Morgunblaðið - 04.01.2011, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.01.2011, Blaðsíða 36
ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 4. DAGUR ÁRSINS 2011 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3990 HELGARÁSKRIFT 2500 PDF Á MBL.IS 2318 1. Dónaleg myndskeið í rannsókn 2. Andlát: Páll Gíslason 3. Elísa Auður enn ófundin 4. Drynur enn í Eyjafjallajökli »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Aðdáendur Klovn eða trúðsins þurfa ekki að örvænta því að mynd byggð á þessum óborganlegu þáttum stenst væntingar og vel það. Helgi Snær Sigurðsson gagnrýnir og gefur fjórar stjörnur. »32 Trúðurinn stendur sína plikt  Wonderbrass blæs til nýárstón- leika í kvöld í Há- teigskirkju kl. 20.00. Wonderbrass er hópur 10 kvenna sem allar spila á málmblásturs- hljóðfæri. Þessi hópur var upphaflega settur saman af Björk Guðmundsdóttur snemma árs 2007 fyrir tónleikaferð hennar um heiminn, Volta World Tour. Wonderbrass blæs til nýárstónleika  Óttalegir jólasveinar er stuttmynd eftir Munda vonda (Guð- mund Hallgrímsson) og Snorra Ásmundsson sem er nú í tökum. Mundi leikstýrir en með aðalhlutverk fara Snorri Ásmunds- son og Atli Óskar Fjalarsson (Órói). Ragnar Kjartansson fer og með hlutverk í myndinni. Stuttmynd eftir Munda vonda Á miðvikudag Vaxandi norðan- og norðaustanátt, 8-15 m/s síðdegis. Léttskýjað S- og V- lands, en él á N- og A-landi. Frost 0 til 10 stig, mildast syðst. Á fimmtudag Norðan 10-18 og snjókoma eða él, en þurrt og bjart sunnanlands. Frost víða á bilinu 7 til 15 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðanátt, 18-23 suðaustanlands. Bjartviðri á S- og SV-landi, ann- ars snjókoma eða él. Hægari vindur og úrkomulítið á norðvestanverðu landinu síðdegis. VEÐUR Íslandsmeistarar KR í körfubolta kvenna hafa fengið góðan liðsauka upp á síðkastið. Hrafn Krist- jánsson þjálfari segir að markmiðin séu eftir sem áður þau sömu og í fyrra. „Bikarinn er okkar þangað til annað kemur í ljós. Það er annarra að koma til okk- ar og reyna að ná í hann,“ sagði Hrafn við Morgun- blaðið en KR mætir toppliði Hamars í kvöld. »2 Annarra að reyna að ná bikarnum Lyfjaeftirlitsnefnd ÍSÍ hefur valið níu af fremstu íþrótta- mönnum landsins úr ein- staklings- greinum í skráðan lyfja- prófunarhóp fyrir árið 2011. Þessir níu ein- staklingar þurfa að skila ítarlegum upplýsingum um æfingar og keppni og mega eiga von á lyfja- prófum án fyrirvara. »4 Níu íþróttamenn í lyfja- prófunarhópi ÍSÍ Ágúst Jóhannsson þjálfar lið Lev- anger í norsku úrvalsdeildinni í hand- bolta, einni sterkustu kvennadeild í heiminum. „Við erum eina liðið í bænum í efstu deild, það er öll at- hyglin á okkar liði og maður fær að heyra það ef hlutirnir ganga ekki upp en að sama skapi klapp á bakið þegar hlutirnir ganga þokkalega,“ sagði Ágúst við Morgunblaðið. »2 Fæ að heyra það ef hlut- irnir ganga ekki upp ÍÞRÓTTIR Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Undirbúningur okkar verður styttri og snarpari en áður þar sem heimsmeistaramótið hefst fyrr en áður,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik karla, í gær. Þá hóf íslenska landsliðið æfingar fyrir heimsmeistaramótið sem hefst í Sví- þjóð 13. janúar og lýkur sautján dögum síðar. Landsliðið æfði tvisvar í gær og mun kom saman til tveggja æfinga dag hvern þar til það heldur utan miðvikudaginn í næstu viku en fyrsti leikur þess verður við Ungverja í Norrköping tveimur dögum síðar. „Auk færri æfinga leikum við færri æfingaleiki fyrir mótið en oft- ast áður, aðeins tvo við Þjóðverja hér heima á föstudag og á laug- ardag, báða í Laugardalshöll,“ sagði Guðmundur Þórður. Landsliðsþjálfarinn segir að vegna hins þrönga tímaramma sem liðinu sé gefinn til undirbúnings að þessu sinni muni hann taka upp breytt vinnubrögð. „Fyrir hverja æfingu hittist hópurinn og fer yfir upptökur af leik okkar þar sem sjást þau atriði sem síðan verða tek- in fyrir á æfingunni í framhaldinu. Þannig verða vinnubrögðin vonandi markvissari á hverri æfingu. Nú á fyrstu æfingunum munum við leggja áherslu á varnarleikinn því það hefur oft sýnt sig að við erum lengur að ná okkur á strik í varn- arleiknum en sóknarleiknum. En vitanlega megum við ekki láta sókn- arleikinn reka á reiðanum og mun- um ekki gera það,“ sagði Guð- mundur Þórður. Nítján handknattleiksmenn æfa með landsliðinu næstu daga. Spurð- ur sagðist Guðmundur Þórður reikna með að fækka um þrjá í hópnum að loknum leikjunum tveimur við Þjóðverja um næstu helgi. Hann má tefla fram sextán leikmönnum í riðlakeppni heims- meistaramótsins en mögulegt er að kalla inn viðbótarleikmenn komist liðið í milliriðlakeppni mótsins, ef einhver meiðist eða veikist. Styttra og snarpara  Æft tvisvar á dag í sjö daga auk tveggja æfingaleikja við Þjóðverja fyrir HM  Guðmundur landsliðsþjálfari tekur upp ný vinnubrögð við undirbúninginn Morgunblaðið/Ernir Einbeittur Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik karla, fylgist einbeittur með framgöngu manna á fyrstu æfingunni í gær. Viku skemmra en síðast » Síðast þegar Ísland var með á HM, fyrir fjórum árum, hófst mótið 20. janúar, viku síðar en nú. Þá spilaði liðið fimm æfinga- leiki. » Að þessu sinni verða æfinga- leikirnir tveir. » Ísland leikur í riðli með Aust- urríki, Brasilíu, Japan, Noregi og Ungverjalandi. Leikið verður í ná- grannabæjunum Norrköping og Linköping. » Þrjú efstu liðin fara í milliriðla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.