Morgunblaðið - 03.01.2011, Síða 18
18 UMRÆÐAN Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2011
–– Meira fyrir lesendur
MEÐAL EFNIS:
Viðtöl við leikmenn Íslenska
liðsins og þjálfara.
Kynning á liðunum.
Dagskrá mótsins.
Ásamt öðru spennandi efni
Þetta er blaðið sem allir íþrótta-
unnendur hafa við höndina þegar
keppnin verður sýnd í sjónvarpinu.
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, föstudaginn 7. janúar.
NÁNARI UPPLÝSINGAR:
Erling Adolf Ágústsson
erling@mbl.is
Sími: 569-1221
Katrín Theódórsdóttir
kata@mbl.is
Sími: 569-1105
Morgunblaðið gefur út glæsilegt
sérblað 13. janúar 2011 um
Heimsmeistaramót
karlalandssliða í handbolta
þar sem landslið Íslendinga er
meðal þátttakenda.
Keppnin er haldin í
Svíðþjóð og stendur yfir
frá 13. – 31. janúar.
HM KARLA
sé
rb
la
ð
Í HANDBOLTA
Um mitt árið 2010
fékk ég óvænt símtal
frá forstöðumanni
Vinnumálastofnunar
ríkisins á höfuðborg-
arsvæðinu. Fyr-
irspurn um það hvort
ég gæti hugsað mér
að gefa kost á mér
sem ráðgjafi hjá
stofnuninni vegna
tímabundinna verk-
efna sem í undirbúningi hefðu ver-
ið og hrinda átti af stað skömmu
síðar.
Verkefnið kallaðist ÞOR og stóð
fyrir Þekking og reynsla. Fólst
það í því að kalla inn fólk 30 ára og
eldra sem verið hafði á atvinnu-
leysisskrá í eitt ár eða lengur til
þess að kynna þeim ýmis námskeið
og fjölbreytt og spennandi verk-
efni sem í boði væru fólki að kostn-
aðarlausu. Frábært framtak og án
efa eitthvað það besta sem Vinnu-
málastofnun hefur ráðist í.
Mitt hlutverk átti að vera að sjá
um þessar kynningar
og reyna auk þess að
vera uppörvandi og
hvetjandi.
Hvort sem um mis-
skilning, mistök eða
yfirnáttúrlega hand-
leiðslu var að ræða
ákvað ég að láta til-
leiðast án þess þó ná-
kvæmlega að vita
hvað ég væri að hella
mér út í, kastaði ég
mér því beinlínis út í
djúpu laugina.
Um miðjan nóvember þegar ég
svo þurfti frá að hverfa vegna
veikinda höfðum við haldið um 60
fundi sem um 3.000 manns í at-
vinnuleit sóttu og þóttu þeir eftir
því sem mér skilst hafa tekist von-
um framar og eftirvinnsla þeirra
einnig.
Um var að ræða ófaglært fólk,
fólk með stúdentspróf, iðnmenntun
og háskólamenntun. Ótrúlega flott
fólk með fjölþætta þekkingu og
ómetanlega reynslu að baki.
Venjulegir Íslendingar af holdi og
blóði en ekki einhverjar staðlaðar
tölur á blaði eða sem hægt er að
framkalla í tölvu. Fólk sem þráir
að fá að láta muna um sig í at-
vinnulífinu og láta gott af sér leiða.
Fólk sem vonast til þess að stjórn-
völd geri sitt til þess að marka
eðlilegan ramma til þess að hjól at-
vinnulífsins geti farið að snúast á
nauðsynlegan og eðlilegan hátt.
Eftir að hafa horft í augun á öll-
um þessum þremur þúsundum Ís-
lendinga á aldrinum 30-70 ára sem
misst hafa vinnuna eftir að íslenskt
bankakerfi hrundi og verið á at-
vinnuleysisskrá í meira en eitt ár
verð ég að segja að ég dáist að
æðruleysi og þolinmæði, þraut-
seigju og bjartsýni þessa mikla og
dýrmæta mannafla. Kjarkur
þeirra, þróttur og von er aðdáun-
arverður og til eftirbreytni.
Þetta er fólk sem býr yfir ómet-
anlegri þekkingu og reynslu, sem
þjóðfélagið hefur ekki efni á að
nýta sér ekki. Um ómetanlegan
mannauð er að ræða sem bíður á
hliðarlínunni eftir því að fá tæki-
færi til þess að láta til sín taka,
muna um sig og láta gott af sér
leiða.
Og þótt ríkisstjórnin sé vafalítið
öll af vilja gerð þá er það nokkuð
ljóst að ekki er nóg að gert. Þetta
fólk er upp til hópa meira en fúst
til vinnu og margir uppfullir af frá-
bærum hugmyndum sem vel væri
hægt að koma í framkvæmd ef um-
hverfið væri vinveittara. Því er
mikilvægt að kæfa hér ekki allt í
sköttum og álögum og gera hjólum
atvinnulífsins kleift að fara að snú-
ast á ný svo hagvöxtur aukist og
rými skapist fyrir þá sem geta og
vilja vinna úti á vinnumarkaðnum.
Mætti árið 2011 færa okkur
betri tíð með blóm í haga.
Þekking og reynsla sem
þjóðfélagið þarf á að halda
Eftir Sigurbjörn
Þorkelsson »Hafandi horft í aug-
un á 3.000 manns á
atvinnuleysisskrá er
ljóst að við megum ekki
verða af þeirri þekkingu
og reynslu sem þetta
góða fólk býr yfir.
Sigurbjörn Þorkelsson
Höfundur er rithöfundur og hefur
undanfarið með öðru sinnt tíma-
bundnum verkefnum sem ráðgjafi hjá
Vinnumálastofnun.
✝ Unnur Péturs-dóttir fæddist í
Brautarholti á Ísa-
firði 8. febrúar 1935.
Hún lést á Landspít-
alanum, Fossvogi,
21. desember.
Unnur var dóttir
hjónanna Péturs
Tryggva Péturs-
sonar netagerð-
armanns, f. 28.7.
1903, d. 3.2. 1996, og
Albertínu Frið-
bjargar Elíasdóttur,
f. 10.12. 1906, d.
28.10. 1987. Bræður Unnar: Gunn-
ar Pétursson, f. 31.3. 1930, og
Oddur Pétursson, f. 2.7. 1931.
Unnur giftist 28.8. 1954 Hjálmari
Jóni Torfasyni gullsmið, f. 29.1.
1924. Foreldrar hans voru hjónin
Torfi Hjálmarsson bóndi, f. 19.11
1892, d. 5.6. 1972, og Kolfinna
Magnúsdóttir, f. 8.5. 1896, d. 21.1.
1987. Unnur og Hjálmar hófu bú-
skap í Reykjavík 1954 þar sem
Unnur var húsmóðir og Hjálmar
starfaði sem gullsmiður. Unnur
og Hjálmar eignuðust fjögur
börn. 1)Kolfinna, f. 22.5. 1954. 2)
Pétur Tryggvi, f. 24.1. 1956, maki
Hlín Hermannsdóttir, f. 27.9. 1957
– skilin. Börn þeirra: Rós Péturs-
dóttir, f. 29.4. 1981. Unnur Pét-
ursdóttir, f. 17.10. 1986. 3) Hjálm-
ar f. 16.8. 1960. Maki: Helena
Vignisdóttir – skilin. Börn þeirra
Sigrún Rut, f. 19.1.
1983. Helgi Hreinn,
f. 6.1. 1986, maki 2:
Gitte Tofteskov, f.
15.3. 1965, börn
þeirra Alexander, f.
21.8. 1997, og Sofia,
f. 1.9. 2002. 4) Torfi
Rafn, f. 28.8. 1962,
maki Sigurlaug Mar-
grét Jónasdóttir, f.
12.11. 1963. Börn
þeirra Freyr, f. 26.5.
1990 Sigrún, f. 29.11.
1994, og Sólveig, f.
8.8. 1998.
Unnur ólst upp á Grænagarði á
Ísafirði en 16 ára gömul fór hún í
kaupavinnu í Mývatnssveit og
Reykjadal. Þar kynntist hún
Hjálmari sem bjó á Halldórs-
stöðum í Laxárdal. Þau fluttust til
Reykjavíkur 1954 þar sem Hjálm-
ar lærði gullsmíði og Unnur var
húsmóðir þar til hún hóf störf hjá
Pósti og síma árið 1974. Síðar
vann hún sem fulltrúi hjá launa-
deild fjármálaráðuneytisins frá
1980 til 1988. Eftir það vann hún
hjá bókasafni Kennaraháskóla Ís-
lands í nokkur ár. Unnur aðstoð-
aði einnig eiginmann sinn við
rekstur gullsmíðaverslunar
þeirra.
Unnur verður jarðsungin frá
Háteigskirkju í dag, 3. janúar
2011, og hefst athöfnin klukkan
13.
Unnur gat farið í splitt án þess að
hita upp, galdrað fram ævintýra-
legar kökur svo maður fékk tár í
augun, hún var fagurkeri og þótti
vænt um fólkið sitt. Við fundum það
alltaf.
Börnin okkar Torfa sváfu oft hjá
ömmu og afa, við þurftum aldrei að
hafa neinar áhyggjur af því, hún
setti þau í bað, hreinsaði eyrun,
signdi þau áður en þau fóru í ull-
arbolina, strauk þeim um vanga og
þegar við foreldrarnir komum dag-
inn eftir að ná í þau komu á móti
okkur sérstaklega hrein og stillt
börn sem kysstu ömmu með þakk-
læti og sögðust koma fljótt aftur og
fengu bros í staðinn.
Við Unnur gátum setið og skoðað
uppskriftir úr „Alt om Mad“ . Ég
fletti blöðunum, benti á spennandi
rétti sem gaman væri að elda, en
gerði svosem ekki meira en það, en
Unnur eldaði alla þessa rétti, sem
ég benti henni á, af nákvæmni, eitt-
hvað sem ég reyndi að tileinka mér
en tókst aldrei. Saman gátum við þó
stundum eldað skemmtilega rétti,
hún með mæliskeiðina og ég með
handfylli af kryddi. Einhvernveg-
inn passaði það saman.
Við Sigrún mín hugsum oft til
Parísarferðarinnar um árið, þá
vissum við að Unnur var orðin veik,
farin að gleyma örlitlu svo það var
með mikilli gleði sem við fórum
saman til þessarar yndislegu borg-
ar með Möggu frænku. Þar horfði
hún á Monet, drakk Kir Royal og
lét barnabarnið sitt naglalakka á
sér táneglurnar með bros á vör og
það var í litlu hótelherbergi í 6
hverfi sem hún fór í splitt og upp-
skar mikinn hlátur.
Þegar Unnur greindist með Alz-
heimer vissum við að það yrði erf-
itt, kona sem var skipulögð, sjálf-
stæð, þrjósk og gerði hlutina eftir
sínu höfði gat ekki lengur gert það
sem hún vildi. Það gat stundum
verið skelfilega erfitt að fylgjast
með þessum sjúkdómi sem hægt og
rólega var að taka Unni frá okkur.
En einu gleymdi hún aldrei, það var
leiðin frá Bólstaðarhlíð 4 að gull-
smíðaverkstæði Torfa míns á
Laugaveginum, þangað mætti hún
á hverjum degi, stundum tvisvar á
dag og Torfi, eins erfitt og það var
fyrir hann að sjá mömmu sína
hverfa örlítið á hverjum degi, tók
henni fagnandi, hún settist við hlið-
ina á honum, horfði á hann vinna,
tók stundum í höndina á honum og
sagði „það er svo gott að eiga þig“
og fékk sér svo kaffibolla og dökkt
súkkulaði og brosti til hans. Við
höfum það á tilfinningunni að ein-
hver hafi gripið inn í líf Unnar, ein-
hver sem vissi að svona vildi hún
ekki enda, með útþurrkaðar minn-
ingar og bjargarlaus. Tengdamóðir
mín fékk heilablóðfall, þegar hún
var á leið til Torfa síns og náði aldr-
ei alla leið.
Það er með trega en þakklæti
líka sem við kveðjum Unni Péturs-
dóttur og ég efast ekki um að
Magga frænka bíður eftir henni
með rjúkandi kaffi og hlátrasköllin
eiga eftir að bergmála á himnaríki
og hinir englarnir eiga eftir að biðja
nú Unni blessaða að skella í eina
klessuköku, en við sem eftir erum
ætlum að vera dugleg og baka kök-
una góðu í hvert skipti sem við
söknum hennar, og kökurnar eiga
eftir að verða þónokkrar.
Sigurlaug Margrét Jónasdóttir.
Amma Unnur.
Upp af himnum ofan sveifst þú inn til
mín
og rödd þína ég heyrði
svo sveif ég upp til þín.
Þú bakaðir klessuköku
og settir mig í bað
og last bókina Depil,
jáallir muna það.
Þótt þú sért farin,
þá kemur þú til mín
sest á rúmið hjá mér
svo hvísla ég til þín:
Amma vertu hjá mér
bæði dag og nótt
ég heyri röddina hjá þér
svo ég sofi rótt.
Ég elska þig, amma Unnur.
Sólveig Torfadóttir.
Það er með söknuði að ég kveð
þig, elsku amma mín. Ég er þakklát
fyrir svo margt.
Takk fyrir allar heimsóknirnar til
okkar þegar við vorum í Danmörku,
fyrir að fá að búa hjá ykkur afa öll
árin sem ég var í Tónó, fyrir allar
leikhús- og tónleikaferðirnar, fyrir
að vera alltaf velkomin til ykkar.
Þú hafðir alltaf nógan tíma og
pláss fyrir hvern sem átti í hlut.
Við gerum öll það sem við getum
fyrir afa, þó svo að enginn geri það
eins vel og þú.
Ég vil enda þetta á orðunum sem
voru þér svo hugleikin:
....
Hafðu á mildi mætur
og mundu eftir því.
Að gefa þeim sem grætur,
gleði sína á ný.
(GW)
Kveðja frá okkur systrum.
Rós Pétursdóttir.
Unnur Pétursdóttir
- nýr auglýsingamiðill
569-1100
finnur@mbl.is