Morgunblaðið - 20.01.2011, Page 4

Morgunblaðið - 20.01.2011, Page 4
fasteignir Til leigu fjórar glæsilegar íbúðir til skemmri tíma fyrir erlenda viðskiptavini. Stærðir: 42 m2, tvær 72 m2 og 95 m2 penthouse-íbúð. Allar upplýsingar í síma: 824 4320 og 824 2156. Laufásvegur 101 Reykjavík 101reykjavikapartments.is TIL LEIGU Eyrarbakkahúsið var byggt árið 1765 sem íbúðarhús fyrir danska einokunarkaup- menn. Húsið telst til elstu bygginga lands- ins. Byggðasafn Árnesinga tók við Húsinu árið 1995 að loknum viðamiklum við- gerðum og þar eru sýningar safnsins í dag. Íslensk hús Eyrarbakkahúsið Það hefði einhverju sinni þótt saga til næsta bæjar að Danir skæru upp her- ör gegn reykingum í heimahúsum. Sú er hins vegar raunin í leiguhúsnæði sem nú stendur til að byggja við Sæby-ströndina á Norður-Jótlandi. Þar eru í byggingu 86 nýjar leiguíbúðir fyrir almenning og verða settar reglur um að 35 af þeim skuli verða algerlega reyklausar. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem slíkar reglur eru settar opinberlega þar í landi. Þó geta reyk- glaðir íbúar og gestir huggað sig við það að samhliða húsbyggingunni verður lagður lítill reitur utanhúss þar sem leyfilegt er að reykja. birta@mbl.is Nýjar reglur í Danmörku Morgunblaðið/Golli Reyklaust leiguhúsnæði Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborg- arsvæðinu 7. janúar til og með 13. janúar var 47. Heildarveltan var 1.288 milljónir króna og meðalupphæð á samning 27,4 milljónir króna. Á sama tíma var tveimur kaupsamn- ingum þinglýst á Akureyri. Þar af var einn samningur um sérbýli og einn samningur um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heild- arveltan var 43 milljónir króna og meðalupp- hæð á samning 21,3 milljónir króna. Velta samkvæmt Þjóðskrá Skapti Hallgrímsson Hreyfingar á mark- aði 7. til 13. janúar Sennilega er leitun að mönnum semvita jafnmikið um viðhald og upp-setningu glugga og hurða og ÞórðurÁrnason húsasmíðameistari. Hann hefur frá árinu 2000 starfrækt Glugga- og hurðaþjónustuna (www.smidi.is) og leggur áherslu á að hugsa verði vel um hurðir og glugga, pósta, fög og læsingar ef þau eiga að endast vel og gegna hlutverki sínu. En vönduð vinnubrögð við uppsetningu eru grundvallaratriði. „Það gildir bæði með glugga og hurðir að menn verða að hafa ákveðna vitn- eskju og vissa tilfinningu fyrir því sem þeir eru að gera svo rúða eða hurð hreinlega haldi vatni og vindum. Því miður er það oft raunin að þeg- ar óvanir reyna að gera þessa hluti sjálfir end- ar það með að skipta þarf um hluti og laga með tilheyrandi kostnaði og ómaki,“ segir hann. „Ef svo vart verður við minnsta leka, núning eða skemmdir verður að láta gera við sem allra fyrst til að koma í veg fyrir meira tjón. Ef gluggar og hurðir eru farin að láta á sjá getur það þýtt að voðinn sé vís og er leki mjög fljótur að skemma út frá sér. Í framhaldi af leka getur oft orðið sveppamyndun.“ Gæði og frágangur segir Þórður að séu al- mennt í góðu lagi hér á landi. „Það er þá helst að menn hafi átt það til að hlaupa á sig í stórum byggingarverkefnum og keypt ódýra glugga að utan. Raunin er sú að þó svo að um mikla gæðaglugga geti verið að ræða á evr- ópskan mælikvarða þá er hreinlega allt annað veður hér en á meginlandinu og gluggar sem hlotið hafa fjölda gæðaviðurkenninga ekki hentað íslenskum aðstæðum. Vindálagið og regnið getur verið svo mikið að hér dugar oft ekki annað en að nota verulega vandaða og sterka glugga og hurðir.“ Betra gler borgar sig Þá segir Þórður byggingaraðila orðna nokk- uð vel meðvitaða um mikilvægi þess að vanda val og frágang og gæðin hafa að sama skapi farið vaxandi. „Glerið sem notað er í byggingar í dag, svokallað K-gler, hefur t.d. mun betri hitaeinangrun en það sem notað var hér áður fyrr og talað um að kostnaðurin við að fara úr venjulegu gleri yfir í nýjustu gerðirnar borgi sig upp á fimm árum með lækkuðum húshit- unarkostnaði.“ Loks þarf að hafa hugfast að gler hefur tak- markaðan endingartíma. „Það gler sem verið er að setja í byggingar í dag ætti að endast í kringum 20 ár. Vitaskuld fer það eftir stað- setningu og veðurálagi hversu mikið mæðir á rúðunni en á endanum verður að skipta um,“ segir hann en bætir við að ekki sé þar með sagt að skipta þurfi um pósta og fög þótt rúðunni sé skipt út og á það sérstaklega við ef viðhaldi hefur verið vel sinnt. „Ég hef verið að skipta um gler í gluggum sem eru 50-60 ára gamlir sem þurfa sáralítilla viðgerða við. Ef glugga- karmurinn er í fínu lagi setur maður bara inn nýtt gler í gluggann.“ ai@mbl.is Þórður Árnason húsasmíðameistari segir reglulegt viðhald á húsnæði mikilvægt Bregðast þarf strax við leka eða skemmdum Morgunblaðið/RAX „Hugsa verður vel um hurðir, glugga, pósta, fög og læsingar ef þau eiga að endast vel,“ segir Þórður. Því miður er það oft raunin að þegar óvanir reyna að gera þessa hluti sjálfir endar það með að skipta þarf um hluti og laga með tilheyrandi kostnaði og ómaki. Hversu langt er síðan síðast var far- ið yfir lamir og lása á heimilinu? Þórður segir góða reglu að smyrja á eins til þriggja mánaða fresti þar sem álagið er mikið en annars ekki sjaldnar en árlega. Vanda verður líka valið á smurefni. „Það er t.d. mjög útbreiddur misskilningur að ryðolía smyrji læsingar, en það eina sem hún gerir er að leysa upp ryð. Nota þarf sér- stakar olíur á lása og enn aðrar teg- undir á lamir,“ segir hann. Er lásinn á útidyrahurðinni orðinn stífur og erfiður? Sennilegt er að hann hafi ekki fengið góða smurn- ingu í langan tíma og alls ekki nauð- synlegt að skipta um. „Með smá- olíu verður lásinn sennilega eins og nýr.“ Mæðir á botnlistanum Fylgjast þarf vandlega með ásig- komulagi glugga og hurða bæði að innan og utan. „Þumalfingursregla er að mála glugga á tveggja til fjög- urra ára fresti. Mest mæðir á botn- listanum og gott að mála hann ann- að hvert ár en allan karminn á fjögurra ára fresti. Til samanburðar er almennt talað um að mála þurfi hús á fimm til tíu ára fresti.“ Málningin kemur í veg fyrir að raki komist að gluggakarminum þar sem hann getur valdið skemmdum og leka. „Það verður líka að gæta að innra byrðinu því rakinn á heimilinu getur unnið sér leið t.d. í gegnum trékarminn og valdið því að málningin á hliðinni sem snýr út byrjar fyrr að flagna.“ Loks þarf að passa að fara sér að engu óðslega þegar gluggar eru þrifnir. „Þótt gler sé óhemjusterkt efni og þoli útrúlegustu hluti er óþarfi að nota mjög sterk hreinsi- efni. Gott er að setja ögn af þvotta- legi út í vatnið og verður þá rúðan glansandi og virkar fyrir vikið eins og ný, en einnig þolir málning á gluggum oft á tíðum ekki mjög sterk efni.“ Smyrja ekki sjaldnar en árlega

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.