Morgunblaðið - 04.01.2011, Blaðsíða 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2011
Hausthefti Sögu 2010 er komið
út. Meginefni heftisins eru
miðaldasaga og staða sagn-
fræðinnar í samfélaginu.
Meðal efnis er umfjöllun
Helga Þorlákssonar um valda-
kerfi Ásbirninga, Steinunn
Kristjánsdóttir og Gísli Krist-
jánsson hafa komist að
tengslum Skriðuklausturs við
Suðursveit og Loftur Gutt-
ormsson fjallar um ólíkar túlk-
anir á endalokum Ögmmundar Pálssonar Skál-
holtsbiskups. Ítardómur er um doktorsritgerð
Halldórs Bjarnasonar og Eggert Þór Bernharðs-
son fjallar um nýja fastasýningu í Safnahúsinu á
Húsavík. Þá fjallar Spurning Sögu um bækur.
Tímarit
Miðaldasaga og
staða sagnfræði
Það vex eitt blóm fyrir vestan
er heiti myndlistarsýningar
Svövu Sigríðar Gestsdóttur
sem stendur yfir í Gerðubergi,
í Boganum.
Eins og titill sýningarinnar
vísar til, eru ljóð uppspretta
nokkura verka listakonunnar á
sýningunni. Um tilurð verk-
anna segir hún m.a.: „Ég bý á
stað, þar sem er mikið útsýni
yfir himin og haf, Snæfells-
jökul, Esjuna og Akrafjall og þar sem litaspil him-
ins er mikið, síkvikt og breytilegt.“ Hugmyndir
safnast þar í undirmeðvitundina, til úrvinnslu.
Sýning Svövu Sigríðar stendur til 16. janúar og
er opin virka daga kl. 11-16 og um helgar kl. 13-16.
Myndlist
Svava Sigríður
sýnir í Gerðubergi
Hluti verks eftir
Svövu Sigríði
Núna í byrjun janúar eru þrjú
ár síðan hinn verðlaunaði ein-
leikur Brák eftir Brynhildi
Guðjónsdóttur var frum-
sýndur. Af því tilefni verður
efnt til nokkurra sýninga í
Landnámssetri Íslands í Borg-
arnesi í janúar. Þær fyrstu
verða á laugardaginn kemur, 8.
janúar kl. 20, og sunnudaginn
9. janúar kl. 16.
Brák var tilnefnd til þriggja
Grímuverðlauna árið 2008, sem besta sýningin,
besta leikari og besta handrit. Brynhildur hlaut
tvær Grímur, sem besta leikkonan og besti hand-
ritshöfundurinn. Í Brák segir Brynhildur sögu
Þorgerðar brákar, fóstru Egils Skallagrímssonar
Leiklist
Brák á fjalir Land-
námsseturs að nýju
Brynhildur í
hlutverki Brákar
Guðjón Sveinsson rithöf-
undur á Breiðdalsvík hefur
sent frá sér bókina Litir &
ljóð III. Eins og felst í titl-
inum er þetta þriðja bókin
í röð þar sem hann fléttar
saman ljóðum og ljós-
myndum. Þessi nýja bók,
sem er í stóru broti eins og
hinar fyrri, ber undirtit-
ilinn Fegursti fjalla-
hringur og vinnur höfundur þar með ljós-
myndir sem sýna sérstæð og tignarleg fjöllin
í Breiðdal.
Þegar Guðjón er spurður út í þá hugmynd
að setja saman bók um fjallahringinn í Breið-
dal, vísar hann í tileinkunina fremst í henni,
en þar er vitnað í mann sem stöðvaði bíl við
hlið höfundar á þjóðvegi eitt fyrir margt
löngu og sagði út um opinn bílgluggann:
„Þetta er fegursti fjallahringur landsins.“
„Þessar myndir eru í stórum dráttum tekn-
ar á síðastliðnum fjórum, fimm árum,“ segir
Guðjón um myndirnar sem birtast lesendum
af hinum ýmsu fjöllum svæðisins.
Hann segir það kalla á sig að flétta ljós-
myndum og ljóðum saman á þennan hátt.
„Það eru mjög sterk tengsl milli ljóða og að
minnsta kosti landslags. Enda heita síkar
bækur ljóðmyndabækur,“ segir Guðjón.
Í bókinni kemur fram að Guðjón birtir
meðal annars í henni bernskuljóð eftir sig, en
þegar hann rakst á stílabók með þeim, fóru
„fortíðarfrumur á stjá“ og hann valdi að láta
úrval þeirra prýða síður þessarar „fag-
urfjallabókar“.
Um fjallahringinn yrkir hann: „Fagur sá
fjallahringur / sem fegrar dalinn minn. /
Aldreigi annars staðar / unað tærastan finn.“
efi@mbl.is
„Fegursti fjallahringur landsins“
Guðjón Sveinsson hefur sent frá sér bók með
ljóðum og ljósmyndum af fjöllum Breiðdals
Ljósmynd/Guðjón Sveinsson
Sátur yfir Stuttadal Ein myndanna úr bók Guðjóns, en þær sýna fjöll sem ramma in Breiðdal.
Guðjón Sveinsson
Átak er hafið í
Írak við að bjarga
fornminjum í
hinni fornu Bab-
ýlonsborg og gera
þær jafnframt að-
gengilegar gest-
um. Á síðustu ára-
tugum hafa
umtalsverðar
skemmdir verið
unnar á leifum
hinnar fornu borgar Nebúkadnesars;
Saddam Hussein reisti gríðarstóra
höll á hluta rústanna og eftir innrás
Bandaríkjamanna árið 2003 komu
þeir þar upp herstöð sem Pólverjar
tóku síðar yfir.
Ráðamenn í Írak vonast til að bætt
aðgengi að fornum sögufrægum minj-
um, frá borginni Úr í suðri til Nimrud
í norðri, muni í framtíðinni laða vís-
inda-, fræði- og ferðamenn til landsins
og skapa gjaldeyri ekki síður en olían.
Möguleikar íbúanna
Í The New York Times kemur
fram að bandarísk stjórnvöld hafa
styrkt fornleifafræðinga og forn-
leifavernd Íraks um tvær milljónir
dala, til að hægt sé að hefjast handa
við að vernda og lagfæra áhrifamestu
fornminjarnar sem enn eru á svæð-
inu. Í gegnum árin hafa ræningjar
hirt marga góða gripi og þá má
nefnda að hið forna Ishtar-hlið í
Pergamon-safninu í Berlín.
Bandarískur hópur sem vinnur nú
við endurbætur á svæðinu innan
fornu borgarveggjanna hefur undir-
búið opnun safns þar. Áætlað er að
safnið verði opnað síðar í þessum
mánuði en það hefur verið lokað frá
árinu 2003. Rætt er um að babýlón-
ískar fornminjar sem eru í Þjóðminja-
safninu í Bagdad verði fluttar aftur
þangað.
„Við erum ekki bara að skoða forn-
minjar,“ er haft eftir Jeff Allen sem
vinnur að endurbótum í Babýlon. „Við
erum að horfa á efnahagslega mögu-
leika fyrir íbúana, þeir þurfa að fá
eitthvað út úr þessum minjum. Það er
vel mögulegt og að vernda á sama
tíma þessar sögulegu fornminjar.“
Bjarga
minjum í
Babýlon
Safn opnað á ný
í hinni fornu borg
Eftirmynd Ishtar-
hliðsins í Babýlon.
Casper er vægast
sagt ósáttur við
þetta uppátæki trúðsins því
ferðin átti að vera ,,píku-
ferð“ 32
»
Ég er búin að undirbúa mig vel en
þetta er vissulega nokkuð ströng
dagskrá, fjögur kvöld í röð,“ segir
Hanna Dóra Sturludóttir sópr-
ansöngkona þegar hún er spurð að
því hvort ekki sé erfitt að syngja
fjóra daga í röð einsöng á tónleikum
með Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Hún kemur fram á fernum Vín-
artónleikum næsta daga með hljóm-
sveitinni.
„Þetta verða eflaust skemmtilegir
tónleikar, enda efnisskráin fín, og þá
verður maður eflaust í stuði,“ bætir
hún við.
Þetta er í fyrsta skipti sem Hanna
Dóra kemur fram á Vínartónleikum
hljómsveitarinnar. Hún flytur fjórar
aríur úr óperettum á tónleikunum
og á milli leikur Sinfóníuhljóm-
sveitin hljómsveitarverk.
„Létt og góð blanda“
„Þetta eru ólík verk sem ég syng,“
segir Hanna Dóra sem þekkir verkin
vel. „Vínartónlist hefur verið stór
hluti af mínum verkefnum. Þegar ég
hef verið ráðin að óperuhúsum í
Þýskalandi þá hafa alltaf verið ein
eða tvær óperettur á efnisskránni á
hverjum vetri. Sumar hef ég sungið
oft, aðrar sjaldnar, og stundum á
tónleikum. Þá er oft beðið um þessi
klassísku Vínarlög á skemmtunum
og tónleikum.“
Þegar Hanna Dóra er spurð að því
hvers vegna Vínartónlistin sé svona
vinsæl, segir hún að þetta sé oftast
nær létt tónlist með grípandi takti
og ríkri danstilfinningu.
„Fólk dillar sér með og laglín-
urnar eru yfirleitt grípandi. Þá er
umfjöllunarefnið gjarnan á léttari
nótunum og létt grín gert að hinum
og þessum þáttum samfélagsins.
Þetta er létt og góð blanda sem
fellur fólki vel í geð. Mér finnst af-
skaplega gaman að fá að taka þátt í
þessum flutningi.“
Hanna Dóra hefur um ára-
bil verið búsett í Berlín ásamt
fjölskyldu sinni og segist hafa
mjög mikið að gera í söngn-
um.
„Í haust vann ég á vegum Rík-
isóperunnar í Berlín og strax
eftir tónleikana hér fer
ég til Gelsenkirchen
þar sem ég er með
verkefni í janúar og
febrúar og svo aftur í
apríl og maí. Það er
því heilmikið að
gera,“ segir Hanna
Dóra. efi@mbl.is
Sinfóníuhljómsveitin með
Vínartónlistarveislu í vikunni
Hanna Dóra
Sturludóttir ein-
söngvari með
hljómsveitinni
Morgunblaðið/Eggert
Söngkonan Hanna Dóra Sturludóttir í hlutverki sínu í Ariadne auf Naxos í
Íslensku óperunni árið 2007. Hún syngur Vínartónlist næstu dagana.
Á hverju ári eru Vínartónleik-
arnir í upphafi ársins vinsæl-
ustu tónleikar Sinfón-
íuhljómsveitar Íslands. Þarf nú
ferna tónleika til að allir komist
að sem vilja og verða þeir fyrstu
annað kvöld, miðvikudagskvöld.
Hanna Dóra Sturludóttir er
einsöngvari að þessu sinni. Hún
hefur átt glæsilegan feril við
þýsk óperuhús, meðal annars
Ríkisóperurnar í Berlín og Ham-
borg. Hún hefur sungið í mörg-
um uppfærslum Íslensku óp-
erunnar og er á heimavelli í
flutningi Vínartónlistar.
Stjórnandi á tónleik-
unum er Graeme Jenk-
ins sem hefur stjórnað
106 ólíkum óperum
víðsvegar um heiminn.
Hann er aðalstjórnandi
Dallas-óperunnar í
Bandaríkjunum. Á tónleik-
unum hljómar sígild Vín-
artónlist úr ýmsum átt-
um, þar á meðal
Dónárvalsinn og
hljómsveitarsvíta úr
Rósariddaranum
eftir Richard
Strauss.
Vinsælustu
tónleikarnir
SÍGILD VÍNARTÓNLIST
Richard Strauss