Morgunblaðið - 04.01.2011, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2011
Nú er Unnur, yndisleg
vinkona mín og svilkona,
látin. Við vorum giftar
bræðrunum frá Hall-
dórsstöðum í Laxárdal.
Ég var gift Magnúsi og
Unnur Hjálmari. Hjálmar hafði verið
hjá okkur þegar hann var í Handíða-
skólanum svo það lá beint við, þegar
við fluttum upp á loft í húsinu okkar,
að þau flyttu í okkar íbúð. Kolfinna
dóttir þeirra var þá tveggja ára, síðan
bættust strákarnir við. Við vorum
mikið saman og á öllum hátíðarstund-
um vorum við saman. Fyrstu árin
voru þau hjá okkur á aðfangadag og
við hjá þeim einhvern jóladaganna og
síðan vorum við saman á gamlárs-
kvöld. Eftir að þau fluttu upp í Ból-
staðarhlíð vorum við fjölskyldan alltaf
hjá þeim á gamlárskvöld.
Unnur var Ísfirðingur. Á Ísafirði
bjó hún á Grænagarði hjá foreldrum
sínum og bræðrum þeim Oddi og
Gunnari. Unni þótti afar vænt um sitt
fólk og dvöldu oft margir Ísfirðingar
hjá þeim Hjálmari, í lengri eða
skemmri tíma. Það var gaman fyrir
okkur Magnús að fara í heimsókn til
Ísafjarðar með Unni og Hjálmari og
ganga um nágrenni Grænagarðs með
Bertu mömmu Unnar og þegar við
komum úr göngutúrnum var Pétur,
pabbi Unnar, búinn að sjóða hangi-
kjötið og beið eftir okkur.
Unnur var falleg kona, dökkhærð
og brúneygð, afar listfeng og fjölhæf
sem kom fram á margan hátt eins og í
fallega saumuðum sparikjólum,
skemmtilega útprjónuðum peysum,
glæsilegum veisluborðum og yndis-
legu heimili. Það var alltaf gaman að
koma í heimsókn og samgangurinn
hélst áfram í gegnum tíðina milli fjöl-
skyldnanna. Unnur og Hjálmar unnu
í mörg ár saman á gullsmíðaverk-
stæðinu og í verslun sinni á Lauga-
vegi. Þar var alltaf gott að koma og
gaman að fylgjast örlítið með. Þar
voru börnin öll mikið svo það lá beint
við að synirnir gerðust allir gullsmiðir
og nú er Torfi Rafn, yngsti sonur
þeirra, tekinn við verkstæðinu og
búðinni.
Við fjölskyldan frá Bergstaða-
stræti 73 sendum þér, Hjálmar minn,
börnum ykkar, þeim Kolfinnu, Pétri
Tryggva, Hjálmari og Torfa Rafni og
þeirra fjölskyldum okkar innilegustu
samúðarkveðjur. Elsku Unnur mín,
Guð blessi þig og varðveiti.
Sigríður Þórðardóttir.
Af eilífðarljósi bjarma ber,
sem brautina þungu greiðir.
Vort líf, sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri en auga sér
mót öllum oss faðminn breiðir.
(Einar Benediktsson.)
Með þessum fátæklegu orðum
langar mig til að minnast kærrar
mágkonu, Unnar Pétursdóttur.
Þegar við, í byrjun desember sl.,
hittumst hjá Unni og Hjálmari og
kvöddum þau áður en við héldum ut-
an til Bandaríkjanna datt okkur ekki í
hug að þetta væri í hinsta sinn sem við
sæjumst.
Ljúfar minningar hrannast upp
þegar litið er til baka. Minningar um
ógleymanlegar samverustundir sem
við munum geyma með okkur um
ókomin ár. Það hefur verið erfitt að
vera fjarri Íslandi þessa síðustu daga
og hafa ekki tök á að styðja Hjálmar á
þessum erfiðu tímum, en hugur okkar
hefur verið heima með honum.
Elsku Hjálmar og fjölskylda, megi
guð styrkja ykkur og styðja.
Guð blessi minningu Unnar Pét-
ursdóttur.
Guðrún (Dúnna) og Andrés.
Við kölluðum hana alltaf Unnu
frænku, hún hét fullu nafni Unnur
✝ Unnur Pétursdóttirfæddist í Braut-
arholti á Ísafirði 8. febr-
úar 1935. Hún lést á
Landspítalanum, Foss-
vogi, 21. desember 2010.
Unnur var jarðsungin
frá Háteigskirkju 3. jan-
úar 2011.
Pétursdóttir og var
eina föðursystir okkar
en hún átti tvo eldri
bræður, þá Gunnar og
Odd. Unna ólst upp
við Skutulsfjörðinn,
fyrst í Brautarholti en
síðar á efri Græna-
garði, við þann stað
hafa þau systkinin oft
verið kennd.
Unna fór ung að
heiman, hún fór í
kaupavinnu í Mý-
vatnssveitina og síðan
í Reykjadalinn. Þarna
fyrir norðan fann hún ástina sína hann
Hjálmar og hafa þau fylgst í gegnum
lífið síðan. Þau hófu búskap í Reykja-
vík þar sem Hjálmar lærði gullsmíði
en Unna var heimavinnandi í mörg ár
eins og þá tíðkaðist.
Hún frænka hafði alltaf í nógu að
snúast, vegna þess að heimili hennar
sem fyrst var á Bergstaðastræti og
síðan í Bólstaðalíð varð miðstöð fyrir
ættingja og vini að vestan og einnig
fyrir fólk að norðan. Heimili hennar
stóð öllum opið til gistingar og allrar
þjónustu. Unna var á þeytingi út um
allan bæ í reddingum fyrir lands-
byggðarfólkið. Þetta taldi hún aldrei
eftir sér og virtist alveg óþreytandi í
allri þessari þjónustu. Við systurnar
fórum ekki varhluta af hjálpsemi
hennar frænku okkar, önnur dvaldi
hjá henni öll menntaskólaárin og hin í
langan tíma vegna læknisferða og til
aðstoðar Unnu á heimilinu. Þegar við
rifjum upp þennan tíma finnst okkur
hún alltaf hafa verið á fullu, gefandi og
þjónandi. Í mörg sumur kom Unna
með krakkana í heimsókn vestur og
var það alltaf mikið tilhlökkunarefni
hjá frændfólkinu.
Seinna fór Unna út á vinnumark-
aðinn og kom þá vel í ljós hversu
greind og dugleg hún var, seinustu ár-
in stafaði hún í fyrirtæki Hjálmars og
Torfa sonar síns.
Núna í október sátum við systurnar
í eldhúsinu hjá Unnu og Hjálmari og
þau rifjuðu upp og sögðu okkur frá
þegar þau hittust í fyrsta sinni, þegar
unga stúlkan að vestan kom í Mý-
vatnssveitina og allt tilhugalífið í fram-
haldinu. Einnig var rifjuð upp fyrsta
ferð Hjálmars vestur að heimsækja
hennar fjölskyldu. Þetta hljómaði eins
og ekta sveitarómantík og það leyndi
sér ekki glampinn sem kom í augu
þeirra beggja við þessa upprifjun.
Við viljum þakka Unnu sem gaf
okkur svo mikið og við mátum svo
mikils, já við áttum glæsilega frænku í
Reykjavík.
Elsku Hjálmar og fjölskyldan öll,
Guð veri ykkur styrkur við fráfall
Unnu og megi minning hennar lifa
með ykkur um ókomin ár.
Sigurveig og Berta.
Unni föðursystur mína kallaði ég
alltaf Unnu frænku og það ekki að
ástæðulausu. Hún var frænka eins og
þær geta bestar orðið.
Áhugasöm var hún og hlý í minn
garð. Þá var gestrisnin, hjálpsemin og
rausnin ekki neitt hér um bil frekar en
annað hjá henni.
Fallegt heimilið þeirra Hjálmars að
Bólstaðarhlíð 60 stóð mér alltaf opið
sem dreng og ungum manni er kom í
bæinn frá Ísafirði. Gengið var að því
sem vísum og sjálfsögðum hlut að fá
að gista.
Frænka mín var vel gefin og vel að
sér um menn og málefni. Hún lá ekki á
skoðunum sínum og talaði hreint út
um hlutina um leið og hún virti skoð-
anir annarra. Við tókumst oft á um
dægurmál og pólitík og gat hún þá
verið afar föst fyrir. Aldrei bar samt
skugga á vináttuna, sama hverju á
gekk.
Þau hjónin áttu sumarbústað við
Meðalfellsvatn í Kjós. Þar dvöldu þau
langdvölum á sumrin með fjölskyld-
unni. Ég kom þangað óteljandi sinn-
um sem barn, unglingur og síðar full-
orðinn maður með mína fjölskyldu,
sem þaðan á afar góðar minningar.
Það er eins og alltaf hafi verið sól við
Meðalfellsvatn.
Unnur skilur eftir sig góðar og
bjartar minningar.
Við Margrét vottum Hjálmari og
fjölskyldunni okkar innilegustu sam-
úð og minnumst yndislegrar frænku
og konu sem bar höfuðið hátt og var
sjálfri sér samkvæm.
Haukur Oddsson.
„Átt þú þessa rólu?“ Eitthvað á
þessa leið hófust kynni okkar Unnar
við netagálga norður á Siglufirði fyrir
margt löngu. Ég vildi koma þessari
þögulu ókunnu stelpu til að svara mér.
Svarið las ég úr brúnu fallegu aug-
unum hennar. Sumar eftir sumar
mætti pabbi hennar – Pétur frá
Grænagarði – á Ísafirði, með sveit
ungra myndarlegra, netagerðar-
manna, sem komnir voru til að gera
við veiðarfæri síldveiðiflotans. Pétur
kom að sjálfsögðu með eiginkonuna,
Albertínu, og Unni einkadóttur
þeirra. Þannig upphófst vinátta okkar
sem varað hefur fram á þennan dag.
Leiðir okkar skildi um tíma – hún
fór ung sem kaupakona norður í Lax-
árdal og kynntist þar öðlingnum
Hjálmari Torfasyni frá Halldórsstöð-
um, fræknasta spjótkastara Íslands á
sínum tíma. Síðan hafa þau stigið
saman lífsdansinn.
Á heimili þeirra í Reykjavík var
alltaf fjöldi manns utan af landi – í
mat, kaffi, gistingu og jafnvel hárlagn-
ingu auk allra snúninganna við að
kaupa hitt og þetta fyrir kunningjana.
Allt var þetta hið sjálfsagðasta mál í
augum þeirra hjóna. Eftir á má
spyrja, hvernig þetta var hægt – þar
sem fyrirvinnan var aðeins ein?
Ég er meðal þeirra sem á þessum
frábæru hjónum margt að þakka. Eft-
ir námsdvöl í Frakklandi leigði ég
herbergi hjá þeim og varð vitni að
glaðværð þeirra, hlýju og greiðasemi í
garð vina og vandamanna.
Hjálmar og börn, meðtakið þakk-
læti mitt fyrir horfnar góðar stundir.
Fágæt manneskja hefur nú kvatt.
Jóhanna D. Skaftadóttir.
Elsku Unnur mín, það er með trega
að ég kveð þig, móður besta vinar
míns, Torfa.
Er ég hugsa til baka, þá eru rétt um
fjörutíu ár síðan ég kynntist þér og
margar skemmtilegar minningar
koma í hugann. En ég er fyrst og
fremst þakklátur fyrir að hafa þekkt
þig.
Takk fyrir klessukökuna frægu
sem þú gerðir oft á kvöldin, takk fyrir
nestið sem þú sendir okkur með á
skíði, takk fyrir að skutla mér heim
eftir músikskólann eða sundið og takk
fyrir öll heilræðin sem þú varst ekki
spör á að láta yngra fólkið heyra.
Það var alltaf gaman að sjá hvernig
þú gerðir alla hluti af einstakri natni,
nákvæmni og umfram allt þá var alltaf
reisn yfir þér og öllu sem þú gerðir.
Ég votta Hjálmari og fjölskyldu,
mína innilegustu samúð.
Tómas Eyjólfsson.
Unnur Pétursdóttir
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SKARPHÉÐINN ÁRNASON,
Dvalarheimilinu Höfða,
Akranesi,
lést mánudaginn 27. desember.
Jarðarförin fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn
7. janúar kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim
sem vildu minnast hans er bent á Dvalarheimilið
Höfða, Akranesi.
Sigurbjörn Skarphéðinsson, María Karlsdóttir,
Sigrún Birna Skarphéðinsdóttir, Pétur Örn Jónsson,
Aðalheiður Skarphéðinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir
og dóttir,
ÞÓREY ÞORKELSDÓTTIR,
Hörðukór 1,
Kópavogi,
sem lést á Landspítalanum við Hringbraut
föstudaginn 31. desember, verður jarðsungin frá
Digraneskirkju föstudaginn 7. janúar kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim
sem vilja minnast hennar er bent á Kertasjóð Soffíu J. Claessen,
bn. 0115-05-070164, kt. 440490-1079.
Ögmundur H. Runólfsson,
Sigurður Þorkell Ögmundsson, Erna Gunnarsdóttir,
Þorbjörg Hanna Ögmundsdóttir, Hafþór Hannesson,
Þorkell Sigurðsson, Þorbjörg Guðmundsdóttir.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
KARIN WAAG HJÁLMARSDÓTTIR,
Gullsmára 10,
Kópavogi,
lést á hjúkrunarheimilinu Mörkinni miðvikudaginn
29. desember.
Útför hennar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík
miðvikudaginn 5. janúar kl. 13.00.
Hjálmar W. Hannesson, Anna Birgis,
María Inga Hannesdóttir, Ólafur Georgsson,
Guðrún Andrésdóttir,
Jakob Bragi Hannesson,
Kristín Hanna Hannesdóttir, Páll Torfi Önundarson,
Glódís Karin E. Hannesdóttir,
Guðmundur Hannes Hannesson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
JÓN LAXDAL ARNALDS,
Fjólugötu 11A,
Reykjavík,
lést á heimili sínu sunnudaginn 2. janúar.
Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni laugardaginn
8. janúar kl. 14.00.
Ellen Júlíusdóttir,
Eyþór Arnalds, Dagmar Una Ólafsdóttir,
Bergljót Arnalds, Páll Ásgeir Davíðsson,
Anna Stella Karlsdóttir, Arne Tronsen
og barnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
JÓHANNA JÓHANNESDÓTTIR,
Kópavogsbraut 85,
lést á dvalarheimilinu Grund á nýársdag.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Gréta Pálsdóttir,
Páll Pálsson, Margrét Yngvadóttir,
Jóhannes H. Pálsson, Kristín Gunnarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær sonur minn, bróðir okkar, mágur og frændi,
SIGURBJÖRN KRISTJÁN HÁKONARSON,
lést á heimili sínu þriðjudaginn 14. desember.
Útför fer fram frá Seltjarnarneskirkju fimmtudaginn
6. janúar og hefst athöfnin kl. 13.00.
Jarðsett verður í Húsavíkurkirkjugarði.
Guðbjörg Sigurðardóttir,
Ingibjörg Hákonardóttir, Gunnar J. Magnússon,
Sigurður Hákonarson, Ruth Jónsdóttir,
Aðalheiður Hákonardóttir, Valur B. Sigurðsson,
Halldór Hákonarson, Zofía Wasiewic
og frændsystkini.