Morgunblaðið - 03.01.2011, Síða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2011
• Skráðu þig á forgangslista og við sendum þér reglulega upplýsingar í
tölvupósti um tækifæri sem við getum ekki sett í auglýsingar. Upplýsingar og
skráning á www.kontakt.is.
• Rótgróin, sérhæfð heildverslun með vélar og tæki. Ársvelta 140 mkr.
EBITDA 25 mkr.
• Ört vaxandi ferðaþjónustufyrirtæki í Reykjavík. EBITDA um 40 mkr.
• Þekkt matvælavinnsla. Ársvelta 300 mkr.
• Lítil heildverslun með sérhæfða vöru og góða afkomu. Heimsþekkt vörumerki.
• Meðeigandi/fjárfestir óskast að traustu tæknifyrirtæki til að nýta
vaxtamöguleika. Núverandi ársvelta um 160 mkr. og EBITDA um 30 mkr.
Viðkomandi gæti starfað við fyrirtækið sem fjármálastjóri.
• Veitingastaður og framleiðslufyrirtæki með indverskan mat, krydd, sósur og
brauð sem selt er í verslunum og til stórnotenda. Auðveld kaup.
• Vel þekkt innflutnings- og framleiðslufyrirtæki í byggingariðnaði. Velta á
uppleið og góð verkefnastaða. EBITDA 35 mkr. Kaupverð felst að stórum hluta
í yfirteknum langtímaskuldum en kaupandi þarf að leggja fram góðar
tryggingar fyrir rúmlega 100 mkr.
• Fasteignafélag með 9000 fm í öruggri útleigu. 25 ára leigusamningur.
Áhvílandi hagstæðar langtímaskuldir um 840 mkr. 100% hlutur á 600 mkr.
• Nýleg barnafataverslun með eigin innflutning að hluta. Ágætt tækifæri til að
byggja upp sjálfstæðan rekstur.
unni. Árangurinn liggur náttúrlega
fyrst og fremst í því að við notuðum
góðærið til að borga niður skuldir og
er fyrirtækið að heita skuldlaust í
dag. Ekki má heldur gleyma að við
höfum haft mjög gott starfsfólk sem
hefur barist með okkur í gegnum
þetta. Við erum líka með augun opin
fyrir tækifærum og keyptum t.d.
Sökkul vegna þess að við sáum þar
góða möguleika.“
Sökkull hafði sérhæft sig í sérsmíði
ýmiskonar, þ.á m. hurðasmíði, og var
einnig með þjónustu og umboð fyrir
kerfisveggi og fleiri áhugaverðar
lausnir. „Við þekktum fyrirtækið af
góðu, vissum að það hefði miklum
fagmönnum á að skipa og sáum með
kaupunum tækifæri til að breikka
okkar vöruframboð og nýta betur vél-
ar og húsnæði,“ segir Eyjólfur. „Við
eigum þetta stóra 4.300 ferm. vinnu-
rými og berum af því fastan kostnað.
Vélarnar úr þrotabúi Sökkuls fluttum
við hingað inn og erum þess vegna
ekki að bæta við fasta kostnaðinn að
neinu ráði en náum að auka veltuna.“
Ekki fyrsta gengissveiflan
Axis hefur samt ekki alltaf staðið
jafnvel að vígi. Á löngum líftíma hafa
verið miklar sveiflur í rekstrarum-
hverfinu, en fyrirtækið rekur sögu
sína allt aftur til ársins 1935 þegar afi
Eyjólfs, Axel Eyjólfsson, opnaði lítið
60 ferm. smíðaverkstæði á Akranesi.
„Fyrirtækið stækkaði smám saman
og gekk ágætlega. Árið 1973 hófst
smíði nýs núverandi húsnæðis í
Kópavoginum. Sú framkvæmd var
fjármögnuð að hluta með lánum frá
Iðnlánasjóði og Iðnþróunarsjóði sem
bundin voru við dollara. Þessi erlendu
lán voru alveg skelfileg,“ segir fram-
kvæmdastjórinn.
Níundi áratugurinn einkenndist af
miklum öfgum í gengis- og peninga-
málum, og á þeim árum fékk Axis
heldur betur að kynnast því hvað
gengislán geta verið varhugaverð.
„Það má orða það sem svo að þegar
síðasta greiðslan af erlendu lánunum
var gerð var skálað í kampavíni.
Þetta hafði sitt að segja með það að
fyrirtækið hefur ekki tekið nýtt lán í
einhverja áratugi.“
Gömul útrásarlexía
Útrásin er heldur ekkert nýtt fyrir
Axis. Rétt eins og fyrirtækið brenndi
sig á gengislánum fyrir nærri fjórum
áratugum var það dýrmæt lexía þeg-
ar íslensk húsgagnasmíði átti að
leggja undir sig heiminn. „Það var
einmitt upp úr 1980 að menn fengu
áhuga á að prófa eitthvað nýtt og úr
varð samstarf við Pétur B Lúthers-
son arkitekt sem hannaði fyrir okkur
línu af barna- og unglingahúsgögn-
um. Hönnunin var sýnd erlendis og
vakti töluverða athygli. Ég held t.d.
að í þrjú eða fjögur ár í röð hafi þessi
húsgögn verið til sýnis í Bella Center
í Danmörku og hófst verulegur út-
flutningur til Bretlands, Bandaríkj-
anna og Belgíu. Meira að segja Har-
rods í London seldi þessi húsgögn.“
Þegar mest var nam salan á barna-
línunni um 40% af veltu Axis, en á
endanum kom babb í bátinn. „Um
miðjan 9. áratuginn voru gerðir
samningar við erlenda aðila um sölu á
húsgögnunum til nokkurra ára, og
allt á föstum verðum. Þá hófst einmitt
mikið uppbyggingartímabil, með
miklum verklegum framkvæmdum,
s.s. byggingu Kringlunnar og Flug-
stöðvarinnar og laun hjá íslenskum
smiðum nærri þrefölduðust á
skömmum tíma sem eðlilega jók til
muna kostnaðarhliðina hjá okkur.
Upp undir 1990 kom svo samdráttur
á alþjóðavísu og fóru sumir seljend-
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Segja má að Axis húsgögn, sem fagna
um þessar mundir 75 ára afmæli,
standi furðuvel í miðri kreppu. Þegar
bankahrunið skall á lögðust eigend-
urnir í verulegar og kostnaðarsamar
endurbætur á húsnæði fyrirtækisins
á Smiðjuvegi, og fyrir skömmu keypti
Axis rekstur Sökkuls ehf. Allt var
þetta gert án þess að taka lán, og það
á sama tíma og mörg fyrirtæki í hús-
gagna- og innréttingabransanum
berjast í bökkum
„Kreppan í byggingariðnaðinum
sjálfum byrjaði raunar löngu fyrir
bankahrun, strax fyrri part árs 2008,“
segir Eyjólfur Eyjólfsson fram-
kvæmdastjóri, en hann á fyrirtækið í
félagi við bróður sinn Gunnar. „Til að
draga upp mynd af stöðunni nú þá
störfuðu þegar mest lét um 17.700
manns í byggingariðnaði og við
mannvirkjagerð hér á landi en voru í
fyrra 11.700 og talan sennilega komin
undir 10.000 í dag. Berðu þetta saman
við t.d. bankageirann þar sem mig
minnir að starfi um 4.300, og hefur
talan lækkað furðulega lítið þrátt fyr-
ir hrun bankakerfisins.“
Stækka í kreppunni
Eyjólfur fellst á að Axis standi vel.
„Eða kannski er réttara að segja að
okkur hafi gengið vel í varnarbarátt-
urnir að eiga í miklum vandræðum
með að greiða og t.d. fór þriðjungur
endursöluaðila okkar í Bandaríkjun-
um á hausinn. Eftir sat fyrirtækið
með útistandandi kröfur upp á ein-
hverjar milljónir. Á sama tíma nutu
skandinavísk útflutningsfyrirtæki
nokkurs konar ríkistryggingar á út-
flutningnum en slíku var ekki að
fagna hérlendis.“
Áætlanagerð erfið
Á þeim tímapunkti var útflutning-
ur lagður á hilluna. Eyjólfur er samt
viss um að íslensk húsgagnasmíði
geti vel átt erindi á erlendum mörk-
uðum, og vill ekki útiloka neitt. „Það
er mikil þekking hérna, og hand-
bragðið og gæðin í mjög góðu lagi.
Húsgagnaframleiðsla á Íslandi notar
bara besta fáanlega hráefni og núna
erum við með hlutfallslega ódýrt
vinnuafl miðað við mörg önnur lönd.
Þessar aðstæður kunna vel að skapa
svigrúm til að gera spennandi hluti og
við höfum meira að segja fengið
nokkrar óformlegar fyrirspurnir frá
aðilum erlendis. Sveiflurnar á geng-
inu og ýmsu öðru gera hins vegar all-
ar áætlanir mun erfiðari, og flókið að
búa til og fara af stað með það lang-
tímaverkefni sem útflutningur þarf
að vera.“
Eyjólfur segir verkefnastöðuna
góða í augnablikinu en m.a. sé verið
að vinna töluvert fyrir tónlistarhúsið
Hörpuna. „Við teljum samt viðsjár-
verða tíma framundan enda fyrirsjá-
anlegt að ekki verði mikið um fram-
kvæmdir á næstunni. Efnahagshorf-
ur á Íslandi til lengri tíma eru þó að
mínu mati góðar og við höfum mikið
af tækifærum. Við þurfum bara að
spila rétt úr þeim.“
Útrásin Vinsæl barnahúsgögn Axis á alþjóðlegri húsgagnasýningu í Bella
Center í Kaupmannahöfn, sennilega árið 1986. Línan var seld víða erlendis.
Saga Stofnandi fyrirtækisins, Axel Eyjólfsson situr í forgrunni meðan hald-
ið er upp á afmæli starfsmanns í húsnæði fyrirtækisins í Skipholti árið 1954.
Notuðu góðærið til að
borga niður skuldir
Hremmingar af völdum útrásar og gengissveiflna ekkert
nýtt Framkvæmdastjórinn segir Axis hafa lært sína lexíu
fyrir nokkrum áratugum Hafa síðan farið sér að engu óðs-
lega, standa því vel að vígi og fagna 75 ára afmæli
Morgunblaðið/Eggert
Byrðar „Það má orða það sem svo að þegar síðasta greiðslan af erlendu lán-
unum var gerð var skálað í kampavíni,“ segir Eyjólfur um hversu þung
byrði það var að greiða af gengistryggðu láni sem tekið var á 8. áratugnum.
Áhugavert er að líta yfir langa
sögu Axis og kemur þá í ljós að
stærstu áföllin í rekstrinum voru
manngerð. Jafnvel þó hafi meira
að segja gerst eitt sinn að fyr-
irtækið fuðraði upp í eldsvoða
nefnir Eyjólfur allt annað þegar
hann er spurður um þyngstu
höggin sem dunið hafa á. „Það
hefur ýmislegt gengið á, t.a.m.
hafa hagsveiflurnar alltaf komið
mikið við byggingariðnaðinn og
undantekningalítið verið ýktar af
stjórnvöldum. En stærsta ein-
staka áfallið var sennilega inn-
ganga Íslands í EFTA. Þá hafði
húsgagnaframleiðsla hér á landi
vanist því að búa við 100% tolla
á innfluttum húsgögnum og mik-
ið sem þurfti að breytast á stutt-
um aðlögunartíma,“ segir hann.
„Ég er auðvitað á móti öllum
verndandi tollum og veit að öll-
um er fyrir bestu að hafa við-
skipti sem frjálsust. Þá verða
menn jú að vera góðir í því sem
þeir eru að gera. Við brugðumst
við EFTA-inngöngunni með því
að fjárfesta í nýjum tækjum og
öðlast getu til að fjölda-
framleiða. Það reyndist vera
mikið heillaspor og hefur gert
okkur kleift að keppa við stóra
erlenda framleiðendur allt fram
á þennan dag.“
Verstu áföllin af
manna völdum
SVEIFLUR OG INNGRIP