Morgunblaðið - 03.01.2011, Side 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2011
✝ Anna Baldvins-dóttir fæddist í
Skriðukoti í Svarf-
aðardal 15. febrúar
1919. Hún lést á
Dalbæ á Dalvík 25.
desember 2010.
Anna var dóttir
hjónanna Margrétar
Kristjánsdóttur og
Baldvins Arngríms-
sonar sem lengst af
bjuggu á Klaufa-
brekkum í Svarf-
aðardal. Hún átti
þrjú yngri systkini;
Höllu, Dagbjörtu og Stefán. Eig-
inmaður Önnu var Haraldur Dav-
íðsson f. 14. júlí 1907, d. 25. ágúst
1993, og bjuggu þau allan sinn bú-
skap á Stóru-Hámundarstöðum á
Árskógsströnd. Þau
eignuðust fjögur
börn; Maríu f. 1. apr-
íl 1941, d. 12. febr-
úar 1986. Davíð
Hjálmar, f. 11. júlí
1944, maki Sigrún
Lárusdóttir, f. 21.
apríl 1952. Baldvin, f.
3. júní 1947, maki El-
ín Lárusdóttir, f. 27.
mars 1949. Hjördísi
Guðrúnu, f. 9. júní
1949, maki Þorlákur
A. Aðalsteinsson, f.
11. ágúst 1949.
Barnabörnin eru níu og barna-
barnabörnin sextán.
Útför Önnu fer fram frá Stærra-
Árskógskirkju í dag, mánudaginn
3. janúar 2011, kl. 14.
Gulli og perlum að safna sér
sumir endalaust reyna.
Vita ekki að vináttan er
verðmætust eðalsteina.
Gull á ég ekki að gefa þér
og gimsteina ekki neina.
En viltu muna að vináttan er
verðmætust eðalsteina.
(Hjálmar Freysteinsson.)
Af hverju skapast vinátta á milli
fólks? Hvað verður til þess að vænt-
umþykja verður til staðar hvað sem
líður aldursmun eða öðru?
Mér er ómögulegt að gera mér
grein fyrir hvað varð til þess að okk-
ur Önnu Baldvinsdóttur varð eins vel
til vina og raun ber vitni. Hún sagði
einu sinni við mig að hún vissi ekki
hvernig hún ætti að skilgreina okkar
samband, en í mínum huga vorum
við einfaldlega góðir vinir.
Við Gunni fórum í okkar árlegu
jólaheimsókn til þessarar kæru vin-
konu okkar á stysta degi ársins rétt
fyrir jól til að færa henni jólakveðju,
en komum þá að dánarbeði hennar.
Ég verð ævarandi þakklát fyrir að
hafa fengið þessa litlu kveðjustund.
Við kynntumst Önnu þegar hún
gekk til liðs við hóp fólks sem við
hjónin leiðbeindum og stjórnuðum í
þjóðdönsum, hún hafði mjög gaman
af dansinum og naut þess að taka
þátt með okkur.
Hún fann fljótt að ég var svolítil
sveitakerling í mér og að Gunni hafði
gaman af garðrækt og fór að bjóða
okkur að koma til sín og sjá garðinn
sinn og lömbin á vorin, bjóða okkur í
réttir og berjamó, Jónína Björt fékk
að skoða og handleika steinana sem
voru ófáir til í öllum regnbogans lit-
um, það fór svo að úr þessu varð vin-
átta sem ekki hefur slitnað og þó að
við flyttum í burtu reyndum við eftir
bestu getu að halda sambandi, koma
til hennar, fá kaffi og súkkulaði, eða
bara heyrast aðeins í síma.
Eitt sem við Anna áttum sameig-
inlegt var áhugi á vísum, hún hag-
mælt vel og við fengum nokkrar vís-
ur frá henni.
Anna var hreinskilin, ákveðin og lá
ekki á skoðunum sínum, þau Gunni
áttu það til að bítast aðeins um sum-
ar skoðanir, en svo var ævinlega
hlegið dátt, og það var svo gott, að
meira að segja síðast þegar við kom-
um til hennar fyrir rúmum mánuði,
þá gat hún enn gert grín og hlegið,
þó að heilsan væri orðin léleg og hún
hafi sennilega ekki munað eftir komu
okkar þegar við vorum farin fram á
gang.
Anna var oft búin að tala um að nú
væri hún að sjá okkur í síðasta sinn,
hún væri alveg að fara að deyja, og
Gunni var jafnoft búinn að svara því
til að hann væri alveg hættur að trúa
henni, hún hefði sagt þetta svo oft, og
enn væri hún hér. Nú er samt komið
að því að hún reyndist sannspá, ég
trúi því að hvíldin sé henni góð.
Mér finnst vel við hæfi að láta hér
fylgja með síðasta erindið úr ljóðinu
Vinur í grennd:
– – –
Sjálfur, ef vin þú átt góðan í grennd
gleymdu ekki, hvað sem á dynur, að
albesta sending af himnunum send er
sannur og einlægur vinur.
(Þýðandi Sig. Jónsson.)
Baldvin, Hjördís og Davíð, við
Gunni og Jónína Björt sendum ykk-
ur og fjölskyldum ykkar samúðar-
kveðjur með þökk fyrir að hafa
fengið að eiga samleið með móður
ykkar þessi ár.
Margrét Brynjólfsdóttir (Magga.)
Anna Baldvinsdóttir
✝ Erlendur Björg-vinsson fæddist á
Hlíðarenda í Breiðdal
þann 4. júlí 1924. Þar
ólst hann upp. Hann
lést þann 27, desember
á Uppsölum í Fá-
skrúðsfirði.
Erlendur var einn af
10 börnum hjónanna
Sigurbjargar Erlends-
dóttur frá Hvammi í
Fáskrúðsfirði og
Björgvins Jónassonar
frá Stuðlum í Reyð-
arfirði, ábúenda á
Hlíðarenda. Systkini Erlendar sem
nú eru öll látin voru Gísli Friðjón,
Jóhanna Petra, Rósa, Ragnar, Her-
björn, Guðlaugur, Gunnar en Helgi
og Sigþór dóu ungir.
Þann 10. nóvember 1969 giftist
hann Friðbjörgu Midjord frá Fær-
eyjum f. 18. júní 1943, d. 29. október
2005. Börn Erlendar og Friðbjargar
eru 1) Nína Midjord f. 24. júní 1968,
hennar maður er Sveinbjörn Eg-
ilsson f. 23. júlí 1966, börn þeirra eru
Egill Örn f. 12. janúar 1993, Sigríður
Tinna f. 15. febrúar 1995, Gabríel
andvana fæddur 22. desember 2006
og Sigfús Arnar f. 4. febrúar 2008. 2)
um fótbolta og frjálsar, hann var
einn að frumkvöðlum í Ungmenna-
félaginu Hrafnkeli Freysgoða og
var hann mjög virkur í þeim fé-
lagsskap, hann var meðal annars rit-
ari þess frá 1953-1960 og varafor-
maður þess frá 1960-1961. Erlendur
varð 1949 fyrsti Austurlandsmeist-
ari Hrafnkels Freysgoða í frjálsum
íþróttum í flokki fullorðinna í
kringlukasti á móti á Eiðum. 1951
varð hann svo fimmtarþraut-
armeistari. Erlendur keppti allra
ungmennafélaga lengst fyrir Hrafn-
kel Freysgoða eða í 30 ár. Erlendur
fór á vertíðir sem ungur maður,
bæði til Vestmanneyja og Hafnar í
Hornarfirði. Einnig vann hann í
Reykjavík við mublu- og leik-
fangasmíði. Hann keypti jörðina
Fellsás 1958 og hóf uppbyggingu og
búskap þar ásamt Petru systur
sinni.
Erlendur var bóndi alla sína ævi
og vann með búinu utan heimilis
ýmsa vinnu, svo sem í fiski, við vöru-
bílaakstur og við smíðar. Hann átti
mörg áhugamál svo sem skógrækt
og má sjá það kringum bæinn í Fells-
ási. Erlendur hafði líka mikinn
áhuga á tónlist og spilaði á harm-
onikku.
Erlendur verður jarðsunginn frá
Heydalakirkju í dag, mánudaginn 3.
janúar 2011, og hefst athöfnin
klukkan 14.
Sigurbjörg Petra f.
18. maí 1970, hennar
maður er Emil Guð-
finnur Hafsteinsson f.
17. ágúst 1966. Dóttir
þeirra er Linda María
Emilsdóttir f. 9. ágúst
1993, unnusti hennar
er Jóhann Elís Run-
ólfsson. 3) Sóley Berg-
lind f. 8. apríl 1973,
hennar maður er Sig-
ursteinn Árni Brynj-
ólfsson f. 9. mars
1972. Börn þeirra eru
Ingibjörg Lilja f. 2.
mars 1994, Árni Steinn f. 20. júlí
2003 og Malen Mist f. 13. nóvember
2009. 4) Rósa Elísabet f. 3. desember
1976, dóttir hennar er Friðbjörg
Helga Bjarkadóttir f. 15. september
1998. 5) Björgvin Hlíðar f. 21. janúar
1978, sonur hans er Erlendur f.
17.október 2006. Einnig átti Erlend-
ur fyrir synina Sigurbjörn Hlíðar og
Hafstein Sævar af fyrri sambúð.
Erlendur naut farkennslu eins og
þá tíðkaðist, hann fór árin 1945-
1947 til Reykholts til náms. Hann
tók meirapróf 1951 á Reyðarfirði.
Hann hafði mikinn og brennandi
áhuga á íþróttum og stundaði eink-
Nú þegar komið er að leiðarlokum
hjá þér elsku pabbi minn fer hug-
urinn á flug til baka í minningasjóð-
inn sem ég á. Það fyrsta sem kom
upp í hugann þegar ég fór að hugsa
um þig var rauði Zetorinn; þú að aka
heyi með heyhleðsluvagninn aftan í
kúffullan, ég sitjandi í litla sætinu
fyrir aftan ökumannssætið, þvílíkt
sport! Þær voru ófáar ferðirnar, mitt
verk var svo að stökkva út og opna
og loka hliðum.
Að vakna snemma og elta þig inn á
tún að smala túnið eða að slá eða
hvað það nú var. Fara á vornóttum í
húsin að athuga með kindurnar og
lömbin í sauðburði.
Þú svafst nú ekki lengi þegar mik-
ið var að gera enda var ekki hægt að
saka þig um leti, ó nei. Þér þótti vænt
um öll dýr, hundarnir þínir voru eins
og menn í þínum huga.
Að fá að fara með þér í smala-
mennsku inn í Tinnudal var ekki
nein smávegis upphefð.
Já ég get talið upp þúsund hluti,
það var samt best hvað þú varst allt-
af í góðu skapi og góður við okkur
þegar við vorum lítil, glens og gaman
var ríkjandi á heimilinu okkar.
Það var til dæmis ótrúlega gaman
þegar þú lékst draug í hríslugarð-
inum bak við húsið og við krakkarnir
hlupum um allan garðinn, hlógum
ekki neitt lítið þá. Þú hafðir mikinn
áhuga á skógrækt og má sjá það í
kringum húsið í sveitinni okkar í
Fellsási.
Það sem var stundum pirrandi og
kostur í senn í þínu fari var að þegar
þú fékkst hugmynd þurftirðu helst
að framkvæma hana á stundinni og
það var ekki beðið með hlutina, oft
gátum við hlegið að slíkum uppá-
komum þegar drifið var í hlutum
sem „bráðlá á“. Kvöldkaffi, jólaköku-
sneið og mjólkurglas fyrir háttinn og
notalegt spjall, dagurinn gerður upp,
með smágríni.
Þú hafðir áhuga á svo mörgu;
harmonikkan þín og þú að spila, þú
að smíða eitthvað, annaðhvort úti
eða inni. Handlaginn og vandvirkur.
Já og ekki má gleyma íþróttum, þú
hafðir brennandi áhuga á íþróttum
og varst ansi góður íþróttamaður.
Þið mamma voruð trúaðar mann-
eskjur og gáfuð okkur krökkunum
þá góðu gjöf inn í lífið.
Mig langar að enda þessa litlu
kveðju mína á fallegum sálmi sem ég
rakst á.
Elsku pabbi minn, ég veit að þú
varst tilbúinn að fara og náðir að
klára það síðasta sem þú ætlaðir þér
að gera, að koma heim í sveitina þína
á jólunum og borða jólamatinn með
fjölskyldunni og kveðja.
Á kerti mínu ég kveiki í dag
við krossmarkið helgi og friðar,
því tíminn mér virðist nú standa í
stað,
en stöðugt þó fram honum miðar.
Ég finn það og veit að við erum ei ein,
að almættið vakir oss yfir,
því ljósið á kertinu lifir.
Við flöktandi logana falla nú tár,
það flýr enginn sorgina lengi.
Hún braut allar vonir, hún braut allar
þrár
hún brýtur þá viðkvæmu strengi,
er blunda í hjarta og í brjósti hvers
manns.
Nú birtir, og friður er yfir,
því ljósið á kertinu lifir.
Sá einn þekkir gleðinnar gáska og fjör
sem gist hefur þjáning og pínu.
Sá einn getur sigrast á ótta og kvöl,
sem eygir í hugskoti sínu,
að sorgina við getum virkjað til góðs,
í vanmætti sem er oss yfir,
ef ljósið á kertinu lifir.
(Kristján frá Gilhaga)
Þín dóttir,
Nína Midjord Erlendsdóttir.
Nú hefur þú kvatt okkur, pabbi, og
þá er margs að minnast. Æska mín
og okkar systkinanna var yndislegur
tími og einkennist af væntumþykju
og ég held að við höfum verið ótrú-
lega heppin að eiga svona góða fjöl-
skyldu, pabbi, mamma og Petra
frænka sáu um að okkur vantaði
aldrei neitt og allir hjálpuðust að við
að gera æsku okkar eins góða og hún
var.
Pabbi var duglegur maður sem
vann verkin sín vel og var áreiðan-
legur og hann vildi síður draga það
til morguns sem hann gat klárað í
dag. Hans áhugamál voru íþróttir
allskonar, skógrækt og garðrækt og
það var regla hjá ykkur mömmu að
gróðursetja alltaf nokkrar nýjar
hríslur á hverju ári og margar ferðir
fórum við uppí Hallormsstað til að
kaupa plöntur. Þú varst duglegur að
hjálpa mömmu við blómagarðinn og
þú vildir hafa fallegt í kringum þig.
Þú dáðist að öllum þeim sem
stunduðu íþróttir, þú sagðir okkur
það margoft að íþróttir væru und-
irstaða að góðri heilsu og þú varst
líka góð fyrirmynd sem við litum upp
til. Búskapurinn var þér mikið
áhugamál og þú varst mikill dýravin-
ur og sárnaði þér fátt meira en að sjá
illa farið með dýr. Nú seinni árin átt-
um við nokkrar kindur sem þú sást
um meðan heilsan leyfði og eftir það
tókst þú þátt í öllu sem um var að
vera í kringum þær. Þú varst ólatur
að labba niður í fjárhús til að fylgjast
með fénu á sauðburði, fylgjast með
heyskapnum og smalamennskunum
á haustin og hjálpaðir til það sem þú
gast, þér fannst það ekki viðeigandi
að sitja heima í bæ og horfa á aðra
vinna. Þú passaðir alltaf uppá að öll
dýrin fengju mat og húsaskjól.
Þú vildir hafa allt snyrtilegt í
kringum þig og vildir alltaf vera vel
til fara, nýklipptur, og þú varst sér-
staklega virðulegur þegar þú varst
kominn í jakkafötin þín. Þú hafðir
gaman af því að gleðja fjölskylduna
þína og mér var sagt að þegar þú
sem ungur maður varst að koma
heim af skólanum eða af vertíð þá
hafir þú keypt gjafir til að færa þeim
sem heima voru og þessi siður fylgdi
ykkur þegar þið fóru eitthvað og við
krakkarnir voru heima þá fengum
við oft einhvern glaðning þegar þið
komu heim.
Þú varst mikill barnavinur og
hafðir gaman af því að hafa þau í
kringum þig og oftar en ekki auka-
krakkar á heimilinu okkar og alltaf
var nóg pláss fyrir alla og alltaf nóg-
ur matur. Það var því mikið áfall fyr-
ir þig þegar þú misstir strákana þína
og sú reynsla setti mark á þig. Það
var dýrmætt fyrir dóttur mína að fá
að alast upp hjá hjá ykkur. Það var
yndislegt að þú gast framkvæmt ætl-
unarverk þitt að koma heim um jólin,
þú sast til borðs með okkur, borðaðir
uppáhaldsmatinn þinn: rjúpur,
rjúpnasósu, jólasalat, brúnaðar kart-
öflur og laufabrauð, uppábúinn og
virðulegur þó þú hafir verið orðinn
svona mikið veikur.
Jæja, pabbi, nú kveðjumst við í bili
og það er skrítið að hafa þig ekki
lengur hér, ég þakka þér samfylgd-
ina og takk fyrir allt, elsku pabbi.
Sigurbjörg Erlendsdóttir.
Erlendur Björgvinsson HINSTA KVEÐJA
Elsku afi minn.
Ég horfi upp í næturhimininn,
sé þar margar stjörnur,
nú dvelur þú meðal englanna,
þar hefur þú margt að geyma,
þar á meðal margar minningar,
sem ég mun aldrei gleyma.
Hvíl í friði, elsku afi minn.
Sigríður Tinna
Sveinbjörnsdóttir.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
GRÉTAR ÁSS SIGURÐSSON
viðskiptafræðingur, Brúnastekk 11,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík
miðvikudaginn 5. janúar kl. 15.00. Blóm og kransar
vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast
hans bent á Krabbameinsfélagið.
Sigrún Andrewsdóttir,
Sigurður Áss Grétarsson, Árelía Eydís Guðmundsdóttir,
Andri Áss Grétarsson, María Árdís Gunnarsdóttir,
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Steinunn H. Blöndal,
Helgi Áss Grétarsson, Ólöf Ingvarsdóttir,
og barnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
KARIN WAAG HJÁLMARSDÓTTIR,
Gullsmára 10, Kópavogi
lést á hjúkrunarheimilinu Mörkinni 29. desember.
Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík
miðvikudaginn 5. janúar kl. 13:00.
Hjálmar W. Hannesson, Anna Birgis,
María Inga Hannesdóttir, Ólafur Georgsson,
Guðrún Andrésdóttir,
Jakob Bragi Hannesson,
Kristín Hanna Hannesdóttir, Páll Torfi Önundarson,
Glódís Karin E. Hannesdóttir,
Guðmundur Hannes Hannesson,
barnabörn og barnabarnabörn.