Eyjablaðið


Eyjablaðið - 28.05.1970, Blaðsíða 3

Eyjablaðið - 28.05.1970, Blaðsíða 3
Eyjablaðið 3 stjórn eða íhaldsstjóm Vinstri Vinstri stjórn og sósíalismi í þætti, sem sjónvarpið sýndi þ. 28. feb. frá Nes'kaup- stað var viðtal við bæjar- stjórann, Bjarna Þórðarson, sem sagði, að menn mættu ekki halda að þeir væru að framkvæma hreinan sósíal- isma þar á staðnum, það væri tómur misskilningur; þeir gerðu sér manna bezt grein fyrir því. Aftur á móti reyndu þeir að leysa ýmis aðkallandi verkefni, svo sem í atvinnumálum og fl., ó sós- íaliskum grundvelli grund- velli félagshyggjunnar. Það væri ekki hægt í einu bæj- arfélagi að framkvæma sósíal isma í auðvaldsþjóðfélagi sem í eðli sínu er andsnúið öllu sem lýtur að jöfnuði. Þetta, sem þessi ágæti mað- ur sagði, kemur heim við það sem einn okkar eldri s- síalisti sagði nýlega, „það er ekki hægt að framkvæma telandi sósíalisma í bæjar- | stjórn, því þeir eru eins og bundnir á höndum og fót- um af löggjafarvaldinu á flestum sviðum, það mikils- verðasta við að vinstri menn hafa völdin er það, að þá geta atvinnurekendur og aðr- ir ekki ráðskast með málefni bæjarins að vild, sér í hag. Það er hægt að spyrna við fæti, svo langt sem lög leyfa, en í flestum tilvikum eru þau einmitt þeim í hag, enda samin flest af þeim.“ Hægristjórn og auðhyggja Þeir, sem séð hafa fram- boðslista íhaldsins fyrir næstu kosningar til bæjar- stjórnar og virt fyrir sér nið- urröðun hans, sjá strax, að þar hefur stöðvavaltíið meiri hluta. Af fimm efstu, sem íhaldið gerir sér vonir um að koma inn, eru fjórir höfuð- paurar stöðvavaldsins, salt- fiskstöðvareigandi og svo loks einn harðdrægur fram- kvæmdastjóri fyrir frysti- húsi. Aðeins einn tilheyrir ekki þessari sterku klíku stöðvanna; sá sem er í von- litla sætinu, en hann er hinn þægi vikapiltur, skoðana- snældan G.Á.E. _ Þetta eru mennirnir sem íhaldið ætlar að láta „bjarga“ bænum. Guðlugur segir í framboðs- lista blaðinu að sú bæjar- stjórn, sem við taki fái m. a. strax 18 millj. 'kr. skuld við að glima. Má vera að þeir ætli að borga hana úr eigin vasa. Fyndist verkafólki ekki það hálfótrúlegt eftir fyrri skipti sín við þá. (Raunar er 'skuldin ekki til). Loforð og efndir. íhaldið hefur haft stjórn þessa bæjar margfalt lengur en nokkrir aðrir frá því að fyrst var kosið til bæjar- stjórnar, fyrir rúmlega hálfri öld; um tíu 'kjörtímabil af þrettán, sem liðin eru- Öll þessi ár hefu x’flest það skort í þennan bæ, sem til menning arauka mætti vera, allt nema glæsileg loforð íhaldsins fyr- ir hverjar kosningar, saman- ber síðasta Fylki. Meirihlutinn, sem nú er að ljúka sínu fyrsta kjörtíma- 'bili, setji ekki fram langan loforðslista, en hefur staðið sig þeim mun betur. í áður- nefndum Norðfjarðar-þætti var minnzt á fullkomið fé- lagsheimili, hver smábær úti um land getur státað af því sama og standa langt fram- ar þessum 5000 manna bæ með öll sín glæsifiskver og bátaflota. Þau geta státað af sundhöllum, félagsheimilum, bókasöfnum í cigin húsi með lestraraðstöðu, byggðasöfnum og listigörðum. — íhaldið hér hefur lofað þessu öllu um kosningar, en minna orðið um framkvæmdir. Þessi bæj- arstjórn hefur þó komið fé- lagsheimilinu það áfram, að því er næstum lokið, byi’jað er á safnahúsi, og vatnsveit" unni að verða lokið. Hún hefur dregið töluvert þrek úr bænurn, sem von er með svo stórt verkefni, að ekki sé minnzt á þegar efnahags- ástand þjóðfélagsins og ó- stjórn þess er sem raun er á. Pínumoggamenn belgja sig út af vandlætingu vegna hárra útsvai’a. Þó ættu þeir að vita, að aðeins hluti þeirra fai'a til ráðstöfunar á vegum bæjarstjórnar til verklegra fi-amkvæmda, hitt allt í fasta liði, sem vaxa óhjákvæmilega með verðbólgunni. Félagsmál er stæsti liðurinn, skólar, sjúki-ahús .elliheimili, ti’ygg- ingai', sjúki-asamlag og fl. „Viðreisnin" sér fyi’ir hækkun á þessum liðum jafnt og þétt og reikna ég ekki með að smábai’nakenn- | urum finnist þeir fá of hátt I kaup eða að þeim finnist þöi’f að halda því niðri svo að félagsmálaliðurinn hækki um of, ekki frekar en Guðl. þótt neitt athugavert við að vera hafður að leiksoppi stjói-nvaldanna og notaður til að mæla gengisfellingunni bót, sem hækkaði vatnsveitu- framkvæmdir Vestmannaey- inga um helming. Pínulitli mogginn í Eyjum hefur nú haft uppi aðferðir þæi’, er fyi’rverandi átrúnað- argoð þeirra, Hitlei’, 'kenndi í bók sinni „Mein Kampf“: Ef lygin er endurtekin nógu oft, þá trúa allir henni að lokum.“ Lofoi’ðalisti Fylkis var svo skrumkenndur, að allir bæj- arbúar hlógu að, sjálfstæðis- menn sem aðrir. Nú ætla þeir að láta í það skína, að um hugarfars- og stefnubreytingu sé að ræða hjá þeim. Allt þetta munum við gera fyi’ir ykkur, ef þið fallið frarn og kjósið ok'kur. Það er sannai’lega vonandi | að sem fæstir bæjarbúar j láti blekkjast af þessu glamri. Það er kannski hægt að segja að það sé gamalt og úr- elt slagorð, sem hér kemur á eftir, en nú á það svo sann- arlega við. Allt betra en íhaldið! *H§kHÍKHÍKHP04kHÍKH!i^^ Bæjarstjórnar- kosningar í Vcsmannaeyjuni fara fram smxnudaginn 31. maí 1970 og liefjast klukkan 9 árdegis. Bænum er skipt í tvær kjördeildir, og er kjör- staður I. kjöi’deildar í Akógeshúsinu, en kjör- staður II. í húsi K.F.U.M.&K.. í Akógeshúsinu I. kjördeild, greiða þeir at- kvæði, sem eiga heimili við götur, sem byrja á A - til og með Hólagötu. X-G J.T Þarít' að ílytja! Viitu íara! Ertu að konta! allavega gleymið ekki að tilkynna sérhverja aðsetursbreytingu til bæjarritarans, Kirkju- vegi 23, III. hæð. BÆJARRITARINN VESTMANNAEYJUM í liúsi K.FU.M.&K. II. kjördeild, greiða þeir atkvæði, sem eiga heim við götur frá og með Hraunslóð og til og með Víðisvegi, svo og þeir, sem búa í húsum sem ekki eru staðsett við göt- ur (þar með taldir bæir) og ennfremur þeir. sem kærðir hafa verið inn á kjörskrá. Vestmanaeyjum 20. maí 1970 Yfirkjörstjórnin í Vestmannaeyjum, Freymóöur Þorsteinsson. Jón Hjaltason. Einar II. Eiríksson. Sérkennileg sannleiksást í næst síðasta tölublaði Fylkis mátti líta all furðuleg- an samsetning, sem frá sjón- armiði venjulegs fólks verð- ur að teljast alveg frábær hagræðing á því, sem við höf um til þessa dags nefnt sann- leik. Eg vil nú í fullri vin- semd fara þess á leit „við þann andans jöfur, sem skrif ar hitt og þetta í Fylki, að hann skýi’i frá því, hvað hann á við þegar hann segir að Eggert Þorsteinsson ráð- herra hafi skipað mig í em- bætti hér í Vestmannaeyj- um. Mér er ljúft að upplýsa manninn um það að Eggert Þorsteinsson hefi ég aldi’ei talað við, og tel rnjög líklegt að hann viti hreint ekki að ég sé til. Skipaskoðunai’stjóri Hjálmar R. Báraðai’son sá um þesa ráðningu. Það sem ef til vill hefur ráðið úrslit- urn að ég hlaut starfið, voru mjög vel orðuð og vinsamleg meðmæli frá formanni út- vegsbændafélags Vestmanna- eyja, Birni Guðmundssyni- Harma ég mjög ,ef það hef ur orðið til þess að honum var skákað út af stöðvalist- anum. Hvort áðurnefnd grein nær lengra í ósannindavaðli en annað í Fylki, skal ekki full- yrt. En hún er þó sönnun þess, að hægt sé að skrifa all langt mál án þess að kom. ast í snertingu við sannleik- ann. Hafsteinn Stefánsson.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.