Morgunblaðið - 03.01.2011, Síða 13

Morgunblaðið - 03.01.2011, Síða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2011 Fjölbreyttar sparnaðarleiðir Þú stendur betur að vígi ef þú leggur til hliðar, hvort sem ætlunin er að spara fyrir því sem keypt er, byggja upp varasjóð eða langtímasparnað. Landsbankinn býður úrval ríkisskuldabréfa-, skuldabréfa- og hlutabréfasjóða við allra hæfi. Síðastliðna 12 mánuði skiluðu sjóðirnir betri ávöxtun en innlánsreikningar og viðmið. Fé í sjóðum má alltaf innleysa. Sjóðir í áskrift Sjóðir í áskrift henta vel fyrir reglubundinn sparnað. Viðskiptavinir njóta þess að enginn munur er á kaup- og sölugengi í áskrift. Í hverjum mánuði hljóta tveir heppnir viðskiptavinir 20.000 kr. viðbót við eign sína. Dregið verður úr nöfnum þeirra sem hafa verið í áskrift að sjóðum í að minnsta kosti eitt ár. Á vö xt u n se m vo n as te re ft ir Áhætta Reiðubréf ríkistryggð 1 Sparibréf stutt 1) Sparibréf meðallöng 1) Markaðsbréf Landsbankans - stutt 1) Markaðsbréf Landsbankans - meðallöng 1) Markaðsbréf Landsbankans - löng 1) Úrvalsbréf Landsbankans 3) 7,01%* 11,69%* 14,03%* Sparibréf löng 1) 16,13%* Sparibréf óverðtryggð 1) 2) - Sparibréf verðtryggð 1) 2) - 12,23%* 15,75%* 14,34%* 34,89%* Ríkisskuldabréfasjóðir Hlutabréfa- sjóðir Blandaðir skuldabréfasjóðir N B Ih f. (L an d sb an ki nn ), kt .4 71 0 0 8 -0 2 8 0 . Sjóðir sem bera góðan ávöxt FJÁRMÁLARÁÐGJÖF | landsbankinn.is | 410 4040 E N N E M M / S ÍA / N M 4 4 8 15 Rekstrarfélag sjóðanna er Landsvaki hf. og vörslufélag þeirra er NBI hf. (Landsbankinn). Sjóðirnir eru starfræktir í samræmi við l. nr. 30/2003 og lúta eftirliti Fjármálaeftirlitsins. Áhætta fylgir ávallt fjárfestingu í sjóðum þar sem gengi þeirra getur bæði hækkað og lækkað. Ávöxtun í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur. Fjárfesting í fjárfestingarsjóði telst almennt áhættumeiri en fjárfesting í verðbréfasjóði. Nánari upplýsingar má finna í útboðslýsingum sjóða og útdráttum úr þeim á landsbankinn.is og á landsvaki.is. Fjárfestum er bent á að kynna sér vel útboðslýsingar sjóða áður en fjárfest er í þeim. * Nafnávöxtun í ISK sl. 12 mánuði m.v. 30. nóvember 2010 1) Sjóðurinn er verðbréfasjóður skv. lögum um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði nr. 30/2003. 2) Sjóðurinn tók til starfa þann 7. maí 2010 og þar af leiðandi liggja upplýsingar um 12 mánaða nafnávöxtun ekki fyrir. 3) Sjóðurinn er fjárfestingarsjóður skv. lögum um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði nr. 30/2003. „Þetta er nú eiginlega alveg ótrúlegt, en svona er maður heppinn að vera réttur maður á rétt- um stað á réttum tíma, gera hlutina rétt og ná þessum árangri,“ segir Ragnar Th. Sigurðsson sem uppskar ríkulega fyrir vinnu sína á árinu 2010. Tvær ljósmyndir Ragnars af eldgosinu í Eyjafjallajökli vöktu mikla athygli á heimsvísu þegar þær birtust fyrst á fyrri hluta árs. Annars vegar er það myndin hér til hægri af bænum Dalseli í Austur-Landeyjum og hins vegar nærmynd af eldglæringum í gosmekk- inum. Síðustu vikur hafa myndirnar svo ítrek- að verið endurbirtar og valdar í hópi mynda ársins. Ragnar segist vart hafa yfirsýn yfir það sjálfur hve víða myndir hans af eldgosinu hafa farið, en meðal þeirra miðla sem endurbirtu þær við áramót eru tímaritin Time, Nature og Newsweek, bandaríski sjón- varpsþátturinn Today Show, New York Times og danska vefritið Inform- ation. Aðspurður hvort þessi mikla velgengni muni hafa áhrif á störf hans og tækifæri til framtíðar segist Ragnar sannfærður um það. „Þarna hafa myndast góð persónuleg tengsl sem munu hjálpa mjög mikið í næstu verkefnum.“ Þótt eldgosið í Eyjafjallajökli hafi verið dramatískt segir Ragnar þó að það blikni í samanburði við þær hörmungar sem birtast á öðrum helstu fréttamyndum ársins. „Það er hræðilegt að næstum allar myndirnar nema af þessu eldgosi eru myndir af lituðu fólki sem lendir í öll- um hörmungum heimsins. Það hryggir mig mjög.“ una@mbl.is Eyjafjallajökull ratar víða í myndum  Myndir Ragnars Th. Sigurðssonar víða meðal mynda ársins erlendis Ragnar Th. Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.