Eyjablaðið


Eyjablaðið - 28.05.1970, Blaðsíða 5

Eyjablaðið - 28.05.1970, Blaðsíða 5
Eyjablaðið 5. Sundhöllin Loforð og- efndir. Lengi hefur ihaldið kveð- ið sinn sundhallarsöng; of lengi. Nú er hann orðinn býsna hjáróma og datt mér í hug hin gamla setning um, að ekki mætti nefna snöru í hengds manns húsi, þegar Eyverjar hófu upp raust sína um daginn og leyfðu sér að brigzla núverandi meirihluta um vanefndir í þesu máli. Sannleikurinn er sá, að allt sem Sjálfstæðisflokkur- inn gerði í þessu sundhallar- máli var sýndarmennskan ein; blekkingarvefur sem of- inn var til þess eins að flagga með rétt fyrir kosningar. Fjölmörg ár var te'kin fjár- veiting inn á fjárhagsáætl- un, sem varið skyldi til bygg- ingar, en engin tilraun gerð til þess að fá inn á fjárlög fé til framkvæmdanna- Guðlaugur lét gera líkan sem stillt var út í skóbúðar- gluggann fyrir kosningar. Líkanið kostaði stórfé og neit aði G.G. að borga, en tapaði málinu og varð bærinn að greiða tugi þúsunda í máls- kostnað. Þá var vel farið með fjármuni bæjarbúa. Guðlaug- ur ákvað sundhöllinni stað, en hún mátti bara ekki vera þar; skipulagsstjóri ríkissins ræður öllu um það efni. Samt var rekinn niður hinn margfrægi hæll á þessum sama stað, fyrir kosningar, vitandi það að staðurinn var óleyfilegur. Tei'kningar voru einnig gerðar með tilliti til hins sama staðar. Þetta heit- ir ,að berja höfðinu við stein- inn. Núverandi staða. Auðvitað mætti skrifa lengra mál um sýndarmennsku Sjálfstæðismanna í þessu efni en vegna rúmleysis verður það að bíða betri tíma. Núverandi bæjarstjórn fór aðra leið, þá leið sem fara verður, ef um slíkar bygging ar getur orðið að ræða- Byggginunni var valinn staður, sem yfirvöld gátu sam þykkt og unnið að því að •fá fjárveitingu til verksins. Á nýafstöðnu þingi fékkst fjárveiting inn á fjárlög, við- urkenndur maður fenginn til að teikna og framkvæmdir munu síðan hafnar, þegar öll um skilyrðum yfirvalda er fullnægt cg tilskildar teikn- ingar liggja fyrir. Umfram allt er enginn sýnd arlei'kur á ferðinni, ekkert skrautlíkan, né fögur fyrir- heit. Okkur er m.a. ljóst, að slíkt verk hlýtur að taka all- langan tíma. Þess vegna hafa verið keypt hreinsitæki til gömlu laugarinnar og nenni ég ekki að útlista gagnsemi þeirra; allir bæjarbúar skilja það. Að endigu vildi ég leyfa mér að óska þess, að ekki verði mi'kið óunnið af þessu Sundhallarlíkanið hans Guðlaugs — Slúðursaga — Okkur hefur borizt til um svo og svo mörg pró- eyrna s úslúðursaga, að í- sent. lialdið lofi afslætti á út- Þetta er auðvitað hinn svörum, ef það getur óhrjálegasti samsetningur. blekkt nógu marga til að Ákveðið liefur verið að kjósa sig. fara aldrei upp fyrir út- Til samanburðar koma þeir með há fuilyrðingu, svarstigann, en vonir standa til þess, að hann geti lækkað nokkuð nú, að vinstri menn hafi á- vegna bættrar afkomu kveðið að liækka skalann hinna stærri greiðenda. verki, þegar komandi kjör- tímabil rennur út, helzt að því verði að fullu lokið og að minnsta kosti verði bæj- arbúar færir um að stunda þar sund, sér til heilubótar og skemmtunar. GS. Fasteigna- markaðurinn ER ENN í FULLUM GANGI Nú hefi ég m.a. á boðsólum: Miðstræti 24, Sunnuhvoll, einbýlishús í bezta standi. Hæðin 3 samligjandi stofur, með teppum ,tvöfalt gler, í risi 3 herbergi, bað og sal- erni. 3 geymsluherbergi í kjallara. Hilmisgata 1. rishæð, rösk- ir 100 fermetrar í steinhúsi, 4 herbergi eldhús, bað m.m. Teppi á stofurn og gangi og barnaherbergi. Vestmannabraut 46. b., Skip- holt. Lítið einbýlishús járn- varið á steyptum kjallara. Við ráðanlegt byrjanda í búskap. Ilúslóðarréttindi með teikn- ingum að einbýlishúsum við Búastaðabraut, Gerðisbraut, Grænuhlíð. Miðsræti 22. Lundur neðri | hæð og kjallari. Ljómandi í- búð með bílskúr á lóð. Laust til íbúðar . I Hásteinsvegur 21, Höfði efri hæð, 4 herb .og eldh. Mjög viðráðanlegt. Margt fleira kemur til greina, ef að er gáð í skrif- sofu. minni. i^N HJALTASON Hæstaréttarlögmaður SkrLiLofa: Drífanda við Bárugötu. Viðtalstími kí. 4,9• — 6 virka daga nema Iaug- ardaga kl. 11 _ 12 fJta. INNHEIMTAN Guðlaugur ræðst á meirihlutann af hinni mestu hörku vegna þess að ráðnir voru lögfræð-' ingar til að bæta úr því slæma ástandi, sem orðið var með útistandandi út- svör og aðstöðugjöld. Lk helzt á G.G. að skilja, að fyrst og fremst hafi verið gengið harkalega að þeim efnaminnstu. Staðreynd- irnar eru þesar, í stuttu mál: Allir bæjarráðsmenn samþykktu ráðningu lög- fræðinganna, íhaldið líka. Stærstu skuldararnir voru þeir að mestu leyti, sem liingað til hafa verið und ir verndarvæng Guðlaugs. Lögfræðingarnir voru fyrst og fremst settir þeim til höfuðs. Ekki var selt neitt af eigum launþega að kröfu bæjarsjóðs. Launþegar þurftu ekki að greiða eyri vegna inn- heimtukostnaðar. Dráttar- vextir einir, sem teknir voru af stóru skuldurun- um gerðu margfalt meira en að greiða allan kostn- að. Staða bæjarsjóðs vegna þesara aðgerða batnði stór um og er innheimtan nú komin í eðlilegt horf. Hafi verið gengið of hart að einhverjum ein- staklingi, sem af eðlileg- um ástæðum átti erfitt með greiðslur, var það ekki að okkar vilja, og verður aldrei. Harmsvipur Guðlaugs er ekki í raun og veru sett- ur upp vegna raunveru- legrar umhyggju fyrir launþegum þessa bæjar, heldur vegna þess að stór- kaptialistarnir neyddust til að greiða eins og þeim bar. Það hefur G.G. aldrei viljað. Öll er þessi gervi- umhyggja hans liinn versti skrípaleikur. Launþegar! Látið ekki blekkjast af fagurgala ó- vinarins. Veljið fulltrúa ykkar, og kjósið G - listann. GARÐAR. Sundnámskeið Sundnámskeið fyrir börn, hefjast í sundlaug Vestmannaeyja mánudag- inn 1. júní n. k. Námskeiðstími verður f jórar vikur alls 20 kennslustundir. Námskeiðsgjaldið er kr. 100. Innritun fer fram í Sundlaug Ve., fimmtudaginn 28. maí og föstudag- inn 29. maí, kl- 3.30 til 6 e.h. Sundlaug Vestmannaeyja Almennur framboðsfundur vegna bæjarstjórnarkosninganna 31. maí verður haldinn í Samkomuhús- inu fimmtudaginn 28. þ. m. og hefst kl. 20. Útvarpað verður frá fundinum á 212 metra byígjulengd (1410 k.rið) Til að auðvelda fólki að stilla við- tæki sín verður útvarpað músík frá kl. 18. Frambjóðendur.

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.