Eyjablaðið


Eyjablaðið - 28.05.1970, Side 2

Eyjablaðið - 28.05.1970, Side 2
Eyjablaðið Sjálfstæðisflokksins Málgagn Fi-amh. af bls. 1. Eg sagði orðrétt: „Aðstaða til þeirrar liollu íþróttar (þ. e. sundsins), hefur lengi ver- ið slæm og farið versnandi, sundhöll lofað fyrir löngu (12 árum), Guðlaugur minntist á að ekki væri hægt að gera allt í einu ,en til hvers var þá verið að flagga með þessu sundhallarloforði fyrir síð- ustu kosningar? Allir bæjar- búar vita hvernig ástandið er nú í vor (1966), þegar ekki er hægt að útskrifa börn ú? skóla vegna þess ,aö þau hafa ekki getað lokið tilskyldu sundstigi. Aftur á móti hefur miklu fé verið varið til að koma upp tilbún um sundstað fyrir fiska sjáv- arins, sem eiga sér ágæan sundstað fyrir. Eg skal viður- kenna, að safn eins og þetta j er vissulega spor í menning- arátt ,en spurningin er að- eins sú, hvað sé mest aðkall- andi ,og f hvaða röð e'g' að framkvæma hlutina. " Berið nú saman. Þarna eru heiiindin í málflutningi. Og j nú spyr ég: Vill fólk styðja þá menn, sem gera slíka máls meðferð að höfuðaðferðum í áróðri sínum? Áfram var haldið. S.J. var ekki alveg af baki dottinn, eftir fyrrgreinda skáldsögu. Hann tók eftir einni málefnalegri grein í Eyjablaðinu, sem hann sagði að merkt væri G.G., sem hann hrósaði réttilega. Staðreyndirnar voru hins- vegar þær, að enginn grein blaðsins var merkt G G. og að forsíðugrein var um kjara- málin, þar sem m.a. var rætt um bata, kaupkröfur, rýrn- andi kaupmátt launa og stjórnarstefnuna (viðreisnar). Þetta 'kallar hann ekki „mál- efnalega" grein. Eg er ekki viss um, að sjómenn, verka- menn og aðrir launþegar séu honum sammála um það, að kjaramálin séu ekki umtals- verð málefni. Ekki eitt einasta atriði í þeirri grein hafa þeir íhalds- menn treyst sér til að gagn- rýna, sem ekki er von, því í henni eru aðeins bornar á borð áþreifanlegar staðreynd ir, sem hvert launþegaheim- ili í landinu hefur fengið stað festar af reynslunni. Hún er bezti kennarinn. Eg vona, að verkafólk og sjómenn gleymi ekki þessum staðreyndum þegar það geng ur að kjörborðinu n. k. sunnu dag og gæti þess vel, að gefa ríkisstjórnaríhaldinu eftir- minnilega ráðningu fyrir kverkatökin. Slagorð. í síðasta Eyjablaði var sleg ið upp slagorði, svo sem stundum er gert fyrir kosn- ingar, fólki til athugunar og hvatningar. Það hljóðar svo: Þar sem einingin ríkir, er sigurinn vís. S.J. taldi óheppilega að orði komizt, og skaut því Fra_nhald af 1. siðu. heldur, án þess að leggja neitt af mörkum til verðmæta sköpunar, eru þess valdandi að verkfólk á íslandi hefur orðið að búa við svo marg- falt lægra kaup en þekkist [ nokkru nálægu landi. Ef atvinnurekendur sýndu þann manndóm ættu þeir vísan, fulkominn, stuðning verkalýðshreyfingarinnar. Þegar maður lítur yfir framboðslita íhaldsins hér við í höndfarandi bæjar- stjórnarkosninga þá verður mörgum eldri borgurum þessa bæjar hugsað til þess tíma, er Tanginn og Edinborg voru hér í mesta veldi sínu, og bæjarbúar urðu að sitja og standa eftir boði þeirra og banni. Og menn voru beittir atvinnukúgun ef þeir voguðu sér að hafa aðra s'koðun á þjóðmálum en ráðandi menn þessara fyrirtækja. Engum dylst í hvaða til- gangi íhalöið stillir upp í 4 efstu sætin aðalráðamönn- um fiskvinnslustöðvanna. Og beita þeir nú öllum ráðum, og er þá okki verið að vanda meðölin, ósannindin og blekk ingarnar, sem ausið er út, ef vera mætti að einhverjar sál- ir, lítt hugsandi, tækju mark á þeim ,en þeim fer nú ört fækkandi, sem betur fer. Það ofurkapp. sem þeir leggja á að ná hér meiri- hluta er ekki gert í neinu til- gangsleysi eða út í bláinn, fram, að ef til vildi væri þetta komið úr Reykjaví'k, þar sem fylking vinstri manna hefur klofnað sundur. Eg tel hinsvegar heppilcga að orði komizt, þar sem liér standa allir Alþýðubandalags menn saman sem einn mað- ur. Slagorð okkar var ekki samið fyrir sunnan. Þessi setn ing var notuð í blaði okkar fyrir síðustu kosningar (‘67) og búið til af okkar ágæta forystumanni Sigurði heitn- um Stefánssyni, sem féll frá, illu heilli, langt fyrir aldur fram. Það var hörmulegur miss- ir, en það er e'kki sízt minn- ingin um sókndjarfan og snjallan forystumann, sem hvetur okkur hina til að gera okkar bezta til þess að vinna að framgangi þeirra mála, sem hann barðist fyrir af ósérhlífni og fórnfýsi mest- an hluta ævi sinnar. þeir vita, að í skjóli þess meirihlutavalds eiga þeir hægt með að skammta það sem fyrirtæki þeirra verða látin greiða til bæjarins ,og eins mundi sá meirihluti e'kki fara að vasast i, þótt fyrirtækin skytu undan nokkr um krónum, og velt þannig yfir á herðar almenings ein- hverjum af þeim gjöldum, er þeim ber sjálfum að greiða samkvæmt lögum. En ég býst við að hinn al- menni kjósandi óski ekki eft ir að endurreisa Tanga- og Eöinborgarvaldið, enda stöðva valdið orðið ærið, þó þeim verði ekki afhent algjör yf- irráð bæjarmálanna líka. Oft sér maður í blöðum í- haldsmanna, að þeir beri vel- ferð gamla fólksins mjög fyr- ir brjósti, og telja sig vilja hlúa að því svo að það, í ell- inni, þurfi ekki að hafa nein- ar áhyggjur af hinu dagl. lífi hvað fjárhagslega afkomu snertir, enda hefur rí'kisstjórn in hækkað eftirlaunin úr átta hundruð og þrjátíu krón um (1959) í rúmar þrjú- þúsund og fimmhundruð kr. nú, og segið þið svo að peir hafi ekki bætt hag gamla foiksins, ÞAR SEM EININGIN RÍKIIl, ER SIGURINN VÍS. Að lokum. Eg vil minna alla vinstri menn á það, að í kosning- unum eru úrslit aldrei tryggð fyrirfram (nema í sumum prófkosningum). Þess vegna óska ég eftir því, að menn geri sér ljóst ,að íhaldið sækir fast að Alþýðubanda- laginu, höfuðóvini sínum, auk þess sem hinir flokkarnir slá áreiðanlega ek'ki hendinni á móti atkvæðum ykkar. í síð ustu kosningum voru fæst at- kvæði bak við annan mann okkar og frá okkur reyna þeir þess vegna auðvitað að taka mann. En samstaða og samvinna sem flestra ykkar sem viljið tryggja Alþýðu- bandalaginu nægilega mörg atkvæði, getur riðið bagga- muninn. Einingin er allt! Þnr sem einingin rík ir, er sigurinn vís! G.S. I En þegar þetta fóU fer með þessi laun sín til að 'kaupa lífsnauðsynjar til heim ilisins, rekur það sig á þé. ó- þægilegu staðreynd, að það fær meir en helmingi minna af nauðsynjum fyrir þessar mörgu krónur en þao fékk fyrir þær fáu 1959. (Svo er viðreisninni fyrir að þákka). Eftir að allt vöruverð hafði hækkað um 25-30%, sem var afleiðing síðustu gengisfellingu, og er þeir voru búnir að gera braskara- stéttinni gífurlegan greiða : gegn um sömu gengisfellingu fannst þeim nauðsynlegt að l ækka all verulega elii -og örorkubætur. Og sjá, allt stjórnarliðið tók mikla jóðsótt og voru fæðingarhríðirnar bæði lang- ar og strangar, og eftir að fæðingarhríðirnar ,sem voru búnar að standa vikum sam- an, þá fæddist lítil mús, hækk unin skyldi vera 5%, eftir að allt vöruverð hafði hæk'kað um 25-30%. Þetta er lítil spegilmynd af þeirri umhyggju, sem íhaldið ber fyrir gamla fólkinu og mun efsti maður á lista í- haldsins hér, hafa rétt upp sína hendi með þessari sví- virðu, og fær gamla fólkið brátt tækifæri til að þakka fyrir sig. Hermann Jónsson. Rógi hnekkt Eftirfarandi skeyti hafa lögfræðing- arnir, Hörður Einarsson hdl. og Óttar Yngvason hdl-, sent bæjarblöðunum til birtingar og leiðréttingar á missögnum og rangfærslu Guðlaugs Gíslasonar, alþingismanns, í Fylki 15. maí s.l. _ Reykjavík 9/4733 188/186 20 1135 _ í 16. tbl. Fylkis sem út kom 15. maí s.l. er rætt um störf okkar undirritaðra fyrir bæjar- og hafnarsjóð Vestmannaeyja á síðastliðnu ári -STOP- Við viljum gera eftirfarandi athugasemdir við greinina- STOP- Innheimtuþóknun til okkar er aðeins reiknuð af raun- verulegum greiðslum, en ekki af samningum um greiðslur, sem gerðir voru. -STOP- í þessu sambandi töldust víxlar ekki full greiðsla -STOP- Verksamning- ur sá sem við gerðum við Bæjarsjóð Vestmannaeyja var ekki byggður á tilboð Bæjarstjórnar, heldur var hann gerð'ur að undangengnum samningaviðræðum. -STOP- Endurgjald til okkar var þar miðað við út- selda vinnu af lögfræðiskrifstofum. -STOP- Ásakanir um tillitsleysi við framkvæmd innheimtunnar teljum við ekki réttmætar, enda leituðumst við við að taka tillit til sér aðstæðna gjaldþegna efir föngum og í samræmi við liagsmuni Bæjarsjóðs. -STOP- Að Iok- um viljum við geta þess að við þurftum aldrei að fara til eða frá Vestmannaeyjum með Herjólfi vegna starfa okkar, svo að um greiðslur til okkar fyrir slíkar ferð- ir hefur ekki verið að ræða. -STOP- Athugasemdir þessar sendum við einnig öðrum bæjarblöðum. —19 maí 1970 — Hörður Einarsson hdl. Óttar Yngvason hdl. CT 15 19 1970 - A víð og dreif -

x

Eyjablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.