Eyjablaðið


Eyjablaðið - 28.05.1970, Blaðsíða 4

Eyjablaðið - 28.05.1970, Blaðsíða 4
4. Eyjablaðið R(ett vii í. monn ó lista Eg náði tali aí Gísla Sig- marssyni skipstjóra ,nú á dög unum. Ræddum við saman góða stund um ýmsa þá friluti, sem sjómenn ræða sin á milli, fiskiríið á vertíðinni og þar fram eftir götum. Síð- an lagði ég fyrir Gísla nokkr ar spurningar. Spurði ég hann hvað ég mætti hafa eftir hon um, til þess að láta í 'olaðið, ekki sízt með tilliti til þess, hvað sjómönnum væri nú efst í huga, svona rétt fyrir kosn ingar.: „Mér kemur auðvitað fyrst í hug, eins og reyndar öllum sjómönnum, þetta hlægileg'a fiskverð, sem við búum við Meðalverð á kíló hjá bátun- um mun vera einhversstað- ar nálægt fimm 'krónum, kanns'ki upp í 5.50. Það er auðvitað samanburð urinn við fiskverð hjá öðrum þjóðum sem gerir svo aug- ljóst, hvað sjómenn eru rænd ir stórum hlut af raunveru- legu verði. Meðalverð á fiski í Englandi og Þýzkalandi i-íð 'ustu mánuði ársins 1960 var ríflega ar 5, Einn bátur héðan ætiar nú á lönguveiðar og selja löng- una í Svíþjóð og fást þar fyr- ir hana allt að 40 krónur fyrir kg., hér um kr. 5. Sjómenn sjá nú orðið allir, hvert óréttlæti er hér um að ræða. Eg er viss um að fáir eru ánægðir með slíkt fiskverð, enda öllum auðséð „svínarí- ið“. — Þegar ég surði Gísla hvað bærinn gæti gert bet- ur í þjónustu við bátaflotann, þá sagði hann eitthvað á þessa leið: „Ja, það þarf náttúrulega að hreinsa höfnina, koma kló akinu út og úrgangi frá stöðv unum. Það getur ekki geng- ið ,að lestarnar séu þvegnar upp úr þessum ósóma, þótt stundum sé klóri blandað í. Við þurfum að fá hreinan sjó til að þvo bátana með, eða þá bara nota nýja vatn- ið.“ — Eg spurði nú hvort hon- um dytti í hug nokkuð alveg sérstakt mál, sem allir bæjar- búar vildu að komandi bæjar- stjórn hefði forgöngu með að leysa.: „Eg held að það sé auðséð, að bölvaður gúanóreykurinn verði að hverfa. Mér finnst að eigendur verksmiðjanna eigi að vera s'kyldugir til að búa þannig út ,,fabrikurnar“, að reyknum verði eytt eins og Færeyingar gera. Þeir eru þar á undan okkur, eins og á fleiri sviðum.“ — Við ræddum svo aftur og fram um þjónustu við flot- ann, og kom Gísli inn á það sem hann taldi knýjandi nauð syn.: ÁVARP TIL UNGS FOLKS Það hefur verið tízka hér á landi um nokkurt skeið að tala um unga fólkið eins og einhverja sérstaka manntegund, jafn vel dýrategund. Auðvitað er þetta hin argasta fjar- stæða. Það, sem aðallega skilur flesta hina yngri frá flestum hinna eldri er, að hugsun og skoðanir hinna yngri er í mótun, viðbrögð in róttækari og liugirnir opnari. Eg álít glapræði af ungl ingum að láta draga sig í pólitíska dilka of snemma. Þeir eigi að gefa sér góð- an tíma til að mynda sér skoðanir sjálfir á lands- málunum og gaumgefa vandlega stöðu sína í þjóð félaginu. En þegar að því kemur, að þið kjósið í fyrsta sinn, þá er nauðsynlegt fyrir ykkur að meta stöðu ykk- ar, meta það, hverjir eru fulltrúar ykkar hagsmuna; meta hverjir eru andstæð- ingar ykkar. í þessum kosningum til bæjarstjórnar, sem nú fara fram, ganga meira en 300 ungir menn og konur að kjörborðinu í fyrsta sinn. Þessi réttur, kosningarétt- urinn, er ómetnlegur. Með atkvæði ykkar gct- ið þið lagt ofurlítið lóð á þá vogarskál, sem vegur og metur það, hverjir fara með stjórn bæ jarmála næstu f jögur árin. Þessar kosningar snúast í raun og veru ekai að- eins um það eitt, heldtir eru þær miklu freinur spurning til ykkar, hvers og eins, um bað, hvort ykkur hefur fallið vel eða illa sú stjórnarstefna, sem fylgt liefur verið s.l. 10 ár. Á þessum 10 árum hefur gjaldmiðillinn verið gerð- ur að næstum engu. Hið raunverulega kaup,‘ sem harf til að framfleyta lieimili hefr lækkað, þann- ig að útilokað er að lifa af dagvinnukaupi einu saman. Til þess að stofna lieimili og komast yfir liús næði, þurfa bæði hjónin að vinna langan vinnudag og leggja nótt með degi. Svona mætti lengi telja Flokkarnir þykjast geta bent ykkur á hvaða val- kostur er beztur. Eg þekki ykkur allflest persónulega og veit að þið getið beitt dómgreind ykk ar, ef vilji er fyrir hendi. Það er innifalið í kosn- ingaréttinum, að menn mega kjósa það sem þeim sýnist; það fer enginn með ykkur inn í kjörklefann. Eg vil einungis minna ykkur á, sem nú kjósið í fyrsta sinn: Hugsið ykk- ur vel um. Kjósið að vand lega athuguðu máli. Gætið þess fyrst og fremst, að gefa ekki þeim atkvæði ykkar, sem í raun og veru eru andstæðingar ykkar í lífsbaráttunni. EN KJÓSIÐ UMFRAM ALLT ÞAÐ, SEM ÞIÐ ERUÐ S J Á L F VISS UM AÐ SÉ RÉTT! GARÐAR „Mér finnst nauðsynlegast, að nákvæmlega verði athug- að, hvort ekki sé mögulegt að byggja dráttarbraut, sem gæti sinnt öllum Eyjaflotan- um, bæði með viðgerðir og viðhald á smáum bátum og stórum." — Viltu ekki segja eitthvað meira um áhugamál sjó- manna?: „Mér dettur bara aftur í hug þetta með fiskverðið. Eg get ekki ímyndað mér, að sjó menn vilji kjósa þá flokka, sem gera allt til þess að halda fiskverðinu svona langt niðri." — Eg kveð þennan hóg- væra og trausta mann og þakka honum fyrir spjallið. Hafsteinn Stefánsson. Tílyndir sem gleymdusí { Stofna Lítill drengur, sem gekk með mömmu sinni framhjá Vík sagði: „Mamma, hvaða hús er þetta? _ Þetta? Þeiia er framtíðarhugsjón ungra í- lialdsmanna væni minn. _ En mamma, er draugagangur I því? —« Nei, nei, væni minn, það verður ekki nema þeir komi hugsjóninni einhvern- tíma í framkvæd." Sjálfsagt hefur Vík ein- hverntíma verið höfuðprýði Bárustígs, en það verður e'kki lengur sagt, og víst er hann lofsverður áhugi manna, að prýða umhverfi sitt ,en það verður að vera meira en orð in tóm. Um nokkurt skeið hafa ung ir íhaldsmenn ráðgert sér fé- eru nógu innundir til að kom ast á jötuna. En gömlu stóru íhaldsrefirnir eru búnir að lagsheimili í gamla hreiðri Tanga-valdsins, en fram- kvæmdir orðið minni en á- hugi forystuliðsins. Að þeirra sögn á viðreisnarbólgan þar stærstan hlut að máli, en ekki bara venjuleg íhaldsfram takssemi í hálf óarðbærum framkvæmdum. Þannig leik- ur þá stjórnarstefnan litlu lömbin sín grátt, sem ekki vera með sitt félagsheimili rneð þremur vínbörum, þar af einum innbyggðum í eft- irlíkingu af helli í sjö ár, og hefur lítið gengið þar hin seinni ár. Skyldi viðreisnar- verðbólgan eiga þar nok'kra sök eða framtakssemi fyrr- verandi bæjarstjórnr sem er svo margrómuð í Fylki þessa dagana, eða misstu þeir bara áhugann fyrir víninu, það skyltíi þó aldrei vera. Hvað ætli sé til í því, að hérna í sunnanrokinu 5. maí, þegar gúanóreykinn lagði upp á land, hafi Hekla gamla fengið ælupestina, líkt og margir Eyjabúar, um svipað leyti. Það væri þá athugandi fyrir bændastéttina að kosta reykhreinsara til að losna við flúor-eitrun og ösku. Skrihlcía G - lislans er að Bárugötu 9. — Stuðningsmenn G - listans eru beðnir að f jölmenna til starfa á kjördag. Þeir stuðningsmenn, G - listans, sem eiga bíla og vilja aka fyrir list- ann á kjördag, eru beðnir að láta skrifstofuna vita. SÍMINN ER 1570. ALÞYÐUBANDALAGIÐ X - G

x

Eyjablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eyjablaðið
https://timarit.is/publication/794

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.