vegna tekjuskatts, virðisaukaskatts og annarra skatta. Þetta þýðir líka að áætlun fjárlaga- frumvarpsins um útgjöld vegna at- vinnuleysisbóta mun ekki standast. Morgunblaðið/Kristinn Fjármálaráðherra Ólíklegt að ný þjóðhagsspá færi Steingrími J. Sigfússyni nein gleiðitíðindi, en hann reynir að koma saman fjárlögum. Byggist á of bjartsýnni spá  Gangi spá OECD eftir um að hagvöxtur á næsta ári verið 1,5% en ekki 3,2% eins og fjárlagafrumvarpið byggist á lækka tekjur ríkissjóðs um 15 milljarða 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2010 Halldór Árnason, hagfræðingur SA, segir fráleitt af fjármálaráðu- neytinu að taka greiðslur á sér- eignasparnaði inn í útreikninga á kaupmáttar- rýrnun vegna að- gerða stjórn- valda í ríkisfjármálum. Hann segir að aðgerðirnar rýri kaupmátt um 1% en ekki 0,5% eins og fjár- málaráðuneytið heldur fram. Kemur mismikið niður á fólki Samkvæmt frumvarpi fjármála- ráðherra um ráðstafanir í ríkisfjár- málum rýrna ráðstöfunartekjur heimilanna um 8,7 milljarða á næsta ári vegna hækkunar skatta og lækkunar bóta eins og vaxtabóta og barnabóta. Ráðuneytið dregur síðan sex milljarða, sem það reikn- ar með að fari út af séreignasparnaðarreikningum, frá þessari upphæð. Halldór segir út í hött að setja þetta fram með þess- um hætti því að með útgreiðslu á séreignasparnaði sé fólk að ganga á eign sína en ekki auka tekjur sínar. Halldór segir að þó að kaupmátt- arrýrnun sé um 1% komi þessar aðgerðir misjafnlega niður og kaupmáttur sumra rýrni meira. Hann bendir líka á að bætur al- mannatrygginga hækki ekki, en það er talið spara ríkissjóði 2,7 milljarða. Kaupmátt- ur rýrnar um 1%  Gagnrýnir spá fjár- málaráðuneytisins Halldór Árnason Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra var spurður út í for- sendur frum- varpsins á Al- þingi í fyrradag. Hann sagði rétt að Seðlabankinn hefði lækkað sína spá, en bætti við að vísbendingar væru um að þró- unin á síðari hluta ársins væri held- ur betri en á fyrri hlutanum. „Ég tel ágætar líkur á að frávikið sé innan skekkjumarka, verði það sem kemur frá Hagstofunni á svipuðum slóðum og spá Seðlabankans.“ Vonar að frá- vikið verði innan marka Steingrímur J. Sigfússon Vegna lækkunar á fast- eignamati ættu að óbreyttum reglum mun fleiri rétt á vaxta- bótum á næsta ári. Fjár- málaráðherra leggur til að vaxtabætur verði skertar um 2,2 milljarða, en vegna lækk- unar á fasteignamati lætur nærri að skerðingin sé allt að 4 milljarðar, samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins. Samkvæmt lögum taka vaxtabætur m.a. mið af eign- arhlut í fasteign. Þegar fast- eignamat lækkar minnkar bók- færð eign í húsnæði og þar með aukast útgjöld vegna vaxtabóta. Hópurinn sem á rétt á húsa- leigubótum fer líka stækkandi því fleiri eru á leigumarkaði og fleiri eru í hópi tekjulágra en áður. Það þyrfti því meira fjár- magn í þennan málaflokk til að viðhalda óbreyttu kerfi. Stjórn- völd hafa hins vegar lagt fram tillögur um að skerða framlög til húsaleigubóta. Húsaleigubætur eru greiddar út af sveitarfélögunum, en ríkið greiðir hluta bótanna. Ef sveit- arfélögin drægju jafnmikið úr framlögum til húsaleigubóta og ríkið þýddi það skerðingu upp á einn milljarð. Engar breyt- ingar hafa verið tilkynntar á þessum áformum, en málið verður væntanlega rætt milli ríkis og sveitarfélaga á næstu vikum. Fram kom á Alþingi í gær að um 80% af þeim sem fá húsa- leigubætur er fólk með minna en 2 milljónir króna í árslaun. Fleiri eiga rétt á vaxtabótum HÚSLEIGUBÆTUR OG VAXTABÆTUR SKERTAR Spá um hagvöxt árið 2011 Fjárlagafrumvarpið 3,2% Seðlabanki 2,1% ASÍ 1,7% OECD 1,5% 470,8 milljarðar miðað við 3,2% hagvaxt- arspá í fjárlagafrumvarpinu 2011 455,8 milljarðar miðað við 1,5% hagvaxt- arspá OECD á næsta ári ‹ TEKJUR RÍKISSJÓÐS › » S k e i f u n n i 3 j · S í m i 5 5 3 8 2 8 2 · w w w . h e i l s u d r e k i n n . i s • Vasar • Diskar • Lampar • Pottar • Myndir o.m.fl . Frábært verð, mik ið úrval gefðu Gjafabréf heilsumeðferð · heilsuvörur · dekur · leikfimi Jafnvægi fyrir líkama og sál veittu vellíðan gefðu gjafabréf Kínversk handgerð list Frábær jólagjöf á gamla genginu!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.