Morgunblaðið - 20.11.2010, Blaðsíða 51
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
„Ég sýni nokkrar klippimyndir en
aðallega olíumálverk, af konum og
landslagi,“ segir Hulda Vilhjálms-
dóttir myndlistarkona en hún opnar
í dag klukkan 15 sýningu í Gallerí
Fold við Rauðarárstíg.
Hulda hefur verið ötul við sýn-
ingahald síðustu árin. Hún segir að á
þessari sýningu birtist nokkuð
„gamaldags og rómantískt þema“,
eins og hún orðar það. „Þetta er eins
konar ákall til náttúrunnar og feg-
urðarinnar, í gegnum reynslu mína
af því að horfa á landslagið. Ég hef
alls ekki farið eftir ljósmyndum af
landinu heldur því hvernig ég upplifi
landið og náttúruna.
Yfirnáttúrleg tengsl
Þetta eru nokkuð massífar mynd-
ir, en ég mála með penslum og reyni
að láta pensilstrokurnar njóta sín.
Þrátt fyrir að reynsla mín af nátt-
úrunni og upplifanir hversdagsleik-
ans birtist í verkunum, þá er alltaf
þarna þessi góða gamaldags tenging
við það hvernig málarar unnu með
liti og málverk hér áður. Ég heillast
þannig mikið af impressjónistunum,
nálgun þeirra og upplifunum.“
verkfæri. Ég varð ástfangin af þess-
um miðli. Ég einfaldlega steypti mér
út í djúpu laug málverksins – og það
var rétt fyrir mig . Þetta hefur geng-
ið ágætlega og mér finnst ég vera að
fara nokkurn veginn rétta leið.“
Aftur berst talið að sýningunni
sem Hulda var að hengja upp.
„Ég vil að fólk finni fyrir fegurð
þegar það kemur. Mér finnst að sýn-
ingin þurfi að vera upplifun, rétt eins
og þegar fólk fer í leikhús eða á tón-
leika. Mér finnst málverkið vera eins
og söngur eða dans – þetta er allt
hluti af sálinni,“ segir hún.
sem ég umgengst og hafa áhrif á
mig. Mér finnst ég þurfa að upplifa
fólk til að geta túlkað það.“
Hulda hefur málað af krafti síð-
ustu árin. Finnst henni málverkið
alltaf jafnspennandi?
„Já, svo sannarlega! Þegar ég fór í
Listaháskólann voru nýlistadeild og
grafísk hönnun aðaldeildirnar, mér
var sagt að ef ég ætlaði að lifa af eða
verða listamaður þyrfti ég að fara í
aðra hvorra þeirra. En ég fór þessa
gömlu leið og langaði að rannsaka
málverkið. Ég vildi leyfa málverkinu
að njóta sín og nota pensilinn sem
Þegar Hulda er spurð um tilfinn-
ingaleg tengsl við myndefnið segir
hún að þau séu mikil, til að mynda
heiti eitt verkið Fjallið inni í mér. Í
verkunum notar hún náttúruna til að
spegla tilfinningar en segir náttúr-
una líka vera stolt sitt og öryggi.
„Mér finnst ég vera örugg kring-
um þessi fjöll. Þessi tengsl við nátt-
úruna geta verið yfirnáttúrleg. Svo
birtist líka í verkunum einhver
draumaheimur, sem skín í gegnum
raunveruleikann.“
Konur eru áberandi viðfangsefni.
„Já, það er mikið ég sjálf og konur
„Eins konar ákall til náttúr-
unnar og fegurðarinnar“
Hulda Vil-
hjálmsdóttir opn-
ar sýningu á nýj-
um verkum í dag
Morgunblaðið/Eggert
Listakonan „Mér finnst málverkið vera eins og söngur eða dans – þetta er allt hluti af sálinni,“ segir Hulda.
MENNING 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. NÓVEMBER 2010
Kórar Hamrahlíðarskólans
halda tónleika á morgun,
sunnudag, klukkan 17, í Að-
ventkirkjunni í Reykjavík,
Ingólfsstræti 19.
Kór Menntaskólans við
Hamrahlíð var stofnaður árið
1967 og hefur Þorgerður Ing-
ólfsdóttir stjórnað honum frá
upphafi. Haustið 1982 var
stofnaður framhaldskór, einn-
ig undir stjórn Þorgerðar,
skipaður söngfólki sem áður hafði verið í Kór
Menntaskólans við Hamrahlíð. Var þessi nýi kór
nefndur Hamrahlíðarkórinn. Þessir kórar vinna
oft að sameiginlegum verkefnum, eins og heyrist
á tónleikunum á morgun.
Tónlist
Kórar Hamrahlíð-
arskólans syngja
Kórarnir syngja í
Aðventkirkjunni
Á morgun, sunnudag kl. 17,
stendur kirkjukór Lágafells-
sóknar fyrir styrktartónleikum
fyrir Rebekku Allwood sem
lenti í bílslysi á Vesturlands-
veginum árið 2002 og hefur síð-
an staðið í erfiðri og kostn-
aðarsamri endurhæfingu.
Listamennirnir sem koma
fram á tónleikunum gefa allir
vinnu sína. Meðal listamann-
anna eru Diddú, Egill Ólafs-
son, Jógvan Hansen, Birgir Haraldsson söngvari
Gildrunnar, Hanna Björk Guðjónsdóttir og Björg
Birgisdóttir, kirkjukórar Lágafellssóknar og Frí-
kirkjunnar í Hafnarfirði og Arnhildur Valgarðs-
dóttir organisti.
Tónlist
Styrktartónleikar í
Guðríðarkirkju
Sigrún Hjálmtýs-
dóttir - Diddú
Kór Langholtskirkju heldur
tónleika á degi heilagrar Sess-
elju, verndara tónlistarinnar, á
morgun, sunnudag kl. 20 í
Langholtskirkju.
Flutt verða verk eftir nokk-
ur höfuðtónskáld kirkju-
tónlistar á Norðurlöndum og
víðar, m.a. Knut Nystedt, Egil
Howland og Trond Kverno.
Einnig koma við sögu eng-
ilsaxnesku tónskáldin Bob
Chilcott og Samuel S. Wesley. Verk sem Þóra
Marteinsdóttir samdi fyrir kórinn í fyrra verður
flutt og í miningu Marteins H. Friðrikssonar
verður flutt lag eftir hann. Meginverk tónleikanna
er eftir Eric Whitacre, When David Heard.
Tónlist
Kór Langholts-
kirkju með tónleika
Jón Stefánsson
stjórnar kórnum
Íslenski saxófón-
kvartettinn held-
ur tónleika í Nor-
ræna húsinu á
morgun, sunnu-
dag, kl. 15.15.
Tónleikarnir eru
liður í tónleika-
röðinni 15:15. Að
þessu sinni flytur
kvartettinn verk
eftir tvö frönsk
tónskáld, Florent Schmitt og Pierre-
Max Dubois, nýtt verk eftir Þórð
Magnússon sem var sérstaklega
samið fyrir Íslenska saxófón-
kvartettinn, og verkið Songs for
Tony eftir breska tónskáldið Mich-
ael Nyman.
Verk Þórðar er fyrsta verkið sem
samið hefur verið fyrir hópinn.
Verkið var frumflutt í lok ágúst á
Hólum í Hjaltadal og heyrist nú í
fyrsta sinn á höfuðborgarsvæðinu.
Hópurinn var stofnaður árið 2006,
hefur komið víða fram, m.a. á ýms-
um tónlistarhátíðum, og flutt fjölda
tónverka eftir tónskáld ólíkra stíla
frá ýmsum löndum. Íslenski saxó-
fónkvartettinn er fyrsti og eini starf-
andi klassíski saxófónkvartettinn á
Íslandi en hann skipa Vigdís Klara
Aradóttir, Sigurður Flosason, Peter
Tompkins og Guido Bäumer.
Saxófónar
á 15:15
tónleikum
Íslenski saxófón-
kvartettinn leikur
Þórður Magnússon
tónskáld
Jón Axel Björns-
son myndlistar-
maður opnar í
dag, laugardag
kl. 15, sýningu á
nýjum verkum í
Studio Stafni,
Ingólfsstræti 6.
Á sýningunni
eru verk unnin
með olíu á striga
og pappírsverk. Jón er nú aftur að
kveðja sér hljóðs eftir að hafa hvílt
pensla og teiknitól um skeið.
Jón Axel
í Stafni
Jón Axel Björnsson
Við erum greinilega
orðnir svona naskir á
þetta, vanir kóperingum.54
»
Sinfóníutónleikarnir áfimmtudag báru yfirskrift-ina Eftirlætis klassík. Tilsamræmis voru á boð-
stólum þrjár sinfóníur hver eftir
sinn Vínarstórmeistarann frá 1768,
1785 og 1800.
Eftirlætið átti vel við vinsæl verk
Mozarts og Beethovens. Kannski
síður við sinfóníu Haydns, enda
varla meðal kunnustu 104 hljóm-
kviða frumherjans. En þó að und-
irritaður héldi persónulega meir upp
á ýmsar aðrar úr þeim gersemasjóði,
þá er „Passione“ alltjent forvitnileg
fyrir að vera ein fyrstu svokallaðra
Sturm und Drang sinfónía frá 8. ára-
tug hárkollualdar, fyrirboða róm-
antíkur.
Þótt ástríðunafngiftin sé umdeild
og ekki frá höfundi komin, hygldi
ítalski stjórnandinn skynjanlega
adrenalínflæði Haydns. Nærri bar-
okklega þrepaskipt styrkbrigðin (án
teljandi crescendóa og dímínúendóa)
komu eldhvasst fram úr stílhreint
fáliðaðri 28 manna sveitinni, og túlk-
unin var jafnt fáguð sem blóðheit.
Að vísu ekki 100% samtaka í
sneggstu upptaktsinnkomum – en á
móti gegnsýrð af smitandi spilagleði.
K466 í d-moll, einn þekktasti 27
píanókonserta Mozarts, bar auka-
svip af upphafshyggjustefnu síðari
áratuga. Meðal helztu merkisbera
hennar í vínarklassík er píanistinn
Robert Levin, er tók upp ýmsa
frumþræði frá tilurðartíma. Þannig
lék hann óhikað með hljómsveitinni í
túttíköflum þar sem píanóparturinn
stendur annars alauður í partít-
úrnum. Var það ný reynsla hér
nyrðra, jafnvel þótt talin hafi verið
venja Mozarts við frumflutning þeg-
ar hann stjórnaði sjálfur frá píanó-
inu.
Áhrifameiri voru þó einleiks-
kadenzur Levins í I. og II. þætti, er
ku spunnir á staðnum að fyrri tíma
hefð. Vissulega til ómælds spennu-
auka, líkt og ÁHI ýjaði að í tónleika-
skrá, enda ekki að hætti sólista okk-
ar tíma er reiða sig oftast á skrifaðar
kadenzur frumhöfunda eða annarra.
Hér var Levin greinilega á heima-
velli höfundar. Hann beinlínis „átti“
verkið, og orkuþrungnar en samt
sannfærandi hugleiðingarnar af
fingrum fram um stef konsertsins
mynduðu óvæntan hápunkt sem
hingað til hefur látið sig vanta í
klassísku tónleikasamhengi. Hvað
svo sem síðar kann að verða.
Jafnóvænt var að upplifa einleik
Levins í aukalagi hans, Adagio mið-
þættinum úr A-dúr píanósónötu
Mozarts K576, er tjaldaði undra-
mjúkri syngjandi – og svo ólíkri
stundum nærri groddafengnum tök-
um píanistans á konsertinum að
glenna þurfti upp augu til að stað-
festa að sami maður væri þar á ferð.
Jókst með því tjáningarvídd sólist-
ans á augabragði, og undirtektir
voru að vonum heitar.
1. sinfónía Beethovens þaut um
fellingaloft Háskólabíós eftir hlé.
Dásamlegt æskuverk, þrungið húm-
or og rytmískum frumleika, er
myndaði það bráðskemmtilegan
lokapunkt undir sprækri stjórn
Giovannis Antoninis að 210 ára
ferðalag aftur í tíma varð leikur
einn.
Á heimavelli höfundar
Morgunblaðið/Kristinn
Einleikarinn Robert Levin var á heimavelli og beinlínis „átti“ verkið.
Háskólabíó
Sinfóníutónleikarbbbmn
Haydn: Sinfónía nr. 49, „Passione“.
Mozart: Píanókonsert í d-moll K466.
Beethoven: Sinfónía nr. 1. Robert Levin
píanó; Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Stjórnandi: Giovanni Antonini. Fimmtu-
daginn 18. nóvember kl. 19:30.
RÍKARÐUR Ö.
PÁLSSON
TÓNLIST