Morgunblaðið - 20.11.2010, Blaðsíða 26
FRÉTTASKÝRING
Bjarni Ólafsson
bjarni@mbl.is
Ef marka má fréttir eru samningamenn Ís-
lands, Bretlands og Hollands að leggja síðustu
hönd á nýtt samkomulag um afgreiðslu á Ice-
save-deilunni, sem mun fela í sér að íslenska
ríkið tekur á sig ábyrgð vegna innstæðna á
reikningum Landsbankans í hinum löndunum
tveimur.
Fréttir herma að kostnaður ríkisins muni
samkvæmt þessu nýja samkomulagi verða um
sextíu milljarðar. Ekkert hefur hins vegar
komið fram um forsendur fyrir þessum út-
reikningi, annað en að vextir á láni frá Bretum
og Hollendingum verði þrjú prósent en ekki
5,55 prósent eins og gert var ráð fyrir í fyrra
samkomulaginu, sem kjósendur höfnuðu í vor.
Eins og Jón Daníelsson benti á í janúar þá
skiptir það öllu máli þegar verið er að reikna út
endanlegan kostnað fyrir ríkið hve hratt greitt
er úr þrotabúi Landsbankans, hve langur tími
er ætlaður til endurgreiðslu á lánum Breta og
Hollendinga og gengisþróun. Benti hann á að
miðað við 88 prósent endurheimtur úr þrota-
búinu myndu um 500 milljarðar króna lenda á
ríkinu og þar af væru um 380 milljarðar vegna
vaxta, en aðeins um 120 væri höfuðstóll lánsins.
Munurinn á 500 milljörðum og sextíu er
vissulega mikill, en áður en meira er vitað um
forsendurnar sem notaðar eru til að fá út sextíu
milljarða töluna er ekki hægt að leggja mat á
hversu raunhæf hún er.
Þá er einnig ákveðin óvissa um hvort ís-
lenska ríkið ræður við sextíu milljarða erlenda
skuld til viðbótar við það sem nú þegar liggur á
ríkissjóði og seðlabanka. Samkvæmt tölum frá
seðlabankanum sjálfum nemur gjaldeyrisforð-
inn, að lánalínum meðtöldum, um fjórum millj-
örðum evra, eða um 600 milljörðum króna.
Hann er að stærstum hluta fenginn að láni. Af-
borganir af erlendum skuldum á næstu árum,
þar á meðal lánum sem notuð voru til að byggja
upp forðann, eru það miklar að árið 2015 verður
forðinn uppurinn. Samkvæmt gamla Icesave-
samkomulaginu áttu greiðslur af Icesave-
skuldinni að hefjast á því ári, en það verður erf-
itt ef enginn gjaldeyrir er til.
Aðgengi að fjármagni
Áætlanir Seðlabankans gera ráð fyrir því að
fyrir þann tíma verði aðgengi Íslands að er-
lendum lánsfjármörkuðum orðið betra og því
verði hægt að endurfjármagna erlendar skuldir
ríkisins.
Ef það rætist er hins vegar alls óvíst um kjör
á slíkri endurfjármögnun. Vextir erlendis eru
vissulega lágir núna, en þeir geta ekki gert ann-
að en hækkað á næstu fimm árum – ef stýri-
vextir erlendis verða enn nærri núllinu eftir
fimm ár mun það þýða að hagkerfi heimsins
verða þá enn í alvarlegum vanda.
Hvað sem öðru líður munu afborganir af sex-
tíu milljarða króna erlendri skuld leggja enn
meiri þrýsting á viðskiptajöfnuð við útlönd, þ.e.
mismuninn á því fyrir hve mikið fé er flutt inn
og út úr landinu. Til að greiða upp erlendar
skuldir þarf erlendan gjaldeyri.
Í ár og í fyrra var myndarlegur afgangur á
vöruskiptum við útlönd, en gjaldeyrisþörf rík-
isins á næstu árum vegna afborgana er mun
meiri en sem nemur þessum afgangi.
Undir eðlilegum kringumstæðum myndi
þrýstingur sem þessi leiða til enn meiri veik-
ingar krónu, það leiðir af mjög einföldum lög-
málum um framboð og eftirspurn. Með gjald-
eyrishöftin til staðar eru sveiflur á gengi
krónunnar minni en ella og hefur hún styrkst
töluvert undanfarna mánuði. Vegna lagaum-
hverfisins skiptir gengi krónunnar miklu varð-
andi Icesave, en krafa tryggingasjóðs inn-
stæðueigenda í þrotabúið er í krónum. Veiking
krónu getur því haft alvarleg áhrif. Af þessu er
rökrétt að álykta að miðað við þessar for-
sendur, og að nýr Icesave-samningur verði
samþykktur, verði gjaldeyrishöft til staðar
næstu árin á Íslandi.
Óvissa um greiðslugetu
Rætt er um að nýr Icesave-samningur muni kosta um 60 milljarða króna Erlendar skuldir ríkisins
eru mjög miklar fyrir Miðað við greiðsluáætlun næstu ára verður gjaldeyrisforðinn búinn árið 2015
Nýr Icesave samningur
Innflutning á Kaffi í 40 ár
Innflutning á tóbaki í 27 ár
Innflutning á súráli í 1,1 ár
Innflutning á bensíni í 5,7 ár
Innflutning á timbri í 28 ár
Innflutning á sjónvarpstækjum í 56 ár
Innflutning á fólksbílum í 7 ár
Innflutning á fiskiskipum í 16 ár
Innflutning á korni til manneldis í 33 ár
Innflutning á ávöxtum og grænmeti í 9 ár
Á hvern Íslending:
Mannfjöldi í janúar 2010 :
317.630
Skuld á mann:
188.899 krónur
Á hvern vinnandi
Íslending:
Vinnandi á þriðja ársfjórðungi 2010:
170.200
Skuld á mann:
352.526 krónur
6.000
5.000
4.000
3.000
2.000
1.000
0
M
ill
jó
ni
r
ev
ra
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
Afborganir:
Skuldabréf vegnaAvens
Tvíhliðalánm.v. fullan ádrátt
IMF lániðm.v. fullan ádrátt
Lán tekin fyrir áætlunina
með IMF (leiðrétt fyrir uppkaupum)
Forðinn
uppurinn
2015
Forðinn og afborganir
Skuldin á mann
Vöruskiptajöfnuður á ári
Í milljónum króna
Afborganir á erl. lánum ríkisins
2008 2009 2010*
*janúar-september
-6,665
90.280 88.583
Frá 2010-2015
Frá 2015-2021
4.000 milljónir evra
2.000 milljónir evra
Andvirði 610 milljarða kr.
Andvirði um305milljarða kr.
Ef kostnaður vegna Icesave verður
60 milljarðar króna jafnast það á við:
26 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2010
!"# $% " &'( )* '$*
+++,--
+-.,--
+/.,-0
1/,02.
+3,-0-
+2,4-0
++4,++
+,4541
+-5,5
+04,42
++1,/5
+3/,1+
++/,/-
1/,21.
+3,3+1
+2,514
++4,54
+,45-+
+-5,.1
+04,-.
1/0,/.5+
++1,4+
+3/,20
++/,4.
1/,23.
+3,32-
+2,5-+
++4,-0
+,40+
+-0,55
+05,11
Gjaldeyri sem fer í að greiða upp
erlendar skuldir ríkissjóðs er ekki
hægt að nota í annað, eins og inn-
flutning á neyslu- eða fjárfesting-
arvörum eða á þjónustu. Það er því
áhugavert að skoða í hvað annað en
afborganir á láni frá Bretum og
Hollendingum mætti nota sextíu
milljarða króna.
Sextíu milljarðar jafnast á við
fjörutíufaldan innflutning Íslend-
inga á kaffi árið 2009, svo dæmi sé
tekið. Sama fjárhæð kaupir tæp-
lega sexfalt það af bensíni sem við
fluttum inn í fyrra og 28-faldan inn-
flutning okkar á timbri.
Innflutt súrál, sem notað er til ál-
framleiðslu, kostaði ríflega fimmtíu
milljarða króna í fyrra, sem þýðir
að kostnaður vegna hugsanlegs nýs
Icesave-samkomulags yrði s.s. ríf-
legur allur sá innflutningur.
Kostnaður vegna slíks sam-
komulags, þótt minni sé en upp-
haflega átti að vera, mun því koma
niður á lífsgæðum Íslendinga.
Fjörutíufaldur árlegur
innflutningur á kaffi
Erlendar skuldir ríkissjóðs eru afar
miklar og eins og greint hefur verið
frá áður munu afborganir af þeim
nema um fjórum milljörðum evra til
ársins 2015, eða ríflega 600 millj-
örðum króna á gengi dagsins í dag.
Á hvert mannsbarn á Íslandi er
þetta andvirði um 1,9 milljóna
króna.
Ef satt reynist að nýtt sam-
komulag um greiðslur á innstæðum
í Icesave muni kosta íslenska ríkið
um 60 milljarða króna þýðir það að
hlutur hvers Íslendings verður um
190.000 krónur. En til að afla fjár-
ins verður að vinna fyrir honum.
Það er því hugsanlega betri sam-
anburður að reikna út hver hlutur
hvers vinnandi manns er í skuldum
ríkissjóðs, hvort heldur sem er
vegna Icesave eða annars.
Starfandi á íslenskum vinnu-
markaði á þriðja ársfjórðungi í ár
voru 170.200 menn og konur. Hlut-
ur hvers í Icesave-skuldinni væri
því um 350.000 krónur.
Um 350.000 krónur á
hvern vinnandi mann
- nýr auglýsingamiðill
569-1100