Morgunblaðið - 03.01.2011, Síða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2011
Útsalan er hafin
v/Laugalæk • sími 553 3755
„Þetta er eðalgræja, Massey Ferguson 135, árgerð 1969 og
hann er enn gangfær,“ segir Níels Magnús Magnússon,
skógarhöggsmaður í Austurhlíð í Biskupstungum, en hann
var þrjá klukkutíma að festa ljósaslöngu á útlínur Fergu-
Var þrjá klukkutíma að skreyta gamla dráttarvél
Rúmlega fertugur Ferguson í hátíðarbúningi
Morgunblaðið/Kristín Heiða
sonsins til að heiðra hann yfir hátíðarnar. „Pabbi keypti
þennan traktor frá Vaðnesi í Grímsnesi á sínu öðru bú-
skaparári 1976. Hann hefur því þjónað okkur í 34 ár og
hefur tilfinningalegt gildi.“
Ylfa Kristín K. Árnadóttir
ylfa@mbl.is
Þ
að er mikil þörf á efni
sem sérfræðiþekking
okkar talmeinafræðinga
tekur til og höfum við
verið að bæta úr því síð-
ustu árin. Það voru ekki til íslenskar
bækur sem taka svo mikið og mark-
visst á beinni framburðarþjálfun R-
og S-hljóðanna og orðið löngu tíma-
bært að þannig bækur kæmu út,“
segir Bryndís Guðmundsdóttir tal-
meinafræðingur en í haust komu út
S- og R-framburðarbækurnar sem
hún er höfundur að. Hún segir eft-
irspurn eftir þjónustu talmeinafræð-
inga sífellt vera að aukast og nauð-
synlegt sé að geta hjálpað sem
flestum.
„Ég held að það létti líka mikið
á kerfinu ef við fræðingarnir komum
upplýsingum til foreldra í stað þess
að liggja á þeim og hafa börn á bið-
listum eftir vinnu okkar á við-
Leikur gerður úr
framburðaræfingum
Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur hefur gefið út bækur og spil með
áherslu á S- og R-hljóðin og byggir hún á áratugareynslu úr starfi sínu. Bækurnar
eru fyrir börn á aldrinum 4-12 ára en Bryndís segir þær líka henta fyrir nýja Ís-
lendinga af erlendum uppruna. R- og S-hljóðin eru með síðustu málhljóðunum
sem börn tileinka sér á forskólaaldri og við 4 ára aldur hafa allt að 25% barna
ekki náð valdi á þessum hljóðum.
Spil Halla Sólveig Þorgeirsdóttir og Búi Kristjánsson teiknuðu allar mynd-
irnar í bókunum og spilunum sem þeim fylgja.
Vefsíðan sem blaðamaðurinn Holly
Becker hleypti af stokkunum árið
2006 er sannarlega augnayndi fyrir
alla fagurkera. Nafn síðunnar decor8
er orðaleikur út frá enska orðinu
decorate og vísar til innihalds henn-
ar. Síðan er ætluð sem vettvangur
fyrir þá sem vilja deila opinskáum,
frumlegum og fallegum hugmyndum
og skoðunum um hönnun af ýmsu
tagi. Þar má einnig finna greinar
tengdar ýmiskonar fagurfræði sem
Holly vonast til að verði lesendum
síðunnar innblástur að meira skap-
andi og litríku lífi. Á síðunni má með-
al annars finna ótal krækjur á ým-
iskonar hönnunarvefsíður víðs vegar
úr heiminum sem ættu sannarlega að
geta glætt hugarflug þeirra sem
langar að breyta dálítið til á heimilinu
á nýju ári. Einnig er þar að finna mjög
víðtækan lista með flottum hönn-
unarverslunum víða um heim, bæði í
Bandaríkjunum og Evrópu. Ekki
slæmt að vera með slíkt í vasanum á
ferðalagi, sama hvort maður vill
kaupa eða bara skoða sig um.
Á vefsíðunni er líka hægt að skrá
sig í stutt námskeið þar sem kenndar
eru bestu leiðirnar til að setja upp
fallega og skemmtilega hönn-
unarvefsíðu.
Vefsíðan www.decor8blog.com
Hönnun Fallegir og gamaldags hlutir setja notalegan svip á heimilið.
Hlutir sem gleðja augað
Jólaljósin eru svo ósköp falleg og
lýsa upp skammdegið. Það er enginn
sem segir að rífa þurfi allt heila
klabbið niður um leið og jól og ára-
mót eru um garð gengin. Margir taka
allt niður eftir þrettándann en það er
full ástæða til að njóta þess að hafa
seríurnar aðeins lengur uppi við og
hafa jafnvel litaglaða seríu í eldhús-
eða stofuglugganum sem fær að vera
þar fram á vor þegar loksins fer að
birta. Margir leyfa líka eins og einni
seríu að vera dálítið lengur uppi úti í
garði. Verum óhrædd við að lífga upp
á umhverfið nú í byrjun nýs árs og
fagna því með fallegri rafmagnsbirtu.
Endilega …
… njótið ljós-
anna áfram
Birta Leyfum ljósunum að njóta sín.
Nú í byrjun árs er gott að hafa í
huga að oft vill vera kalt í veðri.
Þrátt fyrir kjólana, jakkafötin, pilsin
og pinnahælana skulum við samt
muna að við erum á Íslandi og það
er vetur. Þetta þýðir að það er ekki
endilega sól og blíða úti heldur tek-
ur kuldaboli á móti okkur þar sem
við tiplum út fín og sæt með hárið í
föstum skorðum
Þegar við erum búin að klæða
okkur upp og erum tilbúin að halda
út á galeiðuna má því ekki gleyma
hlýju fötunum og aukahlutunum.
Mjög mikilvægt er að gera ráð
fyrir hlutum eins og húfu, hönskum
og trefli. Herrar góðir, smeygið fal-
lega treflinum sem þið fenguð í
jólagjöf um hálsinn og dömur dragið
fram loðkragana og húfurnar.
Nú er um að gera að nota spari-
legu útifötin og fylgihlutina og fyrir
dömurnar er gott að hafa stærri
gerðina af veski með sér til að geta
geymt allt klabbið ofan í.
Þannig ætti kuldaboli hvergi að
komast nærri og eyðileggja annars
gott og skemmtilegt kvöld.
Verið vel klædd á djamminu
Flottir Trefill og húfa mega ekki
gleymast á köldum kvöldum.
Upp með trefla
og loðkraga