Morgunblaðið - 04.01.2011, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2011
Héraðsdómur Norðurlands
eystra hefur dæmt tvítugan karl-
mann í 6 mánaða fangelsi fyrir
ýmis brot en maðurinn rauf skil-
yrði reynslulausnar. Maðurinn
var meðal annnars dæmdur fyrir
að aka undir áhrifum fíkniefna,
stela bjór úr bíl og kjúlk-
ingalærum úr verslun. Fram
kemur í dómnum, að maðurinn
hafi sjö sinnum hlotið refsidóma
frá því hann var 17 ára gamall.
Þann síðasta hlaut hann í apríl,
10 mánaða óskilorðsbundinn
dóm fyrir þjófnað og eigna-
spjöll.
Síbrotamaður dæmdur
FRÉTTASKÝRING
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Gengið er út frá því sem gefnu að
þingflokksfundur Vinstrihreyfingar-
innar – græns framboðs á morgun
verði mikill átakafundur.
Þótt ágreiningur á milli stjórnar-
flokkanna um nýtt atvinnuvega- og
auðlindaráðuneyti, þar sem samein-
uð verði sjávarútvegs-, landbúnaðar-
og iðnaðarráðuneyti, hafi síðustu
daga komið upp á yfirborðið og lýst
sér best í ólíkum áherslum þeirra Jó-
hönnu Sigurðardóttur forsætisráð-
herra og Jóns Bjarnasonar, sjávar-
útvegs- og landbúnaðarráðherra,
eiga viðmælendur Morgunblaðsins,
úr röðum VG ekki von á því að það
mál verði neitt stórmál á þingflokks-
fundinum á morgun.
Aðlögunarferli gagnrýnt
Allir VG-félagar sem rætt var við í
gær töldu að ágreiningurinn um að-
ildarumsóknina að Evrópusamband-
inu og ekki síður það aðlögunarferli
sem nú væri hafið væri orðinn svo
djúpstæður og kostnaðarsamur fyrir
flokkinn að óhjákvæmilegt væri að til
einhvers konar uppgjörs kæmi í þeim
efnum.
Viðmælendur eiga ekki von á því
að þetta mikla ágreiningsmál um
ESB aðildarumsókn og aðlögunar-
ferli verði leitt til lykta á þingflokks-
fundinum en að sögn viðmælenda úr
VG virðist hafa myndast nokkuð
breið samstaða um það innan þing-
flokksins og meðal almennra fé-
lagsmanna að nauðsynlegt sé að
breyta ESB-ferlinu með afgerandi
hætti.
Það sé í samræmi við þá umræðu
sem hófst á flokksráðsfundi VG í lok
nóvembermánaðar í fyrra og tíma-
bært sé að halda henni nú áfram,
ekki síst í ljósi þess hvernig Össur
Skarphéðinsson utanríkisráðherra
berjist af harðfylgi bæði fyrir aðild
og alögun Íslands að regluverki
ESB. Það liggi fyrir að engin sátt
verði í flokknum nema tekið verði á
því máli. Fullyrt er að Steingrímur J.
Sigfússon, formaður VG, geri sér
þetta ljóst.
Stórskaðlegt fyrir fylgi VG
„Þetta aðlögunarferli er orðið stór-
skaðlegt fyrir fylgi VG. Bara vegna
þess og að flokkurinn hefur svikið
stefnu sína í Evrópusambandsmál-
um, hafa nú þegar fjórir formenn
svæðisfélaga VG sagt sig úr flokk-
unum. Það segir sig sjálft að við svo
búið má ekki standa,“ segir gamal-
reyndur VG félagi af landsbyggðinni.
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins eru þeir Atli Gíslason og Ás-
mundur Einar Daðason harðastir í
andstöðu sinni við það aðlögunarferli
sem nú er hafið, en Lilja Mósesdóttir
mun þó einnig fylgja þeim að málum
þótt andstaða hennar sé ekki jafn-
hörð. Þá mun Guðfríður Lilja Grét-
arsdóttir, formaður þingflokks VG,
vera jafn eindreginn andstæðingur
ESB aðildar og þeir Atli og Ásmund-
ur en hún er í barneignarfríi frá þing-
störfunum og því ólíklegt að hún
verði á fundinum.
Ítrekað hefur komið fram hversu
andvígir ESB-aðlögunarferlinu ráð-
herrarnir Jón Bjarnason og Ög-
mundur Jónasson eru, en óbreyttir
liðsmenn VG sem rætt var við í gær
töldu ólíklegt að þeir myndu beita sér
af hörku á fundinum á morgun, ein-
faldlega vegna þess að þeir sem
ráðherrar væru í þrengri stöðu
til að beita sér en óbreyttir þing-
menn.
Erfitt reyndist í gær að ná í
þingmenn og ráðherra VG, en
flokksmenn sem rætt var við
og standa þingflokknum
nærri, töldu að þótt flokks-
forystan hefði verið ómyrk í
máli í garð þeirra Atla, Ás-
mundar Einars og Lilju,
vegna hjásetu þeirra við atkvæða-
greiðsluna um fjárlagafrumvarpið
mundi vart koma til persónulegs
uppgjörs á fundinum á morgun. Mun
líklegra væri að tekist yrði á um mál-
efni þar sem ágreiningurinn um ESB
yrði ugglaust aðaldeilumálið, en önn-
ur mál eins og samstarfið við Al-
þjóðagjaldeyrissjóðinn, umræðan
um Icesave og einnig Magma, mundi
án vafa verða rædd einnig.
„Þá á ég von á því að vinnubrögð
flokksforystunnar verði rædd og
gagnrýnd því það hefur verið mjög
áberandi að þröng forystuklíka VG
hefur tekið allar ákvarðanir í stóru
málunum og síðan hefur þingflokk-
urinn bara setið uppi með gerðan
hlut,“ segir VG félagi úr Reykjavík.
Mikill átakafundur hjá VG
Deilur um aðlögun að Evrópusambandinu verða líklega aðalágreiningsmálið Samstarfið við AGS,
umræður um Icesave og Magma örugglega einnig rædd Vinnubrögð forystu sögð verða gagnrýnd
Morgunblaðið/Eggert
Flokksráð Tekist var á um aðildarumsókn Íslands að ESB þegar flokksráð VG hittist í Hagaskóla í lok nóvember.
Almennir VG-félagar hafa mikinn
áhuga á þingflokksfundi VG á
morgun og sterkar skoðanir á
því hvað þar eigi að ræða. Við
mestum átökum er búist
um ESB-aðlög-
unarferlið, sem Össur
Skarphéðinsson er
sagður keyra áfram
af miklu harðfylgi, í
andstöðu við hluta
þingflokks VG og stóran hluta
hinna almennu félagsmanna.
Viðmælendur telja ekki að til
persónulegs uppgjörs við ein-
staka þingmenn komi á þessum
fundi.
Þá lýsa félagsmenn eftir
niðurstöðu í Magma-málinu, þar
sem því hafi verið lýst yfir á
liðnu sumri, að vinda ætti ofan
af málinu.
Langur og strangur fundur
PERSÓNULEGT UPPGJÖR MUN BÍÐA
Össur
Skarphéðinsson
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Tillaga utanríkisráðherra um að
samninganefnd Íslands sæki um
styrki til ESB vegna samninga og
aðlögunar Íslands að Evrópusam-
bandinu er óafgreidd í ríkisstjórn.
Málið er viðkvæmt innan VG og
gerðu tveir ráðherrar flokksins at-
hugasemd við fyrirkomulagið.
Nokkrir ráðherrar VG í ríkis-
stjórninni hafa ekki viljað taka þátt í
aðlögun stjórnkerfisins að ESB, á
meðan ekki hefur verið ákveðið að
ganga í bandalagið. Það á við um Jón
Bjarnason, sjávarútvegs- og land-
búnaðarráðherra, Steingrím J. Sig-
fússon fjármálaráðherra og Ögmund
Jónasson innanríkisráðherra.
Vilja leggja fram 4 milljarða
Í minnisblaði sem Össur Skarp-
héðinsson utanríkisráðherra lagði
fram á fundi ríkisstjórnarinnar 21.
desember sl. er gert ráð fyrir þeim
möguleika að samninganefnd Ís-
lands sæki um styrki fyrir einstök
verkefni í stað ráðuneyta eða und-
irstofnana þeirra. Tveir ráðherrar
VG gerðu athugasemdir við það,
samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins. Málið var ekki afgreitt.
Telja eindregnir andstæðingar
ESB-aðildar innan VG að hugmynd-
in sé augljóslega sett fram til að
komast áfram með málið þrátt fyrir
pólitíska andstöðu innan stjórnar.
Í minnisblaðinu kemur fram, sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins,
að framkvæmdastjórn Evrópusam-
bandsins vill leggja fram rúma 4
milljarða króna í styrki og sérfræði-
aðstoð á þremur árum vegna samn-
inga og aðlögunar Íslands að ESB.
Málið er viðkvæmt innan VG, eins
og staðan er þar. Gert er ráð fyrir
því í nefndaráliti meirihluta utanrík-
ismálanefndar við þingsályktunartil-
lögu um umsókn að ESB að sótt
verði til ESB um stuðning vegna
þýðingarvinnu. Á flokksráðsfundi
VG í nóvember var samþykkt álykt-
un þar sem fram kemur að ekki verði
gerðar neinar breytingar á stjórn-
sýslunni eða íslenskum lögum í þeim
eina tilgangi að laga íslenskt stjórn-
kerfi fyrirfram að reglum ESB. Ekki
verði heldur tekið við styrkjum sem
beinlínis eigi að undirbúa aðild. Þessi
ályktun átti að vera málamiðlun og
felld var tillaga þar sem bann við að-
lögunarferli var orðað á afdráttar-
lausari hátt.
Tillaga um ESB-
styrki óafgreidd
Ráðherrar VG gera athugasemdir
„Það er alveg skýrt að við mun-
um ekki taka við aðlögunar-
styrkjum frá ESB, sem greini-
lega er mjög áfram um að reyna
að smyrja samningaferlið með
fégjöfum. Hins vegar hefur ver-
ið rætt um að báðir aðilar leggi
eitthvað af mörkum til að þýða
gögn og skjöl, enda er það eðli-
legur hluti af þessu samninga-
ferli,“ segir Ögmundur Jón-
asson innanríkisráðherra.
Undir þetta tekur Stein-
grímur J. Sigfússon fjár-
málaráðherra sem segir málið
enn í mótun. „Það er verið að
fara yfir það hvernig best er að
standa að þessu, ekki síst regl-
ur varðandi það í hvaða við-
fangsefni við notum eitthvað af
þessum peningum og í hver
ekki. Það er ljóst að við styðjum
ekki að tekið verði við fjár-
munum í einhverja fyrirfram að-
lögun. Hins vegar er ekki deilt
um önnur viðfangsefni, s.s. að
við þurfum að hafa bolmagn til
að þýða skjöl o.þ.h.“
Taka ekki þátt
ÞÝÐINGAR STYRKTAR
ódýrt alla daga
Gríms plokkfiskur, 400 g
399kr.pk.