Morgunblaðið - 03.01.2011, Síða 12
Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2011
Munið að
slökkva á
kertunum
Slökkvilið
höfuborgasvæðisins
Staðsetjið ekki
kerti þar sem
börn eða dýr geta
auðveldlega rekið
sig í þau og velt
þeim um koll
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Íbúasamtök miðborgar telja eðlilegt
að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
mæli hávaða við skemmtistaði líkt
og hún mæli hraða á götum úti og
hvort ökumenn hafi drukkið áfengi.
Hávaðamælingum er sinnt af Heil-
brigðiseftirliti Reykjavíkur en íbúa-
samtökin benda á að það þætti
furðulegt ef lögregla þyrfti að reiða
sig á aðra til að sinna hraðamæl-
ingum.
Í bréfi sem Magnús Skúlason, for-
maður samtakanna, sendi lögreglu-
stjóranum á höfuðborgarsvæðinu í
vikunni er minnt á að í lögreglusam-
þykkt Reykjavíkur sé lagt bann við
að „hafast nokkuð að sem veldur
ónæði eða raskar næturró manna“.
Lögregla sporni við hraðakstri og
akstri undir áhrifum áfengis með því
að beita þar til gerðum mælitækjum
en þegar komi að hávaðamælingum
séu úrræðin fátæklegri. Helst hafi
lögregla getað kallað til starfsfólk
heilbrigðiseftirlits til að sjá um mæl-
ingarnar. Slíkt geti vart talist skil-
virk aðferð við löggæslu að kalla til
utanaðkomandi aðila, jafnvel utan
hefðbundins vinnutíma og þegar yf-
irvinnubann sé í gildi hjá viðkom-
andi. „Ætla mætti að eðlileg vinnu-
brögð lögreglu væru að meta
aðstæður með mælingum og mati
þannig að til áminninga gæti
komið og síðar leyf-
issviptinga ef áminn-
ingum er ekki
sinnt,“ segir í bréf-
inu.
Opnir of lengi
Stefán Eiríksson
lögreglustjóri segir
hávaðamælingar á
könnu heilbrigðisyf-
irvalda. „Við erum
ekkert að kalla eftir
því að auka verkefnin
hjá okkur. Þetta kallar líka
á sérhæfð tæki og þekkingu,“ segir
Stefán.
Lögregla leggi á hinn bóginn oft
mat á hvort hávaði sé of mikill, bæði
á veitingastöðum og í heimahúsum
og þurfi engin mælitæki til þess.
„Það er nú ekki flókið. Við erum öll
með eyru og heyrum flest.“ Stefán
tekur fram að lögregla þekki vel
vandann í miðborginni og deili
áhyggjum íbúasamtakanna af hon-
um. Málið snúist ekki bara um há-
vaða heldur um fjölda og staðsetn-
ingu skemmtistaðanna.
Stefán hefur lengi verið þeirrar
skoðunar að stytta þurfi afgreiðslu-
tíma veitingastaða í miðborginni.
Um áramótin mun borgin stytta af-
greiðslutíma um hálftíma, þannig að
þeim verði lokað klukkan 5 að
morgni um helgar og aðfaranætur
frídaga og afgreiðslutíminn styttist
um hálftíma til viðbótar í júní. Stef-
án segir að lögregla telji að ganga
þurfi lengra á þeim svæðum þar sem
skemmtistaðir eru inni í íbúðabyggð.
Vilja að lögregla mæli
hávaða við skemmtistaði
Bannað að valda ónæði og raska næturró Íbúasamtök
segja að lögregla geti allt eins mælt hávaða eins og hraða
Lögreglustjóri segir verkefnið á könnu heilbrigðisyfirvalda
Fyrsta barn ársins kom í heiminn kl. 1:38 á nýársnótt í
Reykjavík og var þar á ferðinni frumburður Þóru
Bjarkar Bjartmarz og Sveins Héðinssonar. Barnið
reyndist myndarpiltur sem vó 2905 grömm við fæðingu
og heilsaðist móður og barni vel á nýársdag. Upp-
haflega hafði verið ráðgert að sá stutti kæmi í heiminn
í lok mánaðarins en honum hefur legið á að líta dagsins
ljós, því fæðingin gekk hratt fyrir sig að sögn Sveins.
Morgunblaðið/Eggert
Fyrsta barn ársins að flýta sér
Rósa Magnúsdóttir, deildarstjóri
umhverfiseftirlits Reykjavíkur,
segir að heilbrigðiseftirlit Reykja-
víkur sinni nokkrum útköllum
á ári vegna hávaða frá
skemmtistöðum. Þrátt fyrir
yfirvinnubann sinni heil-
brigðiseftirlitið öllum sínum
lögboðnu skyldum, líka utan
hefðbundins vinnutíma.
Brugðist sé við kvörtunum
með hávaðamælingu. Þeir
sem vakna vegna ónæðis
geta þó ekki hringt í eftirlitið
og óskað eftir mælingu held-
ur þurfa þeir að leggja fram
kvörtun.
Rósa segir aðspurð að í sjálfu
sér geti lögregla keypt hljóðmæla
og þjálfað sína menn í að beita
þeim. Mælarnir séu reyndar dýrir
(fullkomnir mælar kosta nokkur
hundruð þúsund) og töluverða
þjálfun og sérþekkingu þurfi til að
mæla hávaða á réttan hátt til þess
að hægt sé að byggja á mæling-
unni kröfu um áminningu, sektir
o.þ.h. „Þú tekur ekki bara einhvern
mæli upp úr vasanum og mælir
bara einhvern veginn,“ segir hún.
Þá megi heldur ekki gleyma því að
lögregumenn geti lagt mat á hvort
ónæði stafi af tónlist með sínum
eigin eyrum.
Dýr mælitæki
HEILBRIGÐISEFTIRLIT KALLAÐ ÚT VEGNA HÁVAÐA
Morgunblaðið/Júlíus
Miðbær Lögregan þarf að fást við
margvísleg verkefni í miðborginni.