Morgunblaðið - 03.01.2011, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2011
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti
vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is
Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Una Sighvatsdóttir
una@mbl.is
Á annan tug manna leitaði á slysa-
deild Landspítalans vegna augn-
áverka af völdum flugelda á nýárs-
nótt. Þar af var sjö vísað áfram til
augnlækna til frekari meðferðar. Í
öllum þeim tilfellum var um full-
orðið fólk að ræða, sex karlmenn á
aldrinum 45-55 ára og eina konu.
Elínborg Guðmundsdóttir augn-
læknir segir óvenjulegt hversu
margir meiddust við að skjóta upp
flugeldum í faðmi fjölskyldunnar.
Tvö hinna slösuðu voru ekki sjálf að
skjóta upp heldur voru aðeins
áhorfendur. Algengustu augnslysin
við áramót verða þegar unglings-
drengir fikta eftirlitslaust við flug-
elda, gjarnan dagana fyrir og eftir
gamlárskvöld.
Einn þeirra sem vísað var á
augnlæknadeild reyndist alvarlega
slasaður, þótt enn sé of snemmt að
segja til um hverjar langtímaafleið-
ingar slyssins verða, að sögn El-
ínborgar. Maðurinn lá inni í sólar-
hring. Hann fékk að fara heim í
gær í leyfi en kemur aftur á Land-
spítalann í dag til frekari skoðunar.
Enginn með hlífðargleraugu
Elínborg segir að áverkar á aug-
um vegna flugeldaslysa séu einkum
tvenns konar. Annars vegar séu
það brunasár en hinsvegar þegar
högg kemur á augað svo blæðir inn
á það. Ekkert þeirra sjö sem þurftu
hjálp augnlækna var með hlífð-
argleraugu þegar slysin áttu sér
stað. Elínborg segir óhætt að full-
yrða að hlífðargleraugu hefðu í öll-
um tilfellum dregið úr skaðanum.
„Það hefur sýnt sig að hlífðargler-
augun gera gæfumuninn, ekki síður
fyrir þá sem fylgjast með í fjar-
lægð.“
Óvenjumargir sköðuðust á augum
Maður á fertugsaldri alvarlega slas-
aður Enginn með hlífðargleraugu
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Öryggi Það er skemmtilegt að fagna áramótum með litríkum flugeldum en
gleðin getur snúist í andhverfu sína á augabragði ef slys verða.
Steingrímur J. Sigfússon fjár-
málaráðherra segir að áfram verði
unnið að hagræðingu og end-
urskipulagningu Stjórnarráðsins,
enda sé slíkt í stjórnarsáttmála
Samfylkingar og Vinstri grænna.
Nýtt atvinnuvegaráðuneyti tengist
hugmyndum um nýtt ráðuneyti um-
hverfis- og auðlinda.
Jón Bjarnason, landbúnaðar- og
sjávarútvegsráðherra, hefur lagst
gegn stofnun nýs atvinnuvegaráðu-
neytis þar sem sjávarútvegs-, land-
búnaðar og iðnaðarmál yrðu sam-
einuð. Hann ritaði grein í Morgun-
blaðið á gamlársdag og benti m.a. á
að þingið hefði hafnað slíkri samein-
ingu. Þá væri ekki gert ráð fyrir
henni í nýrri stefnumörkun undir
heitinu Ísland 2020.
Undir þetta tekur Þór Saari al-
þingismaður. „Það var mikið talað
gegn atvinnuvegaráðuneyti í um-
ræðum í þingsal í haust. Svo kom í
ljós að það var ekki stuðningur við
það í allsherjarnefnd sem sló það
af.“ Jóhanna Sigurðardóttir for-
sætisráðherra hefur hins vegar
sagst vongóð um að samþykkt verði
að sameina sjávarútvegs-, landbún-
aðar- og iðnaðarráðuneyti í nýtt at-
vinnuvegaráðuneyti á vorþingi.
Aðspurður segir Steingrímur J.
Sigfússon að áfram verði unnið að
sameiningu ráðuneyta. „Vinstri
græn hafa lengi barist fyrir því að
styrkja stöðu umhverfisráðuneyt-
isins með því að gera það að um-
hverfis- og auðlindaráðuneyti. Á
móti því hafa menn gjarnan séð fyrir
sér að verði til atvinnuvegaráðuneyti
en það var niðurstaða manna í haust
að það þyrfti að gefa því meiri tíma.
Það verður gert enda vitum við að
skiptar skoðanir eru um ýmislegt í
þeim málum.“
Morgunblaðið/Jim Smart
Óljóst Ágreiningur hefur verið um
stofnun nýs atvinnuvegaráðuneytis.
Áfram
unnið að
hagræðingu
Atvinnuvegaráðu-
neyti hafnað á þingi
Íslensk fiskiskip, stór og smá, munu flest hver
halda aftur á miðin í dag eftir nokkurra daga frí.
Ljósmyndari Morgunblaðsins var á ferli við smá-
bátahöfnina í Reykjavík þar sem einhverjir voru
að gera klárt fyrir vetrarvertíðina. Á flestum
miðum umhverfis landið er spáð hægum vindi
framan af degi en hvessa tekur þegar líður á
daginn. Hvassast verður á miðunum fyrir austan
landið í þessari viku.
Morgunblaðið/Eggert
Sjósókn hefst að nýju eftir jóla- og nýársfögnuð
Hegningarlagabrotum fækkaði á höfuðborgar-
svæðinu árið 2010 um 10% frá árinu á undan. Mun-
aði þar mest um innbrot, sem voru fjórðungi færri
en árið 2009. Þetta kemur fram í bráðabirgðasam-
antekt lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu um
helstu afbrot liðins árs. Tölurnar eiga enn eftir að
breytast eitthvað en að sögn lögreglu gefa upplýs-
ingarnar þó innsýn í það hvert stefnir.
Miðað við þær tölur sem nú liggja fyrir voru að
meðaltali framin sex innbrot á dag á höfuðborg-
arsvæðinu árið 2010, samanborið við átta á dag árið
2009. Af þessum sex voru að meðaltali tvö innbrot
framin á heimili höfuðborgarbúa á degi hverjum.
Ofbeldisbrotum fækkaði um 13% milli ára.
Minniháttar líkamsárásum fækkaði um 8% en al-
varlegri líkamsárásum um tæpan þriðjung. Fram
kemur í samantekt lögreglu að tæpur helmingur
allra ofbeldisbrota á sér stað í miðborg Reykjavíkur
í kringum skemmtanahald um helgar. Tilkynningar
um nauðganir voru þriðjungi færri árið 2010 en árið
á undan. una@mbl.is
Færri innbrot, nauðganir og
líkamsárásir í höfuðborginni
Innbrotum fækkaði úr átta í sex að meðaltali á dag
Morgunblaðið/Júlíus
Reykjavík Afbrotum fækkaði í borginni 2010.
Í fimm tilfellum af sjö varð slys
þegar reynt var að kveikja aftur
í tertu sem ekki logaði í fyrstu
tilraun. Kristinn Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri Landsbjargar,
segir að alltaf geti leynst gölluð
eintök inni á milli. Mikilvægt sé
að beygja sig aldrei yfir tertur
sem ekki kvikni í heldur skvetta
á þær vatni og skila þeim til
björgunarsveitanna. Þá ítrekar
Kristinn mikilvægi hlífðar-
gleraugna, sem fylgja ókeypis
með flugeldum Landsbjargar.
Fimm slys
tengd tertum
BOGRAÐI YFIR TERTU
Lögreglan og tollgæsla lögðu hald á mun
minna magn fíkniefna árið 2010 en árið á
undan. Hinsvegar fjölgaði fíkniefnabrotum
um fimmtung á milli ára, bæði hvað varðaði
vörslu og meðferð en einnig fjölgaði enn mál-
um sem vörðuðu framleiðslu fíkniefna.
Umferðarbrotum þar sem ekið var undir
áhrifum ávana- og fíkniefna fjölgaði um 15%
milli ára en ölvunarakstursbrotum fækkaði
hinsvegar. Brotum gegn áfengislögum fjölg-
aði um 40% milli ára og er það einkum vegna
brota á reglugerðum um sölu á áfengi.
Fleiri aka dópaðir
AUKIN FRAMLEIÐSLA FÍKNIEFNA