Morgunblaðið - 03.01.2011, Síða 32
MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 3. DAGUR ÁRSINS 2011
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3990 HELGARÁSKRIFT 2500 PDF Á MBL.IS 2318
1. Tilviljun að ég fór þessa leið
2. Í lífshættu eftir hnefahögg
3. Fæddist klukkan 11:11
4. Vilja ekki afhenda gögnin
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Morgunblaðsflugan góða kom víða
við um jól og áramót. Kristinn Sig-
mundsson og Mótettukórinn, Jónsi
og sjálfur Shakespeare fengu að
finna fyrir vængjaslætti hennar og
höfðu bæði gagn og gaman af. »26
Morgunblaðið/Eggert
Flugan flögraði út um
allar þorpagrundir
Snorri Helga-
son heldur tvenna
tónleika í New
York í vikunni, í
Scandinavia
House 6. janúar
og í Rockwood
Music Hall daginn
eftir. Eftir það
kemur hann aftur
til Reykjavíkur til að taka upp efni
fyrir næstu sólóplötu. Sú fyrsta, I’m
gonna put my name on your door,
kom út í fyrra.
Snorri Helgason
í New York
Alþjóðlegur skrítigöngudagur, eða
„International Silly Walk Day“ fer
fram föstudaginn 7. janúar.
Hugmyndin er
komin frá vin-
sælum grín-
skets Monty Pyt-
hon. Tilgangurinn með
uppátækinu virðist ekki
vera neinn annar en sá að
hafa gaman af lífinu og
víst er að mörg skemmti-
leg ljósmyndatækifæri
munu verða til.
Alþjóðlegur
skrítigöngudagur
Á þriðjudag Norðlæg átt, 5-13, en 13-20 á A- og SA-landi. Él norðaustantil, en þurrt og
bjart að mestu um landið sunnan- og vestanvert. Frost 2 til 12 stig.
Á miðvikudag Norðlæg átt, víða 5-13 en hvessir er líður á daginn. Dálítil él á N- og A-
landi, en víða bjartviðri annars staðar. Heldur kólnandi.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Snýst í norðan 8-15, fyrst norðvestantil. Él eða snjókoma NA-til en
skýjað með köflum S- og V-lands. Hiti 0 til 6 stig en frost víða 0 til 5 stig síðdegis.
VEÐUR
„Mér líður mjög vel hjá He-
arts og er ekkert sér-
staklega að hugsa mér til
hreyfings. En það kemur að
því að ég þarf á nýrri áskor-
un að halda til að bæta mig
frekar sem knattspyrnu-
maður,“ sagði Eskfirðing-
urinn Eggert Gunnþór Jóns-
son, leikmaður og vara-
fyrirliði skoska úrvals-
deildarfélagsins Hearts frá
Edinborg, í spjalli við Morg-
unblaðið um áramótin. »4
Þarf nýja áskorun
til að bæta mig
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, kylf-
ingur úr GR, er kominn til landsins
eftir vel heppnaða ferð til Bandaríkj-
anna þar sem hann hafnaði í 4.-5.
sæti á sterku ungmennamóti. Guð-
mundur ræddi við Morgunblaðið um
árið sem er að líða þar sem
hann var farsæll á golf-
vellinum innanlands
sem erlendis. Sigur á
Íslandsmóti 18 ára og
yngri reyndist lykillinn
að velgengni
hans.
Sigurinn á Íslands-
mótinu var lykillinn
Englandsmeistarar Chelsea í knatt-
spyrnu eru dottnir út úr hópi fjögurra
efstu liða úrvalsdeildarinnar. Þeir
gerðu aðeins jafntefli, 3:3, á heima-
velli gegn Aston Villa í gær þar sem
þrjú mörk voru skoruð á mögnuðum
lokakafla. Chelsea er nú í fimmta
sætinu, sex stigum á eftir Manchest-
er-liðunum tveimur sem eru í topp-
sætunum. »3
Chelsea er dottið niður
í fimmta sætið
ÍÞRÓTTIR
Talið er að um 3.500 erlendir ferða-
menn hafi varið áramótunum hér á
landi. Stígandi hefur verið í ára-
mótaferðum erlendra ferðamanna
hingað til lands síðustu ár.
Að sögn Ernu Hauksdóttur, fram-
kvæmdastjóra Samtaka ferðaþjón-
ustunnar, eru þetta heldur fleiri
ferðamenn en voru hér á sama tíma í
fyrra. „Það er búið að vera stígandi í
þessu síðustu árin en það er ekkert
langt síðan þeir voru mjög fáir. Þeim
þykir mjög áhugavert að keyra á
milli brenna og horfa á flugeldana.“
Flestir dvelja í landinu í nokkra
daga og skilja því eftir töluverðar
gjaldeyristekjur hér að hennar sögn.
„Það er mikið í boði fyrir erlenda
ferðamenn og þeir nýta sér það vel.
T.d. hefur hátt hlutfall þeirra farið í
dagsferðir en boðið er upp á þær
daglega alla dagana yfir jól og ára-
mót frá Reykjavík, sama hvaða dag-
ur það er.“
Að venju var áramótaveisla í Perl-
unni á gamlárskvöld og að sögn
Gísla Thoroddsen veitingamanns
var uppselt í hana eins og raunar
undanfarin ár. „Þetta eru fyrst og
fremst útlendingar sem koma alls
staðar að. Þeir koma fyrst til okkar
að borða og fara svo á brennurnar
áður en þeir koma aftur uppeftir til
okkar til að horfa á flugeldana.“
Hann á ekki von á því að flugelda-
dýrðin hafi valdið þeim vonbrigðum,
nema síður sé. „Þeim fannst þetta
æðislegt og ég hugsa að þeir séu
ennþá með stjörnur í augunum.“
Morgunblaðið/Eggert
Brennugleði Þótt erlendir ferðamenn sæki í að upplifa brennurnar yfir ármótin eru flestir brennugestir heimafólk. Meðal þeirra voru þau Katrín Talía og
Tristan Imsland sem voru við áramótabrennu Fylkis við Rauðavatn á gamlárskvöld og kvöddu gamla árið með glitrandi stjörnuljósum.
Erlendum ferðamönnum fer æ fjölgandi yfir áramótin
Boðið upp á daglegar ferðir frá Reykjavík um hátíðirnar
Ennþá með stjörnur í augum
Færri flugeldar en oft áður og
heppilegt veðurfar eru sennileg-
ar ástæður fyrir því að loftið í
Reykjavík hreinsaðist fljótt og
vel eftir að mestu flugelda-
skotin voru gengin um garð. Af
þessum sökum var loftmengun
varla mælanleg á nýársdag í
Reykjavík, að því er fram kemur
í fréttatilkynningu frá Reykja-
víkurborg.
Gott loft
LÍTIÐ SVIFRYK Í BORGINNI