Morgunblaðið - 03.01.2011, Side 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2011
Atvinnuauglýsingar
Forstjóri Mannvirkjastofnunar
Mannvirkjastofnun er ný stofnun sem tekur til
starfa þann 1. janúar 2011 skv. lögum nr.
160/2010.
Mannvirkjastofnun tekur við hlutverki Bruna-
málastofnunar auk verkefna er varða bygging-
armál. Markmið nýrra laga um mannvirki er að
auka öryggi og gæði mannvirkja, efla neyt-
endavernd, bæta skilvirkni í stjórnsýslu mann-
virkjamála og tryggja faglega yfirsýn í
málaflokknum og samræma byggingareftirlit
um land allt. Mannvirkjastofnunin hefur einnig
það hlutverk að hafa eftirlit með og vinna að
samræmingu brunavarna í landinu, stuðla að
samvinnu þeirra sem starfa að brunavörnum og
reka Brunamálaskóla.
Starfssvið
Stjórnun og stefnumótun stofnunarinnar
Ábyrgð á rekstri, starfsskipulagi og
starfsmannamálum
Áætlanagerð
Samskipti við stjórnvöld og hagsmunaaðila
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólamenntun á sviði mannvirkjamála
Þekking á verksviði stofnunarinnar
Stjórnunarreynsla
Leiðtogahæfileikar og geta til að hvetja aðra
til árangurs
Frumkvæði og metnaður til að sýna árangur í
starfi og kraftur til að hrinda verkum í
framkvæmd
Geta til þess að tjá sig í ræðu og riti á ensku
auk dönsku, norsku eða sænsku
Viðkomandi þarf að geta hafið störf eigi síðar
en 1. apríl 2011. Launakjör eru samkvæmt
ákvörðun kjararáðs. Konur jafnt sem karlar eru
hvattir til að sækja um stöðuna.
Umsóknum skal skilað til umhverfis-
ráðuneytisins eigi síðar en 21. janúar 2011.
Frekari upplýsingar veitir Magnús Jóhannesson
ráðuneytisstjóri umhverfisráðuneytisins í síma
545 8600.
Raðauglýsingar 569 1100
Húsnæði íboði
,,Stúdíó”-íbúðir
í miðborginni
skammtíma-/
langtímaleiga
Þrjár fullbúnar ,,stúdíó”-
íbúðir í hjarta miðbæjarins.
Fyrirspurnir á kirkjuhvoll@kirkjuhvoll.is.
Félagslíf
MÍMIR 6011010319 I° GIMLI 6011010319 III°
Smáauglýsingar
Smáauglýsingar
Antík
Antikklukkur og viðgerðir
Sérhæfð viðgerðarþjónusta á
gömlum klukkum og úrum.
Guðmundur Hermannsson úrsmíða-
meistari, ur@ur.is, s. 554 7770 -
691 8327.
Dýrahald
Cavalier hvolpar til sölu
Þeir eru með ættbók frá HRFÍ, litlu
krúttin fæddust 28. okt. Það er hægt
að hafa samband í síma 846 4221
eða e-mail: laudia92@hotmail.com,
www.teresajo.com.
Gisting
AKUREYRI
Höfum til leigu 50, 85 og 140 m²
sumarhús 5 km frá Akureyri, öll
með heitum potti og flottu útsýni yfir
Akureyri. Bjóðum einnig upp á íbúðir
á Akureyri. www.orlofshus.is,
Leó, s. 897- 5300.
Húsgögn
Til sölu queen size rúm
1,53x2 m. Tvöföld Serta dýna. Gafl og
falleg yfirbreiðsla fylgja. Verð 80 þús.
Uppl. í síma 896 9799.
Óska eftir
KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum gull til að smíða úr.
Spörum gjaldeyri. Heiðarleg
viðskipti. Aðeins í verslun okkar
Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
Bókhald
Bókhaldsstofan ehf. Reykja-
víkurv. 60, Hf. Færsla á bókhaldi,
launaútr., vsk-uppgjör, skattframtöl,
stofnun fyrirtækja. Magnús Waage,
viðurkenndur bókari, s. 863 2275,
www.bokhaldsstofan.is.
Ýmislegt
Náttföt - Sloppar
Náttkjólar - Undirkjólar
Vönduð vara - Gott verð
Bílaþjónusta
Ökukennsla
Glæsileg kennslubifreið
Subaru Impreza AERO 2008, 4WD.
Akstursmat og endurtökupróf.
Öruggur í vetraraksturinn.
Gylfi Guðjónsson,
sími 6960042,
bilaskoli.is
Bilaskoli.is
Bókleg námskeið - ökukennsla -
akstursmat - kennsla fatlaðra
Ævar Friðriksson
Toyota Avensis '06.
8637493/5572493.
Gylfi Guðjónsson
Subaru Impreza '08.
6960042/5666442.
Snorri Bjarnason
BMW 116i.
8921451/5574975. Visa/Euro.
Sverrir Björnsson
Volkswagen Passat '08.
8924449/5572940.
- nýr auglýsingamiðill
569-1100finnur@mbl.is
Þjónustuauglýsingar
Tilboð á finnur.is TEXTI + LOGO 6.500 KR.
Hægt er að senda pantanir á finnur@mbl.is
eða í síma 569 1107
✝ Ágústa Jóns-dóttir fæddist í
Reykjavík 1. sept-
ember 1922. Hún
andaðist á hjúkr-
unarheimilinu Eir að
morgni 26. janúar
síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Jón Einarsson
múrari, f. 30. desem-
ber 1878, d. 8. júní
1939, og Anna Jóns-
dóttir, f. 7. júlí 1878,
d. 29. október 1970,
bæði ættuð úr Flóan-
um. Systkini Ágústu eru: Salvör,
f. 27. október 1903, d. 8. desem-
ber 1989, Ingibjörg Guðrún, f. 22.
nóvember 1905, d. 27. maí 1976,
Kristín, f. 24. mars 1908, d. 3.
október 1971, Einar, f. 16. apríl
1912, d. 14. ágúst 1991, Guðrún, f.
20. ágúst 1913, d. 11. janúar 2003,
börn þeirra eru Grethe og Kjell
Erling; Eyrún hjúkrunarfræð-
ingur, búsett í Mofellsbæ, f. 10.
jan. 1955, maki hennar er Har-
aldur A. Haraldsson, börn Eyrún-
ar eru Ágúst Már, Hlín og Kári;
Jón Gnarr borgarstjóri, f. 2. jan.
1967, maki hans er Jóhanna Jó-
hannsdóttir, börn Jóns eru Dagur
Kári, Margrét Edda, Kamilla
María. Börn Jóns og Jóhönnu eru:
Frosti og Jón Gnarr.
Ágústa fæddist og ólst upp í
Reykjavík og bjó þar alla sína tíð.
Hún gekk í barnaskóla en fór
fljótlega að vinna hin ýmsu störf,
bæði til sjávar og sveita. Hún
vann sem matreiðslukona á Bíó-
barnum um nokkurt skeið ásamt
systrum sínum Ingibjörgu og Guð-
rúnu. Síðustu 25 starfsár sín vann
Ágústa í mötuneyti Borgarspít-
alans, eða þar til hún lét af störf-
um sökum aldurs.
Útför Ágústu fer fram frá Frí-
kirkjunni í Reykjavík í dag,
mánudaginn 3. janúar 2011, kl.
13.
Jón f. 30. september
1914, d. 14. júlí 1981,
maki Salvör Guð-
mundsdóttir, f. 16.
október 1918, Gunn-
laugur, f. 12. nóv-
ember 1918, d. 15.
september 1981.
Ágústa giftist
Kristni Óskarssyni
lögregluþjóni árið
1942 og hóf búskap
með honum í Reykja-
vík. Kristinn fæddist
30. júlí 1918 og lést
30. nóvember árið
2008. Börn Ágústu og Kristins
eru Óskar, leigubílstjóri í Reykja-
vík, f. 15. des. 1942, maki hans er
Jarþrúður Williams, börn Óskars
eru: Kristinn, Arnar Freyr, Sig-
rún og Hákon; Anna K. Östmark
búsett í Noregi, f. 14. nóv. 1946,
maki hennar er Gunnar Östmark,
Það var óveður í skarðinu og ég
var á leiðinni að kveðja hana
mömmu mína.
Ég komst ekki til hennar í tæka
tíð, en við kvöddumst samt.
Mamma mín var góð kona,
hörkudugleg hafði yndi af börnum
og dýrum, mamma var haukur í
horni svo margra, mamma gat lagt
saman í huganum, mamma spilaði
brids, mamma gat sett permanent í
vinkonur sínar og systur, mamma
gat litað augabrýr, mamma gat
bakað góðar tertur, mamma gat
eldað góðan mat, mamma passaði
börn og dýr fyrir börnin sín,
mamma gat hliðrað aðeins til á
heimili sínu þannig að börn og
barnabörn gátu verið þar um
óákveðinn tíma, mamma gleymdi
engum afmælisdögum og gaf öllum
eins og venjulega rausnarlegar
jólagjafir síðustu daga lífs síns,
mamma gleymdi engum.
Mamma var oftast til staðar fyr-
ir mig þegar ég þurfti á henni að
halda, en ég var samt ekki alltaf
sátt við skoðanir hennar á hinum
ýmsu málum sem snertu mig og
mitt líf fyrr og síðar.
Þegar ég var eitthvað lasin og
vildi þá gjarnan að mamma segði:
„Elskan mín, nú skaltu bara leggja
þig og reyna að sofa, en frekar en
að auka mér letina sagði hún mér
oftar en ekki söguna af því þegar
hún var með 40 stiga hita en fór
samt í vinnuna, eða söguna af því
þegar hún handleggsbrotnaði en
fór samt í vinnuna. „Hún gat
reyndar ekki hrært í stóra pott-
inum en stelpurnar gerðu það fyrir
mig,“ sagði hún. Það þýddi ekkert
að vera með eitthvert væl við
mömmu.
Mamma sagði við mig fyrir
nokkrum dögum: „Það getur verið
að mig sé að dreyma, en það er oft
eins og einhver sé hjá mér og
strjúki mér um vangann“ … „ég
held að þetta sé hann pabbi þinn“.
Það var eins og hún vissi eitthvað,
en þó ekki.
Ég sé mömmu fyrir mér liggj-
andi á akri á ókunnum stað um-
vafða blómum, unga og fallega og
það kemur myndarlegur ungur
maður gangandi til hennar, leggst
við hliðina á henni réttir út hönd-
ina strýkur henni um vangann og
segir rétt si sona: „Ertu nú loksins
komin til mín, elsku múa mín.“
Söknuður minn og minna er og
verður mikill. Hvíl í friði elsku,
besta mamma mín
Andvarinn bar rödd mína af stað,
hún vildi ná fundi fjallkonunnar.
Hún gaf fjallkonunni hold sitt.
Hún gaf urðinni bein sín.
Hún gaf kyrrðinni óm sinn.
Hún gaf húminu blik sitt.
Vorinu von sína.
Fjallinu líf sitt.
Kom til baka og gaf mér dauða sinn.
(Kristinn Óskarsson.)
Þín dóttir,
Eyrún.
Ágústa Jónsdóttir