Morgunblaðið - 03.01.2011, Síða 1
M Á N U D A G U R 3. J A N Ú A R 2 0 1 1
Stofnað 1913 1. tölublað 99. árgangur
MÁNI OG MAJA
ÚTSKÝRA
HVERN ÞÁTT
LÍKAMINN
TALDI ÞETTA
ÓMÖGULEGT
ROBYN GERÐI
ÞAÐ GOTT
Á AIRWAVES
HEILSA 6 BESTU TÓNLEIKARNIR 25FRAMBURÐARÆFINGAR 10
Reuters
Vatnselgur Í borginni Bundaberg.
Talið er að tjónið hlaupi á þúsundum
milljarða króna í mestu flóðum sem
sögur fara af í Queenslandsríki í
Ástralíu. Spáð var þrumuveðri í dag
og voru gefnar út viðvaranir um að
vatnshæðin myndi víða aukast enn
frekar og jafnvel slá fyrri met.
Tveir eru taldir af í hamförunum
en umfangið er slíkt að tjónið mun
ekki koma að fullu fram fyrr en að
nokkrum vikum liðnum.
Þannig er gert ráð fyrir að vatna-
vextirnir valdi vandamálum út jan-
úarmánuð en þá mun taka við mikið
endurreisnarstarf. Er jafnvel talið
að það muni taka allt að tvö ár að
vinna upp tjónið af flóðunum.
Björgunarsveitir hafa verið undir
miklu álagi og er liðsauki á leiðinni
frá öðrum landshlutum. »15
Gífurlegt
eignatjón
Kaplaverksmiðja
» Fyrirhugað að festa kaup
á kaplaverksmiðju í Noregi
og flytja hana til Seyðis-
fjarðar.
» Kaplaverksmiðjan mun
skapa 20-30 ný störf á Seyð-
isfirði. Áætlað er að flytja
kaplana út með ferjunni Nor-
rænu.
Þórður Gunnarsson
thg@mbl.is
Stefnt er að því að ljúka fjármögnun
innan þriggja mánaða á kaplaverk-
smiðju sem rísa mun á Seyðisfirði.
Þetta segir Ólafur H. Sigurðsson,
bæjarstjóri Seyðisfjarðar, í samtali
við Morgunblaðið. Unnið hefur verið
að því að koma á koppinn kaplaverk-
smiðju á Seyðisfirði um þriggja ára
skeið. „Fyrir jól var gert tilboð í
verksmiðju sem er í Noregi. Við
reiknum ekki með öðru en að því
verði tekið. Um er að ræða 50 ára
gamalt fyrirtæki í öflugum rekstri,“
segir Ólafur við Morgunblaðið. Að
hans sögn nemur fjárfestingin um 1,2
milljörðum króna, en fyrirhugað er
að þar af verði 800 milljónir í formi
hlutafjár. Engrar fjárhagslegrar rík-
isaðstoðar mun njóta við í verkefn-
inu, sem leitt hefur verið af Þróun-
arfélagi Austurlands og fyrirtækinu
Álköplum.
Ólafur segir að 5.000 fermetra hús-
næði þurfi undir verksmiðjuna.
„Mögulega verður verksmiðjan sett
upp í húsnæði sem tilheyrir Síldar-
vinnslunni, en ekki er víst hvort sú
leið verður farin. En þetta mun skapa
20-30 ný störf á Seyðisfirði. Mestu
máli skiptir þetta fyrir vinnufúsar
hendur, en því er heldur ekki að neita
að þetta mun auka útsvarstekjur
bæjarsjóðs verulega,“ segir Ólafur.
„Lykillinn að þessu öllu saman er að
fá vírana frá álverinu á Reyðarfirði,
nálægðin við álverið gerir þessa
starfsemi mögulega á Seyðisfirði. Við
gerum ráð fyrir því að kaplarnir verði
síðan fluttir út með Norrænu.“
Færa verksmiðju í heilu lagi
frá Noregi til Seyðisfjarðar
Fyrirhuguð 1,2 milljarða fjárfesting Mun skapa tugi starfa fyrir Seyðfirðinga
Þórður Gunnarsson
thg@mbl.is
Ráðist var á mann fyrir utan
skemmtistaðinn Monte Carlo á
Laugaveginum klukkan 2.30 aðfara-
nótt gærdagsins. Var maðurinn sleg-
inn þungu hnefahöggi í andlit og lá í
gærkvöldi þungt haldinn á gjörgæslu-
deild Landspítalans. Við vinnslu þess-
arar fréttar var maðurinn enn í lífs-
hættu. Ekki er talið að um undan-
farandi átök hafi verið að ræða og
árásin tilefnislaus.
Árásarmaðurinn var handtekinn
skömmu eftir árásina og játaði verkn-
aðinn í gærkvöldi. Samkvæmt upplýs-
ingum frá lögreglunni á höfuðborg-
arsvæðinu telst málið upplýst.
Maðurinn var í samráði við ákæru-
valdið látinn laus eftir yfirheyrslur,
laust fyrir klukkan 22 í gærkvöldi.
Liggur þungt haldinn eftir til-
efnislausa árás á í miðbænum
Árásarmaðurinn var látinn laus eftir yfirheyrslu í gærkvöldi
Morgunblaðið/Eggert
Árás Maðurinn varð fyrir árásinni
fyrir utan skemmtistað á Laugavegi.
Brúkaðar skottertur geta verið fyrirtaks bygg-
ingarefni. Þetta vita byggingafræðingar af
yngri kynslóðinni sem flykkjast gjarnan út úr
húsi á nýársdag til að smíða sér varnarvirki eða
jafnvel litla kofa úr þessum vanmetnu gersem-
um. Hvort slíkir smiðir eiga heiðurinn af þessum
stafla skal ósagt látið en Gunnhildur, Skuggi og
Bjartur áttu ekki í vandræðum með að smokra
sér framhjá honum á Ægisíðunni í gær.
Spásserað framhjá eftirhreytum áramótanna
Morgunblaðið/Eggert
Ólafur Þór
Hauksson, sér-
stakur saksókn-
ari, segist vænta
þess að niður-
staða um hvort
embættið fái að-
gang að gögnum
sem lagt var
hald á í húsleit
hjá Banque de
Havilland í Lúx-
emborg liggi fyrir í lok febrúar. Nú
er beðið niðurstöðu æðsta dómstigs
í Lúxemborg um málið, en neðra
dómstig dæmdi sérstökum sak-
sóknara í hag. Banque de Havill-
and var reistur á rústum Kaup-
þings í Lúxemborg. »6
Sérstakur væntir
niðurstöðu í febrúar
Ólafur Þór
Hauksson
Fólskuleg líkamsárás var framin á
nýársmorgun, en þá sparkaði maður
í höfuð annars manns sem þurfti í
kjölfarið að leggjast inn á gjörgæslu-
deild Landspítalans. Um kvöldmat-
arleytið í gær var maðurinn útskrif-
aður af gjörgæslu en þarf að dveljast
lengur á spítalanum. Lögreglan
hafði ekki fyrr en í gær hendur í hári
árásarmannsins sem játaði skömmu
eftir að hafa verið handtekinn. Lög-
reglunni bárust vísbendingar sem
leiddu til þess að árásarmaðurinn
fannst. Yfirheyrslur stóðu yfir
manninum í gærkvöld, en við vinnslu
fréttarinnar hafði lögreglan ekki
tekið ákvörðun um hvort gæsluvarð-
halds yrði krafist yfir honum.
Á nýársnótt voru gerðar alls sex
líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu.
Flestar þeirra voru gerðar í út-
hverfum, í og við heimahús.
Sparkaði í höfuð
fórnarlambsins
Útskrifaður af gjörgæslu í gærkvöldi