Eyjablaðið


Eyjablaðið - 28.05.1970, Blaðsíða 8

Eyjablaðið - 28.05.1970, Blaðsíða 8
EYJABLADID Zryggfum vinslri mönnum vcrðugan sigur i bœfarsifórnarkosningunum Útgefandi: Albýðubandalagið í Vestmanna- eyjum. Ritnefnd: Garðar Sigurðsson (áb.), Hafsteinn Stefánsson, Jón Traustason. Prentsmiðjan Eyrún h.f. Þegar kjörtímabili bæjar- stjórnar er að ljúka, er að vonum mjög til umræðu, hvernig til hefur tekizt um stjórn bæjarfélagsins og fram kvæmd nauðsynlégra verk- efna á þess vegum. Núver- andi ráðamenn í stjórn bæj- arins hafa aðeins eitt kjör- tímabil að baki, en þau fjög- ur ár hafa þó sannað, að bæjarbúar gerðu rétt í síð- ustu kosningum, að skipta um yfirstjórn bæjarmálanna eftir 12 ára valdatímabil Sjálf- stæðismanna. Einræði þeirra þrjú kjörtímabil í röð hafði hvor'ki sannað neina stjórn- vizku eða framkvæmdadug af þeirra hálfu, í samræmi við þá aðstöðu sem þeim skapað- ist á veltiárum hins mikla sjávarafla og háa markaðs- verðs. Ber sjálfur krák þinn Við lestur siðasta Fylkis virtist mönnum að kominn væri algjör einkarekstur á blaðið, svipaður þeim sem var á bæj- arstjórninni í valdatíð Guðlaugs Gíslasonar. Spurningin er, hvort hann liefur að þessu sinni sagt upp merkisberum sín- um eða þeir hafa sagt eins og Þorsteinn Síðuhallsson forð- um: „Ber þú sjálfur krák þinn ‘. Vtigangur Harkaleg þótti mönnum aðferð sú, er eitt sinn var við höfð á landi okkar við „þarfasta þjóninn“, þegar hann var orðinn gamall og farinn að kröftum, var hann settur á úti- gang, og hét þá útigangshross. Nú hefur það náð eyrum okk- ar, að komið hafi til tals hjá ráðamönnum stöðvanna að segja upp öllu bví fólki sem orðið er 65 ára eða eldra. Við, sem ekki álítum þessa menn með öllu lijartalausa, vonum að hessi orðrómur liafi ekki við rök að styðjast. Andlásfregn Ekki tókum við nú upp vasaklútinn þótt við læsum and- látstilkynnirigu „Sindurs“ í síðasta Fylki. Samt urðum við svolítið hryggir. Það var sumt satt í þeim svartletursgrein- um. Höfundur segir m. a. orðrétt: „Mörgum mun nú víst finnast ég vera skrítinn.“ _ Þarna getum við ekki annað en verið sammála. En þar sem ekki er óskað eftir blómum eða krönsum, má ætla, að minningargrein verði lieldur ekki vel þegin. .2. ú .1. ., Verður skilað aftur? Víðast mun haö liafa vakið athygli manna, þegar út úr herbúðum „Viðreisnar“ báruzt l ær upplýsingar, að nú væri liægt að hækka gengi krónunnai' vegna þess að allt liefði gengið vel síðasta ár, og live góður afganur hlyti að verða hjá útflutningnum. Ef þetta er nú ekki bara skrum, væri þá ekki liugsanlegt að sjómennum yrði skilað aftur því, sem af þeim var rang- lega tekið um áramótin 1968 og 1969. Það skal tekið fram, að þarna var ríkisstjórnin ein ábyrg, og á bví að skila því aftur sem liún tók, með því að ráðast á og skerða frjálsa samn- inga. Verður það sízt of oft endurtekið, að bá rændi liún fjórða parti af lífsbjörg livers sjómanns á íslandi. Um margt hjakkaði í sama farinu varðandi félagslega uppbyggingu í bænum. Ein- stefna og þröngsýni setti um of svip sinn á bæjarstjórnar- meirihluta Sjálfstæðisflokks- ins öll þessi ár. Flest það sem minnihlutinn hafði fram að færa var annaðhvort beinlín- is fellt eða hunzað- Slíkt stærilæti við stjórn bæjarmál- efna í okkar afmarkaða bæj- arfélagi, var mjög vanhugs- að. Vegna sérstöðu ok'kar sem lítils samfélags á þessari eyju er mikils um vert, að þeir, sem hér stjórna séu frjálslynd ir menn sem af lipurð reyna að leysa vandamál líðandi stundar ,og sameina íbúana um lausn stærri framtíðar- verkeina. Þess skal þó getiö sem vel var gert. Enda þótt vanrækslusyndir fyrri ára hafi komið okkur í koll í seinni tíð, þannig að bæjarbúar hafa orðið að leggja mikið af mörkum til aðkallandi fram'kvæmda, vegna þess, að góðu árin voru ekki notuð sem skyldi, skal þess þó getið sem þá var vel gerí. Ber þar helzt að nefna malbikun gatna, sem var nauðsynleg framkvæmd, en kostaði að vísu mikið fé. Ekki hafa bæjarbúar þó talið það eftir, þótt komnir séu í ljós mi'klir ágallar við það verk. Þessi „tilrauna" malbikun mun verða mjög dýr, þegar búið verður að gera við okkar sprungnu göt- ur, sem engan veginn hafa enzt eins og til stóð. En að sjálfsögðu verður að læra af þeirri reynslu. Fyrrverandi bæjarstjórnarmeirihluti hefur mjög státað af þessum fram- kvæmdum, og má hann það að sumu leyti. Staðsetning sér 'staks Stýrimannaskóla fyrir Vestmannaeyjar, svo og stofn un fiskasafnsins var hvort- tveggja gert á kostnað ann- arra og brýnni verkefna. Það hefur þó tiltekizt með starf- ræ'kslu beggja þessara stofn- ana, að ekki sé réttmætt að gagnrýna tilkomu þeirra- Að 'fVÍsu væri vart grundvöllur fyrir rekstri Stýrimannaskól- ans nema með tilkomu utan bæjarnemenda, en Vestmanna eyjar eru jú ein stærsta ver- stöð landsins, og öll viljum við stuðla að sem beztum menntunarmöguleikum í heimabyggð okkar. Um fiska- safnið er óþarfi að fjölyrða. Starfræksla þess og umhirða er til mikils sóma, svo sem vænta má af því ágæta fólki sem þar starfar. En skólarn- ir hefðu mátt nýta betur þá lífrænu möguleika, sem þessi stofni n ætti að geta veitt í sambandi við náttúru- og dýrafræðikennslu. Stórframkvæmdir á síðustu árum. Við þeirri bæjarstjórn sem kjörin var vorið 1936 blöstu ! þegar óleyst stórverkefni ,en aðkoman var vægast sagt verri en skyldi hvað fjármála hliðina snerti, þrátt fyrir und angengin veltiár. Ævintýra- mennskan hafði ráðið rekstri sumra stórfyrirtækja í Eyj- um, og miklar skuldir hlaðizt upp hjá þeim í ógreiddum sköttum og skyldum til bæj- arfélagsins. Bæjarbúar höfðu í þessum kosningum lýst van trausti á flok'kseinræði Sjálf- stæðisflokksins í bæjarmál- um, þrátt fyrir þann gamla og nýja áróður Sjálfstæðis- manna, að ckkert (æki við aiinað en sundrung, ef þeir einir héldu ekki um stjórn- völinn. Sú kenning samræm- ist að vísu illa öðru tali þeirra um lýðræðisást og frjálsa skoðanamyndun. Sjálfstæðismenn brugðvst þannig við ósigri sínum í kosningunum, að neita öllu samstarfi um framkvæmd þeirra miklu. verkefna, sem framundan voru. Að frumkvæði bæjarfulltrúa Alþýðubandalagsins leysiu Framhald á 6. síðn D - listinn er lísti stórotvinnurelfenda Oð Engum hcilvita manni dylst nú lengur, að D-listinn er sannkallaður „Listi stöðvanna“. Fjórir efstu menn list- ans eru beinir fulltrúar hess valds, sem að þeim standa og sá fimmti dyggur fylgifiskur. Nú skyldi enginn skilja það svo, að fiskvinnslustöðv- arnar séu sem atvinnufyrirtæki ekki alls góðs maklegar, þar sem þær eru uppistaðan í atvinnulífi bæjarins til vinnslu úr þeim afla, sem á land berst úr bátunum. En jafnhliða verða þær að taka á sig fyllilega sinn hluta af kostnaði við rekstur bæjarfélagsins og greiða sín gjöld fyrir þá aðstöðu, sem bæjarfélagið og hafnarsvæðið veit- ir þeim. Það eru breiðu bökin, sem almenningur í bæn- um verður að treysta á. En því miður virðist þetta vald aldrei vilja greiða sín gjöld af fúsum vilja, og stendur í stöðugri baráttu fyrir að fá gjöld sín lækkuð, bæði að- stöðugjöld o. fl. Einn liðurinn í þessu er vatnið, sem eflaust verður sótt fast af þessum aðilum að fá lækkað í verði til stöðvanna og fiskimjölsverksmiðjanna, en það þýðir að velta kostnaðinum yfir á bök almennings í bæn- um. — Finnst kjósendum ekki hlálegt, að gefa þessu valdi sjálfdæmi með mcirihlutaaðstöðu í bæjarstjórn, um þessi efni? _ Er ekki vald þeirra nógu sterkt á öðrum sviðum, þótt ekki sé þeim gefið einskorðað vald yfir bæj- arfélaginu líka? — Athugið, að hvert atkvæði, sem greitt verður xD á kjördag, færir stöðvarvaldið nær því að fá einskorðað vald yfir bæjarfélagina og þar með um leið vald til að ákveða sín eigin gjöld til bæjarfélagsins í skjóli aðstöðu sinnar. Aðeins þeir, sem vilja einskorðað vald stöðvareig- enda og stóratvinnureksturs í bæjarfélaginu kjósa D-list- ann. KJÓSANDI.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.