Eyjablaðið


Eyjablaðið - 28.05.1970, Blaðsíða 6

Eyjablaðið - 28.05.1970, Blaðsíða 6
c. Eyjablaðið Valdið í fáum höndum 31. maí í ár er, að margra dómi, merkilegur dagur. Þann dag fer almenningur með völdin, enda sjást þess víða merki. Skýrust koma þessi merki þó fram innan valda hópanna, enda eru orð og at- hafnir þeirra þessa dagana víðsfjarri þeim stefnumiðum, sem þeir leggja til grund- vallar. Ömurlegastar eru þó hinar tíðu, og oft skrautlegu, yfirlýsingar, sem fjara út og verða, þegar á reynir, mar'k- laust gaspur, og þegar verst lætur ósannindi. Þetta á ekki sízt við um þá sem sitja í ríkisstjórn og ráða mestu um lífsafkomu almennings. Sézt þetta bezt á því, að á þeim 10 árum, sem þeir hafa far- ið með stjórn landsmála á íslandi, hefur þjóðin búið við gott árferði og metafla ár hvert, þó hefur þeim tekizt að búa almenningi þau kjör er talin eru með þeim léig- ustu á norðurhveli jarðar. En hvað veldur því, að valdahóparnir tveir viður- kenna aðeins nú rétt fyrir kosningar, að láglaunastétt- irnar í þjóðfélaginu búi við mjög lág laun. Þessi viður- kenning er til marks um það, að hræðslan hefur tekið vöM in, hræðslan við vald kjos- enda .hræðslan við það, að ek'ki muni takast að blekkja aftur þann fjölda launa- | manna, sem á undanförn.mi i árum hefur tekið hinar skrautlegu yfirlýsingar al- varlega. Takið eftir hinu glæsilega tilboði þeirra: 1003 króna launahækkun á mán- uð. Gleymd sjónannið' Margan manninn hefur undrað hvernig þessir tveir flokkar geta unnið svo á- rekstralaust saman, svo ó- skyldir sem þeir eru (að nafn inu til). Öllum er eflaust kunnugt um andstöðu braskaranna í garð launþega, þó ein'kum sjó manna og verkamanna. Þetta er ekki ný kenning, heldr byggð á áratuga reynslu þess ara stétta í samskiptum við fésýsluflokkinn. Öllu öðru máli gegnir með hinn valda- flokkinn. Hann var stofnaður af verkafólki og ungu mennta fólki, sem átti sér allt aðra og ólí'kt fegurri lífsmynd ,en foringjarnir sem nú hafa gleymt hugsjóónum og kjör- um þessa fólks sem stofnaði hann, að ekki sé minnzt á lífeyrisþega (gamalmenni og öryrkja), en bætur þeirra eru þjóðfélaginu til vansæmd ar. Þau göfugu .-tmnumio, sem voru grundvö'iu.' þessa valdahóps við árdag.i iians eru rykfallin og gleymd. Annarleg sjónarmið sem Zryggpum vinslri mönnum Framhald af 8. síðu vinstri menn þá vandann með myndun bæjarmálasamstarfs til að hrynda í framkvæmd mest aðkallandi verkefnun- um. Bar þar hæst vatnsveit- una, eina af stærstu verk- legu framkvæmdum sem ráð- izt hefur verið í hérlendis. Nýjí>. sjúkrahúsið og' bætt félagsleg aðstaða. Framkvæmdum við nýja sjúkrahúsið hefur miðað mjög vel áfram, svo að unnt mun verða að taka í notkun þann hluta þess, sem fyrirhugað var síðar í sumar. Hefur sjúkrahúsið nú verið næstum fullgert hið ytra og mun lóð þess síðan verða lag- færð. Á því kjörtímabili, sem nú er að Ijúka, hefur að hálfu bæjarfélagsins verið unnið öt- ullega að bættri aðstöðu á mörgum sviðum félagsmála. Félagsheimilið við Heiðar- veg hefur verið fullgert og hýsir nú þegar margháttaða menningarstarfsemi. Nýtt iðn skólahús fullgert og tekið í notkun. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á Skálholti vistheimili aldraða fólksins. Á fimmtíu ára afmæli kaup staðarins fyrir tæpu ári, var fyrsta skóflustungan tekin að miklu og glæsilegu safnahúsi, sem nú er unnið við að reisa á Stakagerðistúni. Lo'ks eygjum við svo fyrstu framkvæmdir við hina lang- þráðu sundhöll, og mun til- koma vatnsveitunnar þar í því sambandi hinu fullkomn- ustu aðstöðu. Barnaheimilið barf að stækka í vaxandi bæ. Aðkallandi er einnig auk- ið húsrými barnaheimilisins þi'engsli valda miklum erfið- leikum við það ágæta starf sem þar er unnið. Bygging nýs og hentugs húss fyrir vekja vonbrigði þeirra, sem hafa kosið hann af ti'yggð við forn stefnumál, sem hafna bitlingapólitík foringjanna og vekja viðbjóð allra rétt- sýnna manna. Ný kynslóð. Við þær kosningar, sem nú fara í hönd , gengur fjöldi ungra kjósóenda að kjörborð inu í fyrsta sinn. Kosningai’étturinn er ekki svo lítils virði, þó sumum finnist lítið til hans koma. Þessi réttindi fela það meðal anars í sér ,að valdið ei' fólks ins, og þetta vald ber hverj- um og einum að nota eftir sinni beztu vitund og' sann- færingu. Það er eðlilegt að unga fólkið, sem gengur að kjör- borðinu á sunnudaginn kem- ur, er laust við þá fordóma sem einkennt hefur sumar eldri kynslóðir, enda hefur það umrót sem ungt fólk hef ur komið af stað innan valda- flokkanna, borið því glöggt vitni. Ungt fólk í dag gerir þær kröfur til þjóðfélagsins, að stefnu þess sé breytt eft- ir þörfum fjöldans, en ekki við þarfir einangraðra valda- hópa. Sú krafa nær aðeins fram, að stjórnarstefnunni sé breytt, breytt í þann far- veg, að félagsleg úrræði séu látin ráða. Þetta mun æskan I um séð mi'kinn árangur af j þetta síðasta kjörtímabil. Sí- ! starfsemina, er það sem huga verður að svo fljótt sem 'kost- ur er. í vaxandi bæjarfélagi er brýn nauðsyn á samstarfi sem flestra við hina öru upp byggingu. Flestir viðurkenna að samstjóx-n vinstri manna um bæjarmálefnin hafi verið farsæl og þeir hafi mörgum góðum málum komið i höfn. Enn þarf að vinna vel á næstu árum. íbúum þarf að fjölga, svo að frekar verði hægt að standa undir mai’gvíslegri nú tíma þjónustu. Stórt átak hef ur verið gert i skipulagsmál- um bæjarins með íbúafjölg- un í huga. Eru þegar hafnar bygginga- framkvæmdir á hinu nýja svæði. Nú er mikið í liúfi að lialdið veröi áfram á þessari braut, en eiginhagsmunir og þröngsýni ákveðins flokks- hóps nái ekk iaftur völdum Alþýðubandalagið hefur beitt sér fyrir þeirri farsælu samstöðu vinstri manna um bæjarmálefnin sem við höf- sýna í verki á sunnudaginn kemur. Rúsínan. Alþingismaðurinn í Fyl'ki lætur liggja að því, að kommúnistar hvetji fólk til þess að frytjast úr landi og gylli kjör annarra þjóða fyr- ir landsmönnum, í því augna miði að fá fleiri til búílutn- inga. Gremja þingmannsins er eðlileg, sú almenna kjara- skerðing, sem almenningur hefur orðið fyrir, mun kosta hann verulegt fylgistap, en gremja þingmannsins er þó mest yfir því ,að almenning- ur skuli fá fréttir af kjörum annarra þjóða. Nokkrir þeirra, sem eru á lista D-manna, verða sömu mennirnir, sem semja eiga við y'kkur verkafólk, um kaup og kjör næsu dagana, t.d. G. Karlsson og Sighvatur Bjarna son. Finnst ykkur ekki rétt að kjósa andstæðinga ykkar við samningaborðið? Kjósið samherjana, fulltrúa verkalýðsins! Kjósum G-listann - X-G. Kristinn Hermannsson. Það sem mest er aðkallandi Framhald af 1. síðu. nokkrum mönnum líðast að spilla andrúmsloftinu yfir bænum, eða aka loðnu um allar trissur án tillits við nok'kuð annað en þeirra eig- in buddu. Því ætti að mega takast að laga þetta, með samstilltu á- taki til hagsbóta fyrir alla. Ekki mun ég að þessu sinni í smáati’iðum ræða þetta nánar. En vil minna á, að verði ekkert að gert, er hugs anlegt, að stungið verði nið- ur penna síðar, og þá ekki hirt um hvert blöðin fjúka- Eg vil enda þetta með á- skorun á þá, sem veljast til þeirra starfa, að stjórna þess- um bæ næstu árin, að taka þessi mál föstum tö'kum, stefna að auknum þrifnaði og gangast fyrir almennri fræðslu um fiskiðnað og stuðla að því á allan hátt, að lyfta aðal- atvinuvegi okkar upp af því frumstigi sem hann nú stendur á, til samræmis við það se mbezt þekkist í heiminum. Hafst. Stef. Húseigendur Höfum fyrirliggjandi AIlAfílA hrein lœtistœki, sambyggt, WC skálar og handlaugar á fœti. — Vtvegum SPHINX hreinlœtistœki hvít og lit- uð. — Tökum að okkur pípulagnir, allskonar■ NIPPILL S.F. Þorleifur Sigurlásson sími 1609 Svavar Steingrímsson sími 1749 Frá Iðnskólanum Innrituu nýnema fer fram í Iðnskólanum í þess ari viku frá kl. 2-4. Samkvæmt fyrirskipun er óheimilt að innrita í skólann síðar. Skólastjóri- ukum því fylgi Alþýðubanda lagsins í þesum kosningum, og tryggjum þannig áfram- haldandi samstöðu vinstri aflanna um stjórn bæjarins á næstu árum. Guðmund Gunnarsdóttir. Tapazt Lyklakippa tanaðist fyrir nokkru. Finnand! er vinsam- lega beðinn að hringja í síma 1814. Fundarlaun.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.